Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Side 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 24. júní 1999
Yfirmeðallagi
Frá þViðjudegi í síðustu viku fram
til þriðjudags í þessari voru færslur
í dagbók lögreglu 173. Er það
heldur meira en venjulega og
skýringin sú að Jónsmessugleði var
haldin um helgina í Herjólfsdal og
var nokkur erill kringum hana. Sé
helgin tekin ein og sér þá voru 52
færslur í dagbókina, vel yfir meðal-
tali vegna Jónsmessunnar.
Óhappalausar hátfðir
Þó svo að erill hafi verið hjá lög-
regiu vegna Jónsmessugleði í Herj-
ólfsdal fór hún vel fram og þurfti
lögregla iítil afskipti að hafa af
hátíðargestum. Einn fékk þó að
gista fangageymslur lögreglu eftir
að hafa verið til óþurftar í dalnum.
Hátíðahöldin 17. júní fóru einnig
fram í Heijólfsdal að veiulegu leyti.
fóru þau vel fram og engin óhöpp
samfara þeim.
Ellefu stútar á árínu
Átta ökumenn voru kærðir vegna
brota á umferðarlögum í vikunni.
Tveir þeirra voru grunaðir um
ölvun við akstur og eru stútarnir þá
orðnir ellefú á árinu. Á sama tíma í
íyrra voru þeir tíu.
Ekiðábarn
Á mánudag varð umferðarslys á
gatnamótum Kirkjuvegar og 111-
ugagötu. Þar var ekið á bam á
gangbraut. Barnið var fiutt til
Reykjavíkur til læknisrannsóknar
en ekki vitað hve meiðsli þess eru
alvarleg. Lögregla vill beina því til
ökumanna að fara varlega þar sem
böm gætu verið og þá sérstaklega í
kringum gangbrautir. Lögreglu-
menn og fieiri benda bömum á að
fara yfir götur á gangbrautum og
því verða þau að geta treyst því að
ökumenn sýni varúð við gang-
brautir.
Tværárásir
í vikunni voru tvær líkamsárásir
kærðar tií lögreglu. Átti önnur sér
stað á öldurhúsi. Þar höfðu menn
orðið ósáttir og endaði það með því
að einn var slegjnn í höfuðið með
bjórdós. Áverkar hans munu þó
ekki alvariegir. Hin árásin áti’i 'sér
stað að kvöldi piánudags. Þá réðíst
hópur drengja a pilt sem var að
koma út úr verslun. Þar varheldur
ekki um alvarlega áverká að ræða.
Skemmdirbílarofl.
í tveimur tilvikum var kært til
lögreglu í vikunni vegna skemmda
á bifreiðum. Önnur þeiira stóð við
Foldahraun 41 og hafði verið
ri'spúð irieð oddhvössum hliit. Hin
;,Stóð Við Fáxastíg og höfðu börn
gert sér það að leik að klilra upp á
hana. Þá var og tilkynnt um
skemmdir á úlþu sem brennt hafði
verið gat á með sígarettu.
VarúðáShellmáti
Nú er Shellmótið framundan í
knattspyrnu, fjölmennasta íþrótta-
mót sem haldið er í Eyjum.
Lögregla vill minna ökumenn á að
fara varlega kringum knattspymu-
velli bæjarins og halda hraðanum
niðri þegar ekið er framhjá
Týsvelli, Þórsvelli og Hásteinsvelli.
Þá er fólk beðið að leggja ekki
bfium sínum þannig að óþægindi
eða hælta skapist í umferðinni.
Ökumenn mega eiga von á að
verða sektaðir fyiir slíkt háttalag.
Dagskrá þjóðhátíðar að fá á sig endanlega mynd:
Stuðmenn, SSSól
og land og synir
á stóra pallinum
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND gerði nýlega samstarfssamning við
Islandsbanka og var myndin tekin þegar Birgir Guðjónsson og
Sigurður Friðriksson þjónustustjóri Islandsbanka skrifuðu undir
samninginn.
Nú er komið á hreint hvaða hljóm-
sveitir munu stíga á stokk á stóra
sviðinu í Herjólfsdal á þjóðhá-
tíðinni.
Islensku hljómsveitimar SSSól,
Stuðmenn og Land og synir munu
spila fyrir okkur en einnig kemur í
heimsókn færeyska hljómsveitin
Víkingbandið. I fylgd Stuðmanna
verður Græni herinn en hann á
vonandi eftir að taka til hendinni hér í
Vestmannaeyjum eins og annars
staðar sem hann fer um.
Þjóðhátfðarlagið í ár var valið úr
hópi 11 innsendra laga. Lag Helga
Jónssonar, Rjóðir vangar, varð fyrir
valinu. Flutningur lagsins er í höndum
Hreims Heimissonar, söngvara í
Landi og sonum, og Lundakvart-
ettsins. Fróðlegt verður svo að sjá
hvort þjóðhátíðamefndin útsetji ekki
lagið fyrir lúðrasveit eins og gert hefur
verið undanfarin ár.
Ekki er alveg komin endanleg
mynd á bamaefnið en þó hefur verið
ákveðið að Laddi (Þórhallur Sig-
urðsson) komi fram ásamt því sem
Lilli api og félagar sýna leikrit í
brúðubflnum. Eyjahljómsveitin Dans
á rósum mun sjá um spilamennsku á
þremur bamaböllum og einnig munu
þeir félagar hafa umsjón með
söngvakeppni bama. Fimleikafélagið
Rán sér um fimleikasýningu og
UMFÓ sér um íþróttir á þjóðhátíð.
Bjartmar Guðlaugsson kemur til
með að troða upp. en hann er einmitt
áð gefa út ný lög um þessar mundir.
Ámi Johnsen stjómar svo brekkusöng
eins og undanfarin ár.
Á þjóðhátíðinni í ár verður nýtt og
stærra svið, í stað þriggja 40 feta gáma
verða þeir nú fjórir. í tilefni af ár-
þúsundaskiptunum lofar þjóðhátíðar-
nefitdin því að flugeldasýningin verði
sem aldrei fyrr og verður í engu til
sparað.
Áætlun undirbúin
í sumar btust ÍBV bréf frá Knatt-
spyrnusambandi íslands vegna
reglna um knattspymuvelli. Þar var
óskað eftir framkvæmdaáætlun
fyrir Hásteinsvöll sem taki mið af
reglunum. Völlurinn, í núverandi
ástandi, fullnægir ekki þessum
reglum. ÍBV hefur verið á undan-
þágu með að leika heimaleiki sína á
vellinum og gildir hún fram til 15.
júlí nk. Fyrir þann tíma þarf
áðumefnd áætlun að liggja fyrir ella
kann svo að fara að IBV verði
skyldað lil að leika sína heimaleiki
annars staðar. Þann 14. júní sl. hélt
íþrótta- og æskulýðsráð fund þar
sem þetta mál var m.a. tekið fyrir.
Þar var samþykkt að fela tækni-
deild bæjarins, í samráði við
íþróttafulltrúa, að vinna og leggja
fram tillögur og kostnaðaráætlun
sem taki mið af umræddum kröfum
og leggja fyrir ráðið. Þá var
íþróttafulltrúa falið að gera KSÍ
giæin fyrir stöðu málsins.
Vatnsbrunnar
sambykktir
Fyrir nokkru var greint frá erindi
Heilsueflingar þar sem hvatt er til
þess að vatnsbrunnum verði komið
upp í skólum og á öðrum stöðum
sem fólk sækir. Á fundi íþrótta- og
æskulýðsráðs upplýsti Vignir
Guðnasop um staðsetningu slflcra
biunna í íþróttanúðstöðinni. Vignir
lagði einnig til að slíkir brunnar
yrðu settir upp í líkamsræktarsal og
í afgreiðslu sundlaugar. Þessi
tillaga var samþykkt af ráðinu, svo
og að komið verði upp vatnsbrunni
í Týsheimili í tengslum við
íþróttasal. Skólamálaráð hefur
einnig fengið þetta erindi inn á sitt
borð, vegna skólanna, og má vænta
þess að ályktun frá því ráði komi
fljótlega.
ÁTVR gríllar í lfiðey
Hin árlega grillhátíð ÁTVR -
Átthagafélags Vestmannaeyinga á
Reykjavíkursvæðinu verður í Við-
ey laugardaginn 26. júní nk. og
hefst kl. 15.00. Þið sjáið ykkur fyrir
mat og drykk en félagið sér um
annað sem til þarf svo sem kol,
diska, hnífapör o.fl. Ferjan gengur
reglulega og kostar farið kr. 400
fyrir fullorðna en kr. 200 fyrir böm.
Félagar og aðrir Vestmannaeyingar
eiu hvattir til að rnæta og skemmta
sér eins og þeim einunt er lagið.
Rétt er að geta þess að Vest-
mannaeyingurinn Ragnar Sigur-
jónsson er umsjónarmaður í Viðey
og mun hafa hönd í bagga með allri
framkvæmd gleðinnar.
Jónsmessanerítíag
I dag er Jónsmessa á sumri, kennd
við sjálfan Jóhannes skírara. Ýmis
trú hel'ur verið tengd þessum degi,
til að mynda hefur það verið talið
nær allra meina bót að velta sér
nakinn upp úr dögginni á Jóns-
messunótt. Nú er sú nótt raunar
liðin (var í nótt) en þeir lesendur
Frétta, sem fá blaðið sitt snemma í
hendur, ættu þó að geta biugðið sér
út í náttúruna áður en döggin
hverfur alveg.
Humarinn:
Kvódnn langt
kominn
Eins og áður hefur komið fram hafa humarveiðar
gengið mjög vel í sumar. Mjög góð veiði var í maí
og framan af júní en síðan hefur heldur tregast og
hefur sú reyndar verið raunin á humarveiðum að
dregur úr afla þegar á líður sumarið.
Átta bátar hófu humarveiðar á vegum
Virinslustöðvarinnar en nú eru. séx þeirra eftir við
yeiðar. 'Stefán Friðrikssön, útgerðarstjóri, sagði í gær
að 17.tonn værU eftir af 54 tonna kvóta þeirra. Stefán
áttj vþn á að haldið yrði áfram þar til sá kvóti væri
'býinn.
/ Einar Bjamason, verkstjóri hjá ísfélaginu, segir að
eini báturinn sem er á humarveiðum hjá ísfélaginu,
Álsey VE, sé búin að landa um 11 tonnum af humri.
Álsey mun landa í dag og fara síðan einn túr til
viðbótar, þar með er kvótinn búinn. Milli 40 og 50
ungmenni hafa unnið við humarinn hjá Isfélaginu í
sumar og einnig við aðra fiskvinnslu. Einar segir að
þau eldri muni áfram fá vinnu þótt humarinn klárist
og einhver hinna yngri líka.
UNGLINGAR h
humaryinnsiunni.
húíharvinnslu í lsfélaginu.
m notið góðs
sjást tvær stúlkur
FRETTIR
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson.
íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnan Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293.
Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi,
Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.