Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 7. janúar 1999
Hafa lyft Grettistaki í
menni ngarmálum
með Dögum lita og tóna
Milli 60 og 70 manns voru viðstaddir afhendinguna á Hertoganum.
Dagar lita og tóna, sem List-
vinafélag Vestmannaeyja hefur
staðið fyrir um hvítasunnuna frá
árinu 1992 er merkasta framtak
til að lyfta upp menningarlífi
bæjarins sem við höfum séð á
síðari árum. Kveikjan er
tónleikar og sýning á myndum
Guðna heitins Hermansen sem
haldin voru í minningu hans.
Var það Listvinafélagið sem stóð
fyrir þessu árið 1992 og þarna
byrjuðu forsvarsmenn Listvina-
lélagsins að spinna þann þráð
sem ekki hefur slitnað síðan.
Að öðrum félögum List-
vinafélagsins ólöstuðum fór Ey-
jólfur heitinn Palsson fyrir hópnum
en hann lést í haust, langt um aldur
fram. Kveikjan að Dögum lita og
tóna er minningin um Guðna
Hermansen, sem á yngri árum var
ekki síður þekktur fyrir saxófónleik
sinn en myndlistina. Það fljúgandi
start sem minningartónleikarnir
fengu 1992 varð Eyjólfi og hans
mönnum hvatning til frekari
afreka. Afrakstrinum höfum við
fengið að kynnast unt hverja
hvítasunnu síðan. Hingað hefur
landsliðið í djassleik stormað og
boðið hefur verið upp á at-
hyglisverðar myndlistarsýningar.
Auk okkar allra bestu spilara hafa
komið góðir gestir erlendis frá. Er
þar skemmst að minnast Tríós Tinu
Palmers sem mætti á tónleikana
árið 1997.
Orðspor Daga lita og tóna hefur
borist vfða og er nú svo komið að
færri tónlistarmenn komast að en
vilja. Það er ekki lítið afrek í ekki
stærra bæjarfélagi en Vestmanna-
eyjar eru að bjóða upp á þriggja
kvölda djassveislu um hverja
hvítasunnu. Veislu sem ekki aðeins
dregur að sér okkar besta
tónlistarfólk heldur lfka gesti sem
koma til Eyja til þess eins að mæta
á tónleikana. Það má öllum vera
Ijóst að mikil vinna liggur að baki
tónleikahaldi eins og þessu og að
gera það með þeirri reisn sem raun
ber vitni segir manni að á
lokasprettinum leggi menn nótt við
dag til að dæmið gangi upp. Einnig
að metnaðurinn er mikill.
Það yrði of langt mál að telja upp
alla þá listamenn sem fram hafa
komið á dögum lita og tónum en
eitt nafn kemur þó strax upp í
hugann, nafn Guðjóns Pálssonar,
bróður Eyjólfs, sem mætt hefur í
nánast öll skiptin. Að öðru leyti
hefur þetta verið góð blanda af
fullþroska spilurum og yngri
mönnum sem eru að hefja ferilinn.
Utkoman hefur verið í einu orði
sagt frábær og þegar síðasti tónninn
deyr út er maður farinn að hlakka
til næstu hvítasunnu sem segir allt
sem segja þarf um þetta framtak
þeirra sem standa að Listvina-
félaginu.
Þessir
hafa
hlotið
Frétta-
pýra-
mídana
Upphaf Fréttapýramídanna, sem
eru hugmynd Magnúsar Krist-
inssonar eins hluthafans í Fréttum,
má rekja aftur til ársins 1992 þegar
þeir voru veittir í fyrsta skipti. Var
það fyrir vel unnin störf og góðan
árangur á árinu 1991.
Eftirtaldir hafafengið
Fréttapýramídana:
Áriðl991 voru það Haraldur Guðna-
son fyrir framlag til menningarmála,
Valur Andersen, eigandi Flugfélags
Vestmannaeyja, fyrir framlag til
ferða- og atvinnumála og Sigurður
Gunnarsson, þáverandi þjálfari og
leikmaður ÍBV í handbolta.
Árið 1992 vom það Páll Helgason
ferðafrömuður fyrir framlag til ferða-
og atvinnumála, Jóhann Jónsson listó
fyrir framlag til menningarmála og
Sigmar Þröstur Óskarsson handknatt-
leiksmaður fyrir framlag til
íþróttamála.
Árið 1993 vom það Láms Jakobsson,
þáverandi formaður knattspymuráðs
IBV og hugmyndasmiður að Shell-
mótinu fyrir framlag til íþróttamála,
Sigmund Jóhannsson hönnuður fyrir
framlag til björgunarmála og
Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir
framlag til menningarmála.
Árið 1994 vom það hjónin Guðfinna
Ólafsdóttir og Erlendur Stefánsson,
sem hafa ræktað upp Gaujulund í
Nýjahrauninu, fyrir framlag til
umhverfismála, Handknattleiksráð
IBV kvenna fyrir framlag til íþrótta-
mála og Framhaldsskólinn í Vest-
mannaeyjum fyrir framlag til
tpenningarmála.
Árið 1995 vom það Náttúmgripasafn
Vestmannaeyja fyrir framlag til
menningarmála, prestamir og hjónin
Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjami
Karlsson fyrir framlag til safnaðar- og
æskulýðsmála og Ámý Heiðarsdóttir,
frjálsíþróttakona, fyrir framlag til
íþróttamála.
Árið 1996 vom það Sighvatur
Bjamason framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar og Sigurður
Einarsson forstjóri Isfélagsins sem
fengu Fréttapýramídana fyrir framlag
til atvinnulífs, Sigurgeir Scheving,
leikari og leikstjóri fyrir framlag til
menningar og Jón Bragi Amarsson,
leikmaður IBV í handbolta og
fótbolta fyrir framlag til íþrótta.
Árið 1997 fékk Guðmundur H.
Guðjónsson skólastjóri, organisti og
stjómandi Kórs Landakirkju Frétta-
pýramídann fyrir framlag til
menningarmála, Davíð Guðmunds-
son eigandi og framkvæmdastjóri
Tölvunar fyrir framlag til atvinnumála
og Jóhannes Ólafsson formaður
knattspymudeildar ÍBV sem varð
Islandsmeistari karla það ár, fyrir
framlag til íþróttamála.
Bjóða upp á það nýjasta í líkamsræktinni
UnnurogSígurmundur flunu nokkur lög uiðafhendinguna.
Fyrir fjórum árum, nánar tiltekið í
janúar 1995, stofnuðu systurnar
Anna Dóra og Jóhanna Jóhanns-
dætur ásamt eiginmönnum sínum
Vigni Sigurðssyni og Kára Hrafn-
kelssyni, heilsuræktarstöðina
Hressó sem þau hafa rckið af
miklum krafti síðan. Það er mat
Frétta að þau hafi sýnt og sannað
að með dugnaði og metnaði er
hægt að reka heilsuræktarstöð í
háum gæðaflokki í ekki stærri bæ
en Vestmannaeyjum.
Þó Vignir og Kári komi að
starfseminni eru þeir báðir í annarri
vinnu þannig að Anna Dóra og
Jóhanna hafa borið hitann og þung-
ann af rekstrinum. Anna Dóra sér um
daglegan rekstur en Jóhanna er meðal
leiðbeinenda.
Þegar leggja á mælistiku á mikil-
vægi starfsemi fyrir samfélag eins og
Vestmannaeyjar hlýtur hver og einn
að gera það á sínum eigin forsendum.
Það sama gera þeir sem að
starfseminni standa sem því miður
eru allt of oft þær, að reynt er að
sleppa sem billegast frá rekstrinum.
Það er nokkuð sem Anna Dóra og
Jóhanna hafa ekki gerst sekar um.
Þær hafa frá fyrstu stundu sótt upp á
við og er Hressó í dag meðal bestu
líkamsræktarstöðva landsins.
Aðal þeirra sem reka fyrirtæki er
að laða til sín starfsfólk sem tekur
starf sitt alvarlega og skilar
fyrirtækinu og viðskiptavinum þess
árangri. Þetta hefur þeim systrum
tekist og hefur Hressó á að skipa
leiðbeinendum og öðru starfsfólki
sem leggur sig fram við sín störf.
Leiðbeinendur hafa líka verið
duglegir að sækja námskeið þannig
að viðskiptavinir Hressó hafa alla tíð
notið þess nýjasta sem er að gerast í
líkamsræktinni.
Síðasta uppátæki systranna var að
kaupa svokölluð spinninghjól og
bjóða upp á leikfimi sem kallast
Body Bump. Hjólin hafa náð miklum
vinsældum í líkamsræktinni og
Hressó var meðal fimm líkams-
ræktarstöðva á landinu sem fékk í
fyrstu atrennu að taka inn Body
Bumpið, en það hefur farið eins og
eldur í sinu um heiminn.
Með þessu hefur Hressó náð til sín
fleira fólks og í dag stunda um 300
manns þar reglulega líkamsrækt. Auk
þess er alltaf nokkur hópur sem
kemur þar við. Eins og ég gat um hér
að framan er ekki einhlítt að bregða
mælistiku á mannanna verk, sama
hvort um er að ræða einstaklinga eða
fyrirtæki. En sumir ná að bregða
meiri birtu á umhverfið en aðrir og sá
fjöldi, sem tekið hefur upp hollari
lífshætti með aðstoð Hressó, er
sönnun þess að þær systur hafa haft
erindi sem erfiði. Þetta eiga þær
sameiginlegt með öðrum handhöfum
Fréttapýramídanna 1998. Öll hafa
þau, þó með ólíkum hætti sé, lagt sitt
af mörkum til að gera Vest-
mannaeyjar að betri bæ. Þetta eru
þær forsendur sem liggja að baki
Fréttapýramídanna en þeir eru
framlag okkar á Fréttum til að vekja
athygli á störfum þessa ágæta fólks.