Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Síða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Síða 23
Fimmtudagur 22. júní 2000 Fréttir 23 Knattspyrna, Landssímadeild kvenna: IBV 1 - KA/Þór 0 Nauðsynlegur sisur hjá stelpunum ÍBV tók á móti sameiginlegu liði Þórs og KA á þriðjudag og bjuggust flestir við frekar auðveldum sigri ÍBV. Eyjastelpur sigruðu að vísu í leiknum 1-0 en eins og tölumar gefa til kynna var sigurinn ekki alveg eins öruggur og flestir vildu. Eftir að hafa tekið völdin á miðjunni á vellinum, hófust sóknarað- gerðir ÍBV sem strax á 10 mínútu báru árangur þegar Hjördís Halldórsdóttir skoraði með þrumuskoti af 20 m. færi. Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu heimakonur nánast stanslaust enda lék ÍBV undan sterkum austan vindi í fyrri hálfleik og er óhætt að segja að gestimir hafi varla komist fram yfir miðju vallarins. Þrátt fyrir að sækja töluvert meira þá náðu heimastúlkur ekki að auka forskotið og staðan í hálfleik því 1-0 fyrir ÍBV. Seinni hálfleikur var svo einn sá allra lélegasti af hálfu ÍBV í sumar. Liðið brast þolinmæði og gestimir komust meira og meira inn í leikinn. Ekki munaði miklu að Þór/KA jafhaði leikinn rétt fyrir leikslok en Petra Bragadóttir í markinu var vel með á nótunum og sá um að landa 1-0 sigri ÍBV gegn Þór/KA. „Ég er mjög ánægður með stigin þrjú sem við fengum héma í kvöld,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn. „Ég var alveg fullviss um það að Þór/KA gæti strítt okkur héma og þær gerðu það svo sannarlega. Hjá okkur vantaði báða framheijana okkar og það var augljóst að við megum illa við því. En eins og ég segi þá er ég mjög ánægður með stigin þijú.“ Mark ÍBV: Hjördís Halldórsdóttir. SIGGA Ása í leik gegn KR í fyrra. ;f RfiM tBV fittthl t’/\t' emmcss HAMPIOJAN Knattspyrna: Sigurlás Þorleifsson spáir í leik meistaraflokks karla ÍBV Sóknin hefur úr litlu að moða Fyrir síðasta heimaleik hjá ÍBV gegn Leiftri spáði Einar Frið- þjófsson að leikurinn myndi enda 2-0 fyrir ÍBV. Einar hafði rétt fyrir sér að einu leyti, núllin voru tvö en mörkin létu á sér standa. Marka- leysið hefur verið að hrjá ÍBV liðið í undanfornum deildarleikjum og því ekki úr vegi að ræða við einn af betri framherjum ÍBV, Sigurlás Þorleifsson og spyrja hann út í ÍBV liðið en eins og allir vita þjálfaði Sigurlás liðið á árunum 1989-1992 og kom þeim upp í efstu deild. Ertu ánægður með ÍBV liðið það sem afer sumri? „Já, svona þokkalega sáttur. Mér finnst leikur liðsins hafa legið upp á við frá því á síðasta tímabili þó að liðið hafi kannski ekki spilað illa í fyrra. Mér finnst liðið fh'skara í ár en maður sér þó alltaf að strákamir hafa ekki enn náð að stilla saman strengi sína og ég tel að liðið eigi töluvert inni. Þótt ÍBV sitji í fimmta sæti eftir sex umferðir þá er stutt í toppinn og við getum náð KR að stigum ef við sigmm þá héma heima. En mér frnnst við vera tapa of mörgum stigum á móti lakari liðum, eins og Fylki og Leiftri en þar töpuðust Ijögur mjög dýrmæt stig.“ Finnst þér eitthvað hafa komið þér á óvart í leik liðsins? „Nei, ég er reyndar ekki búinn að sjá alla leiki liðsins í sumar en ég held égverðiaðsegjanei. Þaðsemmaður bjóst við að yrði sterkasti hlekkur liðsins í sumar hefúr staðist, en það er vamarleikurinn og markvarslan en ÍB V hefúr fengið næstfæst mörk á sig í deildinni. Það sem kannski ekki hefur gengið upp er markaskorun þó að ÍBV sé búið að skora næstflest mörkin í deildinni þá kom helming- urinn af þeim á móti Keflavík. En ég hef trú á því að þetta eigi allt eftir að smella saman hjá liðinu fljótlega. Það er kannski bara of hugmyndasnautt í sóknaraðgerðum sínum." Þá komum við að sóknarleik liðsins sem hefur eins og þú segir ekki gengið upp, hefur gamli landsliðsframherjinn einhver ráð handa IBV? „Það er kannski rétt að taka það fram að það er alls ekki bara við sóknarmenn ÍBV að sakast, heldur hefur miðjan ekki náð að sýna sitt rétta andlit í sumar. Sóknarmennimir hafa ekki fengið úr miklu að moða í byijun móts, nema kannski á móti Keflavík og Leiftri en einmitt á móti Leiftri hefði sóknarparið átt að skora mörk. En eins og ég segi þá er það mín tilfinning fyrir þessu að IBV eigi mikið inni og ef úrslitin úr næstu tveimur leikjum verða hagstæð þá mun gagnrýni á liðið minnka." Nœsti leikur er gegn Breiðabliki á útivelli í kvöld, hvemig heldur þú að sá leikurfari? „Það er fyrir öllu að vinna leikinn og hann á að vinnast. Breiðabliki hefur gengið illa í síðustu tveimur leikjum og þeir munu eflaust verða erfiðir heim að sækja. Ég held að við töpum leiknum ekki, kannski mis- stígur liðið sig enn einu sinni og jafntefli verða úrslitin en ég hallast þó frekar að þvi að ÍBV sigri annað hvort 0-1 eða 1-2.“ Og svo er einn af stórleikjum sumarsins þegar KR-ingar koma í heimsókn á sunnudaginn. „Já, þetta verður hörkuleikur. Þetta em náttúrulega KR-ingar og þeir em tvöfaldir meistarar en við emm á heimavelli og eigum því að geta gert okkur vonir um sigur. KR-ingar hafa að mínu áliti ekki verið að spila vel að undanfömu og því hallast ég að sigri ÍBV 1-0 en kannski að hann endi 1-1.“ BJARNI Geir Viðarsson hefur náð að stimpla sig inn í í liðið. Er hann í hópi ungra leikmanna sem eru að koma upp hjá IBV. fretnr ú Stoke City til Eyja Ákveðið er að Guðjón Þórðarsson, komi með Stoke City til Vest- mannaeyja laugardaginn 15. júlí næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrá en trúlega munu leikmenn Stoke heilsa upp á kollega sína í meistaraflokki ÍBV og þá er verið að vinna að því að þeir heilsi upp á yngstu leikmennina líka. KFS á mikilli siglingu KFS tók á móti liði ÍH á mánu- daginn og er óhætt að segja að liðið hafi faiið á kostum fyrsta hálftíma leiksins og gjörsamlega yfirspilað slakt lið Hafnfirðinga. Staðan í hálfleik var 6-0, en leikur KFS datt nokkuð niður í seinni liálfleik og lokatölur urðu 8-2. KFS er sem stendur langefst í A-riðli 3. deildar með 10 stig af tólf mögulegum og með markatöluna 19-5. Ljóst er að liðið á nokkuð góða möguleika á að fara upp um deild ef liðið spilar eins og í fyrri hálfleik gegn ÍH. Mörk KFS: Þorsteinn Þorsteinsson 2, Magnús Steindórsson 2, Sindri Grétarsson 2, Heimír Hallgrímsson og Yngvi Borgþórsson. Nokkuð öruggt Á mánudaginn mætti 2. flokkur ÍBV liði Framara á Þórsvellinum. ÍBV hefur verið spáð góðu gengi í sumar og er talið raunhæft að tala um titla. Hópurinn sem ÍBV hefur á að skipa er gríðarlega stór, um 30 strákar og er enn að stækka. Það er því skennntilegt verkefni sem bíður Zeljko þjálfara stníkana, í sumar. Leikurinn var ágætis skemmtun lengst af og unnu strákamir örugglega 3-1. Athygli vakti að enn hefur bæst í fióru ungra leikmanna ofan af landi sem spila í sumar með 2. flokki ÍBV en alls em þeir fjórir. Jónsmessugolf Á laugardag verður hin árlega Jóns- messukeppni ígolfinu. Jónsmessu- keppnin er snærisleikur með léttu yfirbragði þar sem allir heíja leik á samatíma. Keppnin hefst kl. 17. Framundan Fimmtudagur 22. júní Kl. 20.00 Breiðablik-ÍBV Lands- símadeild karla Föstudagur 23. júní Kl. 20.00 ÍBV-ÍA 3.fl. karla Bikar- keppni Kl. 20.00 Haukar-ÍBV Bikarkeppni kvenna. Kl. 20.00 Reynir Sandgerði-KFS Laugardagur 24. júní Kl. 14.00 Valur-ÍBV 3. fl. kvenna Kl. 14.00 Breiðablik-ÍBV 4. fl kaila A- og B-lið Sunnudagur 25. júní Kl. 11.00IBV-ÍA 3.fl. karla Kl. 14.00 ÍBV-KR Landsímadeild karla Kl. 14.00 Haukar-ÍBV 3. fl. kvenna Kl. 14.00 FH-ÍBV 4. fl. karla A- og B-lið Mánudagur 26. júní Kl. 20.00 ÍBV- Þór/Dalvík/Leiftur 2. fl. karla Þriðjudagur 27. júní Kl. 20.00 Stjarnan-ÍBV Lands- símadeild kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.