Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 3. febrúar 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 3. febrúar Kl. 10.00 Foreldramorgun með heimavinnandi foreldmm og bömum þeirra. Góður staður til vináttukynna. Kl. 14.30 Helgistund í Sjúkra- húsinu. Kl. 17.30 TTT Alltaf eitthvað nýtt á pijónunum. Kl. 18.00 Bæna-og kyrrðarstund. Bænarefnum má koma til presta. Sunnudagur 6. febrúar Kl. 11.00 Sunnudagaskólinn. Það er alltaf mikið um dýrðir í morg- unstundinni. Nýjar brúður kíkja upp úr kommóðunni. Foreldrar og böm! Komið og verðið reynslunni ríkari. Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Hvemig má illgresið vaxa með kominu? Leitað svara við hugmyndafræði Jesú. Molasopi yfir í safn- aðarheimili á eftir. Kl. 20.30 Æskulýðsfundur í Landakirkju. Hvemig getur verið annað en skemmtilegt að mæta? Mánudagur 7. febrúar Kl. 19.00 Alfa-námskeiðið hefst með máltíð ef næg þátttaka hefur fengist, skráning er í Safn- aðarheimili. Þriðjudagur 8. febrúar Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar em að þjálfast í spunaleikritum og föndri. Enn er hægt að bæta við börnum, örfá sæti laus. Miðvikudagur 9. febrúar Kl. 11.00 Helgistund í Hraun- búðum. Fermingarfræðsla. Farið yfir myndskyggnur úr hjálparstarfi kirkjunnar. Undirbúningur undir þátttöku fermingarbama við að aðstoða ákveðna fjölskyldu í Afríku. Kl. 20.00 Sorgarhópur, gestur Vera Björk Einarsdóttir gefur góð ráð. Kl. 20.30 Opið hús í KFUM og K- húsinu. Skapti Öm og Óli Jói klikka ekki á því. Fimmtudagur 10. febrúar Kl. 10.00 Foreldramorgunn í safn- aðarheimili. Kl. 17.30 TTT- starfið í fullum gangi. Kl. 18.00 Bæna-og kyrrðarstund með Taize-lagi. Símatímar prestanna em frá þri.- fim.kl. 11-11.50 ísíma 481 2916. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíufræðsla (Snorri Óskarsson) Laugardagur KL. 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma (Snorri Óskarsson) Mánudagur bæna og föstuvika, kl. 20.00 hvert kvöld Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan - fyrir öll böm Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 5. febrúar Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Kl. 12.00 Guðsþjónusta- Gestur helg- arinnar er Eric Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar Fjölmennur hópur frá Rán á Skrúfumóti: Komu hcim mcð43 vcrð- launa- peninga Þann 21. til 23. janúar fór Fim- leikafélagið Rán í sína árlegu keppni á Skrúfumót í Garðabæ. Á þessu móti eru keppendur alls staðar af landinu, alls 280 börn, Fimleikafélagið Rán sendi 36 kepp- endur á mótið og árangurinn var frábær. Mótinu er skipt upp í þrep eftir getu og aldri. í 1. þrepi vomm við með 21 keppanda, í 2. þrepi 10 keppendur, í 3. þrepi 3 keppendur og 1 í 4. þrepi. Árangurinn var hreint út sagt frábær í 1. þrepi hjá yngsta aldurshópnum þ.e. 10 ára, við hjá Rán fengum öll verðlaun sem vom í boði, alls 12 verðlaunapeninga sem segir sína sögu. í þessum aldurshópi varð Kristín Rannveig Jónsdóttir hlutskörpust í samanlögðum árangri, en Aníta Guðjónsdóttir varð hlutskörpust hjá 11 ára stúlkunum. í öðmm aldurshópum var árangur einnig góður en alls fengum við 43 verðlaunapeninga á mótinu. Á sunnu- deginum er svokallað Meistaramót Skrúfustigans þar em valdir 10 bestu úr hverju þrepi óháð aldri, af 36 sem valdir vom átti Fimleikafélagið Rán 13 keppendur og stóðu þeir sig allir mjög vel, bestum árangri náðu þó Kristín Rannveig Jónsdótúr í 1. þrepi en hún varð í öðm sæti í saman- lögðum árangri og Ama Hmnd Baldursdóttir varð í þriðja sæti í sama þrepi. Helstu úrslit á mótinu vom þessi: 4. þrep 15 ára + Þórsteina Sigurbjömsdóttir, varð í 3. sæti með samanlagt 30,05 stig sem er mjög góður árangur því þama er Þórsteina að reyna við erfiðasta stigið. 3. þrep 12-14 ára Ama Björg Sigurbjömsdóttir varð í 3. sæti með samanlagt 32,55 stig og Anna Kristín Magnúsdóttir varð 5. með 31,10 stig. 2. þrep 15 ára og eldri Kristrún Heiða Þórarinsdóttir varð 12. með 29,55 stig. 2. þrep 13 og 14 ára Guðrún Stefánsdóttir varð í 2. sæti með 32,80 stig og Kristín Stefánsdóttir 4. með 32,20 stig. 2. þrep 11 og 12 ára Stefanía Þorsteinsdóttir varð í 3. sæti með 34,05 stig og Ema Sif Sveins- dóttir varð 4. með 31,05 stig. 1. þrep 14 ára Dorothy Lísa Woodland varð í 7. sæti með 21,90 stig. Úrslit 1. þrep 13 ára Anne Henriksen varð í 4. sæti með 23,30 stig. 1. þrep 12 ára Ama Hmnd Baldursdóttir varð í 2. sæti með 25,90 stig. 1. þrep 11 ára Aníta G'uðjónsdóttir sigraði með 26,10 stig og Barbara Hafdís varð í 2. sæti með 25,90 stig. 1. þrep 10 ára Kristín Rannveig Jónsdóttir sigraði með 27,10 stig, Jakobína Rós Björg- ólfsdóttir varð 2. með 26,15 stig, Guðrún Benónýsdóttir 3. með 26,05 stig, 4. Telma Rut Grímsdóttir 4. með 26.05 stig, Marta Möller varð 5. með 25,50 stig, Ása Guðrún Gumunds- dóttir 7. með 25 stig og Alexandra Evudóttir 9. með 24,70 stig. Þessar stúlkur komust upp í 2. þrep sem er mjög gott hjá stúlkum sem em að keppa í fyrsta sinn. Handknattleikur: 5. flokkur kv. Hafa unnið 21 leik af 22 í vetur Stúlkurnar í 5. fl. kvenna ÍBV í handknattleik léku um síðustu helgi í 3. umferð Islandsmótsins og gerðu sér litið fyrir og sigruðu alla andstæðinga sína og það nokkuð örugglega. I riðlakeppninni fengu Eyjastúlkur litla sem enga mót- spyrnu og þegar upp var staðið höfðu þær skorað 61 mark og aðeins fengið á sig 15. IBV hélt sínu flugi áfram og kom- ust stúlkurnar auðveldlega í gegnum milliriðilinn og undanúrslitin með sigri á KA og Haukum. Þar með vom stúlkumar komnar í úrslitaleik og andstæðingamir að þessu sinni vom Stjaman úr Garðabæ. Þar tóku Eyjastúlkur andstæðinga sína hrein- lega í kennslustund og sá Stjaman hreinlega aldrei til sólar. „Stelpumar léku stórvel og úrslita- leikurinn var hreint frábær þar sem liðsheildin naut sín með Karítas í markinu, en hún varði ótrúlega á köflum og átti fjöldann allan af löngum sendingum fram völlinn sem samherjar hennar nýttu sér auðvitað til fullnustu,“ sagði Stefanía Guðjóns- dóttir þjálfari, ánægð eftir frábæran árangur. Bjarki Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, sá ÍBV liðið leika og hrósaði hann liðinu í hástert, sagðist sjaldan hafa séð eins skemmtilegan handbolta spilaðan hjá stúlkum á þessum aldri. Hvatti hann stúlkurnar til að stunda æfingar af dugnaði því þær ættu svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Stúlkurnar eru á góðri leið með að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn í 5. flokki. Þær hafa nú sex stiga forskot á liðin í 2. - 3. sæti sem em Stjaman og Fram. ÍBV hefur nú unnið tvö mót og höfnuðu einu sinni í 2. sæti. Islandsmótið samanstendur af fimm mótum og telja íjögur bestu mótin hjá hverju liði um íslandsmeistaratitilinn. í hveiju móti gefur efsta sætið 10 stig, 2. sætið 8 stig og 3. sætið 6 stig. Það má til gamans geta þess að stúlkumar í IBV, sem em nú flestar á fermingaraldrinum, hafa aldrei leikið í íslandsmóti hér í Vestmannaeyjum frá því þær byrjuðu að stunda handknattleik. Ástæðan fyrir því er að íþróttahúsin hér em of lítil fyrir Islandsmót hjá yngstu flokkunum. Þannig fóru leikimir hjá stelpunum Riðill: ÍBV-HK 12 - 3 ÍBV-Fjölnir 19-5 ÍBV-Grótta 12-1 ÍBV-Valur 18-6 Milliriðill: ÍBV-KA 17-9 Undanúrslit: ÍBV-Haukar 16-12 Úrslitaleikur: ÍBV-Stjaman 16-9 Þjálfarar stúlknanna em Stefama Guð- jónsdóttir og Mikhail Akbashev. FREMRI röð frá vinstri. Kristín Grímsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Karítas Þórarinsdóttir, Berglind Jóhannsdóttir og María Guðjónsdóttir. Aftari röð, f.v. Stefanía Guðjónsdóttir þjáifari, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Anna Fríða Stefánsdóttir og Svala Jóhannsdóttir. Á myndina vantar, Sæunni Magnúsdóttur, Silju Guðjónsdóttur og Guðrúnu Stefánsdóttur. FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Uppl. og pantanir, 481 3300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.