Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Qupperneq 12
12 Fréttir Fimmtudagur 6. janúar 2000 Fréttapýramídarnir 1999 afhentir: r Komu í hlut Arna Johnsen, JT Guðmundar Inga og Irisar Olympíugullhafinn Guðni Davíð fékk sérstaka viðurkenningu F réttapýramídarnir voru afhentir á mánu- daginn í níunda sinn og * komu þeir í hlut Irisar Sæmundsdóttur fyrir framlag til íþróttamála, Guðmundar Inga Guðmundssonar fyrir framlag til atvinnumála og Ama Johnsen fyrir framlag hans til menningarmála. Afhendingin fór fram á Hertoganum að viðstöddum milli 60 og 70 gestum.. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Eyjaprents-F rétta, stýrði afhendingunni, Omar Garðarsson, ritstjóri, gerði grein fyrir forsendum ritstjórnar fyrir veitingunum og Gísli Valtýsson afhenti Fréttapýramídana sem eins og áður voru gerðir af listamanninum Grími Marinó Steindórssyni. Auk þess veittu Fréttir Guðna Davíð Stef- ánssyni viðurkenningu fyrir afrek hans á Olympíuleikum þroska- heftra sem fram fóru í Bandaríkjunum sl. sumar. Brasskvintett Vest- mannaeyja lék nokkur jólalög við góðar undirtektir gesta og gerði það sitt til að setja skemmtilega svip á athöfnina. HANDHAFAR Fréttapýramídanna 1999, Guðmundur Ingi Guðmundsson, íris Sæmundsdóttir og Árni Johnsen. Árni Johnsen - Fréttapýramídinn fyrirframlag til menningarmála: Hraun og menn einn af stærstu menningarviðburðum síðasta árs „Á menningarsviðinu í Vestmanna- eyjum er það mynd- og högg- myndalist ásamt tónleikum Niels Hennings Örsted Pedersen sem stóð upp úr á síðasta ári. Fyrst skal nefna fjölda sýninga sem Benedikt Gestsson, blaðamaður á Fréttum, hafði forgöngu um í samstarfi við ísiandsbanka undir heitinu Mynd- listarvor íslandsbanka. Myndlistar- sýningarnar og tónleikarnir lifa í minningunni en afrakstur eins stærsta listviðburðar í Vest- mannaeyjum frá uppliati má sjá vítt og breitt um Heimaey. Þarna er átt við listaverkefnið Hraun og menn sem á sér ekkert fordæmi á íslandi,“ sagði Ómar Garðarsson þegar hann rakti forsendur fyrir veitingu Fréttapýramídans til Árna Johnsen fyrir framlag hans til menningarmála á árinu. „Það að fá hingað 20 til 30 norræna listamenn þar sem þeir eyddu heilum mánuði til að sinna list sinni er afrek sem ekki er á hvers manns færi. Verkefnið vakti strax mikla athygli bæjarbúa og gesta sem fylgdust með þegar hver höggmyndin af annarri fæddist. Auðvitað eru ekki allir sáttir við öll verkin en þegar á heildina er litið hefur listaverkefnið Hraun og menn skilið eftir fjölda athyglisverðra listaverka sem setja skemmtilegan svip á bæinn. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf líka að fylgja henni eftir og afla henni fylgis sem í þessu tilfelli varð að vera bæði innanlands og utan. Það hafðist og á endanum varð Hraun og menn eða Lava og folk eins og verkefnið hét á norrænu málunum samstarfsverkefni Þróunarfélags Vest- mannaeyja, Vestmannaeyjabæjar, einkaaðila og myndlistarmanna á Norðurlöndunum. Sem styrktaraðilar að verkefninu komu einnig Nordisk Kulturfond, Nordens Instituit i Grpn- land og Menntamálaráðuneytið. Tutt- ugu og tveir myndlistarmenn frá Norðurlöndunum tóku upphaflega þátt í verkefninu en þeim átti eftir að ijölga. Listamennimir unnu að mynd- sköpun sinni í fjórar vikur, frá 15. júlí -15. ágúst og var aðalstarfsvettvangur listamannanna á Stakkagerðistúninu, í hjarta Vestmannaeyjabæjar. Hliðstætt verkefni var sett á laggirnar á Grænlandi fyrir tveimur ámm sem hét Steinar og menn og er fyrirmyndin að hluta sótt þangað. Þó margir kæmu að listaverkefninu var það einn maður sem átti hug- myndina og var nógu kjarkaður til að hrinda henni í framkvæmd. Þessi maður er Ámi Johnsen og er lista- verkefnið Hraun og menn enn eitt dæmið um þann hug sem Ámi ber til Vestmannaeyja og væri bærinn að miklum mun snautlegri ef hans hefði ekki notið við. Eins og allir vita lætur Ámi ekki þar við sitja og er stafkirkjan, sem hér rís í vor enn eitt dæmi um þrautseigju hans og hugmyndaflug þegar Vestmanna- eyjar em annars vegar. Annað dæmi er Háskólasetrið sem er hans hug- mynd. Varðandi stafkirkjuna má til gamans nefna að haft var á orði að fyrst Áma hefði tekist að ná 70 milljónum út Norðmönnum væri tími kraftaverkanna ekki liðinn. Auk þess hefur hann náð 50 milljónum út úr ríkissjóði til verksins. Liggur við að maður segi, Guði sé lof fyrir Áma Johnsen; auðvitað má ekki segja svona en einhvem veginn held ég að við væmm fátækari á mörgum sviðum ef hans nyti ekki við. Má í því sam- bandi nefna styttumar í bænum sem hann hafði forgöngu um að settar yrðu upp. Er Ámi gott dæmi um að menn þurfa ekki endilega vera starfandi í viðkomandi listgrein til að veita henni brautargengi. Áma þekkja flestir þannig að ég fer ekki löngum orðum um feril hans en lengst af hefur hann starfað sem blaða- maður og alþingismaður. Auk þess hefur hann komið víðar við á menn- ingarsviðinu, til dæmis er hann höfundur bókanna Eldur í Heimaey, Kvistir í lífstrénu og Fleiri kvistir, Þá hló þingheimur og Enn hlær þing- heimur, sem Sigmund myndskreytti og ævisögu Kristins í Björgun. Hann hefur löngum fitlað við tónlistar- gyðjuna og hefur gefið út ijórar plötur og tvo diska. Má einnig nefna Stór- höfðasvítuna og Sólarsvítuna sem Sinfónían er búin að taka upp en er ekki komin út. Auk þess hefur Ámi gert fjölda þátta fyrir útvarp og sjónvarp og skrifað hundmð greina fyrir innlend og erlend blöð þar sem Vestmannaeyjar koma oft við sögu. Af þessu sést að Ámi er ekki ein- hamur og er það okkur á Fréttum sönn ánægja og heiður að veita honum Fréttabikarinn fyrir framlag hans til menningarmála í Vestmannaeyjum árið 1999,“ sagði Ómar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.