Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Side 6
6 Fréitir Fimmtudagur 13. apnl 2000 Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2000: Að losa hið sjónræna við skrautið Vignir Jóhannsson opnar sýningu á laugardaginn Önnur myndlistarsýningin á Myndlistarvori Islandsbanka í Eyjum 2000 verður opnuð laugar- daginn 15. apríl kl.17.00 í Gallerí Áhaldahúsinu á horni Græðis- brautar og Vesturvegar. Það er Vignir Jóhannsson myndlistar- maður sem sýna mun vatnslita- myndir, olíumálverk og skúlptúr, en hann hefur unnið jöfnum höndum grafík, málverk, skúlptúr, auk leikmyndahönnunar. Vignir hefur haldið fjölda sýninga, jafnt einka- sem og samsýninga bæði heima og erlendis síðan 1980 til dagsins í dag, en þetta er fyrsta einkasýning hans í Vestmanna- eyjum. Vignir er frá Akranesi og hann segir það alltaf hafa verið stefnu hjá sér að sýna á landsbyggðinni og hann reynt að íylgja því eftir, og hann hlakkar mikið til að sýna í Eyjum. En hvað ætlar hann að sýna Vestmanna- eyingum? „Ég ætla að sýna málverk á striga, vatnslitamyndir og þrívíddar- gólfverk. Þetta eru allt nýjar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður. Ég hef verið að vinna með myndir sem tengjast tímanum, vatninu og landinu. Hvemig tíminn Iíður og fer um okkur.“ Vignir segir að stefna hans undanfarin ár hafi verið að einfalda hina sjónrænu upplifun, þannig að allir fletir verði einfaldari. „Það má kannski segja að ég sé að losa sjónræna þáttinn við skrautið. Ég stilli ekki saman miklu af andstæðulitum, heldur finn samhljóm í litasam- setningum á einfaldan hátt. Einfald- leikinn er því það sem ég hef verið að fást við. Samt sem áður em kannski að mörgu leyti flóknar aðferðir við að ná þessu marki, en það er tilgangurinn og ætlunin." Er hcegt að tala um þessa tíma- hugsun og einfaldleika í íslensku list- sögulegu samhengi? „Ég tók einu sinni fyrir flestalla stærri listmálara landsins á tímabili. Það var eiginlega svolítið önnur hugmyndafræði í því. Þar gerðist ég túlkandi í myndlist, eins og tíðkast í leiklist, tónlist, dansi og flestöllum listgreinum, nema myndlist, að lista- maður túlki listina. Ég ákvað því að gera tilraun með að blanda saman gömlum tíma og nýjum tíma, þannig að myndimar sem ég gerði þá vom tileinkaðar öðrum myndlistar- mönnum. Dæmi um það er mynd sem ég gerði og heitir „Við Jón (Stefánsson) á Þjórsárbökkum“ , þar sem ég málaði hans þekktu mynd af lómunum með mínu ívafi, þannig að þetta varð eins og samvinna hjá okkur, en slíkt hefur til dæmis verið gert í tónlist, þar sem tvö mismunandi tón- verk hafa verið hljóðblönduð saman. Þannig tengist þetta tímapælingunni um nútíð og fortíð. Að mínu mati tókst þessi tilraun, en það urðu mjög skiptar skoðanir í samfélaginu vegna þessarar tilraunar, enda kannski líka tilgangurinn öðrum þræði að láta reyna á viðbrögð samfélagsins. En síðan þá hef ég gerst eigin myndhöfundur að fullu og ekki verið í slíkum samvinnuverkefnum. Eftir þetta hef ég hins vegar notað bakgrunna sem eru meira tengdir landinu. Ef hægt er að tala um bak- grunn og forgrunn hef ég unnið í því að einfalda þennan bakgrunn, og unnið mikið með hugmyndina um vatnið sem tímapolla í forgrunni, annað hvort með hlustanda eða án.“ Vignir segir að þessar nýju myndir hans séu frekar heimspekilegar vangaveltur um það hveming tíminn líður. „Að sum leyti kemur þetta til út af Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr. Það verk gaf mér þá hug- mynd að tíminn líður eins og vatnið; hann flæðir, eins og mismunur flóðs og fjöm. Tíminn líður yfir okkur, landið og það veraldlega og svo fellur hann frá.“ Er hœgt að líta á þetta sem eins konar skrásetningu ? ,JSÍei, ekki skrásetningu á tíma, þetta er meira um tímann sjálfan heldur en hvað skeður á þeim tíma sem líður. Það sem verður eftir er raunvemlega aðeins minningin um tímann Þetta er eins og þegar vatn rennur um og skilur eftir poll einhvers staðar, pollurinn er bara minning um rigninguna eða flóðið, svo fer það, gufar upp og hverfur og er ekki til lengur. Þess vegna er þetta ekki minning um atburð tengdan tíma, eða atburð sem á sér stað í tíma, heldur fyrirbærið tíma.“ Hvernig fumst þér staða mynd- listarinnar á Islandi, þegar lands- byggðin er annars vegar og svo Reykjavíkursvœðið, eða jafnvel út- lönd? „ísland er auðvitað tiltölulega lítil eining. Það sem að viðgengst hér í myndlist er eiginlega meira tengt sölu heldur en annars staðar, vegna þess að þegar maður er úti í hinum stóra heimi em alltaf miklu fleiri „sérvitringar" sem safna óvenjulegri myndlist, eða nútímalegri list. Slíkt er varla hægt að tala um á Islandi, af því að minna fé hefur verið á valdi þeirra sem em nógu „sérvitrir“ til þess að safna eða kaupa slíka list. Hins vegar hafa listaverkakaup á Islandi alltaf tengst skreytiþörf heimilanna og þar með tekur myndlistin dálítið mið af því, en ekki eins úti í heimi þó slíkt þekkist auðvitað, þess vegna leyfast fleiri hlut- ir þar, sem ekki em eins sölutengdir.“ En hvemig staðsetur þú sjálfan þig sem listamann íþessu umhverfi? „Ég bjó í Bandaríkjunum í sextán ár. eða frá því að ég fór í nám þangað og ílentist þar. Ég var aldrei ákveðinn í því að flytja út, heldur aðeins í nám. Við það fer ég út úr þessum klíkum og hópum sem myndast hjá myndlistar- mönnum. Ég er því að mörgu leyti utnagarðs hjá þeim. Það vom fáir myndlistarmenn sem sóttu til Banda- ríkjanna á þeim ámm sem ég var þar, heldur sóttu þeir til Hollands og Mið- Evrópu, þar sem consept listin og hugmyndir í kringum Joseph Beuys vom í hámarki. Svo breyttist þetta nokkuð fljótt eftir að ég kom til Bandaríkjanna, því þá kom nýja málverkið sem varð sterkt þar og hreif mig með sér og ég fann mikla samleið þar. Síðan hefur tískan í lista- heiminum breyst mikið. Ég hef samt alltaf leyft mér að gera tilraunir í myndlistinni og þess vegna er vont fyrir fræðinga að negla mig niður á einhveijum einum stað, en mér finnst það vera hluti af því að vera myndlistarmaður að gera tilraunir. Það hefur verið talað um tilrauna- gleðina sem galla á mér, en fyrir mig, þegar á heildina er litið, er ég alltaf að fást við það sama, sem er hin mann- lega tilfinning og mismunandi pæl- ingar við það sem gerist, og hefur áhrif á mig og maður hefur þörf fyrir að tjá. Ég hef reynt að höfða til fegurðarinnar, sem mér finnst hafa vantað dálítið í conseptlistinni, en fegurðin skiptir líka máli." En er sœmilegur friður meðal myndlistarmanna á Islandi? „Allt of mikill friður. Það vantar alveg átök í þetta. Á meðan engin átök eru verður öll samræða hálf út- þvegin, en þegar menn lenda í átökum um stefnur og stfla, skerpast línumar. Á meðan engin átök em og engin ástríða í málunum er allt hálfgrátt. í öðmm listgreinum er oft á tíðum miklu opnari og ástríðufyllri umræða, en mér finnst að myndlistin eigi að vera upphaftð að umræðu, en ekki óhagganlegir dómar einstakra manna, sem standa eiga um alla eilífð." Opnuninerkl. 17.00 laugardaginn 15. apríl. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 18.00 sunnudaginn 16. apríl og á sama tíma á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 22. apríl, páska- dag og annan í páskum, sem jafnframt er síðasti sýningardagur. Allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. Benedikt Gestsson Sigurgeir Jónsson Af fagnaðarlátum Líklega er að bera í bakkafúllan lækinn að minnast meira á handbolta. Daglegt líf í Vestmannaeyjum hefúr undanfamar vikur aðallega gengið út á handbolta. í og með vegna þess vaknaði líka gífurlegur áhugi almennt um veðurspár og veðurhorfur. Jafnvel fólk, sem aldrei hafði pælt í veðri (nema svona hvort það væri gott veður eða vont veður) stillti nú útvarpstækin á gömlu gufúna til að hlusta á veðurfregnir og beið með að setja videóspólu í tækið þangað til veðurfréttir vom búnar í sjónvarpinu. Þessi skyndilegi áhugi fyrir veðrinu fylgdi nefhilega úrslitaleikjum í handboltanum. Marg- oft mátti fresta leikjum vegna þess að Vest- mannaeyingar komust ekki til lands nú eða aðkomumenn ekki til Eyja. í lokaleiknum hjá kvenfólkinu þótti svo mikið liggja við að aðkomuliðið var látið taka Herjólf til að leikurinn gæti nú örugglega farið ffarn. Skrifari hlustaði á hvem íþróttafréttamanninn af öðmm lýsa fjálglega því harðræði sem stúlkumar af Nesinu og Vesturbænum máttu þola til að komast til Vestmannaeyja. Þar sagði m.a. að „þær hefðu lagt á sig langt og erfitt ferðalag í þungum sjó,“ til að geta keppt á réttum tíma. Einhveijir ýjuðu einnig að því að loknum leik að þetta langa og erfiða, og væntanlega hættulega ferðalag, hefði setið í þeim og þær því ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Aftur á móti náði hið alþjóðlega lið í hvítu ÍBV-búningunum að sýna bestu hliðar sínar og fagnaðarlætin að leik loknum minntu hvað mest á þegar nýjum þjóðhöfðingjum er fagnað í útlöndum. Fólk hélt upp á afrekið langt fram á nótt, jafhvel fram eftir morgni og einhvers staðar var fáliðað á vinnustöðum á fostudeginum, svona í morgunsárið. í fréttum hefúr verið sagt að þetta sé fyrsti Islandsmeistaratitillinn sem fer til Vestmanna- eyja í handbolta meistaraflokks. Einhvem veginn heldur skrifari að þetta sé ekki alveg rétt. Hann minnir endilega að konur frá Eyjum hafi gert garðinn frægan fyrr á árum, keppt á Islandsmótum og unnið meistaratitil einu sinni ef ekki tvisvar. Það var raunar áður en farið var að reisa sérstök hús til að spila handbolta, þá var spilað utanhúss, oftar en ekki á grasi, klístur var óþekkt og ekki mátti rekja boltann enda ekki hægt um vik á ósléttum vellinum. Þær konur sem þá voru í eldlínunni gætu flestar hverjar verið ömmur þeirra sem em að spila handbolta í dag og em það líklega sumar hveijar. Kannski er skrifari að fara með vitlaust mál (það er þá ekki í fyrsta sinn) en hann minnir þetta endilega og væntanlega verða einhveijir með betra minni til að leiðrétta hann sé rangt með farið. Svo hefúr það líka dálítið fallið í skuggann af góðri frammistöðu meistaraflokksins að í vik- unni á undan eignuðumst við Islandsmeistara í 5. flokki stúlkna í handboltanum. Þær stelpur hafa verið algerlega óstöðvandi, bæði i handbolta og fótboita á síðustu ámm, tapa helst ekki leik, og teldust jafnvel meiri tíðindi ef þær yrðu ekki meistarar. Það sem skrifara finnst hvað skemmtilegast við þann árangur er að 5. flokkurinn er ekki alþjóðlegur heldur nær hreinræktaður. Það sýnir kannski að þrátt fyrir allan bölmóð og brottflutning undanfarinna missera er enn fúllt af ágætu og efnilegu fólki í Vestmannaeyjum. Ekki bara á íþróttasviðinu heldur líka á öðmm sviðum. Óft helst það tvennt líka vel í hendur. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.