Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Page 13
Fimmtudagur 19. apríl 2000 Fréttir 13 Sex mánaða uppgjör Vinnslustöðvarinnar: Tapið 68 milljónir á móti 605 milljónum á síðasta ári Sex mánaða uppgjör Vinnslu- stöðvarinnar hf. var lagt fram á stjórnarfundi á föstudaginn. Tap á rekstri félagsins á fyrstu sex mán- uðum rekstrarársins var 67,5 milljónir króna. Er tapið minna en áætlanir gerðu ráð fyrir en á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í desember sl. var gert ráð fyrir að tapið yrði allt að 100 milljónir fyrsta hálfa ár rekstrarársins sem hófst 1. september sl. Mikill viðsnúningur til hins betra Viðsnúningur er mikill, sé litið til sama tíma á síðasta rekstrarári hjá Vinnslustöðinni þegar tapið var hvorki meira né minna en 605,4 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins. Rekstrartekjur núna voru 826.517.869 krónur á móti 1.046.068.257 krónum fyrstu sex mánuði síðasta rekstarárs. Rekstrargjöld lækka umtalsvert meira, eða úr 1.112.668.754 krónum í 724.510.737 krónur. I frétt frá Vinnslustöðinni segir að afkoman sé heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsgjöld voru lægri en áætlað var sem skýrist af gengishagnaði og hárri verðbreytinga- færslu. Hins vegar var framlegð félagsins lakari en gert var ráð fyrir sem skýrist að öllu leyti af lægra afurðaverði í loðnu. „Þrátt fyrir að loðnuveiðar haft gengið vel á nýlið- inni vertíð var afkoma uppsjávardeilda félagsins slök. Þannig var framlegð uppsjávarhlutans tæpum 100 millj- ónum króna lakari en áætlað var. Framlegð bolfiskveiða og vinnslu var á hinn bóginn í samræmi við áætlanir," segir í fréttinni. Það sem breyst hefur frá aðalfundi er að gengi krónunnar hefur hækkað undanfama mánuði og mun það ásamt lækkandi verði loðnuafurða, einkum lýsis, leiða til 40 milljón króna samdráttar í framlegð félagsins á seinni hluta rekstrarársins auk þess sem launahækkanir munu leiða til hærri rekstrarkostnaðar. Gert er ráð fyrir lítils háttar tapi af reglulegri starfsemi félagsins á rekstrarárinu en bent er á að breyting á gengi krón- unnar seinni hluta rekstrarársins getur haít veruleg áhrif á afkomuna. Hefði viljað sjá meiri tekjur „Ég hefði viljað sjá 100 til 150 milljónum hærri tekjur en raun varð á,“ segir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar um afkomuna. „Ofboðs- legt verðfall á loðnu og lýsi hefur áhrif til hins verra og það sama gildir um hátt gengi íslensku krónunnar. Svo dæmi sé tekið þá er tekjusamdráttur Vinnslustöðvarinnar á heilu ári 125 milljón krónur miðað við veltu upp á 2,5 milljarðar þegar einungis er tekið tillit til 5 - 6% styrkingar krónunnar á undanfömum mánuðum." Mikill niðurskurður á gjöldum Mismunur á rekstrartekjum milli ára erekki nema 180milljónirkróna, og hefði orðið sáralítill hefðu áætlanir í uppsjávarveiðum gengið eftir. Rekstr- argjöld hafa aftur á móti lækkað um hvorki meira né minna en 388 milljónir króna. Hver er skýringin á þessu? „Við emm að vinna u.þ.b. jafn mikið af eigin fiski og áður en á færra fólki. Hins vegar emm við ekki að kaupa eins mikinn fisk á mörkuðum og vinnum ekki Rússafisk sem var dýr en gaf lítið í aðra hönd. Við höfum líka reynt að minnka umfangið eins og kostur er og emm á réttri leið í rekstrinum þó það gangi ekki alveg nógu hratt.“ Þann 1. maí 1999 vom alls 320 manns á launaskrá hjá Vinnslu- stöðinni og þar af 70 í Þorlákshöfn. „Núna em um 150 starfsmenn hjá okkur og allir í Vestmannaeyjum. A loðnuvertíðinni í vetur komst þessi tala upp í 280, 200 manns í landi og 80 sjómenn. Auðvitað er sárt að þurfa að fækka fólki en okkur var nauðugur einn kostur. A móti kemur að í dag er mikil og stöðug vinna hjá öllu okkar starfsfólki. Það er orðið nokkuð sfðan fallið hefur úr dagur í vinnslunni og ég vona að þeir heyri sögunni til þó að reyndar séu haustin alltaf erfið.“ Hóflega bjartsýnn Binni er hóflega bjartsýnn á næstu mánuði og segir hann að afkoman ráðist m.a. af sumarloðnunni. „Það er spuming hvort hún gefur sig til eða ekki. Við munum reyna við kol- munnann eins og undanfarin ár en hann skiptir minna máli því veiðar og vinnsla á honum standa í besta falli undir kostnaði." Þegar þú lítur yfir síðasta áríð hjá Vinnslustöðirmi, ertu þá ánœgður? „Nei, ég er ekki ánægður. Ég hefði viljað sjá betri útkomu í sex mánða uppgjörinu en við emm þó á réttri leið,“ sagði Binni að lokum. Arnór bakari skrifar: Ný og fersk brauð alla daga Að vera bakari í Vestmannaeyjum er skemmtilegt og lifandi starf. Þetta hefur verið lífsstarfið mitt í 25 ár og gæti ég ekki hugsað mér að venda um í eitthvað annað ótil- neyddur.. Þrjú góð bakarí eru á eyjunni okkar og hafa þau öll kappkostað að veita viðskiptavinum sínum það besta. Ný og fersk brauð em svo sjálf- sögð krafa, svo sjálfsögð, að ekki fannst mér ástæða til að skrifa um aldur brauða fyrr en nú. Innflutn- ingur á brauðum og kökum til Eyja er ekkert tiltökumál ef samkeppni þriggja bakaría teldist ekki nóg, ekki er um fákeppni að ræða á markaðinum. En samt skal borið í bakkafullan lækinn þó ekki sé alltaf ferskvatn í þeim læk. Nú skal talað um mismuninn, öll brauð frá bökurum í Vestmanna- eyjum eru fjarlægð úr hillum verslunar að kvöldi því að daginn eftir, þegar þau hafa náð 26 klst. aldri, teljast þau ekki söluhæf. Þá em í sömu hillu brauð frá Risanum í Reykjavík, alla vegana 20 klst. gömul, og seld á fullu verði. Bakarar í Eyjum selja dagsgömul brauð langt undir því verði. En eitthvað hefur farið illa um risann undanfarið í hillum þessara verslana og nú skal aukið við hann plássið því mér er tjáð að þetta sé til að svara eftirspum og þetta sé aukin þjónusta við kúnnann. Það skal tekið fram að Vömval og Heildverslun HS selja eingöngu brauð frá bökumm í Eyjum. Höldum atvinnu í Vestmannaeyjum. Þakka viðskiptin Arnór Hennannsson bakarameistari. Rekstrarreikningur 1.sept- ember 1999 - 29. febrúar 2099 Rekstrar- reikningur 1/9’99 1/9’98 Breyting Rekstrartekjur 826,5 1,046,1 -21,0% Rekstrargjöld 724,5 1,112,7 -34,9% Afskriftir 211,7 213,6 0,9% Fjármagnsgjöld nettó 39,4 -193,4 Tap af reglulegri starfsemi fyrir skatta -70,3 -473,6 -85,2% Aðrartekjur ■■■■■■■■■■■■■[■■■ og gjöld 2,7 -131,7 Hagnaður (tap) tímabilsins -67,6 -605, -88,8% Efnahagur Eigið fé i árslok 1,669,4 1,697 -1,6% Heildarskuldir 3,829,2 3,983,0 -3,9% Skuldirog eigið fé alls 5,498,61 5,679,9 -3,2% Kennitölur Veltufjárhlutfall 0.97 1.10 Eiginfjárhlutfall 30.4% 29.9% Vignir Jóhannsson myndlistar- niaður opnaði fyrstu einkasýningu sína í Gallerí Áhaldahúsinu á Myndlistarvori Islandsbanka. Þetta er önnur sýningin af fjórum á myndlistarvorinu að þessu sinni. Sýning Vignis stendur saman af vatnslitamyndum, olíuverkum og einu gólfverki, sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna í Eyjum. Vignir vinnur út frá huglægum gildum og er honum tíminn og hvernig hann líður í fólki ofarlega í huga. Góð mæting var á Vignir Jóhannsson á Myndlistarvori íslandsbanka: Tíminn og fólkið sýninguna um helgina og lýsti Vignir mikilli ánægju með viðbrögð Eyjamanna með hana. Myndlistin er samræða milli listamannsins og áhorfandans, en rr á milli eru verk listamannsins, sem fara undir dóm áhorfandans, vilhallan cða ekki. En til þess að slíkur dómur verði marktækur þarf myndlistarlegt uppeldi að hafa átt sér stað í samfélaginu og skynjun, og meðvitund fólks um gildi myndlistarinnar fyrir menningarsamfélag að vera reist á þekkingu. Samfara þekkingunni kemur víðsýni sem getur auðgað samfélagið bæði að skilningi manna á milli og ekki síður eflt frumlega hugsun. Sýningin er opin frá 20.-24. apríl, frá kl. 14.00 -18.00 og eru allir velkomnir. GÓLFVERK sem Vignir gerði sérstaklega fyrir sýninguna í Eyjum. LISTAMAÐURINN á tali við mektarmennina, Jóa á Hólnum og Odd Júl.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.