Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Side 17
Fimmtudagur 4. maí 2000 Fréttir 17 Fjölmenni á Hólnum Eins og sagt var frá í síðasta blaði hefur Jói á Hólnum ákveðið að opna heimili sitt fyrir ferðamönnum, sem koma til Eyja, hvar þeir geta fengið að ausa úr ótæmandi og innihaldsríkum sagnabrunni Jóa og ekki síður fengið að njóta þess sem finna má á einu einkaheimili eyjapeyja. Síðastiiðinn miðvikudag hélt Jói mikinn fagnað til þess að kynna þessa nýsköpun í ferðamannaþjónustu í Eyjum. Af Hólnum hjá Jóa upplýsist mönnum allt önnur sýn en annars staðar gerist í Eyjum og á ekki sagnagleði og þekking Jóa, allt aftur til kristnitöku, minnstan þátt í því. Auk þess sem útsýnin af Hólnum hjá Jóa er engri annarri lík. Mikið fjölmenni mætti á kynninguna, þar sem sagnamaðurinn gekk um beina með sína silfurkaffikönnu og skenkti mönnum, jafnframt sem hann lét gamminn geisa um framtíðarhugmyndir sínar í ferðaþjónustunni. Þeir sem áhuga hafa á því að kynna sér hvað í boði er á Hólnum geta haft samband við hann í símum 481-1962 og 891- 8826. JÓI gekk sjálfur um beina og skenkti kaffi úr einni silfurkönnu. I ■' lin^P Ármann Höskuldsson skrifar: Vor í Eyjum Margir þeirra hafa ferðast um söguslóðir heimstyrjaldarinnar síðari, en þar voru einmitt slíkar girðingar notaðar til þess að halda utan um þá sem höfðu verið dæmdir óæskilegir í samfélaginu. Það er ekki að ósekju að við Eyjamenn erum sagðir heimsmenn. En komum aftur að kýting og kærleik. Víst er að seint munum við geta byggt slíkt samfélag að öllum líki og ekkert geti verið betra og seint munum við sennilega lifa í sátt og samlyndi á jarðarkringlunni. Hins vegar þá finnst mér það nú heldur hart ef við getum ekki á þessum litla skika, sem Heimaey er, unað í sátt, landnotendur og landnjótendur. Þrátt fyrir að byggð hafi færst úr sveitum í borg og bæi á fyrstu áratugum þess- arar aldar, hefur vorverkum ekki fækkað. Hér í Eyjum stendur mikið til á nýju árþúsundi og er því mikilvægt að vel takist til með vorverkin. Því eins og sagt er þá býr lengi að fyrstu gerð. Nú um helgina er ætlunin að félagasamtök í Vestmannaeyjum fari í sína árlegu hreinsunarherferð um Heimaey. Hefur hverju félagi verið úthlutað sínu amti, sem þau bera ábyrgð á að hreinsa. Það er hvatning mín að vel takist til í ár enda stendur mikið til. Ennfremur þá vil ég hvetja einstaklinga sem ekki tilheyra neinu félagi en langar til þess að taka þátt í hreinsuninni til þess að vera ófeimna og blanda sér í hópana. Hver veit nema það gæti orðið upphafið að spennandi kynnum. Einnig vonast ég til þess að þau fyrirtæki í bænum sem bera ábyrgð á trönuleifunum hér og þar á eynni til þess að gera skurk í því að hreinsa þær. Eins og áður segir þá stendur mikið til hér í Eyjum í ár. Við, eins og fast- lendingamir, ntunum fagna því að á Islandi var kristni lögtekin fyrir þúsund árum. I. því tilefni þá hafa Norðmenn sent okkur forkunnar fagra stafkirkju sem er því sem næst eins og sú sem Olafur Tryggvason Noregs- konungur sendi íslendingum fyrir um þúsund árum. Kirkjan sú ama mun verða vígð á Skanssvæðinu í lok júlí okkur til áminningar um megininntak kristninnar, þ.e. kærleikann. Þetta orð kemur oft í huga minn þegar upp koma kýtingar hér á eyjunni og oftar en ekki ganga þessar kýtingar út á girðingar og landnotkun. Síðasta afrekið í þessum málum var unnið í Herjólfsdal en þar var sett upp RAFMAGNSgirðing til höfuðs hvönninni en dýrðar blessaðri rollunni. Sitt sýnist hveijum um ágæti þessa mannvirkis, sjálfsagt á hún eftir að minna margan útlendinginn, sem í sumar og komandi sumur á eftir að tjalda á tjaldsvæði okkar Eyjamanna (sem er steinsnar frá umræddri girðingu), á skort á kærleik í sögu mannkyns. Margir þeirra hafa ferðast um söguslóðir heimstyrjaldarinnar síðari, en þar vom einmitt slíkar girðingar notaðar til þess að halda utan um þá sem höfðu verið dæmdir óæskilegir í samfélaginu. Það er ekki að ósekju að við Eyjamenn emm sagðir heims- menn. En komum aítur að kýting og kærleik. Víst er að seint munum við geta byggt slíkt samfélag að öllum líki og ekkert geti verið betra og seint munum við sennilega lifa í sátt og samlyndi á jarðarkringlunni. Hins vegar þá finnst mér það nú heldur hart ef við getum ekki á þessum litla skika, sem Heima- ey er, unað í sátt, landnotendur og landnjótendur. Oftar en ekki em þetta smáatriði sem steytt er á, gömul og ónothæf girðing krefst ekki meiri vinnu í niðurrifi en hún krafðist í uppsetningu. Undiiritaður kannast vel við þessi mál og hefur tekið þátt í vinnu við hvort tveggja. Ennfremur er ekki til mikils ætlast með því að menn geri umferð um girðingar greiðfærari með brúargerð. Það er raunar kostur fyrir landnotanda því þannig getur hann stjómað umferð um það land sem hann nýtir. Loks skal þess getið að það er heldur ekki falleg hugsun sem býr að baki landnámi vitandi að land- námið er umdeilt. Látum það verða hluta af okkar vorverkum að hugsa um náungakær- leikann og hvemig við getum komið honum í framkvæmd, þannig getum við hreinsað innri mann sem ytra útlit Heimaeyjar. Höfundur erforstöðwnaður Náttúrustofii Suðurlands í Vestmannaeyjum. Fró Bjargveiðimannafélaginu Á fundi Bjargveiðimannafélags-Vestmannaeyja voru lágmarksverð fyrir fugl og egg ákveðin Svartfugls- og fýlsegg 70 kr. stk. Lundi í fiðri 70 kr. stk. Hamflettur lundi 90 kr. stk. 149 dagar í lundaball Augnlæknir Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni dagana 8.-13. maí. Tímapantanirverðaföstudaginn 5. maí og mánudaginn 8. maí kl. 9 -14. Sími 481 1955. Barnalæknir Ari Víðir Axelsson barnalæknir verður með móttöku á Heilbriðgisstofnuninni dagana 11.-12. maí. Tímapantanir verða mánudaginn 8. maí kl. 9-14. Sími 481 1955. Háls- nef og eyrnalæknir er væntanlegur í lok maí og í byrjun júní er fyrirhuguð krabbameinsskoðun á vegum Leitarstöðar Krabbameinsfélagsins. Sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnuninni Lausar eru afleysingastöður við móttöku/símavörslu og önnur sérhæfð aðstoðarstörf á heilsugæslu. Möguleiki er á fullu starfi eða hlutastarfi. Upplýsingar veita Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri eða Guðný Bogadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 4811955. I----------------------------------------------------------------1 l ' l l l l l l l Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 7. maí í sal l Barnaskólans kl. 14.00. Foreldrar/aðstandendur eru beðnirað koma með meðlæti en drykkir verða í boði félagsins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. l Sundfólk og foreldrar/aðstandendur, mætum öll! Sundfélag ÍBV hefur fengið úthlutað að hreinsa Skansfjöruna á hreinsunardeginum laugardaginn 6. maí kl. 10.00 -12.00. Við mætum Þar öll og hreinsum og förum svo ígrillveislu í boði j bæjarstjórnar á áningarstað vestan Sorpu. Stjórnin l________________________________________________________________l

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.