Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Síða 15
Miðvikudagur 19. apríl 2000 Fréitir 15 Knattspyrna: Viðtal við Asmund Friðriksson formann knattspyrnudeildar IBV Metnaðarfull stjórn Ásmundur er ekki með öllu ókunnur afskiptum af íþróttamálum. Hann var lengi í stjórn Golfklúbbsins og hér er hann með núverandi formanni Golfklúbbs Vestmannaeyja, Gunnari K. Gunnarssyni. Ásmundur Friðriksson tók við for- mennsku stjórnar knattspyrnu- deildar ÍBV-íþróttafélags fyrir skömmu. Þar skiptir hann um stól innan íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum því undanfarin ár hefur hann verið formaður ÍBV- héraðssambands. Lætur hann af því embætti á ársþingi héraðssam- bandsins sem haldið verður 15. maí. Stúka næsta vor „Mér þótti mjög áhugavert að fá að prófa þetta,“ sagði Ásmundur þegar hann var spurður um ástæðu þess að hann gaf kost á sér í þetta kröfuharða embætti hjá ÍBV. „Eftir að hafa verið í stjóm Golf- klúbbsins í nokkur ár og verið leik- maður í handbolta og í handboltaráði fannst mér spennandi að kynnast þessum vettvangi líka. Bæði er að meistaraflokkur IBV í knattspymu er topplið á fslandi og svo fannst mér áhugavert að fá að starfa með þeim sem fyrir em í stjóm knattspymu- deildar. Það em líka mörg verkefni sem bíða úrlausnar sem gaman verður að vinna að. Stærsta málið er stúkubyggingin,“ bætti hann við. Hver er staðan þar? „Eg sé ekki annað fyrir mér en að stúka rísi næsta vor og verði afhent til notkunar fyrir leiktímabilið 2001.“ Gott samstarf við alla Önnur stór verkefni? „Mér finnst stærsta mál knattspymudeildarinnar að eiga gott samstarf við bæjarbúa, fyrirtæki í Eyjum og fyrirtæki og stofnanir á landsvísu. Umfang deild- arinnar er það mikið að við þurfum að ná miklum tekjum á hverju ári. Stærsú kostnaðarliðurinn er að halda sér í toppnum og eiga möguleika á að taka þátt í Evrópukeppnum. Það þarf ekki nema einn góðan happdrættisvinning á þeim vettvangi til að tryggja rekstur deildarinnar til einhverra mánaða eða ára. Til þess að ÍBV geti átt von um að vera í toppnum og eiga möguleika á að komast í Evrópukeppnir þurfum við að tefla fram bestu leikmönnum sem fáanlegir em á íslandi hverju sinni. Auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að okkar yngri menn fái þá þjálfún og reynslu sem þarf til að halda ÍBV-liðinu í fremstu röð. Fyrir nokkmm dögum var hópurinn skorinn niður og þá var ljóst að þrír Eyjastrákar, Jóhann Sveinn Sveinsson, Jón Helgi Gíslason og Magnús Elíasson áttu ekki tryggt sæti í leikmannahópnum. Við höfum miklar vænúngar til þessara straka og em þeir allir samningsbundnir IBV. I samráði við foreldra höfðum við forgöngu um að koma þeim til annarra félaga sem höfðu verið að leita að ungum og efnilegum leikmönnum til að styrkja sín lið. Jón Helgi og Magnús vom lánaðir til Dalvíkur sem er eitt af sterkustu landsbyggðarliðunum og var í toppi 1. deildar í fyrra. Fyrir áeggjan Sveins Sveinssonar, föður Jóhanns Sveins, fór hann í FH. Þessir strákar em núna með liðum sínum í æfinga- ferðum í Portúgal eins og reyndar IBV. Það er svo sannarlega okkar von að þessir strákar nái að þroskast og eflast og fái þá reynslu sem til þarf til að vera í toppliði í úrvalsdeildinni.“ Má eiga von á einhverjum breyt- ingum með nýjum formanni? „Það munu ekki gerast nein kraftaverk með tilkomu minni í stjóm en það sem við leggjum mjög mikla áherslu á í stjóminni er að vinna að málefnum knattspymunnar í sátt og samlyndi við aðra sem em að vinna innan hreyfingarinnar. Eins og ég hef áður sagt á þetta við um Eyjamenn alla og stuðningsmenn IBV um allt land og þó víðar væri leitað.“ Hef mikla trú á Kristni Hefur þú trú á Kristni R. Jónssyni þjálfara til góðra verka þar sem þetta er frumraun hans sem þjálfara í efstu deild? „Þegar ég kom til starfa var búið að ráða Kristin en ég hef þekkt hann að góðu einu. Ég hef aflað mér upplýsinga um hann auk þess sem ég hef farið með honum í eina æfinga- ferð upp á land. Og við fyrstu kynni virkaði hann vel á mig og ég hlakka til samstarfsins við hann eins og aðra, leikmenn og stjómarmenn.“ Hvemig leggst sumarið í þig? „Sumarið leggst mjög vel í mig. Það er mjög góður andi í liðinu og strákunum hefur gengið vel í æfingaleikjum og æfingaferðum. Ég vænti mikils af af liðinu í sumar. Það er góð blanda af gamalreyndum refum í knattspymunni og ungum strákum sem em að springa út sem knattspymumenn. Ég er því bjartsýnn fyrir hönd meistaraflokks ÍB V karla,“ sagði Ásmundur Friðriksson nýr formaður knattspymudeildar ÍBV að lokum. Handknattleikur: Lokahófið á laugardaginn Uppsjör í kvikmynd Daði Pálsson handknattleiksmaður með IBV hefur alla tíð spilað með IBV ef frá eru talin tvö ár sem hann spilaði með Haukum. Það var einmitt í seinni Ieik þessara tveggja liða í úrslitakeppninni um dagin að Daði meiddist og gat ekki spilað þriðja og síðasta leik liðanna. En drengurinn hefur ekki setið aðgerðalaus síðan hann meiddist, ásamt því að vera verkstjóri í ís- félaginu þá leggur hann stund á kvikmyndagerð og hefur gert um all langt skeið. Hans frægasta mynd hans er án efa stuttmyndin „This island is not big enough for two companies," þar sem gert er grín að James Bond. Nýjasta mynd Daða er með nokkm öðm sniði, en hún mun verða fmm- sýnd á lokahófi handknattleiksdeildar IBV á laugardagskvöldið. Fréttir slógu á þráðinn og reyndu að draga upp úr honum söguþráðinn í DAÐI, Spielberg. nýjustu mynd hans. ,Já, þú segir nokkuð. Ég get alla- vega sagt að þetta er byggt á stuttum atriðum þar sem gert er grín að vetrinum. Svo inn á milli skjótum við svona stuttu gríni þar sem gert er grín að einhveiju sem snýr að IBV. Það koma margir við sögu í myndinni, en ég get ekkert tjáð mig meira um málið á þessari stundu.“ En hvemig vaknaði súþörfhjáþérað búa til myndir? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég var 13 ára en þá gerðum við, ég, Hlynur Jóhannesson og Hermann Hreiðarsson til margar góðar myndir. Við framleiddum myndir eins og Indiana Jones, Rocky og Bathemmi, en því miður er aðeins til eitt eintak af hverri þessara mynda og þær eru allar læstar niður heima hjá Hermanni Hreiðarssyni. Hann skammast sín eitúivað fyrir framtakið." Nú hefur veríð talið frekar dýrí að framleiða myndir og mikinn tœkja- búnað þatf til verksins hvemig er þessu háttað hjá þér? „Nei, kostnaðurinn er ekki mikill hjá okkur. Við notumst við Sony Digital myndavél við tökumar. Svo höfum við klippt hjá Stjána Óskars og í Athafnaverinu, en að þessu sinni fómm við í kvikmyndastúdíó í Reykjavík þar sem við klipptum við toppaðstæður. Það hefur farið mikill tími í þetta, eitt atriði var t.d. þijá daga í upptökum og svo höfum við þurft að eyða miklum tíma í að klippa en sá tími styttist verulega með því að fara í bæinn. Myndin verður líklega að endingu svona í kringum 20 mínútur," sagði Daði sem var að ganga frá eftir eina tökuna þegar rætt var við hann. íþýtt^ ir Sigur og tap hjá KFS KFS lék tvo leiki í deildarbikamum unt helgina. Sá fyrri var gegn Bruna frá Akranesi og vannst sá leikur 5-2, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1. Mörk KFS skoruðu þeir Yngvi 2, Birgir I. Valgeir 1 og Gísli I. Seinni leikurinn fór fram á sunnudaginn og var leikið gegn Leikni Reykjavík, á þeirra heima- velli. Leikurinn endaði nteð 1-0 sigri heimamanna, en staðan í hálf- leik var 1-0. Þar með er KFS í fjórða sæti riðilsins, með íjögur stig en ÍBV er öruggt áfram í öðm sæti með tíu stig, jafnmörg stig og Keflavík sem er í fyrsta sæti. Ágætis árangur hjá 2.fl. kvenna Annar flokkur kvenna lauk tíma- bilinu nú í vikunni. Liðið vann Víking í tveimur leikjum síðastlið- inn mánudag, en fyrst fóm þær á Seltjarnarnesið urn helgina og kepptu gegn Gróttu/KR. ÍBV tapaði leiknum 20-19 en hann var spenn- andi eins og lokatölumar bera með sér. Markahæstar í leiknum voru þær Guðbjörg 7. Hind og Anita 4. Á mánudaginn kepptu svo stelp- umar tvo leiki gegn Víkingi hér í Eyjum. Fytrí leikurinn endaði með sigri ÍBV 23-19 en mörk ÍBV skomðu þær Guðbjörg 8, Anna Rós 5, Anita 5, Erna 3, Þorsteina 2 og Bjarný 1. Seinni leiknum, sem háður var klukkutíma eftir fyrri leikinn, lauk einnig nteð sigri ÍBV. Lokatölur í þeim leik urðu 25-19 og mörkin skoruðu þær Guðbjörg 8, Anita 8, Anna Rós 3, Halla 2, Bjamý 2, Elva 2. I 2. flokki er teflt fram mjög ungu liði, alveg niður í íjórða flokk en þær hafa verið að standa sig mjög vel og eiga eftir að búa að þeirri reynslu sem þær fengu í vetur. Góð aðstaða í Portúgal Eins og áður hafði komið fram, dvaldi bæði karla- og kvennalið ÍBV í Portúgal í síðustu viku og æfði og spilaði við frábærar aðstæður. Stelpumar spiluðu tvo leiki, fyrst gegn Breiðablik þar sem IBV steinlá 0-4. Og svo var spilað gegn FH og fór sá leikur 1-1. Heimir Hallgrímsson sagði að liðið dveldi við góðar aðstæður og fór vel um mannskapinn. Reyndar hafði rignt fyrstu þrjá dagana og veðráttan verið frekar óhagstæð en úr hafði ræst á þriðja degi og var gott veður þegar rætt var við hann. Ekki náðist í neinn úr karlaliðinu. en vitað var að liðið hafði spilað einn leik á sunnudag og gert jafnteíli við liðið Oblihem. Það var Unnar Hólm Ólafsson sem skoraði markið eftir góðan undirbúning Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðin dvelja á sama hóteli. Derby-leikur á sunnudaginn KFS og ÍBV munu mætast í síðasta leik í riðlakeppni deildttrbikarsins hér í Eyjum 22. apríl. Ekki er vitað klukkan hvað leikurinn vcrður. Páskagolf Á páskadag kl. 11.00 verður efnt til golfmóts og leiknar 18 holur með forgjöf. Þetta er liðakeppni þar sem tveir keppa saman og vegleg verðlaun fyrir efstu sæti. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.