Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 18
Fréttir Fimmtudagur 22. júní 2000 Fyrsti hluti kristnihátíðar hófst um síðustu helgi Þúsund ára kristni minnst á Skansinum Síðastliðinn sunnudag var haldinn fyrsti hluti kristnihátíðar í Eyjum en 18. júní árið 1000 er talið að Hjalti og Gizur hati fært á land í Vestmannaeyjum smíðavið sem Noregskonungur hati getið til að reisa fyrstu kirkju á Islandi. Til stóð að halda hátíðina á Hörgaeyri undir Heimakletti en í kjölfar jarðskjálftans daginn áður, á lýðveldisdaginn, var ákveðið að færa sig um set í Skansvirkið. Dagskráin hófst við Landakirkju og að lokinni bæn, ritningarlestri og söng var gengið út á Skans en fyrir göng- unni fóru skátar og félagar úr Lúðra- sveit Vestmannaeyja. í Skansavirkinu var Kristnihátíð í Vestmannaeyjum formlega sett af Jóhanni Friðfinns- syni, formanni framkvæmdanefndar hátíðarinnar. Að lokinni súpuskál var gengið til messu sem hófst kl. 12 og þjónuðu prestar Landakirkju fyrir altari en um söng og undirleik sáu Litlir lærisveinar, Hátíðarkór Vest- mannaeyja og félagar úr Lúðrasveit- inni. Auk þátttöku í hefðbundnum messuliðum tóku gestir þátt í að útbúa mynd af stafkirkjunni úr náttúrulegum efnum svo sem hraunmolum, grasi og smáblómum sem gestir fundu sér í umhverfinu. Einnig var hægt að skrifa niður bænir og senda út í heim með flöskuskeyti eða senda kveðjur með tölvupósti úr fartölvum og endur- speglaði það skemmtilega hinn gamla og nýja tíma. Um 400 manns tóku þátt í þessari fyrstu kristnihátíð sumarsins í Eyjum í góðu veðri og rituðu nafn sitt í gesta- bók úr sauðskinni sem verður varð- veitt. Horft inn í kórinn, f. v. séra Bára Friðriksdóttir, Sigurfinnur Sigurtinns- son meðhjálpari, séra Kristján Björnsson, Snorri Oskarsson forstöðum. Hvítasunnusafnaðarins og Eric Guðmundsson forstöðum. aðventista. Finnur meðhjálpari fylgist með ungum lærisveinum sínum við að undir- búa altarið fyrir messuna. pj i i) ., Fjöldi bæjarbúa og gestir tóku þátt í útimessunni í afbragðsgóðu veðri Skátar fara fyrir göngufólki upp brekkuna hjá Fesinu. Jóhann Friðfínnsson flutti ávarp og setti hátíðina eins og honum er einum lagið. Davíð Guðmundsson í Tölvun aðstoðar gesti við að senda vinum og ættingjum kvcðju frá samkomunni í tölvupósti. Skanssvæðið er orðið hinn ákjósanlegasti staður til útivistar enda hefur á undanförnum árum verið unnið markvisst að endurbótum á því.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.