Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Miðvikudagur 19. aprfl 2000 Það er Hulda Samúelsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum. Hulda er gift Ágústi Hreggviðssyni húsasmið og eiga þau sex börn. Fjögur þeirra búa á Reykjavíkursvæðinu en tvö í Vestmannaeyjum. Fjölskyldan hefur búið í Vestmannaeyjum alla tíð utan þess að þau hugsuðu um að flytja til Reykjavíkur í kringum 1963, þegar atvinnuleysi sótti Eyjar heim og svo í gosinu, þegar fjölskyldan flutti til Selfoss. En þar sem stundum hefur verið þröngt í byggingariðnaði í Eyjum hefur maður hennar unnið hluta úr ári utan Eyja og segir Hulda það koma til af illri nauðsyn, en hún vilji helst ekki vera neins staðar nema í Eyjum. Hún segist hafa nóg að gera þó að mesti erill barnauppeldisins sé nú frá. Kaldur vetur 1973 Hulda segir að veturinn 1973 hafi verið leiðindavetur, sér í lagi vegna þess hversu kaldur hann hafí verið. „Þetta var mjög harður vetur og ég hef aldrei upplifað annan eins kulda svo dögum skipti. Síðan man ég ekki svona kaldan vetur. Hins vegar leið okkur mjög vel á Selfossi og ég hefði alveg getað hugsað mér að vera þar áfram, en húsið okkar í Eyjum skemmdist ekkert í gosinu svo að við ákváðum að koma aftur heim. Einnig hafði Ágúst minni vinnu á Selfossi, heldur en hann hafði haft heima í Eyjum.“ Hulda segir að reyndar hafi þau verið mikið að hugsa um að flytja frá Eyjum tíu árum fyrr eða árið 1963, vegna þess hve litla vinnu var þá að hafa. „Þá vomm við eiginlega búin að koma húsinu á sölu og velja okkur íbúð í Reykjavík. Þá var mikill uppgangur í Reykjavík og „uppmæl- ingaaðallinn" á fullu,“ segir Hulda og hlær. „Þess vegna kom sterklega til álita að flytja. Við hættum hins vegar við vegna þess að íbúðin sem við ætluðum að kaupa var of dýr. Við gátum selt húsið okkar á 750 þúsund og fengið fimm herbergja í búð í Reykjavík, hins vegar þegar farið var að skoða veðbókavottorð, hvfldi svo mikið á henni, eða um 850 þúsund og slíkt var okkur ofviða. Við lögðum því niður rófuna og fómm heim og höfum verið hér síðan utan þennan vetur í gosinu.“ Sumarfrí að vetri til Hulda segir að þau séu allt árið í Eyjum svo fremi sem Ágúst haft vinnu. „Hann hefur tekið meira að sér smærri verkefni og er meira í því að þjónusta einstaklinga. En við emm nýkomin aftur til Eyja núna eftir tveggja mánaða dvöl í Reykjavík og svo fómm við til Kanarí og tókum sumarfrí í leiðinni. Það er erfiðara fyrir hann að taka frí á sumrin, þegar fullt starf að sjá um heimili - segir Hulda Samúelsdóttir HULDA: -Ég vann um tíma á mínum yngri árum í bakaríi, en einnig vann ég mörg ár í eldhúsinu á Hraunbúðum. Svo var ég auðvitað í fiskvinnu þegar ég var unglingur og af og til þegar ég var farin að búa þá skrapp maður í saltfísk og frystihús. besti tíminn er fyrir útiverkin héma og meiri vinna. En það var lítið að gera í janúar, svo hann fékk verkefni í Reykjavflc, sem var mjög gott. En við höfum lengst verið í burtu einn og hálfan til tvo mánuði, en það er alltaf eitthvað um að iðnaðarmenn í Eyjum skreppi í tímabundin verkefni eitthvert annað.“ Hulda hefur alltaf að mestu verið heimavinnandi húsmóðir og heimilið vettvangur hennar. „Ég vann um tíma á mínum yngri ámm í bakaríi, en einnig vann ég líka í mörg ár í eldhúsinu á Hraunbúðum. Og svo var ég auðvitað í fiskvinnu, þegar ég var unglingur og af og til, þegar ég var farin að búa, þá skrapp maður í saltfisk og frystihús. Það var mjög algengt að húsmæður fæm í fiskvinnu á hávertíðinni, til þess að hressa upp á fjárhaginn. Síðan stofnaði Ágúst fyrirtæki og í framhaldi af því fór ég að sjá um daglega umsýslu með bókhaldinu og innheimtur, og eitt og annað sem fylgir slíkum fyrirtækja- rekstri." Fjögur af sex börnum búa annars staðar Hulda og Ágúst eiga sex böm, Hreggviður er smiður og rafeinda- virki, Bjarki tannlæknir, Leiknir er að læra tölvunarfræði og er einkaþjálfari, Ásta Bína er sjúkraliði, Silja er sjálfmenntaður hestatamningamaður og Inga Steina sem er í heilsuræktinni Teknó. Tvö þeima búa í Eyjum, en hin í Reykjavík. „Ástæða þess er nú fýrst og fremst atvinnulegs eðlis að þau búa ekki öll í Eyjum, en Silja og Hreggviður búa í Eyjum. Þannig að tvö em eftir héma en hin ijögur líklega búin að fastsetja sig á höfuðborgar- svæðinu.“ Hulda segir þó að henni finnist það ekkert mjög erfitt að bömin séu ekki í Eyjum. „Það er svo stutt til Reykja- vrkur,“ segir hún. „Og við laus og liðug, og getum skroppið þegar okkur langar og þau til okkar. Þannig að það er ekki eins og vegalengdimar geri okkur neitt erfiðara fyrir, en auðvitað missir maður kannski dálítið af bamabömunum. Fjölskyldan er mjög samheldin og ætlar öll að mæta í brúðkaup sonar okkar um næstu helgi, en hann er að kvænast Guðrúnu Jónsdóttur, félagsfræðingi og ég von- ast til það verði Eyjastemmning eins og hún gerist best með þjóðhátíðar- og skátalögum," segir Hulda. Tilbreyting að komast í fiskinn Nú em breyttir tímar frá því þú varst að ala upp þín böm, bamáheimili hafa tekið við uppeldinu vegna vinnu foreldra utan heimilis, hvemig var þessu háttað með bömin þín? „Þriðja bamið fór á bamaheimili, og ég fór að vinna í Vinnslustöðinni. Það var mjög góð hvfld fyrir mig að vissu leyti og tilbreyting ef svo má að orði komast. Þrátt fyrir það met ég húsmóðurstarfið mjög mikils og tel nauðsynlegt að sinna því svo allt fari nú eins vel og kostur er, þó að maður ráði kannski engu um það þegar upp er staðið. En mér finnst uppeldið nú orðið allt of mikið komið inn á stofnanir, þó það kunni að vera í lagi hluta úr degi, en að hafa böm allan daginn á bamaheimili held ég að sé of mikið. En auðvitað getur staðið þannig á að slíkt reynist nauðsynlegt, eins og hjá einstæðum mæðmm. Héma áður fyrr vom mömmumar að heimsækja hver aðra á daginn og með bömin með sér, sem höfðu þá félagsskapafhinumbömunum. Þetta hefur minnkað eitthvað en í staðinn hittast mömmurnar á mömmumorgn- um í kirkjunni, sem er líka hið besta mál. Eg held líka góðu sambandi við vinkonur mínar, og við hittumst alltaf nokkuð reglulega. En þó að ég hafi verið mikið innan veggja heimilsins, þá lít ég ekki á mig sem „bara húsmóður“. Það er miklu meira en það að vera húsmóðir, þó að ekki sé dregið úr því með einhverju „bara“ það er fullt starf að sjá um heimili.“ Nú er mjög oft talað um Vest- mannaeyjar sem fjölskylduvænan stað, heldurðu að svo sé enn? „Já mér finnst það. Þetta er minni eining, heldur en höfuðborgarsvæðið og margt hér sem ekki þarf að hafa áhyggjur af eins og í henni Reykjavík, þegar bamauppeldi er annars vegar. Og þetta á ekki síður við þá sem eldri eru og eru kannski að sjá lok starfsævinnar framundan. Eg var að minnsta kosti alsæl þegar ég kom heim núna, þó að dýrðlegt hafi verið á Kanaríeyjum, þar sem við vorum í smá sumarfríi,“ sagði Hulda að lokum. Benedikt Gestsson Bæjarveitur og félagsmálaráð: Tap upp á 2,5 milljónir hja Bæjarveitum -Laun Vinnuskóla ákveðin Nú liggja fyrir drög að ársskýrslu og ársreikningi Bæjarveitna Vestmannaeyja fyrir árið 1999. Helstu þættir í rekstri og efnahag veitnanna eru þessir: Heildartekjur Bæjarveitna 1999....... 483,1 millj. kr. Rekstrargjöld 1999................... 380,0 millj. kr. Afskriftir............................ 79,0 millj. kr. Fjármagnskostnaður - nettó....... 7,4 millj. kr. Hagnaður af reglulegri starfsemi.... 16,6 millj. kr. Önnurgjöld............................ 19,1 millj. kr. Tap ársins............................. 2,5 millj. kr. Árið 1998 var halli á Bæjarveitum að upphæð kr. 22,6 milljónir króna. Á síðasta fundi félagsmálaráðs var tekin ákvörðun um laun í Vinnuskóla Vestmannaeyja í sumar. Þau verða þessi með orlofi: 7. bekkingar kr. 189,-pr. klst. 8. bekkingar kr. 271,-pr. klst. 9. bekkingar kr. 306,- pr. klst. Þátttökugjald í skólagörðunum árið 2000 verður óbreytt, kr. 1500.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.