Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Qupperneq 20

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Qupperneq 20
20 Fréttir Fimmtudagur 13. apríl 2000 Stelpurnar eru stolt ISLANDSMEISTARAR ÍBV 2000 fagna frábærum árangri. Frá vinstri, Ingibjörg, Vigdís, Lúsí, Amela, Mette, Andrea, Bjarný, Anna Rós, Eyrún, Aníta, Hind og Guðbjörg. Mcistarar -ÍBV sigraói 19-17 í vægast sagt frábærum handboltaleik Kvennalið ÍBV mætti Gróttu/KR í þriðja leik úrslitaviðureignar lið- anna um íslandsmeistaratitilinn síðastliðinn fimmtudag. Reyndar var ekki útlit fyrir flug um morguninn, en Gunnar Gunn- arsson þjálfari Gróttu/KR dreif sínar stelpur í Herjólf þar sem liðið fékk að kynnast því að það er ekki svo auðvelt að taka Herjólf. En engu að síður þakkarvert framtak Gróttu/KR. Leikurinn hófst því á réttum tíma, korter yfir átta fyrir sjónvarpið en seinni hálfleikur var sýndur í beinni. Iþróttamiðstöðin var þá löngu orðin yfirfull. Fyrri hálfleikur var í jámum að flestu leyti, liðin leiddu bæði um tíma en þegar á leið komst Grótta/KR tveimur mörkum yfir 8-10 og liðið leiddi í hálfleik 9-11. Amela Hegic byijaði leikinn af krafti og skoraði ljögur af fyrstu fimm mörkum ÍBV ásamt því að leggja upp það fimmta. Vigdís var einnig fljót að finna sig í markinu, varði alls níu skot í fyrri hálfleik og átti eftir að láta mikið til sín taka seinna í leiknum. Seinni hálfleikur byijaði vel og ÍB V skoraði fyrsta markið úr sinni fyrstu sókn. En stelpumar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun, því að Grótta/KR skoraði þijú mörk í röð og IBV lenti fjórum mörkum undir þegar hálfleikurinn var rétt hálfnaður. Þá tóku við einar skemmtilegustu fímm- tán mínútur sem boðið hefur verið upp á í íþróttahöllinni. Sigbjöm tók leikhlé og barði bar- áttuandann í stelpumar. Liðið tók leikinn í sínar hendur upp frá því og vamarleikur liðsins var ógurlegur og bak við múrinn stóð Vigdís sem varði eins og berserkur. Það tók IBV aðeins rúmlega tvær mínútur að jafna leikinn, 15-15 og aðrar tvær mínútur að ná tveggja marka forystu. IBV hafði þar með breytt nánast töpuðum leik í opinn og skemmtilegan leik þar sem ÍBV hafði undirtökin. Stelpumar höfðu skorað hvorki meira né minna en sex mörk í röð í sex sóknum. Leikur gestanna hreinlega hmndi, mest vegna sterks vamarleiks IBV og Grótta/KR náði aðeins að skora úr tveimur sóknum af síðustu tólf. Mikil spenna var síðustu mínútur leiksins eftir að skyttan sterka úr Gróttu/KR Alla Gorgorian hafði minnkað muninn niður í eitt mark 18- 17. En leikmenn IBV vom með allt á hreinu og Anita Andreasen skoraði sigurmarkið úr frábæm gegnumbroti. Vigdís toppaði svo frammistöðu sína og liðsins með því að verja síðasta skot gestanna í leiknum og IBV sigraði 19-17 í vægast sagt frábæmm handboltaleik. Mikil fagnaðarlæti bmtust út í leikslok meðal hinna rúmlega átta hundmð áhorfenda leiksins enda í fyrsta skipti sem Islandsmeistaratitill meistaraflokks kemur til Vestmannaeyja. Mörk ÍBV: Anita 6, Amela 4/2, Ingibjörg 3, Mette 2, Guðbjörg 2, Andrea Atladóttir 2. Varin skot: Vigdís 21. SIGBJÖRN Óskarsson hefur skilað frábæru verki í vetur. RAFIÐNAÐARVERSLUN HIND og Amela komnar með verðlaunapeningana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.