Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Síða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 22.júní 2000 • 25. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293
ÞAÐ var engu líkara en Blátindur hefði sprungið og stór hluti hans væri að hrynja yfir
Dalinn.
jarðskjálftinn reið yfir. Öllum tókst að forða sér undan grjótinu sem náði alveg niður í
dalbotninn. Ein kona meiddist á fæti á hlaupunum. Allt um jarðskjálftana inni í blaðinu.
Seinni
skjálftinn
Rétt fyrir kl. eitt á aðfaranótt
miðvikudags reið annar jarðskjálfti
yfir Suðurland, álíka sterkur og sá
sem gekk yfir á laugardag, eða um
6,5 á Richter.
Áhrif skjálftans í Vestmannaeyjum
voru svipuð og á laugardag, jörð gekk
í bylgjum og gijót hiundi úr flöllum.
Engin slys urðu á fólki enda fáir á
ferli. Gijót sem hrundi úr Klifinu að
suðaustanverðu lenti á sprengiefna-
geymslu bæjarins við rætur Hlíða-
brekkna og gjöreyðilagði hana. Þá
féll gijót úr Heimakletti vestan-
verðum ofan á gamla björgunar-
bátsskýlið á Eiðinu og braut
norðurgafl þess. Gijóthrun var víðar í
Heimakletti, t.d. að norðan þar sem
spilda fór úr Dufþekju ásamt því sem
hrun var einnig ofan í innsiglinguna.
Þá hrundi úr Hánni sunnanverðri
niður á veg, til móts við Brekkugötu
en olli ekki skemmdum. Var
veginum inn í Dal og vestur á Hamar
lokað um tíma vegna þessa en
opnaður fljótlega aftur. Aftur á móti
er vegurinn inn á Eiði enn lokaður og
verður um sinn, einnig er umferð um
Herjólfsdal ekki leyfð. Ekki munu
hafa orðið önnur tjón á byggingum né
heldur húsbúnaði.
Spari-
sjóðurinn
opnaður
á Selfossi
á morgun
Á morgun, föstudag, verður
opnað á Selfossi hið nýja útibú
sem Sparisjóður Vestmannaeyja
hefur komið upp þar, í samvinnu
við Kaupþing og SP-fjármögnun.
Sparisjóðurinn á húsnæðið, sem er
að Austurvegi 6 á jarðhæð og auk
þess starfsmannaaðstaða og geymsl-
ur í kjallara, alls um 250 fermetrar.
Þama verður rekin almenn banka-
starfsemi auk þess sem Kaupþing
og SP-fjármögnun verða þar til húsa
með sína þætti. Starfsmenn verða
þrír til að byrja með en for-
stöðumaður verður Pétur Hjaltason.
Þór I. Vilhjálmsson, formaður
stjómar Sparisjóðs Vestmannaeyja,
segir að þessi stofnun muni bera
heitið Sparisjóðurinn og verði
sjálfstæð eining en undir stjórn
Sparisjóðs Vestmannaeyja.
45
flöskur
brotn-
uðu hjá
Svenna
Sveinn Tómasson, ríkisstjóri,
sagðist hafa verið með ögn örari
hjartslátt en venjulega þegar
hann kannaði ástand mála í
vínbúðinni eftir skjálftann á
laugardag enda nokkuð dýrmæt
vara sem þar er geymd.
Ekki reyndist þó um stórfellt tjón
að ræða, 45 flöskur brotnuðu og var
þar aðallega um léttvín að ræða.
Aftur á móti fór ekkert úr skorðum í
skjálftanum í fyrrinótt enda sagði
Sveinn að gerðar hefðu verið
fyrirbyggjandi ráðstafanir eftir
helgina þannig að ekki yrði skaði af
þótt eitthvað hristist.
■ » 1 ■ TM-ÖRYGGI
(V«'\ FYRIR
ÖRVGEI FJÖLSKYLDUNA
- á oilum svidum' Sameiriar öll tryggingamáfin á einfaldan og hagkvæman háu
Sumaráætlun
Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn
Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00
Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud.
kl. 15.30 kl. 19.00
4tt Herjólfur
Sími 481 2800 - Fax 481 2991