Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Page 11
Fimmtudagur 3. febrúar 2000
Fréttir
11
V p ar. éi*w- mtjVlr.jnl ( &•* •5'
ÞÁTTTAKENDUR í námskeiðinu voru tæplega 50, flestir tengjast rekstri með einhverjum hætti en
einnig mátti sjá fólk sem vinnur á öðrum vettvangi.
Samkeppnin, Nýsköpun 2000:
Leið til að auka
grósku í atvinnulífinu
-Sparisjóðurinn veitir sérstök verðlaun fyrir bestu
viðskiptahugmyndina sem kemurfrá Eyjum
í tengslum við námskeiðið og
samkeppnina Nýsköpun 2000, sem
Nýsköpunarsjóður, Háskólinn í
Reykjavík, KPMG-Endurskoðun
og Morgunblaðið stóðu fyrir í
Vestmannaeyjum 25. janúar síðast-
liðinn, hefur Sparisjóðurinn ákveð-
ið að verðlauna bestu tillöguna sem
héðan berst með 100.000 króna
framlagi. AIls sóttu námskeiðið
milli 40 og 50 manns sem er mun
meira en gert var ráð fyrir.
Með Nýsköpun 2000 vilja aðstand-
endur stuðla að aukinni grósku í
íslensku atvinnulífi. Fyrst er haldið
námskeið og í framhaldi af því býðst
fólki kostur á að taka þátt í samkeppni
í gerð viðskiptaáætlana. Vegleg verð-
laun eru í boði, fyrstu verðlaun eru ein
milljón króna, önnur verðlaun hálf
milljón og síðan fá þeir sem hljóta
þriðju til sjöundu verðlaun 100
þúsund krónur hver.
Fólki með viðskiptahugmyndir
gefst þama, sér að kostnaðarlausu, að
vinna að gerð viðskiptaáætlana og ef
marka má aðsóknina virðast margir
hér í bæ ganga með hugmyndir um
einhveija nýsköpun í atvinnu.
Þróunarfélag Vestmannaeyja sá um
framkvæmdina hér og segir Margrét
Hjálmarsdóttir, starfsmaður félagsins,
að tveir menn hafi komið í tengslum
við verkefnið, Aðalsteinn Magnússon
hjá KPMG-Endurskoðun, leiðbein-
andi og G. Agúst Pétursson verkefnis-
stjóri. „Þátttakendur í námskeiðinu
voru 47 sem er mjög góð þátttaka,"
segir Margrét. „Námskeiðið stóð eitt
kvöld og var kennsla í gerð við-
skiptaáætlana sem tengist samkeppn-
inni Nýsköpun 2000. Allir fengu
diskling og gögn sem hægt er að hafa
til hliðsjónar við gerð viðskipta-
áætlana. Það er ekkert því til
fyrirstöðu að þeir sem ætla sér í
keppnina leiti sér frekari aðstoðar.
Meðal annars hefur Bjarki Brynjars-
son hjá Kaupþingi Suðurlands boðið
fram aðstoð sína.“
Ekki segist Margrét vita um fólk
sem ætlar að slá til og skella sér í
keppnina en hún segir að nokkrir hafi
sýnt því áhuga. „Mér fannst á
nokkrum að áhuginn væri fyrir hendi.
Það kom bæði fram hjá Ágústi og
Aðalsteini að það er ekki endilega
verið að leita að hugmyndum að stór-
fyrirtækjum heldur fólki með athyglis-
verðar hugmyndir. Allir eiga mögu-
leika, sama hvort hugmyndin er að
stóru eða litlu fyrirtæki. Það sem
skiptir máli er að hugmyndin sé góð
og vel útfærð,“ segir Margrét.
I dómnefnd verða fulltrúar Ný-
sköpunarsjóðs, Morgunblaðsins, Há-
skólans í Reykjavík og KPMG-
Endurskoðunar. Skilafrestur er til 10.
apríl og tekur nefndin sér einn til tvo
mánuði til að meta verkefnin.
Olafur Elísson, sparisjóðsstjóri,
segir að þama sé á ferðinni mjög
athyglisvert framtak sem Sparisjóð-
urinn hafi fylgst með. „Okkar þáttur
til þessa er að við lánuðum húsnæði
undir fundinn en um leið sjáum við að
þama er mjög merkilegt framtak á
ferðinni sem getur nýst okkur
Eyjamönnum,“ segir Ólafur.
Hann segir að strax hafi komið fram
vilji innan Sparisjóðsins að leggja
þeim lið sem hyggjast nýta sér
námskeiðið og ekki síst þeim sem ætla
að taka þátt í samkeppninni. „Við
höfum yfir að ráða þekkingu til
ráðgjafar í viðskiptum, sama hver þau
em og standa þau öllum til boða. Þeir
sem ætla að taka þátt í samkeppninni
geta nýtt sér þessa þjónustu. Auk þess
hefur Sparisjóðurinn ákveðið að
verðlauna bestu viðskiptaáætlunina
sem kemur frá Vestmannaeyjum með
100 þúsund krónum. Verður það hlut-
verk dómnefndar samkeppninar að
dæma um hver hlýtur verðlaunin. Við
komum þar hvergi nærri.“
Ólafur segir að gera megi ráð fyrir
fjórum til sex áætlunum frá Vest-
mannaeyjum í samkeppnina. „Þær
gætu síðan orðið að fyrirtækjum sem
kannski verða ekki stór í upphafi. En
mjór er mikils vísir og fyrirtæki sem
byrja með einn starfsmann eða tvo
geta á nokkrum áium vaxið í að skapa
fleirum atvinnu. Eg er sannfærður um
að meðal þeirra sem mættu á nám-
skeiðið er fólk með hugmyndir sem
gætu getið af sér fyrirtæki af þessari
stærð. Það er einmitt það sem okkur
vantar hér í bæ til að auka tjölbreytni í
atvinnulífinu. Það er von mín að við
eigum eftir að sjá einhvem vaxtar-
brodd hér í atvinnulífi í kjölfar
samkeppninnar,“ sagði Ólafur.
Askorunin gengur vonum framar
„Þetta er frábær hópur og mikil stemmning ríkjandi meðal
þátttakenda," segir Jóhanna Jóhannsdóttir í Hressó um
Áskomn Hressó þar sem fólki stendur til boða að taka sér
tak með því að auka hreyfingu, fækka kílóunum og bæta
mataræðið.
Alls em þátttakendur 34. „Það em allir svo ákveðnir og
jákvæðir og hver einasti þátttakandi að ná árangri.
Hópurinn missti 34 kíló fyrstu vikuna og 28 þá næstu. Það
stefnir því í að að þetta verði langbesta námskeiðið sem
haldið hefur verið á Hressó til þessa.“
Tveir þátttakendur, Lilla og Jói, foreldrar Önnu Dóm og
Jóhönnu sem eiga og reka Hressó, em meðal þátttakenda
og ákváðu þau að gera það fyrir opnum tjöldum. Opinbem
þátttakendumir eins og þau em kölluð, em að ná mjög
góðum árangri. Jói hefur þurft að dvelja í Reykjavík en þær
systur sendu hann bara til þjálfara í Erobiksport í Reykjavík
auk þess sem hann fékk með sér nóg af fæðubótarefnum og
góðar leiðbeiningar um mataræði. „Pabbi missti 4,7 kg. á
fyrstu tveimur vikunum en Lilla hefur æft með hópnum og
er á góðri leið með ná sínum markmiðum. Hún hefur misst
1,5 kg. En þau bættu um betur og hættu bæði að reykja um
leið. Hafa þau haldið reykingabindindið til þessa.
Fjármál á
f immtudegi
Eftir Bjarka Brynjarsson
Vilnanir
(e. options)
Vilnanir em samningar milli tveggja
aðila, þar sem annar aðilinn á réttinn á
því að kaupa ákveðna upphæð af
gjaldeyri á ákveðnu gengi á um-
sömdum tíma í framtíðinni af öðmm
aðila. Fyrrgreindi aðilinn er kaupandi
að vilnun, hinn síðamefndi er seljandi
hennar.
Lengd vilnana er yfirleitt heldur
minni en í framvirkum samningum.
Vegna þess að kaupandi vilnunarinnar
þarf einungis að láta viðskiptin ganga
eftir, ef það hentar honum, verður
hann að greiða seljandanum þóknun.
Dæmi: Félag kaupir vilnun af verð-
bréfafyrirtæki um að eftir þrjá mánuði
megi félagið kaupa $1.000.000 fyrir
kr. 74.000.000. Fyrir þennan valrétt
greiðir félagið þóknun 2,05% af
samningsupphæðinni eða kr.
1.517.000. Eins og framvirkir gjald-
eyrissamningar geta vilnanir verið á
milli nánast hvaða mynta sem er og til
hvaða tíma sem er, þó innan árs, en
oftast er um heila mánuði að ræða.
Kaupandi vilnunar getur aldrei
tapað meim en sem nemur þeirri
þóknun sem hann greiðir seljanda
vilnunarinnar, því ef gengisbreytingar
em honum óhagkvæmar þarf hann
ekki að láta viðskiptin ganga eftir og
gerir það ekki. Fyrir seljanda
vilnunarinnar getur tapið hins vegar
fræðilega verið ótakmarkað.
Verðlagning vilnana, þ.e. hvaða
þóknun kaupandi á að greiða fyrir
valrétt sinn, er töluvert flókin. Þeir
þættir sem skipta máli varðandi verðið
em: vaxtamunur á milli mynta,
tímalengd samnings, sveiflur gjald-
miðla, mismunur á daggengi og um-
sömdu viðskiptagengi.
Vilnanir em í flestum tilvikum
notaðar á sama hátt og framvirkir
samningar, þó að útkoman sé nokkuð
frábmgðin. Margir nota vilnanir meira
sem tryggingu sem takmarkar tap
þeirra af einhverjum gengisbreyt-
ingum heldur en til að festa ákveðið
gengi, eins og gert er með framvirkum
samningum. Dæmi um notkun
vilnana gæti verið sjávarútvegs-
íyrirtæki sem selur loðnu til Japan og
fær greitt í jenum eftir þrjá mánuði.
Mikil óvissa er um það í huga
fjármálastjórans hvort jenið muni
hækka eða lækka. Hann vill tryggja
sig fyrir stóráföllum ef jenið lækkar,
en jafnframt eiga möguleika á því að
hagnast ef jenið styrkist. Því kaupir
hann vilnun frekar en að gera
framvirkan samning, sem veitir
honum rétt til að selja jenin á ákveðnu
gengi eftir þrjá mánuði og borgar fyrir
það þóknun til seljandans. Annað
dæmi gæti verið verktaki sem býður í
verk.
Fái verktakinn verkið fær hann
greidda 1.000.000 franka eftir 6
mánuði. Verktakinn vill tryggja sig
fyrir lækkun frankans og sér í hendi
sér að mun hentugra er fyrir hann að
kaupa vilnun heldur en að gera
framvirkan samning. Geri hann fram-
virkan samning og fær síðan ekki
útboðið situr hann uppi með
1.000.000 franka á umsömdu gengi.
Með vilnun sleppur hann með að
greiða þóknunina.
Heimild: Ármann Þorvaldsson
Bjarki A. Brynjarsson
Forstöðumaður Kaupþings hf. á
Suðurlandi
Fréttapistill frá
Gallerí Heimalist
Með hækkandi sól og bjartari dögum
færist líf og Qör í alla menn. Menn
taka að ganga um götur með bros í
augum og eldmóð og orku í æðum.
Hjá okkar fólki í Gallerí Heimalist
er kominn fjörkippur hinn mesti.
Galleríið verður á þessu ári tíu ára og
er eitt elsta gallerí á landinu, a.m.k.
utan Reykjavíkur og starfar allt árið. I
upphafi lánaði Sigurður Einarsson
okkur neðri hæðina í Vöruhúsinu, sem
nú er Café María, og á hann þakkir
skildar fyrir. Þetta var glæsilegur salur
og glæsileg byijun.
Þó við séum núna í minna húsnæði
er Galleríið enn glæsilegt. Fjöl-
breytnin mikil í alls kyns listaverkum
og handverki. Þar hefur lundaþemað
okkar slegið í gegn. Hafa lundapeys-
umar verið vinsælar og selst jafnvel
ókláraðar. Einnig eru hefðbundnu
lopavörumar vinsælar og þá ung-
bamafatnaðurinn. Síðast en ekki síst
em gjafavörumar, s.s. málverk, skálar
ýmiss konar, gler, leir og fleira mjög
vinsælt. Sjón er sögu ríkari.
Með kveðjufrá Gallerí Heimalist,
Hilmir Högnason og Guðný
Hilmisdóttir.