Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Síða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 24. júní 1999
Skjávarp í Vestmannaeyjum
-Almennt upplýsinga- og auglýsingasjónvarp með skjámyndum
Lengri út-
sendingar-
tími á UV
I fréttatilkynningu frá
útvarpsstöðinni UV á FM 104, en
það er útvarpsstöð sem Bjarni
Jónasson á og rekur, segir að
breytingar séu fyrirhugaðar. Þar
sem öll tækni til vinnslu efnis
fyrir útvarp hafi breyst sjái ÚV
sér fært að auka mjög ilutning á
lifandi og nýju efni. Þessi
breyting kom til framkvæmda í
síðustu viku. Útvarp hefst kl. 17 á
fimmtudögum, eða klukkutíma
fyrr en verið hefur. A
fostudögum hefst útvarp einnig
kl. 17 en annað verður óbreytt.
BJARNI Jónasson
útvarpsstjóri.
Á mánudaginn voru menn á ferð í
Eyjum frá Skjávarpi hf. en það er
fyrirtæki sem hyggst vinna sér sess
á sjónvarpsmarkaði með sölu aug-
iýsinga og hvers kyns staðbund-
innar upplýsingamiðlunar. Björg-
unarfélag Vestmannaeyja ásamt
starfsmönnum Landssímans og
Skjávarpisns sáu um að fara með
útsendingarbúnaðinn upp á Klifið
þar sem honum var komið fyrir
Stefnt er að því að fyrir haustið
muni verða komnar tuttugu og
fimm stöðvar í loftið víðs vegar um
landið.
Nú þegar er starfrækt slíkt sjónvarp
á Hornafirði. Fyrsti staðurinn sem
hið nýja fyrirtæki hefur hafið starf-
semi á er Seyðisfjörður og Vest-
mannaeyjar því annar staðurinn sem
slíkur búnaður er settur upp á í nafni
Skjávarpsins. Ágúst Olafsson, fyrr-
um fréttamaður Stöðvar tvö á Aust-
urlandi, er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Hann segir að skjávarp sé
staðbundið upplýsinga- og auglýs-
ingasjónvarp á formi skjámynda og
texta, en jafnframt sé möguleiki á því
að senda út lifandi efni. „Þetta er
staðbundið efni sem við munum verða
með og sniðið að hverju bæjarfélagi
fyrir sig. Skjávarpið hér mun því í
raun vera upplýsingasjónvarp fyrir
Vestmannaeyjar þar sem einstakiingar
og fyrirtæki geta keypt til dæmis
augýsingar um verslun og viðskipti,
fundahöld, íþróttir, hátíðir og svo
mætti lengi telja.“
Ágúst segir að jafnframt því að geta
sjónvarpað skjámyndum sé ekkert því
til fyrirstöðu að senda út lifandi efni.
„í því sambandi höfum við leitað fyrir
okkur hjá sveitastjómum um samstarf
til þess að senda út bæjarstjórnarfundi.
Það hefur verið rekið skjávarp síðast
liðin fjögur á á Homafirði og bæjar-
stjórnin þar hefur notað þann mögu-
leika mjög mikið. Sveitarstjómar-
menn þar telja sig ná miklu betur til
fólksins en ella, auk þess að koma á
framfæri öðrum upplýsingum til
bæjarbúa."
Það er hlutafélag fyrirtækja og
einstaklinga á Austurlandi sem á
Skjávarp hf. „Fyrirtækið hefur gert
samstaifssamning við íslandspóst sem
verða mun umboðsaðili skjávarpsins á
hverjum stað. „Móðurstöðin er stað-
sett á Homafirði, þaðan sem starf-
seminni er stýrt en við búum að mjög
öflugri sjónvarps- og tölvutækni. Við
leigjum hins vegar aðstöðu af
Landssímanum, Ríkissjónvarpinu og
Islenska útvarpsfélaginu víðs vegar
um landið þar sem aðstaðan er fyrir
ÁGÚST Ólafsson, annar frá vinstri, ásamt mönnum sem unnu að
uppsetningu búnaðarins.
hendi. Landssíminn mun hins vegar
þjónusta okkur varðandi uppsetningu
og viðhald."
Nú er starfandi staðbundið sjónvarp
í Eyjum sem er Fjölsýn. Aðgangur að
því er seldur í áskrift, en Fjölsýn er
hins vegar eingöngu endurvarp er-
lendra stöðva og þar eru ekki seldar
auglýsingar. Ágúst segir að auðvitað
muni tilkoma skjávarpsins auka sam-
keppni á auglýsingamarkaði. „Þetta
eykur hins vegar upplýsingastreymið.
Á sumum stöðum úti á landi er
staðbundið sjónvarp. Eg þekki ekki
Fjölsýn né starfsemi hennar, en við
höfum ekki skipt okkur af því
staðbundna sjónvarpi sem fyrir er á
einstökum stöðum. Skjávarpið á hins
vegar eftir að þróast, en það er ljóst að
möguleikamir eru miklir."
Nýnskíp
íflotann
Nýtt skip hefur bæst í flota Vest-
mannaeyinga. Mattþías Ingi-
bergsson hefur keypt Ólaf Magn-
ússon SH 46,52 brúttótonna eikar-
bát frá Stykkishólmi. Báturinn var
smíðaður í Njarðvík 1956.
Matthías fyrirhugar að gera bátinn út
á togveiðar, er raunar búinn að prófa
einn stuttan túr. Þá kom í ljós að gera
þurfti við spilið en því er nú lokið og
er því allt í besta lagi um borð.
Matthías segist ætla að halda nafninu,
það hafi verið á skipinu allt frá
upphafi og þetta hafi alla tíð verið
happaskip. En nýtt númer er komið á
skipið, VE 16.
Aðalvandamálið þessa dagana
tengist kvóta, eins og raunar hjá fleiri
útgerðum. Matthías segist hafa verið
búinn að semja við SÍF um kvóta en
ÓLAFUR Magnússon VE 16 er kominn til ára sinna en lítur þrátt
fyrir það mjög vel út.
nú hafi komið bakslag í það og hann annaðhvort með leigu á kvóta eða
sé þessa stundina að líta í kringum sig, samninga við aðra aðila.
Mér finnst
rigningin góð
-Blaut hátíðahöld 17. júní
ÞEIR allra hörðustu gáfu veðurguðunum langt nef og hlýddu á
dagskrá þjóðhátíðardags Islendinga sem Vestmannaeyingar
héldu að þessu sinni í Herjólfsdal.
Á fimmtudaginn fóru fram há-
tíðahöld vegna þjóðhátíðardags
Islendinga, 17. júní. Þetta árið var
það menningarmálanefnd sem
skipulagði hátíðarhöldin en þau
fóru að þessu sinni fram inni í
Herjólfsdal.
Dagurinn hófst með því að fánar
voru dregnir að húni á opinberum
stofnunum. Hásteinshlaupið fór svo
fram kl. 9.30 en sigurvegari var
Franz Friðriksson. Hlaupið var frá
Hásteinsvelli að Stakkagerðistúni.
Um klukkan eitt hófst svo
skrúðganga frá Iþróttamiðstöðinni
með Lúðrasveit Vestmannaeyja í
fararbroddi. Eins og áður sagði var
mikil rigning þennan dag og því ekki
margt fólk sem mætti upp í
Iþróttamiðstöð, en þeir allra hörð-
ustu létu þó sjá sig.
Eftir heljarinnar þramm inn í
Herjólfsdal spilaði lúðrasveitin
nokkur lög. Eftir það var komið að
Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, for-
seta bæjarstjómar, að halda ávarp.
Að því loknu spilaði Lúðrasveitin
nokkur vel valin ættjarðarlög og svo
var komið að fjallkonunni að stíga í
pontu og fara með ættjarðarljóð.
Fjallkonan að þessu sinni var Þómnn
Pálsdóttir, nýútskrifuð frá FÍV, og
stóð hún sig vel að flestra mati.
Mikil rigning setti mark sitt á
hátíðahöldin inni í Dal én veit-
ingatjaldið, sem komið hefur verið
upp, var opið og gat fólk því leitað
skjóls þar inni. Kvenfélagskonur í
Líkn sáu svo um að grilla pylsur í
mannskapinn og vom þær seldar á
góðu verði. Einnig sáu þær um
bakstur á vöfflum í okkar frábæra
veitingatjaldi sem hlífði okkur fyrir
rigningunni.
Um kvöldið var svo komið að
Harmonikkufélaginu að láta ljós sitt
skína en það spilaði fyrir dansi í
Alþýðuhúsinu. Á tröppum Safna-
hússins tróð hljómsveitin Dans á
rósum svo upp og spilaði íyrir heldur
daufum Vestmannaeyingum sem
sátu heima hjá sér í rigningunni.
—
1 iaLi > ’N yn>. 'V i rsa SI S3 N M
LÍKNARKONUR sáu um að gefa hröktum og blautum
hátíðargestum eitthvað heitt í kroppinn í veitingatjaldinu í
Dalnum sem nýttist vel við þessar aðstæður.