Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Síða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 22. júní 2000
Stórar sprungur hafa
myndast í Klifinu
-Mannvirki þar ekki í bráðri hættu en leiðin upp er orðin stórhættuleg og
rafstrengur og Ijósleiðari eru í verulegri hættu, segir Jón Sighvatsson.
Landslag á Klilínu hefur tekið
verulegum breytíngum eftir þá tvo
skjálfta sem riðið hafa yfir með
skömmu millibili. Nær allt
fjarskiptasamband við Eyjar fer
fram gegnum stöðvar á Klilinu,
svo og eru þar móttökustöðvar
útvarps og sjónvarps. Mikið er
því í húfi að þau tæki séu ekki í
hættu.
Jón Sighvatsson, frá Asi, þekkir
öðrum betur til Klifsins og þess
búnaðar sem þar er en hann hefur
árum saman séð um viðhald og
viðgerðir á búnaðinum og á ófáar
ferðirnar upp á Klif.
Jón segir að í laugardags-
skjálftanum hafi mikið hrunið úr
Klifinu en auk þess hafi sprungur
myndast uppi á fjallinu, aðallega
norðan og vestan til og sömuleiðis
nálægt mannvirkjunum. Til að
mynda hafi undirstöður undir
möstrum sigið um heilan metra.
Jón segir að eftir skjálftann í
fyrrinótt hafi hann átt von á því að
enn hefði gliðnað í þeim sprungum
og jafnvel að stór stykki hefðu
hrunið að norðanverðu.
„Við fórum upp í gær og ástandið
uppi hefur lítið sem ekkert breyst
við seinni skjálftann, sprungurnar
þar hafa ekkert stækkað. Við
settum ný stög á þau möstur sem
hætta var á að gætu gefið sig og
njörvuðum þau vel þannig að
búnaðurinn á ekki að vera í hættu.
Aftur á móti hefur seinni
skjálftinn gjörbreytt landslaginu
sunnan til í Kfifinu þar sem leiðin
upp er og í gær lá við að ég
kannaðist ekki við mig lengur.
Leiðin er orðin stórhættuleg því að
stór björg hanga ofan hennar, mér
Iiggur við að segja á Iyginni einni,
og geta farið af stað hvenær sem
er. Eg vil eindregið vara fólk við
því að vera þar á ferli, það er held
ég bara tímaspursmál hvenær
þetta hrynur,“ segir Jón.
Þá segir Jón ennfremur að þótt
sjálf mannvirkin á Klifinu séu ekki
í yfirvofandi hættu þá telji hann að
bæði rafstrengurinn upp á Klif,
svo og ljósleiðarinn, séu í
töluverðri hættu ef áðurnefnd
björg hrynja. „Þær leiðslur gætu
hæglega farið í sundur í slíku
hruni," sagði Jón Sighvatsson.
HÉR sést hvernig kapallinn
gúlpar frá mastrinu að
neðanverðu en mastrið hefur
sigið um einn metra.
SPRUNGURNAR í norðvesturhlutanum á Klifinu eru ógnvekjandi en þær mynduðust í skjálftanum á
laugardaginn. Þær breyttust lítið í seinni skjálftanum.
SPRUNGURNAR liggja nálægt mannvirkjunum á Klifinu og hafa undirstöður mastra sigið um allt að
metra. Ljósm. Jón Sighvatsson
Oftúlkun á EES-samþykktum eða sparnaður?
Bannar ekki vinnu 13 ára
í bréfi til foreldra bama sjöunda
bekkjar frá félagsmálaráði er þeim
tilkynnt að böm þeirra fái ekki vinnu
í Vinnuskóla bæjarins eins og verið
hefur undanfarin ár. Er því borið við
að vegna ákvæða um vinnuvemd
bama sé óheimilt að bjóða sjöundu
bekkingum störf við vinnuskólann
eins gert hefur verið. Er lögð áhersla á
að miðað sé við afmælisdag en ekki
fæðingarár. Þar stendur hnífurinn í
kúnni, því það er ekkert í ákvæðum
EES sem bannar vinnu 13 ára bama
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Aftur á móti er ekki gert ráð fyrir því
að tólf ára böm stundi vinnu.
Eins og komið hefur íram í Fréttum
ákvað bæjarstjóm þess í stað að bjóða
sjöundubekkingum upp á tvö tveggja
vikna ævintýranámskeið í sumar. I
bréfinu er sagt að samkvæmt
upplýsingum Vinnueftirlitsins sé ekki
hægt að hnika til ákvæðinu þannig að
miðað sé við fæðingarárið en ekki
fæðingardag eins og reglugerðir
kveða á um.
Með aðild sinni að EES hafa
íslendingar skuldbundið sig til að
hrinda í framkvæmd ákvæðum ESB á
sviði aðbúnaðar, hollustu og öryggis á
vinnustöðum og ákvæði um vinnu-
vemd bama. I samræmi við það var
gefin út reglugerð nr. 426 1999 um
vinnu bama og unglinga undir 18 ára
aldri.
Samkvæmt reglugerðinni er
óheimilt að láta ungmenni vinna ýmis
störf. meðhöndla hættuleg efni, starfa
við sprengingar svo eitthvað sé nefnt.
Þá má ekki ofgera þeim með
erfiðisvinnu og vinnutími skal vera
hóflegur.
I fimmta kafla laganna er fjallað
um ráðningu barna á aldrinum 13 til
15 ára eða þeirra sem em í
skyldunámi. Þeir sem falla undir
þennan kafla mega aðeins vinna
hættulaus störf af léttara taginu.
Forsenda fyrir því er að slík vinna
ógni ekki öryggi bama og heilbrigði.
Börn mega hvorki vinna við eða í
nálægð við vélar eða hættuleg efni né
lyfta þungum byrðum.
Sjötti kaflinn fjallar um störf
ungmenna 13 ára og eldri í vinnu-
skólum sveitarfélaga. Þar segir að
ráða megi 13 ára og eldri til léttra
starfa á sumarleyfistíma skóla þegar
vinnan er hluti af fræðilegu og
verklegu námi. Slík vinna takmarkast
við störf sem koma fram í viðauka
fjögur sem er listi yfir störf sem
krakkamir mega vinna. Má þar nefna
létta fóðmn, hirðingu og gæslu dýra,
hreinsun illgresis, gróðursetningu,
hreinsun gróðurbeða, gróðurvinnu,
rakstur eftir slátt og aðra sambærilega
létta garðavinnu. Einnig mega þau
vinna létt fiskvinnslustörf, t.d. við
röðun eða flokkun án véla, létt störf í
sérverslunum og stórmörkuðum,
móttöku á léttum vömm, málning-
arvinnu og íúavöm með
umhverfis-vænum efnum.
Ymislegt fleira er talið upp sem
krakkamir mega starfa við og em
heimildir mun rýmri en ætla mætti.
Það er því ekki við EES að sakast að
sjöundu bekkingar fá ekki vinnu við
Vinnuskóla bæjarins heldur er það
ákvörðun bæjaryfirvalda að mismuna
ekki krökkunum eftir fæðingardegi
heldur láta fæðingarárið ráða.