Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 1
E 27. árgangur • Vestmannaeyjum 10. febrúar 2000 • 6. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 STRAKARNIR í Barnaskólanum létu slabbið ekki hindra sig í að spila fótbolta í frímínútunum. Þeir gáfu sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. ESB sagði nei við vindmyllustyrk: Gefast ekki upp þó móti blási Eins og kunnugt er hefur verið unnið að undirbúningi við að koma upp vindmyllum í Vestmannaeyj- um til raforkuframleiðslu. Bæjar- veitur Vestmannaeyja fóru meðal annars í samstarf við Selfossveitur vegna undirbúnings málsins og sóttu sameiginlega um styrk til Evrópusambandsins að upphæð 240 milljónir til að rannsaka samspil vindorku og vatnsorku en heildarkostnaður við framkvæmd- ina var áætlaður um 500 milljónir. Umsókninni var hins vegar synjað á þeim forsendum að nýnæmi í verkefninu væru ekki næg. Friðrik Friðriksson sagði að áfram yrði samt haldið að vinna að málinu og fengnir yrðu áhættufjárfestar til þess að fjármagna framkvæmdina. „Fram- kvæmdin verður bara minni í sniðum fyrir vikið. Við höfum látið gera frumumhvefísmat hjá Náttúrustofu Suðurlands og samkvæmt því mati var ekkert sem ætti að geta hindrað þetta. En að mínum dómi kemur þetta til með að standa og falla með því, hvort Vestmannaeyingar vilji fá slík mannvirki eða ekki. Að vísu er að þessu viss sjónmengun, en þar eð miðað er við að staðsetja myllumar þar sem lítið ber á þeim ætti það ekki að verða til vansa.“ Jarðskjálfti við Surtsey sl. sunnudag A sunnudagsmorgun um hálfsjöleytið mældist allsnarpur jarðskjálfti við Surtsey, eða 3,1 á Richterkvarða. Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu íslands, segir að skjálftinn hafi komið fram á mælum Veðurstofunnar. Engir skjálftar haft hins vegar mælst í kjölfarið og því sé lítið hægt að lesa út úr þessum eina skjálfta. Kristín sagði að þarna virtist vera um séreinangrað tyrirbæri að ræða. hvorki hefðu mælst þama skjálftar á undan né eftir. Því gærn Vestmannaeyingar sofið rólegir, ekkert gæfi til kynna að neinar umbrotahiinur væm í uppsiglingu. Bókanir á víxl í bæjarráði vegna vantrauststillögu minnihlutans á bæjarstjóra: w W 8 Stjórn bæjarins í uppnámi W I i \ Á fundi bæjarráðs á mánudag voru sex mál á dagskrá. Hvað fyrir- ferðarmest var mál nr. 1, um fjárhagsstöðu bæjarins. Fundurinn var óvenjulangur, miðað við fyrri fundi bæjarráðs, stóð í ríflega hálfan annan tíma, aðallega vegna umræðna um 1. mál. I umræðum um það mál vék Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, af fundi. Fulltrúar sjálfstæðismanna, þær Elsa Valgeirsdóttir og Sigrún Inga Sigur- geirsdóttir létu bóka að þær hörmuðu þá persónulegu óvild sem kæmi ffam hjá minnihlutanum á hendur Guðjóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra. Vest- mannaeyjalistinn hefði lagt fram van- trauststillögu á hann á fundi bæjar- stjómar og oddviti V-listans, Þor- gerður Jóhannsdóttir, hefði haldið því fram opinberlega að enginn treysti sér til að halda uppi vömum fyrir hann nema hann sjálfur. Þetta væri ekki rétt þar sem viðkomandi tillaga hafi verið afgreidd án umræðu. Þá var í bók- uninni gagnrýndur málflutningur Þorgerðar og rangfærslur um skulda- stöðu bæjarsjóðs og skuldaaukningu upp á 234 milljónir sem með réttu sé 105 milljónir samkvæmt fjárhags- áætlun fyrir árið 2000. í lok bókun- arinnar segir að Guðjón hafi í þau ár sem hann hefur starfað sem bæjarstjóri, sýnt það og sannað að hann vinni bæjarfélaginu allt það gagn sem hann megi, með fullri einurð og samviskusemi. Þessu var svarað með bókun frá fulltrúa minnihlutans, Ragnari Oskars- syni. Þar vísar hann á bug tilraun meirihlutans til að gera málflutning Þorgerðar tortryggilegan. Gert sé ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 að bæjarsjóður og hafnarsjóður taki lán upp á rúmar 230 milljónir til að láta enda ná saman og bætist við aðra skuldasöfnun sjálfstæðismanna á liðnum árum. Ragnar ítrekaði að á áðumefndum bæjarstjómarfundi hafi enginn bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna séð ástæðu til að halda uppi vömum fyrir bæjarstjóra nema hann sjálfur. Ragnar telur rökrétt að framkvæmda- stjóri bæjarins verði leystur frá störfum og fjármálin stokkuð upp að nýju vegna fjárhagsstöðunnar. Ragn- ar vildi taka skýrt fram að málflutningur minnihlutans væri ekki byggður á persónulegri óvild í garð bæjarstjóra, heldur í beinu og rökréttu framhaldi af alvarlegri viðvömn um fjárhagsstöðuna og vanhæfni sjálf- stæðismanna til að ráða bót þar á. Þessu svömðu þær Elsa og Sigrún Inga með annarri bókun. Þar tóku þær fram að við samanburð á fjárhags- stöðu sveitarfélaga þurfi að taka tillit til fjárfestingar og uppbyggingar þeirrar þjónustu sem veitt er í sveitar- félögum en þjónustustig sé mjög hátt í Vestmannaeyjum. Þá þurfi að taka tillit til niðurgreiðslu lána við um- ræður um skuldir en niðurgreiðslur lána bæjar- og hafnarsjóðs séu 129 milljónir. Þá var í bókuninni ítrekað að þær telja að málflutningur minni- hlutans byggist á persónulegri óvild gegn bæjarstjóra. Ragnar vísaði til fyrri bókunar sinnar þar sem staðreyndir málsins kæmu fram og taldi alvarlegt að bæjar- ráðsmenn meirhlutans skyldu reyna að slá ryki í augu bæjarbúa í stað þess að viðurkenna staðreyndir um bágan fjárhag og bregðast við með viðeig- andi hætti. Ragnar sagði að erfitt gæti orðið að koma fjármálunum í rétt horf meðan sjálfstæðismenn viðurkenndu ekki vandann. Bæjarbúar ættu hins vegar heimtingu á því að það væri gert. Þessu svöruðu Elsa og Sigrún Inga með vísun í fyrri bókanir sínar á fundinum. Þama kemur fram trúnaðarbrestur sem orðið hefur í bæjarstjóm í kjölfar vantrausts V-listans á bæjarstjóra. Er erfitt að sjá hvemig bæjarstjóm á eftir að ná að vinna saman eftir þann gjöming. I viðtali við Fréttir í blaðinu í dag segir bæjarstjóri að trúlega séu skuldir bæjarsjóðs komnar í einn milljarð. Árið 1999 kemur illa út vegna minni tekna en áætlað var þannig að Vest- mannaeyjakaupstaður verður áfram undir smásjá eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. Bæjarstjóri segir að gripið verði til ráðstafana í fjármálum bæjarins og þær lagðar fyrir eftirlitsnefndina. Oddviti V-listans segist vilja ráða fjármálastjóra til bæjarins og að bæði meiri- og minnihluti sameinist um að vinna að lausn fjárhagsvandans með eftirlitsnefndinni. Zí/.v. 2, 8, 9, 13, 15 og baksíðu. -mm Utsynningur ÖflVGGI á oiiani sviditm1 TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggmgamálin á einfaldan og Éhmmrnmmm Flötum 20 - Sími 481 1535 Viúgy/Oj/ -JJ Jjjni/Jiúúi Græðisbraut 1 - Sími 481 Vetraráætlun s/V Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* * Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 Ueriólfur hi Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.