Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 7. janúar 1999 Hvað er þér eftirminnilegast á árinu 1998? Gott gengi í boltanum og háhymingnrinn Keikó efst á blaði Andrés Andrés Sigmundsson, bakarameist- ari í Magn- úsarbakaríi, segir að koma Keikós til Eyja standi sér efst í huga. „En við nýtt- um ekki nógu vel það tæki- færi sem gafst með komu Keikós. Þama vom gífurlegir möguleikar sem fóm forgörðum því við verðum að byggja framtíðina upp á móttöku ferðamanna. Eg er hættur að hafa trú á útgerðarmönnum til góðra hluta því þeir leggja mjög takmarkað til samfélagsins. Það skiptir okkur litlu máli þó þeir eigi nóg af peningum og íbúð í Reykjavík. Svo þekkja konumar þeirra sig betur í mollum á Flórída og víðar í útlandinu en í búðunum hér,“sagði Andrés. Drífa „Það sem mér er minnis- stæðast á ár- inu eru kosn- ingarnar sem enduðu mjög vel en vom miklu meiri vinna en ég átti von á,“ segir Drífa Kristjánsdóttir frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna í bæjarstjómar- kosningunum. „Pepsímótið tókst mjög vel og er þátttaka alltaf að aukast. Gosloka- hátíðin var frábær og góð skemmtun sem halda ætti á fimm ára fresti. Næst kemur fótboltinn, glæsilegur árangur hjá strákunum og stelpunum líka. Þjóðhátíðin klikkar ekki, nema veðrið og koma Keikós til Eyja var skemmtileg upplifun. Fyrir mér var þetta mjög gott og skemmtilegt ár og ég hlakka til við að takast á við nýtt,“ sagði Drífa og bað fyrir bestu nýárskveðjur. Atli Atli Elíasson, steypu- stöðvarstjóri, segir að at- burður úr lífi íjölskyldunnar sé sér efst í huga. „Það stendur upp úr hjá mér er þegar haldið var að barna- bamið væri með heilahimnubólgu. Það var mikill léttir þegar í ljós að þetta var ekki heilahimnubólga. Svo eru það íþróttaafrekin í fótboltanum þar sem IBV stóð uppi sem íslands- og bikarmeistari og meistari meistaranna." Gunnar „Það var stór dagur hjá mér þann 12. sept- ember þegar haldið var upp á 60 ára af- mæli Golf- klúbbs Vest- mannaeyja," segir Gunnar Stefánsson frá Gerði, golfari og frjálsíþróttahetja á yngri árum. „Við þetta tækifæri fékk ég gullkross ÍBV, sem er æðsta heiðursmerki héraðssambandsins og gullkross Golfsambandsins sem líka er æðsta heiðursmerki þess,“ sagði Gunnar. IBjarni Bjami Sig- hvatsson sló á létta strengi þegar hann var beðinn um að rifja upp það sem hon- um var minn- isstæðast á árinu 1998. „Það er mér ofarlega í huga þegar Klara nokkur Hallgrímsdóttir var ráðin mér til aðstoðar hér á íslandsflugi. Einnig reikna ég með að það verði mér ofarlega í huga þegar hún hættir," sagði Bjami sem sneri sér síðan að alvömnni. „Eg held að koma Keikós og allt tilstandið á flugvellin- um sé það sem er mér lang- minnisstæðast á árinu.“ Halldór Halldór Sveinsson, lögreglumað- ur, segir að tvennt standi upp úr hjá sér og tengist hvort tveggja sumrinu. „Við áttum gott og skemmtilegt sumar í Álsey, Álseyingar. Einnig átti ég skemmtilegan tíma á Spáni þar sem fjölskyldan dvaldi á Benidorm,“ sagði Halldór. Lilja Lilja Kristins- dóttir hafði svör á reiðum höndum þegar slegið var á þráðinn til hennar. „Eg varð ólétt á árinu og er von á barninu með hækk- andi sól á nýju ári. Nánar tiltekið í apríl. Svo var sumarið gott og ekki má gleyma Keikó,“ sagði Lilja. Jósúa „Þegar blaða- maður Frétta hafði samband við undirrit- aðan, um það sem hefði verið eftir- minnilegast á liðnu ári, verður eftir- farandi ofan á,“ segir Jósúa Steinar Oskarsson. „Það sem vegur þyngst í huga mínum er náttúrulega bróðurmissir og núna frestun samgönguráðherra á gildistöku björgunarbúnaðar sjó- manna, þó að það væri ekki nema 1 % meira öryggi til handa sjómönnum á ögurstund þá réttlætir það gildistöku búnaðarins, ég lýsi furðu minni á þessum dómgreindarbresti ráðherra, sem reyndar er ekki nýjung af hans hálfu. Einn af stærstu jákvæðum hlutum ársins, var gott gengi knattspymunnar í Eyjum bæði hjá körlum og konum í öllum flokkum, það besta í langan tíma. Að sjálfsögðu er toppurinn þrefaldur sigur meistaraflokks karla IBV. Þá gladdi það hjartað að sjá soninn fá tækifæri til að spreyta sig í síðasta leik sumarsins og fyrir jólin vom tímamót, því hann kláraði stúdentinn. Tengdadóttir okkar hlaut titilinn Sumarstúlkan, að auki varð hún Islandsmeistari með öðmm flokki kvenna í knattspymu ásamt því að vera valin í unglingalandsliðið í handknattleik. Það má segja að árið 1998 hafið verið ár sorgar og gleði en ég vil nota tækifærið og óska öllum bæjarbúum gæfuríks árs.“ í sínum huga standi Keikó upp úr. „Hann er gríðarleg auglýsing fyrir Vestmannaeyjar og var gaman að sjá hvemig allt fór á hvolf í bænum. Daginn sem Keikó kom var ekkert unnið í bankanum því allt snerist um háhyminginn. Kosningarnar í vor eru líka eftir- minnilegar. Persónulega fannst mér það mikil viðurkenning að vera boðið sæti þetta ofarlega og sama er að segja um þá ábyrgð sem ég hef fengið á vettvangi bæjarmálanna. Það sem snýr svo að mér og mínum em húsakaupin okkar Stefáns á árinu. Þama keyptum við hús sem við ætlum að búa í þangað til við verðum gömul og grá,“ sagði Andrea. Gíslína Gíslína Magn- úsdóttir segir þrennt standa helst upp úr hjá sér á árinu 1998. „Um sjómanna- dagshelgina vomm við með ættarmót þar sem af- komendur Magnúsar Þórðarsonar á Skansinum hittust. Var heljarmikið fjör í Þórsheimilinu. Þá fékk ég bamabarn mitt í heim- sókn í tvo mánuði frá Noregi. Hún er lítil og sæt og var mjög gaman að fá hana. Aftur á móti fannst mér mjög slæmt þegar Heiða systir flutti í Hafnar- íjörðinn. Hún er orðin ansi þunn fjöl- skyldan mín hér í Eyjum. Af málum í bænum er það blysförin á 25 ára afmæli gossins 23. janúar og svo goslokahátíðin sem var alveg meiriháttar. Svo get ég nefnt eitt enn sem er Þjóðverji sem dvalið hefur hjá okkur yfir jólin. Hann er yfir sig hrifinn af Eyjum, vill helst ekki fara sem er í andstöðu við það að allir eru að fara héðan," sagði Ina. Lára Lára Skæringsdóttir er fyrsti vara- maður á V-lista í bæjarstjórn Vestmanna- eyjaogdyggur og öflugur stuðnings- maður Framsóknar- flokksins þó að draumurinn um samfylk- ingu Vinstri- hreyfmgar- innar og óháðra á landsvísu blundi nú í henni líka. Lára segir að efst í huga hennar frá síðasta ári sé einmitt framboð hennar vegna bæjarstjómarkosningana sl. vor og hversu vel sameiginlegt framboð gekk í Vestmannaeyjum, auk þess sem hún hefði kynnst skemmtilegu og lifandi fólki í því samstarfi. Fyrsta opinbera embættisverk hennar var og að taka á móti hvalnum Keikó í forföllum Ragnars Oskarssonar og segist Lára mjög upp með sér af því. Margt annað segir hún að leiti á hugann, ekki síst hversu sumarið hefði verið gott og að móðir hennar hefði útskrifast sem sjúkraliði. Einnig er ógleymanleg sigurganga ÍBV í fótboltanum og sigur Smára Harðarsonar í vaxtarræktarkeppninni í haust. Það varð mikil breyting á hárgreiðslustofunni þegar Emý byrjaði, því hún er svo hress og langar svo að verða Eyjamaður vikunnar. Svo gekk hún í Rótarýhreyfinguna og er yngsti meðlimur hennar á Islandi. „Svona gæti ég lengi talið, en nú held ég að sé mál að linni, en vil fá að óska öllum gleðilegs árs að lokum,“ segir Lára og svífur út í nýja árið. Andrea Andrea Atla- dóttir, lána- sérfræðingur í íslandsbanka og 5. maður á lista Sjálf- stæðisflokks- ins í bæjar- stjóm segir að Oddur Oddur Júlíus- son segir bréfaskriftir við bæinn standa upp úr á árinu 1998. „Það var margt gull- kornið sem fór á milli okkar Páls bæjar- ritara,“ sagði Oddur. Gleraugnaþjónusta frá □ ptik Verðum hjá Axel Ó dagana 7. til 9. janúar Úrval af nýjum umgerðum 35 ára þjónusta í Vestmannaeyjum Z7 (0\ □ ptik Lækjartorgi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.