Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 3. febrúar 2000
r
Hólmfríður Olafsdóttir hjúkrunarfræðingur segir frá uppvexti sínu
Hólmfríður Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur flutti
til Vestmannaeyja árið
1961, en áður hafði hún
komið til Eyja til þess að
vinna á Sjúkrahúsinu,
sem hluta af námi sínu.
Hún erfædd og uppalin í
Reykjavík árið 1936 í
Hellusundi 6 og tilheyrir
Þingholtunum. Hún átti
um margt óvenjulega
æsku, vegna þess að
foreldrar hennar skildu og
hafði hún því lítið af föður
sínum, Ólafi Þórðarsyni
mjólkurfræðingi að segja
fyrr en hún var orðin 16
ára. Það var ólíkt hlut-
skipti að vera skilnaðar-
barn á þessum árum
heldur en nú er og um
margt erfiðara. Foreldrar
Hólmfríðar skildu þegar
hún var sex ára, þannig
að hún elst upp hjá
móður sinni Aðalheiði
Knudsen og fjölskyldu
hennar. Hólmfríður segir
að fjölskyldan hafi verið
stór og samheldin, sem
kom sér vel þar sem
móðir hennar hafi alla tíð
unnið úti. Hólmfríður var
einnig í sveit í Alviðru í
Ölfusi á sumrin þegar hún
var barn.
Skilnaðarbam
Hólmfríður segir að hún eigi mjög
góðar minningar úr sveitinni. „Það
var símstöð hjá Áma bónda í Alviðru
og þess vegna oft meiri umferð þar.
Þá var maður stundum sendur langar
leiðir til þess að ná í fólk í síma og
fékk stundum krónu fyrir Ég var
komin í sveitina snemma á vorin og tíl
Reykjavfkur rétt áður en skólinn
byijaði á haustin, einnig var ég yfirleitt
alla páska í sveitinni. Það voru örfáir
sumarbústaðir þama þá. Ragnar í
Smára átti bústað sinn við Álftavatn
og ég man eftir honum koma í Alviðru
til þess að hringja, Ámi Tryggvason,
seinna sendiherra, var þama líka með
bústað og svo átti móðurfólkið mitt
bústað þama við Sogið sem kallaður
var Laxabakki."
Hvemig var að vera skilnaðarbam á
þessum tíma, fannst þér þetta erfitt
hlutskipti?
„Ég hef nú oft hugsað um það
seinna þegar alltaf er verið að tala um
forræði. Pabbi minn flutti í Borgar-
nes, þar sem hann starfaði sem
mjólkurfræðingur. Hann kvæntist þar
og eignaðist tíu böm, en ég sá hann
eiginlega ekki aftur fyrr en rétt áður
en ég var fermd. Trúlega hafa einhver
sárindi verið í gangi, en samt var ég
aldei látin finna fyrir því og mamma
talaði aldrei illa um hann. En það
hefur nú haft mikið að segja, fjar-
lægðin upp í Borgames, að samskiptin
urðu ekki meiri og pabbi önnum
kafinn með fullt hús af bömum og
einhveijar skepnur var hann með líka.
Þó hef ég aldrei spurt almennilega út í
þetta. En ég fékk hins vegar ekki að
fara upp í Borgames fyrr en ég var
orðin sextán ára. En það varð svo
seinna meir mjög gott á milli okkar og
Tvö herbergi
og hálft eldhús
hann giftist afskaplega góðri konu og
við urðum miklar vinkonur. Mamma
mín giftist hins vegar ekki aftur. Hún
lærði garðyrkju þegar hún var ung og
lærði seinna blómaskreytingar í
Danmörku. Fyrst vann hún í blóma-
búðinni Flóm, sem var stærsta
blómabúðin í Reykjavík í þá daga. En
1957 stofnaði hún ásamt tveimur
öðrum sem líka höfðu unnið í Flóm,
nýja blómabúð, Blómið, sem þær ráku
í um tuttugu ár.“
Hólmfríður segist oft hugsa tíl þessa
tíma þegar mamma hennar kom
hlaupandi heim í hádeginu til þess að
vera með heitan mat handa henni.
„Maður var nú ekki alltaf tilbúinn til
þess að borða fiskinn og fúlsaði stund-
um við honum. Hins vegar var
kannski það erfiðasta við að vera
skilnaðarbam, þegar ég kom í bama-
skólann. Þá vora oft einhverjar
skýrslugerðir sem kennarar og
hjúkmnarkonan urðu að gera og þá
var alltaf talað yfir allan bekkinn
hversu margir vom í heimili og fjöldi
herbergja og svo framvegis, og ég
svaraði því til að við hefðum tvö
herbergi og hálft eldhús. Þá bjuggu
mamma, systir hennar og mágur á
sömu hæðinni. Ég tók þetta voðalega
nærri mér og seinna, þegar ég varð
sjálf skólahjúkmnarkona, passaði ég
mig alltaf á að spyrja bömin ekki um
svona mál yfir allan bekkinn. Eins var
að eiga ekki mömmu sem alltaf var
heima, eins og mæður vinkvenna
minna. En ég sé það alltaf betur og
betur síðan hversu dugleg hún var.
Við vomm líka mjög samrýmdar,
fómm mikið saman í leikhús, mamma
var líka í Tónlistarfélaginu og við
fómm því mikið á tónleika.
Örlögin biðu hennar í Eyjum
Þú sagðir að langt hafi verið upp í
Borgarfjörð til þess að finna pabba
þinn, en var ekki langt til Vest-
mannaeya líka?
,dig fór í Verslunarskólann og þegar
ég var búinn með hann fór ég að vinna
eitt ár á skrifstofu og fór svo í
Hjúkmnarskólann, en strax á öðm ári
varð maður að fara út á land. Það var
um þrjá staði að velja; Akureyri,
ísaljörð og Vestmannaeyjar. Ég
ætlaði nú að fara til Akureyrar, en varð
ekki af því. Ein vinkona mín hafði
verið með stelpum héðan í hús-
mæðraskóla, svo við fómm þrjár, sem
vomm mest saman af hópnum, til
Vestmannaeyja. Það vom bara örlög,
en ég hljóp hingað 1. apríl 1957, eins
og ég segi stundum, en það var ekkert
plat, því ég er enn hér, enda kynntist
ég mannsefni mínu, Guðjóni í Gísl-
holti, þetta ár og þetta þróaðist svona.
Ég fór reyndar aftur suður, kláraði
námið og útskrifaðist 1958 og vann
eftir það á Landsspítalanum. Við
Gaui trúlofuðumst svo 1959, en ég
kom nú ekki hingað strax. Ég var
meira að segja svo rosaleg að ég fór til
Svíþjóðar. Mig var búið að dreyma að
fara til Svíþjóðar til þess að vinna við
hjúkmn og fór þangað og dvaldi í hálft
ár. Það þótti kannski ekki gott hér í
Eyjum að trúlofast og hendast svona
til útlanda. Ég sagði hins vegar alltaf
að ef ég færi ekki myndi ég alltaf naga
mig í handarbökin, svo ég fór og var
reyndar afskaplega fegin að koma
aftur. Gaui varð kannski ekkert
voðalega glaður að ég skyldi fara til
Svíþjóðar, en þetta var eitthvað sem
ég varð að klára. Það var líka mjög
móðins að fara til Svíþjóðar og vinna
sem hjúkranarkona eftir námið hér.
En ég held að við höfum verið
afskaplega góðar og stilltar stúlkur,
óttalega saklausar og kunnum kannski
ekki mikið á lífið.“
Plúsamir hans Gauja
Er einhver uppreisn í þér á þessum
ámm?
„Nei maður átti sér bara drauma og
eins og ég segi er ég rosalega fegin að
ég skyldi láta þetta eftir mér. Þá vissi
ég að minnsta kosti að þetta var ekki
eins eftirsóknarvert og maður hélt. En
svo kom ég bara heim og vann á
Landsspítalanum eftir það og 1961
giftum við okkur og hef ekki séð eftir
því. Annars hafði maður ekki verið í
neinu strákastandi. Hér var auðvitað
VINKONURNAR, Auður Eir, Ásta Jónsdóttir og Hólmfríður á
Peysufatadegi Verslunarskólans 1954. Herramaðurinn til vinstri er
Grétar Áss, faðir Helga Áss skákmanns.