Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Side 6
6 Fréttir Miðvikudagur 19. apríl 2000 Unaður margbrotinnar náttúru Jakob Smári Erlingsson opnar sýningu í Snótarsalnum á föstudaginn kl 16.00 Dagana 21. til 27. aprfl mun Jakob Smári Erlingsson halda málverka- sýningu í Snótarsalnum við Heiðar- veg, en þetta er 6. einkasýning Jakobs Smára í Eyjum. Jakob Smári er sjálfmenntaður lista- maður og segist fara sínar eigin leiðir, en alls verður 31 mynd á sýningunni. Jakob Smári er Vest- mannaeyingum að góðu kunnur fyrir vatnslitamyndir sínar og pennateikningar en nú hefur hann ákveðið að söðla um, því á sýningunni mun hann sýna myndir málaðar með akrfllitum. Þó akrfl- liturinn sé að uppistöðu vatnslitur, þá eru eiginleikar hans nokkuð öðru vísi en venjulegs vatnslitar, vegna þess að vatnslitur er gagnsær en akrflliturinn hefur þekjandi eiginleika. Hvemig kviknaði áhugi þinn á myndlistinni? „Ég var nú hálfgerður villingur þegar ég var yngri, og þá var mér fengið blað og blýantur til þess að reyna að róa mig aðeins niður og það virkaði svona ágætlega. Þetta er líklega kallað að ég hafi leitað að neikvæðri athygli, en myndlistin bjargaði mér frá því.“ Myndefni Jakobs Smára hefur hingað til verið fuglamyndir, en nú mun hann _ cinnig sýna landslags- myndir. „Ég hef aldrei málað með akrfllitum áður og eiginlega er hér ekki um hægfara breytingu að ræða hjá mér heldur er nánast um stökkbreytingu að ræða.“ „Með akríllitunum næ ég miklu meiri dýpt og meira lífi, segir Jakob Smári. „Ég hef málað svo lengi með vatnslitunum, svo það var mjög spennandi að takast á við akríllitinn. Akrílliturinn er þykkari og hefur opnað fyrir mér nýjar leiðir. Mynd- eíhið hefur líka breyst, því nú mála ég meira landslag. Annars kemur liturinn svipað út, akrflliturinn er þó seinlegri að vinna með. Ég vinn því meira í myndimar og ferlið verður lengra.“ Jakob Smári segir að myndir hans séu líflegri en áður. „Ég er að túlka frið og þann unað sem felst í margbrotinni náttúrunni. Það á Jakob Smári með eina mynda Snótarsalnum um páskahelgina. kannski ekki bara við náttúm Eyjanna heldur ekki síður við náttúmna uppi á landi. Það sem maður sér hjá öðrum hefur áhrif á mann, en ég nota samt ímyndunaraflið til þess að vinna úr því, en ímyndunaraflið hefur alltaf verið til staðar hjá mér og ég hef nóg af því.“ Jakob Smári segir því til stað- festingar að hann muni sýna eina mynd á sýningunni sem sýni fyrir- huguð jarðgöng milli lands og Eyja. „Einnig málaði ég mynd af geir- fuglinum sem er útdauður eins og allir vita. Sú mynd heitir Himninum blæddi. Myndin sínir vfldngaskip sem er að koma að skerjum, þar sem geirfuglinn bjó kannski og segir frá því hvemig maðurinn er að skemma fyrir sér umhverfi sitt, með ónærgæt- sinna sem hann ætlar að sýna í inni umgengni við það. Ég horfi á náttúmna eins og eitthvað sem hægt er að lifa með. Yfirleitt velur fólk fyrstu leiðina í fljótfæmi, sem oft getur haft slæmar afleiðingar. Ég tel mig því bera virðingu fyrir náttúmnni og jafnvel meiri virðingu en stórtækir stjómmálamenn. Þess vegna er upplifun fegurðarinnar mjög mikil- væg í myndum mínum.“ Jakob segir að það sé ekkert erfitt að vera listamaður í Eyjuift. „Það koma góðir og slæmir dagar og stundum er maður kannski blankur, en það er aldrei skortur á myndefni í Éyjum, segir Jakob Smári. Eins og áður sagði verður sýningin opnuð föstudaginn 21. apríl kl. 16.00 og lýkur fimmtu- daginn 27. apríl. Sýningin er opin frá kl. 13.00 til 19.00 alla dagana. Stórtónleikar i Feðginin Védís og Guðmundur Hafliði Guðjónsson leika í Landakirkju á annan í páskum | Næst komandi mánudag, sem er annar í páskum munu feðginin Védís | Guðmundsdóttir flautuleikari og Guðmundur H. Guðjónsson ■ organisti Landakirkju halda tónleika í kirkjunni. A efnisskrá ■ tónleikanna verða verk eftir nokkur stærstu tónskáld sögunnar. Má , þar nefna sónötu fyrir flautu í C-dúr og sálmaforleikinn, Lofíð vorn J drottinn eftir J.S.Bach (1685-1750); Syrinx eftir Claude Debussy, fyrir * flautu; Etýða í a-moll eftir Fiirstenau; aria úr Semele ef G.F. Handel; I Sicilienne eftir Maria Theresia (1759-1824); A vængjum söngsins eftir I Felix Mendelsohn; Piece heroicue eftir Secar Franck fyrir orgel og I Concert í D, op. 27 eftir Luigi Boccherini (1743-1805). | Védís Guðmundsdóttir flautuleikari sagði þessa tónlistardagskrá mjög ■ fjölbreytta þar sem feðginin munu bæði leika saman og sitt í hvoru lagi. ■ „Við höfum oft spilað saman áður en þetta eru stærstu tónleikar sem við ■ höfum leikið saman á. Mér finnst þetta mjög hentug og skemmtileg ! páskadagskrá og verk úr öllum áttum við allra hæfi. En ég hef aldrei talið J mig feimna þegar ég hef komið fram.“ Védís segir að tónleikamir leggist vel í sig, en auðvitað sé dálítill I spenningur líka. „Ég hef aldrei leikið svona stóran konsert í einu. Hins I vegar hef ég áður tekið þátt í tónleikum, en þessir tónleikar eru skráðir undir | mínu nafni og þess vegna ólfldr því sem ég hef áður gert.“ | Hver eru átakamestu verkin af þessum verkum sem þú munt leika svona ■ frá sjónarhóli flautuleikarans. „Það er lfldega Bach sónatan og Boccherini ■ konsertinn. Einnig gera einleiksverkin líka miklar kröfur til hljóðfæra- l leikarans. Hin lögin eru hins vegar léttari og meira leikandi. Hvert [ hljóðfæri hefur sinn erfiðleikapunkt, en ef maður æfir sig og þekkir ■ hljóðfærið, þá verður þetta ekkert erfitt og allt yfirstíganlegt.“ Védís segir að það sé ntjög gaman að spila fyrir Vestmannaeyinga. „Ég I er mjög ánægð með hversu fólk í Eyjum er ánægt með það sem ég hef verið I að gera, enda hef ég spilað við alls kyns athafnir og uppákomur og aldrei | staðið frammi fyrir neikvæðni þegar ég hef spilað. Þannig að ég hlakka | mikið til, og hvet alla til þess að mæta,“ sagði Védís. Eins og áður segir ■ heijast tónleikamir kl. 17.00 annan í páskum. Aðgangseyrir er kr. 800. I___________________________________________________________________I ASigurgeir Jónsson ææ m m m m m ■■ §mmi^de0i Af hGlQjlhðlcll Það vakti nokkra athygli skrifara að þeir sem svömðu spumingu dagsins í síðustu Fréttum sögðust allir ætla að vera heima um helgina. Hefði sömu spumingar verið spurt í Reykjavík er skrifari þess nokkuð viss að allmargir hefðu ætlað sér að leggjast í ferðalög. Það er nefnilega orðið mjög svo algengt að fólk leggist í ferðalög um páska enda er um marga samhangandi frí- daga að ræða. Bæði er um að ræða ferðalög innanlands og utan en innanlands em skíða- ferðalög einkar vinsæl. Kannski er þar að finna skýringuna á því hversu fáir Vestmannaeyingar hyggjast bregða undir sig betri fætinum um páska. Vestmanna- eyingum er nefhilega margt annað betur gefið en að stunda skíðaíþróttina og heldur fáir héðan sem gert hafa garðinn írægan í þeirri íþrótt. Þó er skrifara nær að ætla að dymbilvika og páskahelgi sé ekki á dagskrá Vestmannaeyinga til ferðalaga af annarri ástæðu. Ekki em ýkja mörg ár síðan þessir dagar vom almesti annatími ársins í Eyjum. Yfirleitt datt fólki ekki í hug að fara að taka upp á því að ferðast á miðri vetrarvertíð og allra sist þegar von var á páskahrotunni. Dymbilvikan var lengi vel í Vestmannaeyjum öllu fremur tengd vertíðarafla og verkun hans en þeim atburðum sem kristnir menn annars staðar í heiminum tengja þeirri viku. Hér var unnið nánast allan sólarhringinn, átti að heita frí á föstudaginn langa og páskadag en reyndin var oftast sú að þeir dagar styttust oft vemlega í annan endann og þótti fáum ámælisvert. Og þótt nú sé veiðistopp á bátum og ekki unnið meira í dymbilviku að fiski en aðra daga ársins þá er eins og Vestmannaeyingum þyki ekki við hæfi að nota þetta frí til ferðalaga. Rétt eins og það sé enn litið óhým auga að fara á flandur á miðri vertíð. Eitt af því sem alltaf hefúr farið eilítið í taugamar á skrifara, er það þegar fullorðið fólk ætlar að fara að hafa vit fyrir öðm fullorðnu fólki og ákveða hvað öðmm er fyrir bestu. Þetta á ekki síst við um hegðan fólks i dymbilviku og á páskum. Skrifari man þá tíð frá bamæsku að ekki var talið við hæfi að böm lékju sér á fostudaginn langa enda bar sá dagur nafn með rentu á þeim tímum. Eins var með páskadag, þá var hitt og þetta sem ekki mátti gera. Meira að segja laugardagurinn fyrir páska varð svo heilagur dagur að ekki mátti dansa á þeim degi. Fyrir margt löngu fór skrifari á því laugardags- kvöldi á þekktan veitingastað í Reykjavík ásamt kunningjafólki sínu. Þar mátti fá mat og drykk eins og hver vildi tfarn til miðnættis, þá var öllu slálokað, en það sem vakti undmn skrifara var að búið var að hlaða borðum og stólum á dansgólf staðarins. Þegar spurt var hveiju það sætti vom svörin þau að harðbannað væri að dansa á þessu kvöldi og því væri svæðið girt af. Nú veit skrifari ekki hver helgispjöll em í því fólgin að dansa en eflaust em einhveijir þeirrar skoðunar, annars hefði þetta tæplega verið bannað. Skrifari skilur ekki heldur hver helgispjöll em í því fólgin að renna sér á skíðum á þessum dögum, spila golf eða taka í spil. Fyrir nokkmm ámm kom upp vemlegur kurr meðal sannkristinna aðila þegar Bridsfélagið stóð fyrir keppni á föstudaginn langa. Skrifari átti langar rökræður við nokkra þeirra aðila til að fá skýringar á því hvað væri svo ókristilegt við það að fletta spilum en hefúr ekki enn fengið haldbæra skýringu á því af hverju það er verra athæfi en t.d. að fara í fjallgöngu eða renna sér á skíðum. Skrifari þykist þokkalega trúaður maður og hann fer fram á tfið til að iðka sína trú, án íhlutunar einhverra aðila sem þykjast honum fremri í kristilegu hugarfari. Og allra síst vill skrifari fara að fá formúlur ffá þeim sömu aðilum um það hvað hann megi gera og hvað ekki í dymbilviku og á páskum. Því vill hann fá að ráða sjálfúr. Svo ber til um þessar mundir að sumardagurinn fyrsti og skírdagur renna saman í eitt og gerist ekki oft. Sem betur fer hefúr aldrei verið slík ofúrhelgi á skírdegi að ekki megi efiia til verald- legs gamans á þeim degi. Það var mikið lán að mánuðurinn harpa skuli hefjast á fimmtudegi en ekki íöstudegi. Það hefði getað orðið vond klípa hefðu sumardagurinn fyrsti og föstudagurinn langi runnið saman og ekki öllum þótt við hæfi að fagna sumri á þeim degi með alls kyns skemmtan. Sem betur fer þarf ekki að hafa áhyggjur af því, nóg er nú samt. Gleðilega páska og gleðilegt sumar. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.