Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 21. september 2000 Eyjar 2010: Ráðstefnunni ekkert óviðkomandi Frá fyrsta undibúningsfundinum sem haldinn var í Rannsóknasetrinu fyrir viku. frettir Hljóðkerfi og tón- möskvi í Landa- kirkju í fyrsta sinn í 220 ára sögu Landakirkju hefur verið sett upp hljóðkerli í kirkjunni. Um leið var sett upp tónmöskvakerfi fyrir heymarskerta, en það er sérhannað fyrir þá sem nota heyrnartæki. Vegna aldurs kirkjunnar var reynt að vanda valið á hátölurum. Þeir eru felldir undir söngloftið og eru samlitir loftinu. Hljóðnemamir em heldur ekki áberandi, en þeir em þannig staðsettir að vel á að heyrast frá öllum þeim sem þjóna við altarið og í kór kirkjunnar. Sóknar- nefnd Ofanleitissóknar hvetur alla til að kanna með eigin eymm hvemig nýja kerfið virkar og heyra Guðs orð skýrt og greinilega. Sóknamefnd Land;tkirkju. Heilsuefling Mánudaginn 2. október heldur Anna Lea Bjömsdóttir, íþrótta- kennari og verkefnisstjóri heilsu- eflingar í skólum, fyrirlestur í sal Barnaskólans. Umræðuefnið er heilsuefling í leikskólum, vilja foreldrar sjá heilsueflingu á leik- skólunum og er þörf fyrir hana í nútímasamfélagi? Foreldrafélagið á leikskólanum Kirkjugerði stendur fyrir fyrirlestrinum. Aðg;mgur ókeypis og allir velkomnir! Foreldrafélagið hefur verið starfandi síðastliðin fimm ár og hefur stefnt að því að bjóða upp á fyrirlestra sérfróðra um ákveðin málefni sem brenna á uppalendum. Félagið hefur einnig lagt leik- skólanum lið með peningagjöfum og nú síðast voru getin endurskins- vesti til að nota í gönguferðum. Þá stendur félagið árlega fyrir jóla- föndri og vorfagnaði. Litlar skemmdir í norðanbólinu Norðanveðrið, sem gekk yfir á sunnudag og mánudag, olli ekki teljandi skemmdum í Vestmanna- eyjum. Þó var í nokkru að snúast hjá lögreglu vegna þess en eins og einn lögreglumanna orðaði það, þá er allt orðið svo njörvað niður hjá Vestmannaeyingum að skemmdir voni hverfandi litlar. Vitað var að bflskúrshurð fauk upp og rúða brotnaði í íbúðarhúsi en eins og áður segir, ekkert alvarlegt. Núll órósir, eigna- spjöll og þjófnaðir 197 færslur voru bókaðar í dagbók lögreglu eftir sl. viku og er það ívið meira en í vikunni á undan. Hins vegar segir fjöldi færslna lítið um lögbrot og sem dæmi um það þá lágu engar kærui' fymr líkamsárásir, eignaspjöll eða þjófnaði eftir vikuna. Hljóta það að teljast góðar fréttir. Stútur nr. 20 Aftur á móti tóku kærur í umferðinni nokkurn kipp og vom tólf kærðir fyrir slík brot í vikunni. Einn var gmnaður um ölvun við akstur og er hann sá tuttugasti á árinu. Um sama leyti í fyrra höfðu 17 verið teknir fyrir ölvunarakstur. Einn var kærður vegna hraðaksturs, tveir lyrir að leggja ranglega og níu vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Fyrsti undirbúningsfundur fyrir ráðstefnuna Eyjar 2010, sem haldin verður í Týsheimilinu laugardaginn 14. október næstkomandi, var haldinn í Rannsóknasetrinu á timmtudaginn í síðustu viku. Að- standcndur ráðstefnunnar eru Fréttir, Þróunarfélag Vestmanna- eyja, Rannsóknasetur Háskóla Islands í Eyjum og IBV- íþrótta- féjag. Agætis mæting var á fundinn og greinilegt að ungu fólki í Eyjum er umhugað um íramtíð Eyjanna og ekki síður vill það verða virkur þátttakandi í mótun framtíðarinnar. Er ráðstefnan Þingmenn Suðurlands funduðu síðastliðinn fimmtudag vegna stöðunnar sem komin er upp í útboði Herjólfs. Arni Johnsen, þingmaður Vest- mannaeyinga og formaður samgöngu- nefndar, sagði að fundarmenn hefðu ekki séð ástæðu til þess að láta neina ályktun frá sér fara, enda í sjálfu sér engin ástæða til þess. „Hins vegar vom menn sammála um að kostnaðar- áætlun Herjólfs hf. væri raunhæf, miðað forsendur um olíuverð sem þeir gáfu sér." Ámi sagði að kostnaðaráætlun Herjólfs hf. miðaði við verð olíu eins og það er í dag. „Frávikstilboðið miðar við lækkun olíuverðs, en þá lækkar tilboðið úr 325 milljónum niður í 241 milljón á þessum þremur ámm. Mismunurinn er 84 milljónir" Árni benti á að honum virtist sem því kjörinn vettvangur fyrir ungt fólk til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, því það er unga fólkið sem núna er að hasla sér völl í þjóðfélaginu og mennta sig sem kemur til með að vera við stjómvölinn að tíu ámm liðnum. Á fúndinum vom reifuð drög að dag- skrá og hugmyndum sem undir- búningshópurinn taldi nauðsynlegt að taka til gagnrýninnar umræðu á ráðstefnunni. Ráðstefnunni er því ekki ætlað að verða „eintrjáningsleg hlustaðu og þegiðu ráðsteí'na“ heldur vettvangur þar sem unnið verður í hópum og fólk virkjað til skapandi og Samskip ætli að versla við sjálft sig. „í útboðinu er sagt að hægt sé að nota 50% af bfladekkinu í öllum ferðum til vömflutninga. Skipið hefur aldrei verið notað þannig, enda hafa farþegaflutningar og flutningar á bfl- um haft forgang og eiga að hafa það umfram vömflutninga. I þessu er mótsögn sem Vegagerðin virðist ekki hafa áttað sig á. Ef nýta á þessa 50% flutningsgetu í vöruflutningum í öllum ferðum, þá hlýtur að þurfa að minnka framboðið á öðmm flutn- ingum á móti.“ Ami sagði að menn virtust ekki hafa hugsað útboð Herjólfs til enda. „Þetta á ekki síst við um ímynd Vest- mannaeyja, en ég held að mörgum þætti skrítið ef Heijólfur færi að sigla á milli lands og Eyja í litum Samskips,“ sagði Ami. frjórra umræðna og skila að lokum hugmyndum til að skapa það umhverfi sem ungt fólk í Eyjum vill búa í. Ráðstefnunni verður því ekkert óviðkomandi sem áhiif gæti haft á að búa nýjum viðhorfum það sanngimis- pláss sem nauðsynlegt er, hvort heldur það tengist atvinnumálum og við- skiptatækifæmm, mannlífi og menn- ingu, lífsgæðum og nýjum viðhorf'um, samgöngum, ferðamálum, frítíma og svo framvegis. Annar undirbúningsfundur var haldinn í gærkvöldi, nánari fréttir má sjá frá honum á www.eyjafrettir.is Litlar breytingar Starfsemi Tónlistarskólans verður með svipuðu sniði í vetur og undanfarin ár, þó með hliðsjón af nýrri aöalnámsskrá. Engar breytingar verða á starfsliði skólans. Skólagjöld fyrir þetta skólaár verða kr. 24 þús. kr. á ári fýrir fullt nám, 14 þús. kr. fyrir hálft nám og gjald fyrir forskóla 12 þús. kr. Skólagjöld fyrir söngnám verða 20 þús. kr. fyrir hverja önn. Þessi gjöld em miðuð við launavísitölu í ágúst sl. og munu fylgja breytingum á henni. frettir Haustfagnaður 2000 hjá ÁTVR Nú emm við í haustlitunum og kominn tími til að taka fram sam- kvæmisklæðnaðinn. Hinn árlegi haustfagnaður ÁTVR, Kven- félagsins Heimaeyjar og Félags Vestmannaeyinga á Suðumesjum verður haldinn í Akógeshúsinu Sóltúni 3. laugardaginn 30. septem- ber. Húsið verður opnað kl 19.30. borðhald hefst kl. 20.30. Miðaverð er 4000 kr„ en eftir kl. 11.00 1.200 kr. Forsala aðgöngumiða er í Akógeshúsinu miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. september frá kl. 17.00 til 18.30ogáSuðumesjum hjá Brynju Pétursdóttur sími: 422- 7177. Áthugið að sækja verður allai- pantanir fyrir lokun miðasölu þann 28. september. Boðið verður upp á heitt og kalt hlaðborð. Hátíðarræðu flytur Amar Einarsson. Jazzkvartetinn Bamb- inos leikur, veislustjóri er Vignir Sigurðsson, tjöldasöngur og fleira, Hljómsveitin Nátthrafnar leikur fyrir dansi. Fjörutíu ár frá komu Sigurðar VE15 Á mánudaginn kemur eru 40 ár síðan Sigurður VE 15 kom til ís- lands. Smíði skipsins hófst 17. febrúar 1960 og lauk 20. sept- ember. Skipið hélt til veiða þann 27. september sarna ár. Skipið er 985 rúmlestir, 72,51 m að lengd og 10,33 m að breidd. Aðalvél skipsins er Nohab Polar og er 2.400 hestöfl. Skipið er mjög vel tækjum búið og er eitt öflugasta nótaveiði- skip í Evrópu þó það sé 34 ára gamalt. Módel af skipinu í hlut- föllunum 1:50, sem Ti-yggvi Sig- urðsson hefur smíðað. er nú til sýnis í glugga Frétta við Strand- veginn. Óskað svara Guðrún Erlingsdóttir bar á síðasta fundi bæjamáðs fram fyrirspum þar sem hún óskar eftir sundurliðuðum lista yfir alla samningsaðila Vestmannaeyjabæjar. Hún óskar eftir að þar komi fram hvort samið er í heimabyggð, við hverja launanefnd sveitarfélaga semji. hvaða fagfélög sarnið sé beint við, hvaða einstaklingar semji beint við bæjarsjóð, hverjir geti fengið starfsmat og svo annað ef eitthvað er. Bæjarritara var falið að svara þessari fyrirspum. Þá óskaði Guðrún einnig eftir upplýsingum um Skanssvæðið, rekstur stafkirkju, hvað liði ákvörðun um rekstraraðila hennar og hvenær ákvörðun yrði tekin um rekstur Landlystar. Menningarmálafulltrúa var falið að svara þeirri tyrirspum. Ók á Ijósastaur Eitt umferðaróhapp varð í vikunni og átti sér stað á mánudagskvöld á Helgafellsbraut. Þar missti öku- maður stjóm á ökuUeki sínu, endaði það á ljósastaur og hafnaði á toppnum. Hvorki ökumaður né farþegi urðu fyrir alvarlegum meiðslum en ökutækið er illa farið. FRETTIR SM Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. 11 Íþróttirjúlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. II Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. fEi Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Þingmenn Suðurlands funduðu um útboð Herjólfs: Kostnaðaráætlun Herjólfs hf. raunhæf að mati þingmanna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.