Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Page 13
Fimmtudagur 3. febrúar 2000
Fréttir
13
Jói og Svana í Skýlinu:
Stemmningin
endurspeglar
hjartslátt
bæjarlífsins
-og segir alveg til um hvernig
sálarlíf bæjarbúa er hverju sinni
Eins og komið hefur fram í Fréttum
hafa nýir aðilar tekið við rekstri
skýlisins í Friðarhöfn. Hinir nýju
rekstraraðilar skýlisins eru Svana
Guðlaugsdóttir, fyrrum verslunar-
stjóri Tangans, og Jóhannes Ólafs-
son, fyrrum formaður knatt-
spyrnudeildar IBV og lögreglu-
varðstjóri.
Þau tóku við rekstrinum þann 10.
janúar síðastliðinn og segjast líta
björtum augum til framtíðarinnar í
Skýlinu. „Það hefur verið góð
stemmning héma hjá okkur, en janúar
er rólegur tími við höfnina. Hingað
koma áhafnir bátanna, starfsfólk
stöðvanna og að sjálfsögðu fjöldi
annarra viðskiptavina og oft mikið
spjallað. Fasti hópurinn sem kemur
hingað hefur verslað hér í fjölda mörg
ár og við munum halda áfram að sinna
honum af kostgæfni eins og fyrir-
rennarar okkar. En eins og ég segi,
stemmningin hér endurspeglar hjart-
slátt bæjarlífsins og segir alveg til um
hvemig sálarlíf bæjarbúa er hverju
sinni. Héma fá menn oft fyrstu fréttir
af aflabrögðum og hvað er að gerast í
útgerðarmálum. Kannski má líka gera
ráð fyrir að fótboltaspjallið aukist hér,
þó að það hafi nú alltaf verið til staðar
líka.“
Jói segir að jafnvel séu pólitísk mál
og málefiii útgerðarlegs eðlis oft leyst
hjá föstum kaffispjallsmönnum. „Já,
hér eiga menn ráð undir rifi hverju og
oft skaði að lausnimar sem hér em
fram bomar skuli ekki ná eyrum þeirra
sem fara með völdin og stjóma þjóð-
félaginu."
Þau segja að ýmislegt sé í athugun
hjá þeim varðandi reksturinn og
SVANA og Jói innan við skenkinn í Skýlinu en framan við það stendur Ólafur Sigmundsson, einn af
fjölda trillukarla sem mæta í spjallið.
húsnæðið. „Varðandi reksturinn mun-
um við auka úrvalið í sérvömnni og
olíuvörum frá Esso, sem á húsnæðið
og við leigjum reksturinn af. Það em
alltaf mánaðarleg tilboð í gangi hjá
Esso, bæði á sælgæti, sérvöm og
olívömm og þau verðum við með.
Meðal tilboða febrúarmánaðar í
Friðarhafnarskýlinu má nefna að Egils
kristall með sítrónubragði er á 99 kr„
rommý á 29 kr., risatópas á 79 kr„
skíðahanskar sem áður vom á 795 em
nú á 495 og arinkubbar 5 kg. vom á
829, en em nú á 595 á tilboði. Einnig
ætlum við að auka úrvalið í kaffi-
brauðinu, en að sjálfsögðu verðum við
áfram með samlokur, hamborgara og
bestu pylsur sem hægt er að fá í
Eyjum. Varðandi fyrirhugaðar breyt-
inga á húsnæðinu verður tekin upp
sjálfsafgreiðsla á olíuvörunum til að
bytja með og síðan munum við athuga
með breytingar á teríunni. Húsnæðið
eins og það er býður upp á mikla
möguleika, bæði hvað varðar stækkun
og breytingar. Staðurinn er líka ein-
stakur, með útsýni yfir höfnina og
iðandi mannlífið.“
Jói og Svana segja að þau muni
reka skýlið eins og fjölskylduíyrirtæki.
„Eg verð að vísu áfram í löggunni, að
minnsta kosti fyrst um sinn en við
emm saman í þessu,“ segir Jói. „En
Svana verður í þessu af fullum krafti
og sér um daglegan rekstur. Svo má
búast við að krakkamir verði eitthvað
í vinnu, en þetta fer trúlega eftir þörf
hverju sinni, hvort við ráðum annað
starfsfólk."
Svana segir að hún sjái ekkert eftir
því að hætta á Tanganum, þó alltaf sé
að sjálfsögðu eftirsjá í góðu sam-
starfsfólki og viðskiptavinum, sem
hún vonar að sjálfsögðu að muni
koma í Skýlið. „Maður er að vissu
leyti frjálsari héma og sér út um
glugga. Á Tanganum vissi maður
stundum ekki hvemig veðrið var, svo
að því leyti er jjetta miklu betra. En að
öðm leyti er þetta svipað starf, nema
að nú er ég við afgreiðsluna líka.“
Loftskeytastöðin í Vest-
mannaeyjum fær aukið vægi
Oddur
hættur
aðrýna
í sortann
„Ætli ég sé ekki búinn að vera í þessu síðan í aprfl 1994,“ segir Oddur
Júlíusson sem nú er að láta af störfum á ÚV.
„Þama hef ég lesið upp úr bæjarblöðunum með eigin hugleiðingum í bland. Frá
upphafi hefur útsendingin verið síðdegis á fimmtudögum, einu sinni frá sex til
sjö, svo hálf sjö til sjö og nú síðast frá korter yfir fimm.“
Oddur segir að þetta hafi verið góður tími og eftirminnilegur en mál til komið
að hvfla sjálfan sig og þá sem hafa nennt að hlusta.
Bæjaryfirvöld hafa ekki átt tryggari pennavin en Odd, ætlar hann sér að setja
enn frekari kraft í bréfaskriftimar? „Nú er komið að þeim punkti að það verður
að fara aðrar leiðir í samskiptum við bæinn og það er dómstólaleiðina. Auglýsi
ég hér með eftir lögfræðingi sem vill taka að sér málið fyrir mig. Svo er kannski
umhugsunarefni að Vestmannaeyingar skuli vilja sitja uppi með bæjaryfirvöld
sem gera lítið úr fólki. Það em til gögn sem sýna þá lítilsvirðingu,“ sagði Oddur
Við gefumst ekki upp
Frá og með 1. febrúar verður
Loftskeytastöðinni á Sigluflrði/TFX
fjarstýrt frá Loftskeytastöðinni í
Vestmannaeyjum/TFV og Loft-
skeytastöðinni í Reykjavík/TFA.
Loftskeytastöðin á Siglufirði var
opnuð í júlímánuði árið 1934 og
hefur því verið mönnuð loft-
skeytastöð þar í tæplega 66 ár.
Á undanfömum ámm hefur tækn-
inni í fjarskiptum fleygt fram með
áður óþekktum hraða. Eftirleiðis mun
tækjum hennar verða fjarstýrt frá
stöðvunum sem eftir em. Sam-
drátturinn í strandarstöðvaþjónust-
unni er afleiðing af nýju fyrirkomulagi
í neyðarfjarskiptunum og aukinni
sjálfvirkni í fjarskiptum við skip.
Nú em tveir til þrír menn á vakt í
Gufunesi og einn í Vestmannaeyjum.
Aðalhlutverk þeirra er að vaka yfir
öryggi sjófarenda með því að hlusta á
neyðartíðnum og bregðast við
hjálparköllum. Ef skip em utan þess
svæðis sem farsíminn nær til em
strandarstöðvamar enn meginfjar-
skiptaleið þeirra í land.
Kjartan Bergsteinsson loftskeyta-
maður við Loftskeytastöðina í Vest-
mannaeyjum segir að þróunin sé svo
ör og menn sáu hag í því að nota
stöðvamar í Vestmannaeyjum og
Reykjavík áfram. „Vegna þess að
sæstrengurinn Cantat 3 kemur á land
hér í Eyjum var talin ástæða til að
halda rekstrinum hér gangandi áfram,
en þróunin og sjálfvirka tilkynninga-
skyldan gerir þetta kleift. En í raun
skiptir ekki máli hvaða strandastöð
hélt áfram. Að öðm leyti em menn
svo með skiptar skoðanir um að loka
strandastöðvunum.“
Kjartan segir að þetta hafi leitt til
fjölþættra breytinga í fjarskipta-
umhverfinu. Nýjar lausnir og mögu-
leikar hafa komið fram, þar með talið
til fjarstýringa og ýmiss konar net-
tenginga fjarskiptabúnaðar. „Þessi
þróun hefur m.a. orðið til þess, að
víðast hvar í heiminum hefur
mönnuðum strandarstöðvum fækkað
og þær sameinaðar með því að fjar-
stýra þeim, jafnvel yfir töluverðar
vegalengdir. Fjarskiptabúnaður verður
sífellt fullkomnari og um borð í flest
skip em komin nýtísku öryggistæki
með aukinni sjálfvirkni, og samsvar-
andi búnaður í landi hefur víða verið
settur upp.“
Kjartan segir að fyrsta strandstöðin
hér á landi sem fjarstýrt var frá annarri
strandarstöð hafi verið Loftskeyta-
stöðin í Neskaupstað/TFM, en á árinu
1989 var henni alfarið fjarstýrt frá
Loftskeytastöðinni í Reykjavík/TFA.
„Árið 1996 var Loftskeytastöðinni á
Höfn/TFT fjarstýrt frá Reykjavík/TFA
og Loftskeytastöðinni á Ísafirði/TFZ
alfarið fjarstýrt árið 1998 frá
Siglufirði/TFZ. Á síðasta ári vom
stöðvamar í Vestmannaeyjum/TFV
og Reykjavík/TFA hliðtengdar á þann
hátt að þær geta unnið með flest tæki
hvorrar annarrar, og hvor fyrir sig
einnig fjarstýrt hinum stöðvunum.
Það má til sanns vegar færa að
ábyrgðin sé meiri á þeim fáu sem
sinna þessari þjónustu, en engu að
síður er þetta gerlegt með þeirri tækni
sem er til staðar í dag. Fjarskiptin em
að færast upp í gervitunglin og það
stoppar enginn þá þróun.“
í síðustu viku komu tveir ungir
skeitarar (hjólabretta- og línu-
skautatöfTarar) inn á ritstjórn
Frétta og sögðu farir sínar ekki
sléttar af viðskiptum sínum við
bæjarstjóra.
Sögðu þeir félagar, Ingvar Öm
Bergsson og Guðjón Öm Sigtryggs-
son að þeir hafi lengi reynt að fá
inniaðstöðu til þess að iðka íþrótt sína
og þótt við hæfi að leita til bæjar-
stjórans. „Við höfum nú náð tali af
bæjarstjóranum og hann segist alltaf
vera að athuga málið, en okkur er nú
farin að leiðast biðin og viljum fara að
sjá eitthvað gert í málinu. Er ekki
hægt að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir
skeitara í nýrri íþróttamiðstöð," spyija
þeir og bæta svo armæðulega við. „Ef
hún verður þá nokkum tíma byggð.“
Þeir segjast hafa verið að þrýsta á
þessa aðstöðu síðan í haust og hafi
reyndar fengið aðstöðu hjá Sigga
Einars í ísfélaginu um tíma. „Það
vom svo einhveijir kallar sem vom að
vinna þar sem sögðu að við væmm
alltaf fyrir og ráku okkur þaðan. Þeir
hentu svo ýmsum útbúnaði sem við
höfðum komið upp þar og við rétt
náðum að bjarga slidejáminu áður en
þeir hentu því líka.“
Þegar þeir vom spurðir um til hvaða
ráða þeir myndu grípa ef ekki yrði
gripið til skjótra úrbóta sögðu þeir:
„Við flytjum ömgglega til Reykja-
víkur eða útlanda. Við vitum mörg
dæmi þess að skeitarar hafi góða
aðstöðu víða um land og í útlöndum
og hvers vegna þá ekki hér. Það er að
minnsta kosti ljóst að við kjósum hann
ekki ef málið reddast ekki fljótlega,“
sögðu þeir. Og Ingvar Öm bætti við
að jafnvel þó að bæjarstjórinn væri
frændi sinn myndi hann ekki kjósa
hann. Þessu er hér með komið til
skila.
Slysavarnadeildin Eykyndill lætur
ekki deigan síga í baráttu sinni til
stuðnings hvers kyns framfara-
málum í Eyjum.
Er skemmst að minnast hlut-
deildar Eykyndilskvenna í að koma
upp umferðarljósum á homi Heiðar-
vegar og Strandvegar. Síðastliðinn
fimmtudag vom Eykyndilskonur
aftur á ferð en þá gáfu þær lög-
reglunni í Vestmannaeyjum tvær
talstöðvar, auk þess sem þær gáfu
Herjólfi hf. einnig tvær talstöðvar til
notkunar um borð í Heijólfi. Það fer
lfldega enginn í grafgötur með
hvflík öryggistæki talstöðvar em
jafnt hjá lögreglu sem og um borð í
Herjólfi og em þessar gjafir því
kærkomin viðbót við tækjakost
lögreglu og Herjólfs. Samanlagt
andvirði þessara tveggja gjafa er um
180 þúsund krónur. Það var Karl
Gauti Hjaltason sýslumaður sem
veitti talstöðvunum viðtöku fyrir
hönd lögreglunnar og Láms
Gunnólfsson skipstjóri Heijólfs fyrir
hönd Herjólfs hf.