Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Síða 10
10 Fréttir Fimmtuudagur 4. maí 2000 Þolinmæði er nauðsynleg hverjum ræktunarmanni Kristján ólst upp í Reykjavík en bjó síðan í Hafnarfirði í nokkur ár í hverfi sem var að byggjast á Hvaleyrar- holtinu og síðan flyst Ijölskyldan aftur til Reykjavíkur í gamla raf- stöðvarhverfrð við Elliðaár. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og stundaði nám f íslensku í einn vetur í Háskólanum. Kristján starfaði víða og ferðaðist mikið á þessum árum og hefur komið í flestar heimsálfur á ferðum sínum, þangað til hann fann sína hillu í lífinu sem er garðyrkjan. „Eg er nú gamall fuglamaður, segir Kristján og brosir dularfullu brosi. Eg var í sveit eins og þá var algengt, á Norður-Hvoli í Mýrdal hjá afa og ömmu í tíu sumur og var innlifaður í náttúmna þarna, ekki síst fuglalífið um varptímann. I Mýrdalnum vom og em enn stundaðar fýlaveiðar sem við strákamir höfðum óhemju gaman af og biðum í ofvæni eftir að fýlatíminn hæfist og unginn færi að fljúga í ágúst. Þá var klifrað upp í súrheystum og skyggnst yfir landið með stómm kíki í leit að hvítum blettum og síðan tekið á sprett út móana og fýllinn drepinn. Kvenfólkið á bænum sá svo um að reyta, svíða og salta fýlinn. Stundum lentum við í hálfgerðum svaðilfömm í ánni Klifandi sem er jökulá sem kemur undan Mýrdalsjökli. Þetta var fyrir daga fjórhjólanna og traktorar vom óspart notaðir í þessum ferðum eða sprengriðið á hestum um aurana oft í kappi við stráka af næstu bæjum um hvem fýl sem barst niður ána. Oft lenti maður í að vaða straum- harða ána og lærði að lesa í straumvatnið. Saltaður fýll er herra- mannsmatur eins og margir Eyjamenn kannast við. Áhuginn á fuglaveiðum færðist yfir í fuglaskoðun og al- mennan áhuga á náttúmnni, jarðfræði og gróðurfari. Þar sem ég bjó, á Holtinu í Hafnarfirði, var líka mikið gósenland fuglaáhugamanna og við krakkamir vomm mikið í fjömnni og hrauninu í kring. Síðan fór þessi áhugi vaxandi með ámnum og ég fór að vinna hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Eg og fjölskylda mín fluttum svo í Hveragerði og ég stundaði nám á umhverfisbraut í Garðyrkjuskólanum. Kristján segir að hann hafi átt góð ár í Garðyrkjuskólanum og í Hvera- gerði. Þetta var ánægjulegur tími og ég eignaðist góða félaga sem ég hef haldið sambandi við síðan. í náminu fékk ég gott yfirlit yfir ýmis svið. Auk hefðbundinnar garðyrkju, jarðvegs- fræði og ræktunarfræði var farið nokkuð rækilega í flóm íslands, dýra- fræði, náttúruauðlindir bæði á heims- vísu og heima. Eftir skólann vann ég í Garðyrkjuskólanum sem verkstjóri á útisvæðum og eitt ár var ég í Alviðru þar sem er umhverfisfræðslusetur og þaðan kom ég svo til Eyja.“ Kristján segir að hann hafi séð starf garðyrkjustjóra auglýst og að það hafi kitlað svolítið og hann því ákveðið að sækja urn. Auðvitað hafði það líka sitt að segja að Svava er úr Eyjum og sá lífið hér í hillingum, þannig að þetta fór allt saman og mikil ánægja sem fylgdi því að fá starfið og koma hingað. Við keyptum hús við Dverg- hamar sem er auðvitað besti staður í bænum,“ segir Kristján brosandi og emm vonandi komin til að vera. Þrátt fyrir mikið val og tjölbreytni í Garð- yrkjuskólanum hefur trjárækt verið helsta áhugamál Kristjáns þegar kemur að uppgræðslu og fegmn um- hverfisins. Skógræktarfélag , Já, ég sá þegar ég kom hingað að hér vantaði skógræktarfélag. Reyndar var hér starfandi skógræktarfélag á fjórða áratugnum, þriðja skógræktarfélagið sem stofnað var á landinu, en það lognaðist útaf á stríðsámnum. Einnig var hér lengi garðyrkjufélag en hefur ekki verið virkt undanfarin ár. I trjáræktinni vom menn að baksa við tré sem gengu illa hér, eins og birki og reyni sem er erfitt að rækta á víðavangi, einnig skilst mér að sauðfé hafi komið við sögu í skógræktar- girðingunni í svokölluðu Skátastykki. Ræktunartækni hefur auðvitað breyst mikið á sjötíu ámm og við eigum nú fjölda tegunda sem ekki var einu sinni búið að flytja til landsins á þessum ámm. Ég fékk því góðan hóp með mér nú í vetur og við endurreistum félagið og höfum þegar byijað gróður- setningu í landgræðsluskóginum, Hraunskógi. Nú em skráðir um 40 félagar í Skógræktarfélagi Vest- mannaeyja og ég hvet alla til að taka þátt í ræktunarstarfinu og ganga í félagið." Hvert er í stómm dráttum hlutverk garðyrkjustjóra Vestmannaeyja? Það er býsna víðfeðmt. Garð- yrkjustjóri tilheyrir tækni- og um- hverfissviði sem bæjartæknifræðingur stýrir. Garðyrkjustjóri vinnur að skipulagningu verkefna og nýfram- kvæmda á stofnanalóðum og opnum svæðum, því fylgir líka umsjón með landgræðslu, skógrækt og opnum svæðum í bænum. Hann sér um innkaup og mannaráðningar á sínu sviði og vinnur fjárhagsáætlun í sam- ráði við bæjartæknifræðing. Garð- yrkjustjóri útvegar einnig vinnu- skólanum verkefni. Þetta er nýtt embætti hjá bænum, en fyrir tíu ámm var hér starfandi garðyrkjumaður. Þannig að það má segja að mikið af tíma mínum hafi farið í að móta og skipuleggja starfið. Það er svolítill misskilningur í gangi og ekki bara hér heldur víða um land að fólk heldur að garðyrkjustjóri sé bara úti að hreinsa arfa og sjá um fínt útlit í bænum, en starfið er nú miklu víðtækara. Ég er til að mynda starfsmaður umhverfis- nefndar sem fær fjölda mála inn á borð hjá sér.“ Frístundabændur og fjárgirðingar Nú hefur mikið veríð fjallað um frístundabœndur og fjárgirðingar undanfarið og skemmst að minnast girðingaiframkvœmda inni í Herjólfs- dal á dögunum. Hvemig er skil- greining þessa svœðis samkvœmt reglum? „Þetta er opið svæði og má segja hluti af tjaldsvæði og svo beitiland tómstundabænda ofar í fjallinu. Þegar hugmyndin kom upp um að færa girðinguna neðar og austar er verið að fara inn á opið svæði og tjaldsvæði sem tilheyrir bænum.“ Hversu langt geta menn gengið í því að girða og auka lönd sín til beitar eða annarrar starfsemi án þess að fara lögbundnar leiðir í stjómkerfinu og hversu mikið vœgi á hefðar- rétturínn að hafa? „Ég skal ekki segja um hefð- arréttinn en bæjarstjóm hlýtur að hafa lokaorðið í hverju máli og leggja mönnum línur.“ Hvönnin er merkileg planta Girðingarmenn inni í Dal sögðu að þar væri meðal annars óttast fram-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.