Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Qupperneq 16
Fréttir Fimmtudagur 4. maí 2000 Sýslumannsembætttð efnir til myndlistarsamkeppni; Uppbyggjandi starf í heimabyggð SILJA Ýr Markúsdóttir 7. G.V. hlaut önnur verðlaun. Til stuðnings frábærum árangri IBV í handknattleik kvenna ákvað sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum að leggja sitt af mörkum til þess að efla stuðning við uppbyggjandi starf í heimabyggð og efndi af því tilefni til dálítillar myndlistarsamkeppni meðal nemenda í 7. bekk Hamarsskóla. Það hefur tíðkast að stofnanir og opinber embætti hafa sett inn styrktarlínur í blöð og tímarit til styrktar góðum málefnum, en nú hefur verið ákveðið að efna til lítillar myndlistarsamkeppni til að vekja athygli á góðum árangri IBV stelpnanna í handboltanum. Myndin er frá afhendingu verðlauna fyrir þrjár bestu myndirnar. Frá vinstri, Þorvarður Þorvarðsson formaður handknattleiksdeildar kvenna, Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði íslandsmeistara kvenna IBV, Svala Jónsdóttir 7. Þ.G. sem hlaut þriðju verðlaun, Katrín Hannesdóttir 7. Þ.G sem hlaut fyrstu verðlaun. Silja Ýr Markúsdóttir 7. G.V. sem hlaut önnur verðlaun, Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og Jón Oskar Þórhallsson skrifstofustjóri Þjóðlagamessa á sunnudag BÁRA og Guðrún lofa skemmtilegri messu. Á sunnudaginn kemur verður bryddað upp á nýmæli í messu- haldi í Landakirkju. I stað hinnar venjulegu messu kl. 14 verður þjóðlagamessa með altarisgöngu um kvöldið kl. 20.30. Þetta messuform hefur ekki áður verið reynt í Vestmannaeyjum en séra Bára Friðriksdóttir hefur kynnst því í Hafnarfjarðarkirkju. Bára segir að messuformið komi frá Svíþjóð. Þarlendur prestur, Per Harling, hafí samið slíka messu, út frá norrænni þjóðlagahefð, með tónun og svörum. Þetta hafi gefist vel og sé mikið notað í Svíþjóð, ekki síst við fermingar- messur. Allir messuliðir eru hinir sömu og í venjulegri messu, aðeins formið breytist og er í formi norrænnar þjóð- lagahefðar. Þær Bára og Guðrún Bjamadóttir hafa séð um undirbúning þessarar messu. Eldri hópur Lítilla lærisveina, böm fædd 1988 og 1989, mun sjá um að leiða söng og messu- svör en stjómendur hópsins em þau Guðrún og Ósvaldur Freyr Guð- jónsson. Þrír kennarar úr Tónlistar- skólanum munu leika undir á ýmis hljóðfæri, gítar, slagverk og ýmsar gerðir af flautum, þau Michelle Gaskell, Ósvaldur Freyr Guðjónsson og Eggert Björgvinsson. Þá mun Högni Hilmisson, bassaleikari, leggja þeim lið. Bára segir að þjóðlagamessur hafi oft verið haldnar í Hafnarfjarðar- kirkju og slegið í gegn þar ef svo megi að orði komast. Þessu messu- formi fylgir mikil og falleg tónlist sem öll byggist á þjóðlögum, bæði norrænum og öðrum, svo sem gelískum. Sum lögin eru vel þekkt, önnur ekki en eiga það sameiginlegt að vera auðlærð. I messuskrá verða allir söngtextar. Þær stöllur segja að þó svo að sönghópur og hljóðfæra- leikarar leiði sönginn sé alls ekki um konsert að ræða, heldur ætlast til að söfnuðurinn syngi með, þama séu í raun engir áheyrendur heldur allir þátttakendur. Þessari stund á að fylgja afslöppuð vellíðan kirkjugesta. Þær Bára og Guðrún vilja hvetja Vestmannaeyinga til að koma og kynnast nýju messuformi. Vest- ntannaeyingar tóku poppmessunum ve! og þær fullyrða að þetta form sé ekki síðra en byggist að sjálfsögðu á því að söfnuðurinn sé á staðnum. Ef vel tekst til er ætlunin að þjóðlaga- messa verði árviss í Landakirkju og jafnvel oftar. „Við sem að þessu stöndum emm öll spennt og hlökkum mikið til, ekki síst að sjá hver viðbrögð bæjarbúa verða," sögðu þær Bára og Guðrún að lokum. KATRÍN Hannesdóttir 7. Þ.G. hlaut fyrstu verðlaun fyrir þessa mynd. SVALA Jónsdóttir 7. Þ.G. hlaut þriðju verðlaun fyrir þessa mynd. Eins og Eyjamenn kannski muna var myndlistarverkefni kennt við Hraun og menn í Eyjum í fyrra sumar. Unnu þá nokkrir norrænir myndlistarmenn skúlptúrverk sem sett hafa verið upp víðs vegar um Heimey. Einu þessara verka, „Og maðurinn heldur velli“ eftir Line Ringtved Thordarson var komið upp fyrir framan ráðhús Vestmannaeyja og þótti prýði að. Af einhverjum orsökum hefur þetta verk ekki hlotið náð fyrir augum skemmdarvarga, sem ítrekað hafa unnið skemmdir á því. Áðfaranótt síðastliðins föstudags voru enn á ný unnar skemmdir á verkinu með þeim afleiðingum að það mun nánast ónýtt. Málið hefur verið kært til lögreglu, sem vinnur að rannsókn málsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.