Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Side 15
Fimmtudagur 24. júní 1999
Fréttir
15
Ætla ekkí að kæra
vegna ólöglegs
leikmanns
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í síðustu viku notuðu
Valsmenn leikmann í kvennaleik
Vals og ÍBV sem ekki var á
leikskýrslu. Var um mannleg mis-
tök að ræða við útfyllingu á
leikskýrslu hjá Val.
Meintur ólöglegur leikmaður var
sendur inn á í seinni hálfleik en
Valur sigraði ÍBV 2-1. Leik-
maðurinn hafði ekki afgerandi áhrif
á gang leiksins. Mistök Vals lágu í
því að fjórir varamenn voru skráðir
á leikskýrslu en gleymst hafði að
skrá fimmta varamanninn, þann
sem fór inn á.
Stjóm knattspymudeildar í samráði
við þjálfara kvennaliðs ÍBV hefur
ákveðið að kæra EKKI atvikið,
þrátt fyrir að Valur hafi án efa notað
„ólöglegan'1 leikmann í leiknum.
ÍBV vill benda á „gat“ í lögum KSÍ
hvað varðar útfyllingu á leik-
skýrslum. í lögurn KSI er nefnilega
hvergi kveðið á um viðurlög við
mistökum á borð við þessi.
ÍBV óskar Valsstúlkum sem og
öðrum leikmönnum í Kvenna-
Landssímadeildinni gleðilegs knatt-
spymusumars.
Með íþróttakveðju
Knattspyrnudeild ÍBV.
Tap og sigur
Fimmti flokkur karla stóð í ströngu
í síðustu viku. Lék liðið hér heima
gegn HK, og urðu úrslit þannig:
A-lið: ÍBV - HK 1-2, mark ÍBV
Birkir. B-lið: ÍBV - HK 1-4, mark
ÍBV Egill.
C-lið: ÍBV - HK 3-3, mörk ÍBV
Svanur 2 og Rúnar 1.
Síðastliðinn þriðjudag fékk ÍBV
síðan Selfoss í heimsókn og vom
Eyjapeyjar heldur betur á
skotskónum í þeim leikjum. Ekki
tókst að hafa upp á markaskorurum
í leikjunum en úrslit urðu sem hér
segir:
A-lið: ÍBV - Selfoss 4-1
B-lið: ÍBV - Selfoss I - 3
C-lið: ÍBV - Selfoss 8-0
Mikilvaegur sigur
Þriðji flokkur karla lék hér heima
gegn Val síðastliðinn þriðjudag og
var leikurinn bráðskemmtilegur á
að horfa. Lið Vals er talið eitt það
sterkasta á landinu í dag, en
Eyjapeyjar sýndu góða takta í
leiknum og sigmðu að lokum, 4-3.
Bjami Einarsson átti stórleik í liði
IBV og skoraði öll fjögur mörk
ÍBV í leiknum.
Skellur hjá fjórða
flokki
Fjórði flokkur karla fékk Breiðablik
í heimsókn um síðustu helgi og
fengu strákarnir stóran skell. A-
liðið mátti sætta sig við sjö marka
tap. 4-11 og b-liðið tapaði, 2-4.
Upprúllun
Fjórði flokkur kvenna lék tvo leiki í
síðustu viku. A-liðið lék gegn Fram
og sigraði, 21-2 og síðan léku
stelpurnar gegn Grindavík og vann
a-liðið, 9-2 og b-liðið vann, 6-1.
Golf: Opna Cantat 3 mótið
Fræknir feðgar
Opna Cantat 3 mótið í golfi var á
dagskrá hjá GV á laugardag. Alls
tóku 42 þátt í mótinu sem var styrkt
af Landssíma íslands.
Keppt var bæði með og án forgjafar
og með forgjöf vom þeir feðgar Jón
Pétursson, sálfræðingur, og Viktor
Pétur, sonur hans, í sérflokki, léku
báðir á 61 höggi nettó eða níu höggum
undir pari vallarins. Forgjöfin þeirra
ætti því að lækka verulega í kjölfar
þessarar góðu spilamennsku. Þá ættu
þeir feðgar framvegis að geta styrkt
fjölskylduböndin enn frekar og verið í
enn nánara sambandi því að þeir
fengu báðir að verðlaunum forláta
GSM síma. En efstu menn urðu
þessir, með forgjöf:
1. Viktor P Jónsson 61 h
2. Jón Pétursson 61 h
3. Gísli St. Jónsson 64 h
An forgjafar urðu þessir efstir:
1. Aðalsteinn Ingvars GV 71 h
2. Jón Haukur Guðl. GKJ 72 h
3. Gunnar G Gústafs. GV 73 h
Verðlaun vom einnig veitt fyrir 10.
sæti með og án forgjafar og hlutu þau
Hlynur Stefánsson GV og Geir
Jónsson GR. Atli Aðalsteinsson GV
átti lengsta teighöggið á 1. teig, 273 m
og hlaut verðlaun fyrir. Næstur holu á
2. braut var Guðmundur Ólafsson GV
og næstur holu á 17. braut Víkingur
Smárason GV.
Sá besti á landinu
I hópi aðkomukylfinga, sem þátt tóku
í Cantat 3 mótinu á laugardag, var
Gunnlaugur Grettisson frá Golf-
klúbbnum Oddi. Gunnlaugur er
raunar nokkuð tengdur Eyjum því að
eiginkona hans er Dröfn Ólöf Más-
dóttir (Más Jónssonar og Jónu
Ólafsdóttur). Gunnlaugur hefur einu
sinni áður spilað á vellinum í Eyjum,
um hvítasunnuna í fyrra en hefur
talsvert spilað uppi á landi í sumar, á
suðvesturhominu. „Þetta er besti völl-
urinn sem ég hef spilað á í ár, alveg
frábær," sagði Gunnlaugur.
„Hann er líka vel hirtur, sérstaklega
var ég hrifinn af því hvað teigamir líta
vel út, sums staðar uppi á landi em
hrein vandræði með teigana." Gunn-
laugi þótti völlurinn erfiður en mjög
skemmtilegur. Og ekki skemmdi íýrir
að hann var að leika vel, eða þremur
undir forgjöfmni sinni sem þýðir
lækkun á forgjöf, nokkuð sem allir
kylfingar stefna að. „Ég á ömgglega
eftir að láta sjá mig oftar í sumar, þetta
er ömgglega besti völlurinn á
landinu," sagði Gunnlaugur að lokum.
Þeir Óskar, Gunnlaugur, Sigurjón og Hörður Orri voru allir með í
Cantat 3 mótinu og skemmtu sér hið besta í blíðuveðri.
Jónsmessumótió á
laugardag
Nk. laugardag verður Jónsmessumótið
haldið hjá GV. Þetta er mót með léttu
yfirbragði þar sem keppendur hugsa
meira um að skemmta sér og öðmm
frekar en að keppa að efstu sætum.
Jónsmessumótið er ævinlega spilað
sem snærisleikur en hver keppandi fær
snærisspotta samkvæmt forgjöf sinni.
Sá sem hefur 2 í forgjöf fær 1 m spotta
og sá sem hefur 20 í forgjöf fær 10 m
spotta. Síðan er heimilt að klippa af
spottanum og færa boltann til á
vellinum um þá vegalengd sem klippt
er af. Þess eru dæmi að menn hafa
skrifað eitt högg á skorkortið sitt,
þ.e.a.s. farið holu í höggi með aðstoð
spottans, endað nokkra sentimetra frá
holu í upphafshöggi og notað spottann
til að spara sér annað högg. Ekki fá
þeir þó afrekið viðurkennt sem slíkt.
Keppnin hefst kl. 15 á laugardag og
verða spilaðar 18 holur. Málsverður
er að lokinni keppni og þurfa
væntanlegir keppendur að hafa skráð
sig fyrir kl. 20 í kvöld, fimmtudag.
Klúbbakeppnin á
sunnudag
Undanfarin ár hafa klúbbamir
Akóges, Kiwanis og Oddfellow í
Vestmannaeyjum keppt í golfi sín á
milli. Síðustu tvö ár hefur Akóges-
félagið í Reykjavík einnig tekið þátt í
þessu móti. Þetta mót er á sunnudag
og er félagsmönnum áðurgreindra
klúbba og mökum þeirra heimil
þátttaka. Kiwanismenn unnu þetta
mót í fyrra en í ár verða nokkur forföll
í liði þeirra og ætti það að auka
sigurlíkur hinna tveggja nokkuð.
Akógesfélögin í Eyjum og Reykjavík
keppa einnig innbyrðis um verð-
launagrip. I fyrra unnu Reykvíkingar,
með Sverri tannlækni í fararbroddi, en
í ár hafa Akógesar í Eyjum stillt
Jóhanni Péturssyni upp sem leiðtoga
sínum í keppninni og hefur hann
svarið þess dýran eið að endurheimta
gripinn.
GUNNLAUGUR Grettisson frá
Golfklúbbnum Oddi er ánægð-
ur með golfvöllinn í Eyjum.
Handboltinn: Boris ráðinn þjálfari meistaraflokks IBV karla
Spennandi verkefni
Handknattleiksráð ÍBV samdi í
síðustu viku við hinn þekkta þjálf-
ara, Boris Bjarna Akbashev.
Samningurinn er til eins árs í senn
og er þetta mikill fengur fyrir hand-
boltann hér í Eyjum.
Hvemig líst Boris á ÍBV-liðið?
,Ég get ekki sagt annað en að þetta sé
mjög spennandi verkefni. Mig
langaði að prófa eitthvað nýtt, þar sem
ég hef verið síðustu 10 ár hjá Val, og
þegar Eyjamenn höfðu samband við
mig, þá ákvað ég að slá til,“ sagði
Boris.
Magnús Bragason, hjá handknatt-
leiksráði ÍBV, var að vonum mjög
ánægður með samninginn. „Við emm
alveg í skýjunum að þetta skuli vera
komið í höfn. Það kostaði mikla vinnu
handboltanum í Eyjum veglegan sess
í framtíðinni. Það er allavega alveg á
hreinu að Boris mun kenna þeim
einstaklingum, sem vilja læra,“ sagði
Magnús að lokum.
fyrir okkur að fá góðan og hæfi-
leikaríkan þjálfara til starfa hjá okkur
og það tókst að lokum. Ég tel að þetta
komi til með að verða mikil lyftistöng
fyrir handboltann í Eyjum og vonandi
verður koma Boris til þess að skipa
Eyjamenn mæta Kefl-
^ víkinsum í bikarnum
Eyjamenn sigruðu lið Leiknis í Coca-Cola hikarnum í síðustu viku
og komust þar af leiðandi í 16-liða úrslit.
Síðastliðinn föstudag var dregið bæði í karla- og kvennaflokki
og fengu Eyjastúlkur lið Fjölnis á útivelli og fer leikurinn fram á
morgun. Eyjamenn eiga erfiðan leik fyrir böndum og þurfa að
fara til Keflavíkur í næstu viku og mæta heimamönnum.
Danskt og sviss-
neskt lið ,
heimsaekir IBV
-Leika æfingaleiki í yngri
flokkunum a mánudaginn.
Knattspyrnudeild ÍBV fær góða
heimsókn á mánudaginn. Þá koma
tvö lið í heimsókn til Vestmanna-
eyja ef veður leyfir, annað frá
Danmörku en hitt frá Sviss. Mun
vera um algjöra tilviljun að ræða að
þessi lið koma á sama degi.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar,
franikvæmdastjóra kattspymudeild-
ar ÍBV, koma Danimir með 3. og 4.
flokk drengja. Danirnir spila við
ÍBV á mánudaginn kl. 17 og 18. Að
sögn mun þetta danska lið vera
feikna sterkt.
Svisslendingar koma með 5.
flokk drengja og fer leikurinn við
ÍBV fram á mánudaginn kl. 15. Það
mun fara eftir tíðarfari á hvaða
völlum leikirnir fara. Það er ekki á
hverjum degi sem við fáum svona
erlendar fótboltaheimsóknir. Knatt-
spymuáhugafólk er hvatt til þess að
fara á völlinn á mánudaginn þegar
ÍBV tekur á móti gestum sínum.
Þess má geta að bæði liðin báðu
sérstaklega um það að fá að heim-
sækja Vestmannaeyjar í íslandsferð
IBV skoóar
Júgóslava
ÍBV hefur leigt júgóslavneskan
leiktnann, Goran Aleksic að nafni,
út þetta keppnistímabil. Goran
kemur frá FK Cukaricki og er
miðjumaður. Það var Zoran
Miljkovic, varnarleikmaður IBV,
sem benti ÍBV á Goran sem kemur
til landsins á tniðvikudaginn en
verður líklega ekki kominn með
leikheimild fyrir leikinn gegn
Vikingi.
Lind og Davíð í
landslið
Hin stórefnilega knattspyrnustúlka,
Lind Hrafnsdóttir, hefur verið valin
í landslið íslands skipað stúlkum 17
ára og yngri, sem tekur þátt í Norð-
urlandamótinu í Hollandi 27. júní -
4. júlí nk.
Davíð Egilsson, hinn efnilegi
vamarmaður ÍBV í 2. fiokki karla í
knattspymu, var valinn í ungl-
ingalandslið Islands, skipað leik-
mönnum 18 ára og yngri, sem átti
að keppa við Grænland í sfðustu
viku. Leiknum var reyndar frestað
en engu að síður góður áfangi hjá
Davíð að komast í landsliðshópinn.
Framundan
Föstudagur 25. júní
Kl. 19.00 á Helgafellsvelli:
KFS - GG.
Kl. 20.00 Coca-Cola bikar kvenna:
Fjölnir - ÍBV
Kl. 20.00 1. flokkur karla:
IBV - Breiðablik á Hásteinsvelli
Laugardagur 26. júní
Kl. 14.00 2. flokkur karla:
ÍBV - Þór Ak.
Þriðjudagur 29. júní
Kl. 20.00 Coca-Cola bikar karla:
Kefiavík - ÍBV.