Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Síða 19
Fimmtudagur 22.júní2000
Fréttir
19
Tilkynning
frá Almannavamanefnd Vestmannaeyja
vegna yfirstandandi jarðskjálfavirkni á Suðurlandi
Forvamir og viðbrögð við jarðskjálfta
Almannavamanefnd Vestmannaeyja vill brýna fyrir fólki að kynna sér leiðbeiningar í símaskrá um forvamir og viðbrögð við
jarðskjálftum. Þessar leiðbeiningar er að finna framarlega í símaskránni og em síðumar merktar rauðum kanti. Fólk er beðið að gera
ráðstafanir á heimilum og vinnustöðum sem geta komið í veg fyrir slys og takmarkað tjón og em leiðbeiningamar með grænu letri
undir fyrirsögninni Jarðskjálftar. Margar þessar ráðstafanir eiga ávallt við. Gott er að huga að hvort rafhlöður í útvörp og vasaljós séu
til staðar og treysta húsgögn sem fallið geta og koma lausum munum fyrir á ömggari stöðum.
Viðbrögð við jarðskjálfta sem stendur yfir, er með rauðu letri og er fólk hvatt til að kynna sér þau vel svo og fyrstu aðgerðir eftir
jarðskjálfta.
Heimili og vinnustaðir em hvattir til að taka sig saman um viðbrögð og foreldrar skýri rólega fyrir bömum sínum hvað sé um að vera
og geri áætlun með þeim um viðbrögð og hvar þau skuli hittast, ef snarpur skjálfti kemur.
Það em tilmæli frá nefndinni að ekki eigi að fara að nauðsynjalausu á ijöll eða í skriður á meðan á skjálftavirkninni stendur. Forðast
á að vera undir bröttum hlíðum og þar sem gijót getur fallið niður.
Fylgist með fféttum um jarðskjálftavirknina og hvar líkur séu á næstu skjálftum. Því stærri sem skjálftamir em og þeim mun nær
sem þeir em má búast við öflugri áhrifum á íjöll og mannvirki.
Sjá nánar dreifibréf Almannavamanefndar í matvöruverslunum.
Viðbrögð við hræðslu eða áfalli
Eðlilegt er að böm og fullorðnir upplifi hræðslu og sálrænt umrót við óeðlilegar aðstæður og finni fyrir ýmsum streituviðbrögðum.
Oftast líður þetta hjá á nokkmm dögum og vikum. Ef ekki, er æskilegt að leita sér aðstoðar með tilfinningalega úrvinnslu til fagaðila;
lækna, hjúkmnarfólks, sálfræðinga og presta.
Mikilvægt er að tala um atburðinn og að fullorðnir fræðist um orsakir og við hveiju megi búast. Tala þarf við bömin og skýra
atburðinn fyrir þeim á þann hátt sem hentar þroska þeirra, en varast að vekja með þeim frekari ótta. Gott er að fara yfir með þeim um
viðbrögð, t.d. hvað þau skuli gera ef foreldrar em ekki nálægir, t.d. hvar þau geti hitt þau.
Kynningarfundur um jarðskjálfta og viðbrögð
Almannavamanefnd Vestmannaeyja heldur opinn fund um jarðskjálfta og viðbrögð við þeim í dag, fimmtudaginn 22. júní, kl.
18:00 í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Fundurinn hefst á stuttum inngangserindum og síðan munu nefndarmenn ásamt
sérfræðingum um þessi eftú svara fyrirspumum fundargesta.
Almannavamanefnd Vestmannaeyja
FRÁBÆRT NVtt símanúmer
ÞAKEFNI 488 7000
Aluma-chron erfljótandi gúmmíefni sem myndar sterka teygjanlega kápu yfir fyrirliggjandi klæðningu og er mjög seltuþolið. Hentar vel á járn, þakpappa, asbest og steinsteypu. Fax 488 7010 -efri hæð Fax 488 7111 -neðri hæð
Pace ísland ehf. Sími 699 7280 Fax 587 3940 netfang: pace@mmedia.is Beinn sími þjónustufulltrúa 488 7030
ÍSLANDSBANKI FBA
9 ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI