Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Side 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 3. febrúar 2000
BókvitiðT
11.
askana
Síðasti
Ég þakka Braga Ólafssyni fyrir
tilnefninguna til bókaormstitils. Svo
er best að byrja þennan pistil á því að
segja frá einu af slagorðum í vorum
virðulega klúbbi hrossakjötsdýrk-
enda: „Við hötum nóló - því þá eru
ásamir lægstir“.
Mestallur lestur hjá mér undanfarið
hefur verið í bútum og pörtum,
fræðirit og uppsláttarbækur, ásamt
alls kyns litlum kiljum sem ég hef
keypt dálítið af á undanförnum árum,
aðallega ljóð. Og grúsk í gömlum
Eyjaritum t.d. Sjómannadagsblöðum,
Þjóðhátíðarblöðum og jólablöðum
bæjarblaðanna.
Undantekningin frá partalestri
mínum er bókin „SJÓRÁN OG
SIGLINGAR“ eftir Helga Þorláksson
sagnfræðing og prófessor við Háskóla
Islands sem kom út fyrir s.l. jól.
Bókin segir frá ensk - íslenskum
samskiptum 1580 - 1630. Helgi segir
í formála að kveikjan hafi verið áhugi
hans að rannsaka nánar atburði í
Vestmannaeyjum árið 1615 þegar
enskir sjóræningar undir stjórn
manns, sem kallaður var Jón Gentle-
man, rændu og rupluðu á Heimaey.
Rúmlega fjögur hundruð blaðsíðna
bók sem ég gat varla lagt frá mér fyrr
en ég var búin lesa hana alla til enda.
Bókin er einstaklega lipurlega skril'-
uð, áhugaverð, fróðleg og jafnvel
spennandi á köflum. Margt sem
kemur manni á óvart, ýmsir atburðir
sem gerðust hér í og við Eyjar að
birtast fyrsta sinn á bók. Fyrir þá sem
hafa áhuga á að fræðast nánar og eiga
í viðbót um sögu Vestmannaeyja er
þetta kjörgripur. Aðrar bækur á
náttborðinu mínu eru t.d. bók Harðar
Ágústssonar, „ÍSLENSK BYGG-
INGARARFLEIÐ 1“ undirtitill: ágrip
af húsagerðarsögu 1750-1940, gefin
út af Húsfriðunarnefnd ríkisins 1998.
Þessi bók er frábærlega vel gerð í alla
staði, sem ég get endalaust verið að
glugga í, skoða og lesa.
Eg nefni bækumar „ÍSLENSKIR
MYNDLISTARMENN" í samantekt
Gunnars Dal og Sigurðar K. Árna-
skjöktbáturinn
Jói listó er
bókaunnandi vikunnar
sonar og „EINFARAR í ÍSLENSKRl
MYNDLIST“ eftir Aðalstein Ingólfs-
son útg. 1990.
Ekki má ég gleyma „SÖGU
LISTARINNAR“ eftir E.H. Gomb-
rich í þýðingu Halldórs Bjöms
Runólfssonar útg. 1997, ljóslifandi og
fræðandi lýsing á skiljanlegu manna-
máli - nærri fjögur hundmð litmyndir
af málverkum, höggmyndum og
merkum byggingum. Mér finnst að
þessi bók ætti að vera til á flestum
heimilum, - skyldulesning?
Eina skáldsögu vil ég nefna það er
„ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA“
eftir Hallgrím Helgason útg. 1994 -
sjúklega geggjaður húmor frá upphaft
til enda.
Nýjasta bókin á náttborðinu „ORÐ
f TÍMA TÖLUГ íslensk tilvitnunar-
bók eftir Tryggva Gíslason útg. 1999,
uppmni og höfundar fleygra orða og
hnyttiyrða. Frábær og kærkomin bók
sem hefur vantað, full af fróðleik. Það
getur stundum verið eitthvað í amstri
dagsins sem veldur þungri færð á
sálartetrinu Þá er tilvalið að grípa
„EDDU“ Þórbergs úr bókahillunni -
kostulegur kveðskapur og texti kemur
manni alltaf í gott skap, enda er
Þórbergur Þórðarson einn fyndnasti
maður íslandssögunnar að mínum
dómi.
Nýlega rakst ég á grein í
Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja
1967 eftir Eyjólf Gíslason skipstjóra
frá Búastöðum sem heitir „GÖMLU
SKJÖKTBÁTARNIR'* og undir-
fyrirsögn: síðasti skjöktbáturinn með
, Jenslaginu". í greininni lýsir Eyjólf-
ur vel hvað skjöktbátarnir vom
mikilvægir og stór þáttur í útgerðar-
sögu Vestmannaeyja þegar allur
véíbátaflotinn var bundinn úti við ból
og við löndun þegar bryggjur vom
bæði fáar og litlar. Uppskipun,sanda-
ferðir, heyflutningar og úteyjaferðir
við fugla, eggjatöku og fjárflutninga.
- En hvað? enginn skjöktbátur til
minja. Eyjólfur segir frá því hvað litlu
munaði að tækist að bjarga síðasta
skjöktbátnum frá glötun. Rétt á
meðan verið var að útvega húsnæði
yfir bátinn, bmtu einhverjir afglapar
bátinn í spón. Þetta segir okkur að það
er bæði gömul saga og ný þetta skelfi-
lega , mér liggur við að segja glæp-
samlegt skeytingarleysi varðandi
muni og minjar fyrri tíma, - undir-
stöðu nútíðar og framtíðar.
Eins og ég sagði hef ég talsvert
verið að grúska í jólaútgáfum bæjar-
blaðanna, gömlum og nýrri. Margt er
þar forvitnilegt að finna, prýðilega
unnið og vel fram sett, gamlar ljós-
myndir algengar. Annars em þessi
blöð oft á tíðum óttalega metnaðar-
laus, sérstaklega ber lítið á nýsköpun,
t.d. fmmort ljóð, frumsamdar sögur.
Þá er komið að því að skora á
nýjan bókaorm. Ég sé enga sérstaka
ástæðu til að sækja út fyrir hrossa-
kjötið, því skora ég á Sigurð Guð-
mundsson ( Sigga Gúmm) grafara-
viðgerðamann og forstjóra Fjölverks
til að lesa okkur pistilinn. Ég er viss
um að Siggi lumar á ýmsu góðu.
Eitt að lokum, hafið þið smakkað
saltaðan lestrarhest? nei, og ekki
heldur r....?... nú er nóg komið - takk
fyrir það.
Burt með vímuefnin
Tveir ungir Vestmannaeyingar sitja nú
sem þingmenn á alþingi barna eins og
getið var um í Fréttum fyrir skömmu.
Annarþeirra er Eyjamaður vikunnar af því
tilefni.
Fullt nafn? Daníel Steingrímsson.
Fæðingardagur og ár? 13.janúar 1986.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum.
Menntun og starf? Er í 8. bekk í
Barnaskóla Vestmannaeyja. Ber út
Moggann.
Laun? Ekkertalltof
mikil.
Bifreið? Engineins
og er en Mercedes
Bens er ofarlega á
óskalistanum.
Helsti galli? Á erfitt
meða að vakna á
morgnana.
Helsti kostur?
Þokkalega duglegur
að læra.
Uppáhaldsmatur? Pitsa og
bragðsterkur matur.
Versti matur? Þorramatur,
hákarl og svoleiðis.
Uppáhaldsdrykkur? Kók.
Uppáhaldstónlist? Venjuleg
unglingatónlist.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að sofa.
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir? Að vakna
Daníel Steingrímsson
er Eyjamaður
vikunnar
snemma a morgnana.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happ-
drætti? Kaupa mér bíógræjur.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn.
Uppáhaldsíþróttamaður? Shaquil O Neal, körfu-
boltamaður.
Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Nei.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Friends og Simpson.
Uppáhaldsbók? Engin sérstök.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Gottskap. Að
fólk sé ígóðu stuði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Fýla.
Fallegasti staður sem þú
hefur komið á? Þeir eru
margir fallegir. Vestmannaeyjar
og Þórsmörk.
í hverju er starfþitt sem þing-
manns fólgið? Ég var kosinn
formaður í minni nefnd sem
fjallar um ofbeldi og vímuefna-
varnir. Ég sé t.d. um að koma
tillögum okkará framfæri.
Ert þú sjálfur áhugamaður
um þessi málefni? Já, mér
finnst að hvort tveggja mætti
minnka í þjóðfélaginu, ofbeldi og
neysla vímuefna.
Heldurðu að þú verðir
„alvöruþingmaður“ í framtíð-
inni? Eg veit það ekki. Tíminn
sker úr um það.
Eitthvað að lokum? Ég vona
að Vestmannaeyjar geti orðið
lausar við fíkniefni í framtíðinni.
Nýfæddir________
* vestmannaeyingar
Þann 19.
nóvember
eignuðust Hlíf
Ragnarsdóttir
og Stefán
Guðmundsson
dóttur. Hún vó
11 merkur og
var 46 cm að
lengd. Hún
hefur hlotið
nafnið Elín
Perla. Á
myndinni er
hún með stóru
systur Önnu
Mjöll.
Fjölskyldan býr
í Þorlákshöfn.
Þann 13.
desember
eignuðust Þóra
Guðný
Sigurðardóttir og
Gunnar Marel
Eggertsson son.
Hann vó 13 1/2
mörk og var 53
cm að lengd.
Hann er hér í
fangi stóru systur
sinnar Elísu.
Hann fæddist á
sjúkrahúsinu í
Keflavík.
Ljósmóðir var
Guðrún
Guðbjartsdóttir.
Fjölskyldan býr í
Reykjavík.
Þann 13.
desember
eignuðust
Aðalbjörg
Skarphéðinsdótt-
ir og Magnús
Ingi Eggertsson
dóttur. Hún vó
lómerkur og var
51 cm að lengd.
Hún hefur fengið
heitið Hafdís.
Hún fæddist á
fæðingardeild
Landsspítalans.
Ljósmóðir var
Hjördís
Karlsdóttir.
Fjölskyldan býr í
Kópavogi.
Á döfinni 4*
3. feb. Kaffifvndur ÍBV-íþróttafélags í
Þórsheimilinu Id. 09.00
3. feb Bingó IBV að venju
3. feb Almennur fundur bæjarstjómar í
Listaskólanum kl. 18
3. feb Fyridestur í Rannsóknasetrinu um
nýju nóttúruvemdadögin kl. 20.30
6. feb. Aðalfundur Verkstjórafélagsins.
10. feb Aðalfundur Rónar
12. feb Þorrablót Sjóve