Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 22. júní 2000 Formaður almannavarnanefndar og sýslumaður KRAKKAR á hlaupum undan grjótskriðunum í Herjólfsdal. Örvænting í andliti stúlkunnar í hægra horninu niðri lýsir vel viðbrögðum fólks. Jóhann Friðfinnsson verður gestur Kjartans Bjömssonar í þættinuni Kvöldsiglingu á Útvarpi Suður- lands fm 96,3 í kvöld kl. 22.00 en þátturinn er endurtekinn á sunnu- dagsmorgun kl. 11.00. I frétta- tilkynningu segir að Jói. senr nýlega var sendur í úreldingu. sé hvergi banginn við sitt nýja hlutskipti og verði fróðlegt og skemmtilegt að heyra í piltinum sem er 70. viðmælandi þáttarins. Tjaldsvæðinuí Herjólfsdal lokað I kjölfar jarðskjálftanna síðustu daga hefur verið ákveðið af örygg- isástæðum að loka tjaldsvæði ferðamanna í Herjólfsdal og þjón- ustuaðstöðunni í gamla golfskál- anum. Tjaldstæði verða nú við Þórsheinrilið og verða áfram í um- sjá Björgunarfélagsins og skáta eins og verið hefur. Þá cr unnið að því að koma upp aðstöðu til þjónustu við ferðamenn á nýja svæðinu við Þórsheimilið. Upplýsingasími fyrir tjaldsvæðið er 692 6952. Færri færslur Drátt fyrir skjálfta Færslur í dagbók lögreglu í vikunni voru 160 talsins eða nokkru færri en í vikunni þar á undan, þrátt fyrir jarðskjálftann sem reið yllr á laugardag en þá var í mörg horn að h'ta hjá lögreglumönnum. Vegin- um inn á Eiði var strax lokað og verður hann lokaður um einhvern tíma, en í skjálftanum í fyrrinótt hrundi enn úr Klifinu niður á veginn. Þá var lokað fyrir umferð um Herjólfsdal eftir skjálftann á laugardag og verður væntanlega svo áfrant eftir síðustu atburði. Lögreglan fer fram á það að fólk sé ekki á ferli í Dalnum og við Klifið vegna hættu á grjóthruni. Þrírgístuhjá lögreglu Á aðfaranótt föstudags fengu þrír menn að gista fangageymslu lög- reglu. Voru þeir grunaðir um að hafa velt á hliðina bifreið sem var á stæði milli Brimness og ÁTVR. Vitni að þessum aðförum tilkynnti atburðinn til lögreglu sem handtók þremenningana. Var tekin af þeint skýrsla þegar af þeint var runnin víman, en allir voru þeir nokkuð ölvaðir. Málið telst upplýst. Aukióatvinnuleysi I gær voai 29 skráðir atvinnulausir hjá Atvinnumiðlun Vestntannaeyja. Hefur tala þeirra nokkuð aukist frá því í maí en um sama leyti í maí voru 23 skráðir atvinnulausir. Atvinnuleysi í maí var mun meira nú en í fyrra. Þá var fjöldi skráningardaga í Vestmannaeyjum 76 en í ár hefur Ijöldi þeirra meira en sexfaldast. frá því í fyira, og var í maí sl. 484 dagar. Þrírkærðir Aðeins lágu þrjár kærur fyrir efúr síðuastu viku vegna umferðarmála. Vom þær allar vegna vanrækslu á að færa bifreiðir til skoðunar. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar og Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og lögreglustjóri voru ánægðir með viðbrögð björgunaraðila og lög- reglu þegar jarðskjálftinn reið yfir á laugardaginn. Sjálf almanna- varnanefndin var komin á lög- reglustöð aðeins nokkrum mínútum eftir skjálftann og sama gilti um lögreglumenn á frívakt og félaga í Björgunarfélaginu. „Eg held að þessi viðbrögð sýni að við höfum komið okkur upp mjög góðu kerfi. í almannavamanefnd situr fólk frá öllum stofnunum og félögum sem með einum eða öðrum hætti koma að björgun,“ sagði Guðjón. Karl Gauti tók undir með Guðjóni og sagði að athyglin hefði strax beinst að Herjólfsdal vegna 17. júní hátíða- haldanna. „Sjálfur sá ég Blátind þegar ósköpin byrjuðu og fór ég strax þangað og þá voru bæði lögregla og Björgunarfélagið komið á staðinn," sagði Karl Gauti og það er sameigin- legt álit beggja að kerfið hafi staðist prófið. Þó töldu þeir óviðunandi að ekki tókst að koma rafmagni á fyrr en eftir klukkutíma á laugardaginn en í seinna skiptið hafi rafmagnið komið á eftir 15 mínútur. Fljótlega fór flugvél með lögreglu- mann innanborðs til að svipast um eftir fólki sem hugsanlega væri í sjálfheldu í fjöllum eða björgum. Eftir að ljóst var að allir komust heilir úr Dalnum var farið að huga að öðru fólki. Stelpumar í 5. flokki Breiðabliks sem lentu í hmninu í Spröngunni og fylgdarfólk fengu þá áfallahjálp sem beðið var um. Var bmgðist mjög skjótt við af fagfólki. , Jriargir héldu að upptökin væm hér undir og það tók tíma að sannfæra fólk um að um væri að ræða atburði sem áttu upptök uppi á landi,“ sagði Karl Gauti. Væntanlegir em sérfræðingar til Eyja til að gera úttekt á fjöllunum í Þau eru ófá bréfin sem gengið hafa milli Odds Júlíussonar og bæjar- yfirvalda á síðustu árum og hafa þau komist upp í að skipta hundruðum á ári. Nú sér fyrir endann á þessum stífu bréfa- skiptum því í síðustu viku gerðu aðilar með sér samkomulag um að létta alla verulega á bréfaskriftum. Oddur hefur í skjóli upplýsinga- laganna sent bréf til bæjaryfirvalda með íyrirspumir um alla mögulega og ómögulega hluti. Var hrifning starfs- manna bæjarins og bæjarfulltrúa oft í lágmarki og var hlaupin kergja í málið þar sem hvomgur vildi vægja. Nú kringum bæinn ásamt lögreglu og Björgunarfélagsmönnum. Komi til einhverra aðgerða til að verjast hruni segja þeir eðlilegt að Ofanflóðasjóður komi þar að. Nefna þeir sem dæmi að vamargarðurinn með veginum inn á Eiði hafi tekið a.m.k. 50 - 60% þess grjóts sem hmndi úr Klifinu. Ymis atriði em til skoðunar, eins og t.d. hvað skuli gera vegna þjóðhátíðar sem hefst 4. ágúst nk. Strax var ákveðið að loka Heijólfsdal og fleiri svæðum vegna hættu á öðmm skjálfta sem sýndi sig að vera nauðsynleg ráðstöfun þegar seinni skjálftinn reið hefur Oddur gert samkomulag við bæinn sem felur í sér að hann fær sendar allar fundargerðir bæjarráðs, bæjarstjómar og nefnda. Ekki verður fárast yfir því þó ein og ein fyrirspum frá Oddi detti inn fyrir þröskuldinn á Ráðhúsinu. í samtali við Fréttir sagðist Oddur vera feginn að samkomulag skuli hafa náðst. „Þetta er um leið viðurkenning þeirra á upplýsingaskyldunni eins og ég hef fengið staðfest bæði af úrskurðamefnd um uppýsingalögin og umboðsmanni Alþingis. Þetta er líka staðfesting á því að ég hafði rétt fyrir mér. Auðvitað hefði maður getað farið yfir. „Það er ákveðið að Jónsmessu- gleði sem vera átti í Dalnum færist í Skvísusundið og em allir sáttir við það,“ sagði Guðjón. „Það er ennþá langt í þjóðhátíð og við skulum sjá hverju fram vindur. Það getur farið svo að grípa verði til einhverra ráðstafana," sagði Karl Gauti. Þeir vildu að líka benda á að varasamt er að príla í skriðum og benda bömum á að vera ekki að leika sér í tækjunum inni í Dal. „Það er líka nauðsynlegt að að fólk ræði þessi mál innan fjölskyldunnar. í hart en ég held að það sé affarasælla að lifa í sátt við guð og menn þó menn séu ekki alltaf sammála," sagði Oddur. Páll Einarsson bæjarritari, sem oftast hefur fengið það hlutverk að svara Oddi, tók í sama streng. „Auð- vitað var Oddur oftast í fullum rétti en það má segja að þetta hafi verið heldur mikið af hinu góða. Það verður líka að virða það við Odd að hann hefur áhuga á málefnum bæjarins sem er bara af hinu góða. Nú lít ég svo á að ágreiningurinn sé úr sögunni og það er ákveðinn léttir fyrir báða,“ sagði Páll. Það getur verið gott að koma sér upp ákveðnum stað í húsi eða úti við þar sem fjölskyldan getur hist verði fólk viðskila eftir náttúmhamfarir. Mesta og kannski eina hættan sem við Eyjamenn stöndum frammi fyrir í jarðskjálftum er nálægðin við fjöllin og við því þarf að bregðast,“ sagði Karl Gauti. Að lokum vildu þeir félagar koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við aðgerðir í skjálftanum og bæjarbúum almennt fyrir að sýna súllingu og rétt viðbrögð. Réð- ust á golf- hjól Á aðfaranótt laugardags var brotist inn í tækjageymslu við Golfskálann og þar unnar skemmdir á þremur rafdrifnum golfhjólum sem eldri kylfingar í GV eiga. Lögregla hvetur þá aðila, sem þarna vom að verki, til að gefa sig fram og gangast við verknaðinum en þiggur einnig allar upplýsingar um gmnsamlegar mannaferðir á þessu svæði á aðfaranótt laugardags. FRETTIR 8 Utgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Heijólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Oddurog bærinn sættast

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.