Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Síða 13
Fimmtudagur 4. maí 2000 Fréitir 13 Lára Emilsdóttir skrifar: Svona gera menn ekki Ég get ekki lengur orða bundist, ég bara verð að láta þetta frá mér fara. Ég er búin að vera áskrifandi að Fjölsýn okkar Eyjamanna í tæp fimm ár og hef ég greitt hvem einasta mánuð þann tíma en ýmislegt hefur nú komið upp á. Það sem toppaði það allt var að svokallaður þjónustufulltrúi þeirra hjá Fjölsýn skellti símanum á mig héma um daginn. Sagan er sú að ég er í greiðslu- þjónustu Sparisjóðsins og ég hef lent í því að Fjölsýn hefur verið mgluð hjá mér mánuð eftir mánuð. Ef ég hringi í Fjölsýn er sagt: „Þú skalt bara tala við Sparisjóðinn, góða“ sem ég hef og gert. Þar hef ég alla tíð fengið góða þjónustu, en ekki dónaskap. Svo var það núna 10. apríl sem seinast var ruglað hjá mér og ég ætlaði nú bara ekki að trúa þessu, einu sinni enn, jæja ég hringi í Fjölsýn. Jú það passaði, allt ruglað, bara tala við Sparisjóðinn góða, var mér sagt, sem ég og gerði. Eftir athugun hjá þeim kom fram að Fjölsýnarfólk (sem sendir Sparisjóðn- um nöfn þeirra sem á að gera greiðsluseðil á) hafi bara tekið upp á því að setja við mitt nafn að ég vilji lata setja þetta á greiðslukortið mitt. Ég hef ekki beðið um það, enda er ég í greiðsluþjónustu og þarf ekki annað. Ég talaði við Jón hjá Fjölsýn að degi til og hann bað mig að hringja í sig um kvöldið en hann var viss um að ég hafði beðið um að áskriftin yrði sett á greiðslukortið mitt og þegar ég Ég bað hann að tala ekki svona til mín því hann væri að tala við viðskiptavin. Ég væri að kaupa þjónustu hjá honum. Þá skellti hann á mig símanum, og missti þar einn kúnna. hringi heim til hans var hann alveg viss um og tjáði mér að ég hefði greitt með korti allt þetta ár (sem ég hef ekki gert, allavega hef ég greiðsluseðil frá þeim en ekkert hefur komið á kortið mitt). Ég var búin að spyija hann hvort þetta gætu verið mistök, hvort það væri einhver önnur sem beðið hafði um þessa kortafærslu en hann sagði að þetta væru ekki mistök hjá þeim. Ég hefði beðið um þetta. Þá spurði ég af hveiju væri þá rugluð hjá mér útsendingin ef ég greiddi með korti. Það var lítið um svör við því, nema hann sagðist vera búinn að opna hjá mér og tjáði ég honum að það væri búið að greiða þeim. Það gerði þjónustufulltrúi minn hjá greiðsluþjónustunni. Jú mikið rétt það var búið að opna hjá mér Fjölsýn, en það var virkilega óskýrt. Ég gat ekki horft á þrjár rásir frá þeim. A þriðja degi hringdi ég eina ferðina enn í Fjölsýn og var mér tjáð að við hlytum að hafa fiktað í loftnets- greiðunni og fært hana til sem ég sagði að við hefðum ekki gert. Jón var þess samt fullviss að við hefðum gert eitthvað slfkt. Ég sagði eins og var, að þetta hefði verið í lagi þangað til þeir rugluðu, en þegar aftur var opnað var þetta svona hjá okkur. Ég vildi bara vita hvort eitthvað væri að útsendingunni. Nei, þetta er ekki hjá okkur, svaraði hann og var orðinn verulega fúll og ég líka svo ég spurði hann hvort það væri nokkuð örbylgju- ofninn minn sem truflaði (hann sagði einu sinni við mig að hann gæti truflað sjónvarpið). Hann varð alveg æfur og var ruddalegur. Ég bað hann að tala ekki svona til mín því hann væri að tala við viðskiptavin. Ég væri að kaupa þjónusm hjá honum. Þá skellti hann á mig símanum, og missti þar einn kúnna. Ég sæi Ingimar í Vöruval í anda henda út viðskiptavini sem væri eitthvað fúll við hann. Svoleiðis á bara ekki að reka fyrirtæki. Lára Emilsdótlir Isólfur Gylfi Pálmason skrifar: Útboð í siglingar milli Vestmannaeyja og lands! Það hefur vakið verulega athygli í Vestmannaeyjum að samgönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, í um- boði ríkisstjómar Islands, hefur boðað að bjóða skuli út farþega- og ferjusiglingar milli lands og eyja. Hér er um verulega stefnubreytingu að ræða þar sem fyrrverandi sam- gönguráðherra, Halldór Blöndal, sagði á fundi í Vestmannaeyjum í fyrra að ekki stæði til að bjóða út þennan rekstur Heijólfs. Það er því eðlilegt að margan reki í rogastans yfir þessari ákvörðun enda hefur hún komið verulega á óvart. Röksemdir sam- gönguráðherra í málinu em ÉES-samningurinn og útboðsstefna ríkisstjómarinnar. Hér er um nokkuð viðkvæmt mál að ræða sem ég hef tekið upp á Alþingi. Ekki hvað síst út af óvissuástandi sem skapaðist hér í starfsmannahaldi á Herjólfi, þar sem menn vissu ekki síðla á síðasta ári hver framvinda málsins yrði. Einnig vegna íbúa bæjarins, því Heijólfur er auðvitað hin trausta brú Vestmanna- eyinga við fastalandið, því nú er ljóst að göng milli lands og eyja em í óraíjarlægð, mikið lengra frá en menn hafa látið líta út fyrir. Hins vegar var mjög eðililegt að skoða það mál vandlega, sem þegar hefur verið gert. I svömm samgönguráðherra við fyrirspum minni kom fram að útboð færi fram í febrúar eða mars á þessu ári. Ekki hefur enn bólað á útboðs- auglýsingu. Þá kom og fram, sem miklu máli skiptir fyrir Vestmanna- eyinga, að ekki stæði til að minnka þá þjónustu sem Herjólfur veitir. Þetta er auðvitað gmndvallaratriði. Annað atriði sem kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni, sem ekki hafði komið skýrt fram áður, var að Herjólfur má bjóða í þessa starfsemi en auðvitað hefúr Heijólfur byggt upp Hvergi hefur komið fram að eftirlitsnefnd EES hafi kært það fyrirkomulag sem er á feijusiglingum milli lands og eyja, eins og því er komið fyrir í dag. Einnig kemur fram að ekkert bannar öðmm skipafélögum að keppa við Heijólf um siglingar, treysti skipafélög sér til þess. Ég sé hins vegar alltaf fyrir mér betri nýtingu á hinu glæsilega skipi Heijólfi, t.d. hvað varðar kvöldsiglingar yfir sumartímann, þar sem boðið er upp á tónlist og fjölbreyttar veitingar fyrir ferðamenn og aðra sem áhuga hefðu á. aðstöðu vegna þessara siglinga bæði hér í Vestmannaeyjum og í Þorláks- höfn. Tvennt er það sem skiptir viðskiptamenn Herjólfs höfuðmáli. Það er annars vegar þjónustan og tíðni ferða milli lands og eyja og hins vegar það verð sem greitt er fyrir þjón- ustuna. Haíharstjómir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar lækkuðu hafnargjöld Herjólfs til að freista þess að lækka fargjöld ferjunnar. Allsendis er óvíst hvemig hafnarstjómimar taka á hafnargjöldumum ef um útboð á siglingum verður að ræða. Þegar skyggnst er í reglugerðir, sem gefnar hafa verið út um frjálsa þjónustusamninga í flutningum á sjó innan aðildarríkja EES frá 7. des 1992, kemur margt fram sem orkar tvímælis í þessu máli og erfitt að sjá að skylda og nauðsyn sé að bjóða út þessa flutninga sem eiga sér vart samlíkingu á Islandi vegna mannfjölda og atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum miðað við aðrar eyjar á Islandi, svo sem Hrísey og Grímsey. Einnig er til samningur um siglingar milli lands og eyja milli Vegagerðarinnar annars vegar og Herjólfs hins vegar. Hvergi hefur komið fram að eftirhtsneftid EES hafi kært það fyrirkomulag sem er á ferjusiglingum milli lands og eyja, eins og því er komið fyrir í dag. Einnig kemur fram að ekkert bannar öðrum skipafélögum að keppa við Heijólf um siglingar treysti skipafélög sér til þess. Ég sé hins vegar alltaf fyrir mér betri nýtingu á hinu glæsilega skipi Herjólfi, t.d. hvað varðar kvöld- siglingar yfir sumartímann, þar sem boðið er upp á tónlist og fjölbreyttar veitingar fyrir ferðamenn og aðra sem áhuga hefðu á. Ég hef rætt þessi útboðsmál við marga aðila og niðurstaða mín er sú að allsendis óþarft sé að bjóða þessar siglingar út. Vonandi er samgöngu- ráðherra og ríkisstjómin að verða sömu skoðunar og einmitt það valdi þeim drætti sem er á fyrirhuguðu útboði. Höfundur er alþingismaður Framsóknaiflokksins á Suðurlandi. Þeir satu hinir pruðustu nieðan þeir voru myndaðir. Sjóntennska, rafmagn og steypa; |)ar eru þeir á heimavelli. En í þetta sinn var tekið upp léttara spjall. FLUGFELAGISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Uti alínnu.. Vetrarstarfi Kiwanis er senn að Ijúka og af því tilefni brugðu þeir út af vana og buðu eiginkonuni síniim á síðasta fundinn, sem auðvitað varð með allt öðru sniði fyrir vikið. Þessar elskur skapa aðra stemmningu en þegar karlar einir eru samankomnir. Systurnar Katrm og Þuríður áttu margt órætt. nt.a. um gamla daga á Húsavík

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.