Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 7. janúar 1999
Sjósetningarbúnaður gúmbáta:
Gíldistöku enn frestað
-Sjómenn harðorðir í garð ráðherra
Nú um áramót átti að taka gildi
reglugerð um björgunar- og ör-
yggisbúnað fískiskipa þar sem
kveðið er á um losunar- og sjó-
setningarbúnað gúmmíbjörgunar-
báta. I desember gaf samgönguráð-
herra út tilskipun um frestun
þessarar reglugerðar. Astæðan er
sú að sá búnaður, sem fáanlegur er
í dag, hafí ekki fengið vottun hjá
Iðntæknistofnun.
Þessi tilskipun hefur mælst illa fyrir
hjá samtökum sjómanna, ekki síst í
Vestmannaeyjum og á aðalfundi Skip-
stjóra og stýrimannafélagsins Verð-
andi í Vestmannaeyjum, sem haldinn
var 27. des. sl., var eftirfarandi
samþykkt:
„Ss. Verðandi mótmælir harðlega
frestun gildistöku reglugerðar um
björgunar- og öryggisbúnað fiski-
skipa, nánar tiltekið 7. grein um
losunar- og sjósetningarbúnað
gúmmíbjörgunarbáta.
Þetta er í sjötta sinn sem sam-
gönguráðherra frestar þessum reglum
sem gefnar voru út endurskoðaðar 21.
mars 1994. I öllum tilfellum er það
eingöngu að kröfu LIÚ sem þessar
frestanir eiga sér stað og í öllum til-
fellum er það gert í andstöðu við
sjómenn og samtök þeirra.
Fundurinn vill benda samgöngu-
ráðherra, Halldóri Blöndal, á það að í
dag er til samþykktur sjósetn-
ingarbúnaður af gerðinni Sigmund S
2000 sem tvisvar hefur verið sam-
þykktur af Siglingamálastofnun
rikisins, síðast 6. mars 1995 eftir
prófanir. Hann er samkvæmt viður-
kenningarskírteini í gildi til 6. mars
árið 2000 og hefur verið settur í mörg
skip á síðasta ári þrátt fyrir andstöðu
ráðherra og LÍÚ enda sjómenn og
útgerðarmenn í Vestmannaeyjum
orðnir langþreyttir á vinnubrögðum
ráðherra.
Nú heimtar samgönguráðherra að
búnaðurinn verði vottaður og kemur
sú krafa frá LÍÚ sem enn einu sinni
tekst gegnum nefndarstörf að tefja
málið með hjálp ráðherra.
Það verður ömurlegt hlutskipti þeirra
manna sem barist hafa á móti þessu
tæki, ef þvermóðska þeirra á eftir að
kosta sjómenn lífið.“
Lin
Gleraugnaþjónusta
Linsunnar verður
í versluninni
Miðbæ, í dag
fimmtudag,
föstudag
og laugardag.
Góð gleraugu
Vantarvottun
Fréttir höfðu samband við sam-
gönguráðherra, Halldór Blöndal,
vegna þessa máls og spurðu hvers
vegna þessu hefði verið frestað enn
einu sinni.
„Það er einfaldlega ekki hægt að
samþykkja búnað sem ekki hefur
fengist vottun fyrir,“ sagði Halldór
Blöndal. „Það er sjálfgefið að fresta
gildistöku reglugerðarinnar þegar
enginn vottaður búnaður er fyrir
hendi. Enda er það óveijandi ef ráðu-
neytið myndi samþykkja búnað sem
að mati sjómanna, skipaverkfræðinga
og annarra stenst ekki kröfur.
Eg ætla ekki að fara að ræða
einhverja samþykkt frá sjómanna-
félagi í Vestmannaeyjum, ég hef ekki
séð hana,“ sagði Halldór. „En ég
undrast það ef sjómenn vilja ekki að
búnaðurinn sé í lagi. Allt annað yrði
til þess að vekja falska öryggistil-
finningu.
Sérstök undimefnd vann að því á
síðasta ári hverjar kröfur ætti að gera
til slíks búnaðar. Tillögur hennar lágu
fyrir á miðju sumri. Þar með hefðu
þeir aðilar, sem framleiða slíkan
búnað, átt að hafa samband við
Iðntæknistofnun vegna vottunar en
það hafa framleiðendur Sigmunds-
búnaðarins ekki gert. Þó hef ég sjálfur
beitt mér persónulega fyrir því að
nauðsynlegar upplýsingar berist
Iðntæknistofnun, bæði um Sigmunds
og Olsensbúnað.
Við stöndum frammi fyrir því að í
dag er ekki til í landinu búnaður sem
uppfyllir þessar kröfur og þess vegna
er sjálfgert að fresta gildistökunni.
Um leið og vottun liggur fyrir á
slíkum búnaði verður hafist handa í
samráði við LÍÚ að koma honum
fyrir.
Kostar stórfé
Félagið Sigmund hefur haft með
þróun og markaðsmál Sigmundsbún-
aðarins að gera. Bjarki Brynjarsson er
í stjóm félagsins. Hann sagði að
dráttur hefði orðið á því að senda
viðbótargögn til Iðntæknistofnunar.
Beðið hefði verið um þau gögn og
væri nú verið að útbúa þau.
„Aftur á móti er menn ekki tilbúnir
að leggja í umtalsverðan kostnað við
nýjar vottanir án þess að vita hvort
reglugerðin tekur gildi," sagði Bjarki.
„Þessi búnaður fékk vottun frá
Siglingamálastofnun á sínum tíma en
nú er þess krafist að Iðntæknistofnun
gefi vottun á ný. Okkur hefði þótt
eðlilegra að reglugerðin hefði verið
látin taka gildi. Þá hefðu menn farið á
fullt, bæði við öflun gagna og
framleiðslu. En það er ekki óeðlilegt
að menn séu varkárir í að ausa út fé án
þess að hafa fulla vissu fyrir því að
reglugerðin muni taka gildi í þetta
sinn,“ sagði Bjarki.
Erummeðvottorðfrá
Siglingamálastofnun
Vélaverkstæðið Þór í Vestmanna-
eyjum framleiðir Sigmundsbúnaðinn.
Garðar Gíslason, framkvæmdastjóri
hjá Þór, segir að hér sé um mgl að
ræða hjá samgönguráðuneytinu. „Við
höfum viðurkenningarskírteini fyrir
okkar búnað frá Siglingamálastofnun.
Sú stofnun prófaði búnaðinn á sínum
tíma og viðurkenndi hann,“ sagði
Garðar. „Annars emm við svo sem
ekki óvanir mglingshætti á þeim bæ.
Þeir hafa aldrei haft samband við
okkur og ég kannast ekkert við að
ráðherra hafi persónulega beitt sér
fyrir einu eða neinu íyrir okkur. Hann
fylgist nú heldur ekki betur með
málum en svo að í haust er leið, þegar
hann var hér á ferð, var honum boðið
að koma og skoða búnaðinn. Hann
svaraði þá til hvort það væri ekki bara
eitthvað ryðgað jámamsl. Svo vel
fylgist hann nú með.
Og það er ekki rétt að búnaður sé
ekki til. Við eigum nokkur stykki til-
búin en auðvitað fömm við ekki að
framleiða í miklu magni búnað sem
ekki er á hreinu með hvenær við
getum selt,“ sagði Garðar.
Siaurgeir Jónsson m m * ■■ ■ r ■ r |
skrífar Af yfiitoKu a jolunuvn
dcgi
í upphafi vill skrifari óska lesendum Frétta árs
og friðar og þakka um leið fyrir liðið ár. Um
þessar mundir má lesa í blöðum miklar ræður
landsfeðra þar sem þeir gera upp gamla árið.
Em það yfirleitt mikil skrif að vöxtum og oft
mærðarfull. Yfirleitt hefur skrifari ekki í sér
nennu til að pæla gegnum þær hugleiðingar þótt
vafalaust séu þær hinar uppbyggilegustu. Hann
velur sér annað lesefni. Skrifari ætlar heldur
ekki að feta í fótspor landsfeðra með ára-
mótalanghund. Hann ætlar heldur ekki að ræða
um útgáfu á jólablöðum í Vestmannaeyjum,
minnugur þess að slíkt getur haft slæm áhrif á
andlega og líkamlega líðan manna.
Liðið ár mun hafa verið nokkuð gott í
efnahagslegu tilliti, þ.e. að fólk hefur almennt
haft úr meiru að spila en endranær. Það kom
m.a. fram í fleiri utanlandsferðum og meiri
verslun fyrir jól. Eigi fólk aura milli handa þá er
oftar en ekki keypt meira og stundum meira en
efni standa til.
Það leiðir huga skrifara að því sem hann heyrði
til eins af kirkjunnar þjónum á jólaföstu. Sá
minntist á jólin áður en kaupmennimir hefðu
yfirtekið þau. Af orðum hans mátti ráða að í þá
daga hefðu jólin verið sannkölluð hátíð friðar og
kærleika en jól síðari tíma bæru öllu meiri keim
af peningum og verslun hvers konar. Þótti
kirkjunnar þjóni það slæm skipti.
Nú er skrifari ekki svo aldinn að ámm að hann
muni þá tíma þegar eitt helsta áhyggjuefni
íslendinga í desember var hvort þeir fæm í
jólaköttinn, fengju ekki jólagjöf eða hvort unnt
yrði að fæða fjölskylduna á jólum. Skrifari fékk
alltaf jólagjöf og fleiri en eina og ekki minnist
hann þess að skortur hafí verið á heimilinu,
hvorki á jólum né aðra daga. En af frásögnum
þeirra sem eldri em, má ráða að ekki hafi alltaf
verið svo. Þó er það nokkuð sammerkt þeim
frásögnum að yfirleitt haft verið farið í kaupstað
á Þorláksmessu eða aðfangadag til að ná í
einhverjar nauðsynjar fyrir jólin. Og oftar en
ekki mun þá kaupmaðurinn hafa hlaupið undir
bagga og veitt úttekt út á krít svo að unnt væri að
halda jól með einhverju öðm en trosi og
jólaketti. Kaupmenn vom ekki alvondir í þá
daga frekar en nú til dags þó svo að finna megi í
þeim hópi misjafna sauði eins og annars staðar.
Nú fyllir skrifari hóp þeirra manna sem
kirkjunnar þjónn á jólaföstu sagði að hefðu
yfirtekið jólin. Skrifari hefur nefnilega stundað
kaupmennsku í smáum stíl í nær áratug. En
hann kannast ekki við slíka yfirtöku. Raunar
viðurkennir hann að það er öllu meira að gera
hjá honum í desember en alla jafna en það þykir
honum hið ágætasta mál og yrði raunar
óánægður ef svo væri ekki. Og skrifari vill ekki
bekenna að fyrir hans atbeina og kollega hans
hafi dregið úr friði og kærleika á jólum, alla
vega er það ekki með vilja gjört.
Það er nefnilega svo nú til dags að fólk vill fá
að ráða sér sjálft í flestu og kann því yfirleitt illa
sé reynt að hafa vit fyrir því. Vilji fólk fara til
útlanda þá stjómar það því sjálft. Og svo þegar
víxillinn fyrir ferðinni fellur í gjalddaga þá þýðir
ekki að skammast út í ferðaskrifstofuna. Sá sem
hefur étið yfir sig á jólum fer ekki eftir áramót
og skammar Simma í Vömvali fyrir að hafa selt
sér allan þennan fitandi mat. Skrifari hefur og
enda ekki verið skammaður á liðnum ámm fyrir
að reyna að stilla kaupskap fólks í hóf, það er
frekar að hann hafi verið átalinn fyrir að hafa
ekki nægilegt vömval á boðstólum.
Svo hefur það líka komið fyrir að hann hefur
hlaupið undir bagga, rétt eins og kollegar hans
gerðu fyrr á öldum, og veitt úttekt upp á krít
fyrir jól. Þó svo að landsfeður lýsi yfir góðæri
hjá þjóðinni þá er það ekki hundrað prósent og
þeir allnokkrir sem em auralitlir fyrir jól eins og
aðra daga. Skrifari hefur alltaf haft af því
ánægju að geta hlaupið undir bagga á þann hátt
og þannig lagt sitt af mörkum til að gera öðmm
kleift að haldajól ánjólakattar. Nær alltaf hefur
hann fengið greitt hjá viðkomandi aðilum og í
þau fáu skipti sem það hefur ekki gerst, hefur
hann tekið því meðjafnaðargeði. Skrifari þykist
þess líka fullviss að hann sé ekki einn um slíka
hluti, kollegar hans loki ekki á fólk þegar illa
stendur á og síst fyrir jól. Honum finnst það út í
hött ef saka á einhvem um að hafa stolið
jólunum. Þeir gætu þá orðið margir söku-
dólgamir ef út í það væri farið og ekki bara úr
verslunargeiranum.
Sigurg.