Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. febrúar 2000
Fréttir
15
Handbolti kvenna: ÍBV 28 - Fram 25
Mikilvass
IBV mætti Fram hér í Eyjum
síðasta laugardag, en leiknum hafði
verið frestað frá því um föstu-
dagskvöldið. Stelpurnar höfðu
aðeins tapað einum heimaleik í
íslandsmótinu og voru staðráðnar í
að hafa þá ekki fleiri. Leikurinn
byrjaði vel fyrir þær, fyrsta markið
var þeirra en svo svöruðu
Framarar fyrir sig og komust í 3 - 4.
Mest var forysta gestanna tvö
mörk, 8 -10 en með mikilli baráttu,
góðum varnarleik og frábærri
markvörslu Vigdísar náði IBV að
snúa leiknum sér í hag og ná
tveggja marka forystu í hálfleik 14-
12.
Stelpumar héldu uppteknum hætti
í seinni hálfleik og höfðu leikinn í
hendi sér framan af. Andrea Atla-
dóttir átti fínan leik, skoraði fimm
mörk, þar af fjögur þegar þurfti í
seinni hálfleik. En þá kom slæmur
kafli í leik stelpnanna, gestimir gengu
á lagið og minnkuðu muninn í eitt
mark 23-22. Stelpumar náðu hins
vegar aftur tökum á leik sínum, Hind
Hannesdóttir skoraði tvö mikilvæg
mörk og sigurinn varð nokkuð sann-
færandi 28-25.
Þess má geta að Lúsí varði tvö
vítaköst á síðustu mínútunni við
mikinn fögnuð áhorfenda.
Eftir leikinn sagði Sigurbjöm
þjálfari að mnnið hefðu á sig tvær
grímur þegar Framarar áttu möguleika
á að jafna „Leikurinn hefði getað
farið öðmvísi, en í þetta sinn var
lukkan okkar megin, þökk sé mikilli
baráttu og sigurvilja stelpnanna. Við
höfum verið í lægð að undanfömu, en
ég vona að þessi úrslit séu aðeins
undanfari betri tíma. Nú þurfum við
bara að einbeita okkur að næsta leik
gegn Víkingum á útivelli og þann leik
ætlum við að vinna. Þær stálu af
okkur stigi héma í haust og em efstar í
deildinni, en við sjáum hvað setur.“
Mörk ÍBV: Anita Andreassen 7,
Amela Hegic 6/4, Andrea Atladóttir 5,
Hind Hannesdóttir 4, Ingibjörg
Jónsdóttir 3, Guðbjörg Guðmanns-
dótúr 2, Mette Einarsen 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðadóttir 11,
Luckrecia Bokan 6/2.
TOYOTA
^
jp , J u
SIGRI fagnað eftir. Stelpurnar lönduðu sínum sjötta heimasigri í
leiknum á laugardaginn.
Körfuboltinn: IV 71 Þór Þorlákshöfn 79
Góður sprettur í
lokin dusði ekki til
Knattspyrna:
Sigur ■
fyrsta
leík
ársins
2000
Um helgina keppti IBV við lið
Fylkis í knattspyrnuhöllinni í
Keflavík. Eins og flestir vita
þjálfar Bjarni Jóhannesson
fyrrv. þjálfari ÍBV lið Fylkis, og
fyrrv. aðstoðarmaður hans
Kristinn R. Jónsson þjálfar lið
ÍBV.
Það fór svo í þetta sinn að eggið
kenndi hænunni og leikmenn IBV
sigmðu ömgglega 3-1. Staðan í
hálfleik var 2-1 fyrir ÍBV. Mörk
ÍBV skomðu þeir Ingi, Steingrímur
og Gunnar Heiðar.
Hlynur Stefánsson fyrirliði sagði
að leikur liðsins hefði verið nokkuð
góður þrátt fyrir árstímann. „Við
mættum vel stemmdir til leiks og
nutum þess bara að spila við
frábærar aðstæður. Við vomm með
nokkra unga peyja sem komu mjög
sterkir inn og reyndar vom allir að
standa sig mjög vel.“
En hvað fannst Hlyn um
aðstæður Keflavíkurliðsins?
„Þessar aðstæður em í hæsta
gæðaflokki. Þama er maður að
spila inni í 10-15 gráðu hita alveg
óháð veðri og vindum. Völlurinn
er lagður sandgervigrasi sem er það
besta í dag, reyndar er hægt að
brenna sig á því eins og öðm
gervigrasi en það gerir lítið úl.“
ÍV mætti efsta liði 1. deildarinnar,
Þór úr Þorlákshöfn, í Iþróttahöll-
inni á laugardaginn var. Frekar
var búist við erfiðum leik heima-
manna þar sem David Grissom
þjálfari og jafnframt einn af
burðarásum liðsins var meiddur og
spiiaði ekki. En þegar á hólminn
var komið kom í ljós að gestirnir
gátu ekki heidur stillt upp sínu
sterkasta liði þannig að það
jafnaðist út.
En leikurinn var allt annað en jafn
framan af. Þórsarar hreinlega yfir-
spiluðu Eyjamenn í fyrri hálfleik og
náðu yfir tuttugu stiga forystu um
tíma. Staðan í hálfleik var 29 - 49 og
útlitið allt annað en gott.
Seinni hálfleikur var á dálítið
Breytingar hafa orðið á stjórn
knattspyrnudeildar IBV. Sem
kunnugt er hættu Jóhannes Olafs-
son formaður og Tryggvi Kr.
Ólafsson í stjórn knattspyrnu-
deildar í haust eftir 11 ára farsælt
starf.
Stjóm knattspymudeildar hefur borist
góður liðsauki í þeim Stefáni Erlends-
syni og Valgeiri Kolbeinssyni. Auk
þess em áfram þeir Eggert Garð-
arsson, Guðni Hjörleifsson, Siguijón
Birgisson og Sigursteinn Leifsson.
Framkvæmdastjóri knattspymu-
deildar verður sem íyrr Þorsteinn
Gunnarsson. Að sögn hans er stefnt að
því að bæta einum manni við í stjóm
knattspymudeildar, yrði það vænt-
anlega formaður og er verið að vinna í
þeim málum þessa dagana.
„Undirbúningur fyrir næsta tímabil
öðmm nótum, Eyjamenn vom stað-
ráðnir í að láta martröðina úr fyrri leik
liðanna ekki endurtaka sig. Baráttan
sem vantaði í liðið í fyrri hálfleik var
komin og smátt og smátt minnkaði
forskot gestanna. Þegar um 5 mínútur
vom eftir var forskotið komið niður í
14 stig og enn von. Undir lokin náðu
Eyjapeyjar að veita þeim áhorfendum
sem ekki vom famir ágætis skemmtun
því að munurinn var aðeins sex súg og
mínúta eftir. IV fékk svo kjörið
tækifæri á að minnka muninn í þrjú
stig, en heppnin var ekki á bandi
heimamanna og gestimir lönduðu
kærkomnum sigri 71-79, þ.e.a.s. fyrir
þá.
„Þetta var ekki nógu góður leikur
hjá okkur. Við byijuðum illa, það var
í fótboltanum hófst strax á haust-
dögum og fór allt á fullt í lok október.
Þá hófust æfingar í öllum flokkum,
karla og kvenna. Leikmannamál í
meistaraflokki karla og kvenna liggja
nokkuð ljós fyrir og sem fyrr er mikil
rækt lögð við yngri flokkana þar sem
framtíð okkar liggur. Það sem við í
knattspymuforystunni höfum mestar
áhyggur af þessa dagana er hvort við
fáum ekki örugglega að spila heima-
leiki karlaliðs IBV á Hásteinsvelli í
sumar en KSÍ hefur sett ákveðnar
reglur um skipulögð áhorfendasvæði.
Iþróttafulltrúa og bæjartæknifræðingi
bæjarins var falið að koma með
tillögur um skipulögð áhorfendasvæði
við völlinn og nú er beðið eftir af-
greiðslu bæjarstjómar á mjög svo
góðum tillögum þeirra," sagði Þor-
steinn.
eins og það vantaði þessa svokölluðu
Eyjabaráttu og rnenn vom frekar and-
lausir í byrjun. I lok síðari hálfleiks
kom upp Eyjabaráttan og náðum við
að saxa á forskotið niður í sex stig en
það dugði ekki til og urðum við að
bara að sætta okkur við það. Það setti
líka strik í reikninginn að hinn gríðar-
sterki David Grissom, sem stjómar
vöm og sókn af mikilli kænsku, var
meiddur. En þessi leikur er að baki og
það þýðir ekkert að pirra sig á honum,
við vinnum bara Val um næstu helgi
og endurheimtum þriðja sætið okkar.“
Handbolti:Yngri fl.
Ljósir
punktar
Strákarnir í 5. flokki karla héldu
upp á fastalandið og léku í 3. umf.
íslandsmótsins í handknattleik.
Mótið var haldið í Hafnarfirði þar
sem Haukar og FH sáu saman um
mótið í sínum íþróttahúsum. Eins og
áður sendi IBV tvö lið í keppnina,
ÍBVl og ÍBV2 Strákamir í IBV 1
náðu sínum besta árangri í vetur með
því að vinna tvo leiki og tapa tveimur.
Strákana vantaði aðeins eitt stig til að
komast í úrslit en einn leikur tapaðist
með aðeins einu marki, jafntefli
hefði tryggt þeim sæti í úrslitum.
Þrátt fyrir að ÍBV hafi ekki náð sæti
í úrslitum þá sýndu þeir miklar fram-
farir og margir ljósir punktar sáust í
leik liðsins. Nú þurfa strákarnir að
bæta aðeins við sig, æfa af krafti og
alvöru svo hægt verði að komast
skrefinu lengra í næstu keppni. ÍBV2
var skipað leikmönnum sem allir eru
á fyrsta ári í 5. fl. Þeir stóðu sig með
prýði, gerðu eitt jafntefli og töpuðu
tveimur.
Knattspyrna: Skipti í stjórn knattspd. ÍBV
Stefán 03 Valseir inn
Óheppnar Eyjastúlkur
Þrátt fyrir að stúlkurnar í 2. flokki
ÍBV hafi ekki náð að sýna sitt rétta
andlit í vetur þá komu þær vel
stemmdar til leiks gegn toppliðinu
Val sL sunnudag. Eyjastúlkur byij-
uðu leikinn betur og náðu strax
þriggja marka forustu. Valsstúlkur
hleyptu Eyjastúlkumþó aldrei langt
frá sér þrátt fýrir að IBV hafi verið
með forustuna nánast allt til loka
leiksins. Þegar aðeins fjórar mín-
útur vom eftir af leiknum var
einum leikmanni ÍBV vísað af
leikvelli og það áttu gesúmir eftir að
nýta sér í vil. Einum leikmanni
færri náðu Eyjastúlkur ekki að
halda dampi, Valsstúlkur náðu að
síga fram úr og sigmðu með aðeins
einu marki, 23-22. Heppnin var
hliðhollari gestunum í þessum leik
en stúlkumar frá Hlíðarenda þurftu
svo sannarlega að hafa fyrir því að
leggja sprækar Eyjastúlkur af velli.
Aðall Eyjaliðsins í þessum leik var
vamarleikur og hraðaupphlaup sem
oft nýttust vel. Heppnin var sem
fyrr segir það sem skar úr um hvom
megin sigurinn lenti. Valsstúlkur
em nú í efsta sæti með 10 stig en
ÍBV er í 5. sæti með tvö stig.
Gaui bætir sig í
sjöþrautinni
Guðjón Kristinn Ólafsson keppti
um helgina á Meistaramóti íslands
og tók hann þátt í sjöþraut.
Óhætt er að segja að árangur
Guðjóns sé nokkuð góður, 5 ný
Vestmannaeyjamet litu dagsins ljós
og endaði hann í 6. sæti af þeim 14
keppendum sem hófu leik. Vest-
mannaeyjametin setti Guðjón í
kúluvarpi, langstökki, 60 metra
grindahlaupi og 1000 metra hlaupi,
hann fékk 3381 stig sem er einnig
Vestmannaeyjamet.
Þegar Fréttir höfðu samband við
pilt var hann staddur í Reykjavík,
nánar tiltekið í Kringlunni að kaupa
sér geisladisk. Aðspurður um ár-
angurinn sagðist hann vera nokkuð
sáttur við hann. „ Ég ætlaði reyndar
bara að keppa í stangarstökkinu, en
þegar á hólminn var komið ákvað
ég að taka allan pakkann. Það gerði
það hins vegar að verkum að
árangurinn í stangarstökkinu var
ekki eins góður og ég ætlaði mér.
En fimm Vestmannaeyjamet eru
hins vegar alveg ásættanlegt.“ sagði
Gaui að lokum.
Framundan
Fimmtudagur 3. febrúar
Kl. 20.30 Bingó unglingaráðs í
Þórsheimili.
Laugardagur 5. febrúar
Kl. 14.00 Keflavík - ÍBV, mfl. karla
í Reykjanesshöllinni
Kl. 14.45 Fylkir-ÍBV 2.fl. kvenna
Sunnudagur 6. febrúar
Kl. 14.00 Grótta/KR-ÍBV 2. fl.
kvenna.
Kl. 20.00 Víkingur-ÍBV karlar
Kl. 20.00 Valur-ÍV karfan
Mánudagur 7. febrúar
Kl. 20.00 Fram-ÍBV 2.11. karlar
Æfingatafla á
heimasíðu ÍBV
Iðkendur í yngri flokkum ÍBV í
knattspyrnu, athugið að æfingatöflu
knattspyrnudeildar er nú að finna á
heimasíðu ÍBV. Slóðin er
www.ibv.is/fotbolti.
Knattspyrnudeild ÍBV.