Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 22. júní 2000 BokvHiga^and Eva Luna er ekki lögga Einhvem veginn bjóst ég við því að ívar vinur minn myndi ekki leita langt yfir skammt, með því að tilnefna mig bókaorm vikunnar. Enda er maðurinn þekktur fyrir sínar skyndilausnir, samanber eldfasta timbrið í Elliðaey! (Sjá orðspor). Ég gerði mikið af því að lesa á unglingsárunum og las þá aðallega spennusögur, en einnig Aldar- bækurnar og Þjóðsögur Jóns Arna- sonar sem pabbi átti heima. Þegar maður var í skóla var maður skyldaður að lesa Atómstöðina eftir Halldór Laxnes og ekki get ég sagt að það hafí verið skemmtileg lesning og hef ég því látið slíkar „eðal“ bók- menntir eiga sig. Eitthvað hefur lesturinn minnkað með aldrinum og verð ég að játa það að ég hef ekki lesið mikið á undanfömum árum, en þó kemur fyrir að maður kíki í bók öðm hverju. Helst verða þá fyrir valinu bækur af léttara taginu, spennusögur og sögur með skemmtilegum mannlýsingum, svo sem sögumar eftir Einar Kárason. Reyndar var ég svo heppinn fyrir nokkrum árum að Ólafur bróðir gaf mér nokkrar kiljur, sem hann þurfti að losna við vegna flutninga. Þar voru meðal annars bækur eftir Isabellu Allende. Fyrst las ég Evu Lunu, sem er ekki um þreytta löggu hér í bæ, þó nafnið gæti bent til þess, heldur um stúlku sem elst upp við erfiðar og furðulegar aðstæður og styttir sér og öðmm stundir með því að segja sögur. Mjög góð bók. Einnig las ég Ast og skuggar, eftir sama höfund sem er ekki hefðbundin ástarsaga, þrátt fyrir nafnið. Sagan gerist á tímum ógnarstjómar hersins í ótilgreindu Suður-Ameríkuríki og þó að hún greini frá hræðilegum at- Stefán Erlendsson er bókaunnandi vikunnar burðum, er hún einnig mjög skemmtileg lesning. Eitthvað hafa síðustu bókaormar verið að blanda ensku knattspymunni inn í sína pistla. Ég get það svo sem líka og minni á að ein besta mynd sem ég hef séð er Fever Pitch, sem gerð var eftir samnefndri bók, sem fjallar um eldheitan stuðningsmann Arsenal og vakti athygli mína á höfundi hennar, Nick Homsby. Síðan hef ég lesið aðra bók eftir hann, About a boy. Virkilega skemmtileg bók, Full af húmor og skemmti- legheitum og mæli ég eindregið með henni. Ég held að það sé kominn tími til að næsti bókaormur verði ekki Elliðaeyingur, enda held ég að menn séu búnir að fá nóg af því að geta ekki lesið um aðra en Elliðaeyinga og Keikomenn í hverju blaðinu á fætur öðm. Því skora ég á vinnufélaga minn, Óskar Ólafsson, að vera næsta bókaorm. Hann er hafsjór af fróðleik og eflaust víðlesinn, enda kallaður alfræðiorðabókin. T.d. er varla til sá skipstjóri á landinu sem hann þekkir ekki og ég held svei mér þá að hann hafi róið með þeim flestum. Mér brá hræðilega Velheppnuðu Pæjumóti lauk á sunnu- dag. Aldrei slíku vant var veður með þokkalegasta móti ef frá er skilinn föstudagurinn en á móti kom sú einstæða og kannski óskemmtilega lífsreynsla að fá jarðskjálfta í miðjum fótboltaleik. Eyjamaður vikunnar er ung og upp- rennandi fótboltastúlka úrÍBV. Fullt nafn? Heiða Ingólfsdóttir. Fæðingardagur og ár? 7. september 1991. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý hjá pabba og mömmu, Ingólfi Arnarssyni og Betsý Kristmannsdóttur. Ég á einn bróður og tvær systur. Menntun og starf? Ég var í 3. MP í vetur og æfi fótbolta í sumar. Laun? Passa stundum fyrir mömmu og fæ þá aura fyrir það. Bifreið? Ég á enga ennþá en langar í Ford þegar ég verð komin með próf. Helsti galli? Svolítið fljótfær. Helsti kostur? Yfirleitt í góðu skapi. Uppáhaldsmatur? Kjúklingur. Versti matur? Slátur. Uppáhaldsdrykkur? Kalt Pepsí frá pabba. Uppáhaldstónlist? Skítamórall er skemmtileg hljómsveit. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila fótbolta. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til í herberginu mínu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa nýja markmannshanska og hugsa svo málið. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Ég hugsa eiginlega ekkert um stjórnmál. Uppáhaldsíþróttamaður? David Beckham. Ég held með Manchester United. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Skriðdýrin. Uppáhaldsbók? Fagri Blakkur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Kurteisi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Stríðni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmanna- eyjar. í hvaða flokki spilar þú? 6. flokki hjá Ernu Þorleifs, besta þjálfara í heimi. Ég byrjaði fimm ára í fótbolta og spila núna aðallega sem markmaður. Hvernig gekk ykkur á mótinu? Mjög vel. Við unnum gullverðlaun í 6. flokki B. Hvernig varð þér við þegar jarðskjálftinn kom? Mér brá hræðilega. Þetta var í miðjum leik á móti ÍBV B2 og hann var flautaður af. Við vorum að vinna 3-0. Hver var eftirminnilegasti leikurinn á mótinu? Þessi leikur, jarðskjálftaleikurinn. Ætlar þú að halda áfram að spila fótbolta? Já. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig. Heiða Arnarsdóttir er Eyjamaður vikunnar Nýfæddir________ * Vestmannaeyingar Þann 17. apríl eignuðust Gyða S. Halldórsdóttir og Hafliði Ingason dótturina Anítu Sil'. Sú stutta, sem hér er í fangi mömmu sinnar var 14 merkur og 51 sm. ©rðTspor ívar Atlason, bókaunnandi síðustu viku og Elliðaeyingur er maður sem er ekkert að velta hlutunum of mikið fyrir sér, heldur drífur hlutina af í einum grænurn. Út í Elliðaey er grill eitt mikið og í ferð einni með fjölskyldunni var ákveðið að grilla. Að sjálfsögðu tók fjölskyldufaðirinn hlutverk grillara að sér. Eitthvað fannst honum kolaskúffan vera of langt undir grindinni og til að fá rneiri hita ákvað hann að hækka skúffuna með því að setja eitthvað undir hana. ívari leist mjög vel trébakka sem notaðir eai undir heita steina þegar elduð er steinasteik og skellti þeim undir kolaskúffuna og kveikti svo í kolunum. Eftir stutta stund skíðlogaði nýja undirstaðan. Þegar Ivar (sem er tæknifræðingur og slökkviliðsmaður) var spurður hvemig honum hefði komið þetta snjallræði í hug sagði hann: -Ég hélt að þetta væri ELDFAST timbur!!! I síðustu viku gerðu einhverjir ópaittnir aðilar sér að leik að brjóta stóra hurð á geymsluhúsnæði í eigu einnar af stofnunum bæjarins. Höfðu þeir tekið traustataki traktor sem þeir notuðu til verksins. Ekki hafðist uppi á hurðabtjóntm þessum en forstöðumaður stofnunarinnar hugsaði þcim jDegjandi þörfina ef hann næði í skottið á þeim og lét gera við hurðina. Síðdegis á laugai’dag var hann við störf á vinnustað sínum og þóttist þá verða var við að pörupiltamir væm komnir á kreik að nýju þar sem húsið nötraði og skalf. Slík og þvílík voru lætin að hann ætlaði ekki að komast út að glugga og datt helst í hug að brotamennimir hefðu orðið sér úti um jarðýtu til að bijóta niður hurðina. Raunar komst hann að hinu rétta þegar hann leit út um gluggann og horfði á vænan hluta af Klifinu velta niður Hlíðabrekkumar í jarðskjálfta 17. júní. Hafði hann orð á að þar hefðu löggæslustörf sín farið fyrir lítið. Á dofinni 23. júní Eðalferð með PH-Vikina. Veitingar, söngur og gleði í frábærrí fero. 23. júní Jónsmessugríllveisla í Skvísusundi á vegum ÍBV -íþróttafelags. 23.-24. júní Námskeið ökuskóla Vestmannaeyja (s.hl.) 23.-29. júní Sæluvika húsmæðra á Laugarvatni 25. júní Stárleikur ÍBV - KR í Landssímadeildinni kl. 14.00 20. júlí Stódeikur ÍBV - IA í Landssímadeildinni. IBV sigur og ekkert annað 22. júlí Sumarstúlkukeppni í Eyjum haldin á Höfðanum 30. júlí Konungur Noregs afhendir Davíð Oddssyni íorsætisráðherra Stafkidcjuna, og Davíð afhendir hana biskupi Isfands Kadi Sigur- bjömssyni til vígslu. Mikið fjör á Skansinum 4. 5. og 6. ágúst Þjóðhálíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma því

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.