Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 6. janúar 2000 Landa- KIRKJA - lífandi samfélag! Gleðilegt nýtt ár í Lundakirkju Fastir liðir í safnaðarstaríi Landa- kirkju hefjast í næstu viku. Sunnudaginn 9. janúar falla guðs- þjónusturnar niður en löng hefð er fyrir messufalli einn sunnudag í janúar. Æskulýðsfulltrúamir halda þó sínu striki og boða til æsku- lýðsfundar kl. 20.30 sunnudaginn 9. jan. Fyrsta barnaguðsþjónusta eftir áramót verður 16. janúar og má geta þess að nýtt og merkilegt efni er á leiðinni til okkar í sunnudagaskólann. Sunnudaginn 16. jan. verður einnig almenn messa kl. 14. Kirkjuprakkarar hefja göngu sína þriðjudaginn, 11. janúar. Hefst samveran kl. 16.30 eins og fyrir jól. Miðvikudaginn 12. janúar hefst fermingarfræðslan þannig að hver hópur mætir á sínum fasta tíma. Mikilvægt er að fermingarbörnin mæti vel í þenn- an tíma, því þar verða lagðar línurnar fyrir vorönnina. Þá um kvöldið hefst aftur opið hús fyrir unglingana í KFUM&K húsinu kl. 20.00. Foreldramorgnamir hafa verið færðir til og verða fram á vorið á fimmtudagsmorgnum. Hefst samveran kl. 10 eins og áður. Þessir morgnar hafa verið kallaðir mömmumorgnar en með þessu nýja heiti eru pabbar líka boðnir velkomnir með bömum sínum. Síðdegis á fimmtudögum, kl. 17.30, verða samverustundir f yrir 10-12 ára krakka sem nefnist að sjálfsögðu TTT. Þennan sama vikudag verður bænar- og kyrrð- arstund kl. 18.00 og verður sú fyrsta fimmtudaginn 13.janúar. Sérstök athygli er vakin á fundi uni sorg og viðbrögð við missi sem verður þriðjudaginn 11. janúar kl. 20. Prestar, sóknamefnd og starfs- fólk Landakirkju óska Vest- mannaeyingum blessunar og gleði á nýju ári og vonast til að sem flestir taki þátt í safnaðarstarfinu eins og vetija er til í Eyjum. Komum saman í lifandi félags- skap kirkjunnar. Sr. Krístján Björnsson Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Biblíulestur fellur niður Föstudagur Kl. 20.30 Unglingasamkoma. Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins. Sunnudagur Kl. 15.00 Almenn vakningasam- koma. Næsta vika verður bænasamkoma hjá söfnuðinum. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 8. janúar Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar Sími 4811585 Góðir gestir á tónleikum Bjartmars Daginn fyrir gamlaársdag hélt Bjartmar Guðlaugsson útgáfutón- leika á Höfðanum. Einnig komu fram söngvarar og skemmtikraftar sem allir eiga það sameiginlegt að eiga rætur í Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Mannekla reið á vaðið og á eftir fylgdu Leó Snær Sveinsson, Stella Haux, E1 Puerco og hinn óviðjafnanlegi Sævar Helgi Geirsson með fuglahljóðin og fleiri hljóð sem hann flutti af snilld. Loks steig Bjartmar á sviðið og llutti bæði nýtt og eldra efni. Tónleikamir voru í flesta staði vel heppnaðir og kærkomin tilbreyting í bæjarlífið svona í svartasta skammdeginu. Bjartmar stóð sig mjög vel og Stella kom skemmtilega á óvart. Blaðamaður náði ekki að heyra nema síðustu tónana hjá Manneklu en það lét vel í eyrum. El Puerco söng nokkur lög án þess að eitt einasta orð skildist og Leó Snær, sem flutti frumsamin lög, lofar góðu þó enn eigi hann talsvert ólært. I heildina voru tónleikamir góðir og hressandi fyrir sálartötrið. GÓÐ aðsókn var að tónleikunum og var ekki annað að sjá en að gestir skemmtu sér konunglega enda var um góða tilbreytingu að ræða. Það eina sem skyggði á er aðstaðan á Höfðanum. Er það bæjarfélaginu til vansa að ekki skuli vera til húsnæði undir samkomur sem þessa og getur tekið við 150 til 200 manns. Kaffifundir ÍBV Ákveðið hefur verið að endurvekja hina bráð- skemmtilegu kaffifundi í Týsheimilinu. Fundimir verða á fimmtu- dagsmorgnum og hetjast kl. 9.30. Kaffi og annað meðlæti ókeypis. Félagar og áhugafólk um íþróttir er hvatt til að mæta og ræða málin. Fyrsti fundurinn verður næsta fimmtudag, 13. janúar. Stjóm ÍBV-íþróttafélags. STELLA Haux stóð vel fyrir sínu á tónleikunum og fékk góðar viðtökur hjá sínum gömlu sveitungum. LEÓ Snær debúteraði á tónleik- unum og miðað við frammi- stöðuna er ekki ótrúlegt að til hans heyrist í framtíðinni. FJÖLMENNI fylgdist með brennunni við Hástein á gamlárskvöld og flugeldasýningunni sem fylgdi í kjölfarið. Margir mættu með sín eigin blys og lögðu þannig sitt af mörkum til að lýsa upp.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.