Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 21. september 2000 Sviptingar á sjoppumarkaði í Eyjum: Treystum á stuðning heimamanna - segir Einir Ingólfsson, eigandi Isjakans Þessir krakkar gæddu sér á ís og nammi fyrir utan ísjakann og ekki annað að sjá en að smakkist vel. Einir Ingólfsson: „Maður sér þessa þróun í verslun og útgerð. Þetta er alltaf að færast á færri og stærri hendur, og nú er þetta að byrja í sjoppugeiranum, þar sem stórir aðilar eru að troða sér inn á smærri staði á landinu.“ Um þessar mundir er ísjakinn fímm ára. Isjakinn hefur haslað sér völl á sjoppu- og grillmarkaðnum, en þar hefur einnig verið rekið gistiheimili og fyrir um hálfu ári hófu Einir Ingólfsson og Sigríður F. Þórhallsdóttir eigendur Isjakans einnig rekstur vídeóleigu, sem hefur verið mjög vel tekið af Vestmannaeyingum. Þrátt fyrir hóflega velgengni í rekstrinum segir Einir þó að ýmsar blikur séu á lofti á þessum markaði í Eyjum. Hefur undið upp á sig Þar sem ísjakinn er nú og hefur verið síðastliðin fimm ár var áður rekin ísbúð og þegar hún var auglýst til sölu ákváðu þau hjónin að slá til og kaupa húseiginina. „Isbúðin hafði verið í rekstri í eitt og hálft ár minnir mig þegar hún var auglýst til sölu Ég vann þá jafnframt fullan vinnudag í bræðslunni með þessu fyrstu árin svo að reksturinn gengi. Síðan fór þetta hægt og rólega að vefja upp á sig. Við stækkuðum og bættum grillinu við en sumarið 1997 byrjum við rekstur gistiheimilisins og fórum þá út í stóra fjárfestinugu til þess að geta það. Sú fjárfesting hefur ekki verið að gefa mikið í aðra hönd, en við höfúm getað staðið skil á dýrum lánum sem við tókum og erum að borga þetta niður. Stóra brcytingin er svo þegar við stækkuðum verslunina í fyrra og tókum vídeóleiguna og Hlöllabáta í gagnið. Það hefur lukkast geysilega vel og hefur alveg staðið undir breytingunum og gefið mér tækifæri til þess að helga mig rekstrinum og þurfa ekki að vinna annars staðar." Einir segir að hann sé mjög ánægður með viðtökur Vestmannaeyinga eftir að þau breyttu versluninni. „Fólk var ekkert mjög bjartsýnt þegar við ákváðum að fara út í þessar breytingar og margir spurðu okkur út í hvað við værum að ana. En með mikilli vinnu hefur þetta gengið vel. Hins vegar er því ekki að neita að ég hefði viljað geta haft aðgang að ódýrara lánsfé, því að það er staðreynd að dýr lán hamla mjög mikið ungu fólki til þess að hrinda góðum hugmyndum í gang." Einir segir að starfsemin hafi alltaf verið rekin af fjölskyldunni þangað til breyting varð á og verslunin var stækkuð. „Þá urðum við að fjölga starfsfólki. Einnig er það að konan mín hefur verið veik og þurft að draga sig í hlé vegna þess. Hún fór í uppskurð og hefur verið mjög þróttlítíl síðan. Reyndar vann hún undir þessum þjáningum fyrstu árin á meðan við vorum að koma þessu af stað. Sigríður hefur hins vegar séð um gistinguna á sumrin og sinnt henni ásamt því að vera með stórt heimili." Rólegt sumar Hvemig hefur rekstur gistiheimilisins gengið og hvemig leggst framtíð ferðaþjónustunnar íþig með hliðsjón afhenni? „Við erum með tvö tveggja manna herbergi og sal með svefnpokaað- stöðu, en stefnum á að breyta salnum í smærri einingar með meiri þægindum. Sumarið hefur verið rólegra nú en í fyrra hvað nýtinguna á gistingunni áhrærir. Það voru færri hópar, en ágætt reyndar á álagstímum. Á landinu í heild er reyndar talað um mikla fjölgun ferðamanna, en tekjumar hafa hins vegar ekki aukist að sama skapi. Það er skýrt með því að framboð styttri ferða er miklu meira en áður en þrátt fýrir gott veður í sumar, sem ekki hefur hamlað flugi virðist það ekki hafa skilað sér til Eyja. Hins vegar höfum við á Isjakanum kannski ekki sinnt gistingunni í sumar sem skyldi vegna þess að verslunin hefur tekið mikinn tíma. Ef við hins vegar breytum herbergjaskipaninni, þá teljum við að auðveldara verði að skipuleggja gistinguna og ná betri nýtingu. En svo að ég segi skoðun mína almennt á ferðamálum og því sem er verið að gera sem aukið gæti ferða- mannastrauminn, þá er fyrstan að telja golfvöllinn sem bæði í náttúrufegurð og framkvæmd skartar því fegursta sem sést hefur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Skanssvæðið er hrein gersemi og verður í framtíðinni fastur viðkomustaður ferðamanna. Einnig er átak þeirra vatnstanksmanna frábært, sem ætti að ryðja veginn fyrir fleiri stórhuga menn, því auðvitað þyrfti að byggja hér sæmilega stórt hótel í kjölfarið. Slíkt myndi tryggja komu stórra hópa, svo sem fyrirtækja og félaga til funda og ráðstefnuhalds. Nýtt íþróttahús á vafalaust eftir að færa okkur fleiri mót og í leiðinni meiri peninga í bæjarfélagið, ekki veitir honum Gauja bæjó af ef honum á að takst að fjármagna dæmið án hækkunar gjalda. Einhver nefhdi bara sí svona að það mætti laga stöðu bæjarsjóðs verulega með því að selja eitt stykki úteyju til einhvers auð- kýfings, hvað segja úteyjamenn um það? “ Stórir og smáir Nú eru nokkrar sviptingar á sjoppumarkaðnum. Til að mynda er Bónusvídeó komið til Eyja sem er með starfsemi á landsvísu? „Þetta leggst ágætlega í okkur, nema eins og þú bendir á að það sem gæti gert okkur erfitt um vik og er dálítið ógnvekjandi er tilkoma þessa risa á markaðinn Mér finnst til dæmis slæmt að Kaupfélagið skyldi ekki hafa gefið öðrum tækifæri til að bjóða í KÁ sjoppuna í Goðahrauninu í stað þess að láta Bónusvídeó hafa hana. En manni virðist KA ráða meira og minna allri verslun á Suðurlandi, allt austur á Homafjörð. Maður sér þessa þróun í verslun og útgerð að þetta er alltaf að færast á færri og stærri hendur, og nú er þetta að byrja í sjoppugeiranum, þar sem stórir aðilar eru að troða sér inn á smærri staði á landinu. Bensínstöðvamar em einnig að færa út kvíamar á þessum vettvangi, sem ógnar auðvitað öllum sjoppum á minni stöðum á landinu. Þessari þróun finnst mér fylgja ákveðin leiðindi og ekki gott fyrir samfélagið í heild. Hér í Eyjum á þetta þó ekkert að þurfa að vera ógnun ef vel er haldið á spilunum. Þetta er alltaf spuming um að gera vel, vera mikið við sjálfur og hafa yfirsýn yfir allan reksturinn. Við emm hins vegar ákveðin í því að stefna þessu í góðan farveg áður en við fömm að breyta eitthvað meira, þannig að hægt sé að lifaáþessu." En nú er fimm ára afmœli, er ekki einhver liátíð í gangi, góð tilboð og slíkt? „Jú við emm með ákveðið afmælis- tilboð. Við bjóðum hádegistilboð á Hlöllabátunum, þar sem fylgir kók og ís. Með vídeóspólunni er svo hægt að velja um hvort viðkomandi fær sér ís, snakk eða örbylgjupopp að njóta með spólunni. Hvort þetta verður eitthvað mótvægi við það sem von er á verður bara að koma í ljós. En það sem við óskum kannski eftir er að Vestmanna- eyingar sjálfir og þeir viðskiptavinir, bæði nýir og þeir sem haldið hafa tryggð við okkur frá því að við byrjuðum í þessum rekstri, haldi áfram að styðja rekstur heimamanna. Oft var þörf en nú er nauðsyn," sagði Einir að lokum og vildi þakka heima- mönnum stuðninginn á undanfömum ámm. Benedikt Gestsson KR-ingar fógnuðu sigri í Landssímadeildinni og þar með Islandsmestaratitlinum í knattspyrnu síðastliðinn laugardag með því að sigra Stjörnuna í Garðabæ 4-1. IBV datt niður í fjórða sætið með því að tapa fyrir Grindavík á Hásteinsvelli 1 - 2, sem er fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í rúmlega þrjú ár. KR-ingar í Eyjum hafa kannski ekkert verið að flíka í miklum mæli aðdáun sinni á Vesturbæjarliðinu. Samt er einn maður sem aldrei hefur farið leynt með áhuga sinn og aðdáun á KR, en það er Jóhann Kristján Ragnarsson afgreiðslustjóri Eimskips í Eyjum, sem náðist á mynd í sigurvímunni með kampavín, flögg og veifur síðastliðinn laugardag. Hann sagði að KR-ingar væru vel að sigrinum komnir, enda lang lang bestir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.