Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 16
 ff Doglegar ih ferðir milli Jj londs og Eyjo Rútuferðir - Bus tours f/ Landflutriingar J FV Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 0)4811909-896 6810 - fax 4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson n 481-2943 SfMÍMRSABÍtL * 897-1178 fðHjf ]ÆL 1 ij J f I 1 rrn it JlMm A wL Listaverkakaup: Vestmannaeyjabær kaupir æskuverk Júlíönu Sveinsdóttur, af Blátindi Á fimmtudag í síðustu viku var Vestmannaeyjabæ afhent málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, sem bærinn keypti af systkinunum Ástu Sigurðardóttur og Sveini Sigurðar- syni. Sigurður faðir þeirra systkina var bróðir Júlíönu. Málverkið er af Blátindi og er málað árið 1912 og er eitt af fyrstu landslagsmálverkum Júlíönu, en hún var 23 ára þegar hún málaði myndina. Myndin var í eigu móður Júlíönu þar til hún lést rétt fyrir 1950 og við skiptingu dánarbúsins fór myndin í eigu Sigurðar Sveinssonar. Júlíana var fædd í Vestmannaeyjum 31. júlí árið 1889 en lést 17. apríl árið 1966 í Kaupmannahöfn. Það var Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir formaður menningarmálanefndar sem tók við myndinni. Fyrst um sinn mun myndin verða til sýnis á Bókasafninu og rétt að hvetja Eyjamenn til þess að skoða hana, enda ekki á hverjum degi sem slík rækt er lögð við minningu einnar fremstu listakonu þjóðarinnar á sinni tíð af heimamönnum. Við athugun á verði mynda eftir Júlíönu hjá þeim sem gagnkunnugir eru listaverkamarkað-inum, töldu menn ekki ólflegt að matsverð myndarinnar gæti verið um 250 til 300 þúsund krónur. Myndin hér að ofan er ffá afhendingu myndarinnar. Fr.v. Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðumaður Byggða- safnsins, Ásta Sigurðardóttir, Sveinn Sigurðsson og Sigrún Inga Sigur- geirsdóttir, formaður menningarmála- nefndar. Flotinn sigldi í land - vegna mótmælaaðgerða í Bretlandi Aðgerðir víða í Vestur-Evrópu, til að mótmæla háu eldsneytisverði, hafa verið áberandi síðustu vikur. Bændur, flutningabflstjórar og sjómenn hafa haft sig mjög í frammi og lokað flutningaleiðum í mótmælaskyni. Ekki hefur enn komið til slíkra aðgerða á Islandi, hér borga menn fyrir bensínið sitt, sama hvað það kostar. En svo undarlega sem það nú hljómar þá höfðu þessar aðgerðir í Bretlandi þau áhrif hér í síðustu viku að nokkur hluti togveiðiflotans sigldi í land til að landa afla sínum, nokkru fyrr en áður hafði verið ákveðið. Gísli Valur Einarsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Björgu VE, hefur venjulega komið inn til löndunar seinnihluta vikunnar enda stfla þeir á Björgu inn á ferskfiskmarkaðinn á Englandi. En vegna ástandsins í Bretlandi, hífðu þeir inn, sigldu í land og lönduðu á mánudegi í síðustu viku, voru enda varaðir við að treysta á markaðinn ytra. „Þetta var svo sem allt í lagi,“ sagði Gísli Valur. „Við fengum þokkalegt verð fyrir aflann hér heima og svo reddaði hann þessu, hann Tony Blair blessaður, þannig að þetta er allt komið í rétt horf á ný og við komnir á rétt ról með okkar löndunardaga aftur." 1,2 milljónir á ári Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands hefur sent bæjarráði bréf þar sem fram kemur að hlutdeild Vestmannaeyjabæjar, í framlagi Byggðastofnunar til atvinnuþróunar, árin 1999 og 2000 verði 1.200.000 kr. fyrir hvort ár. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ræða við Byggða- stofnun vegna þessa. Ný sorpkvörn á níu milljónir: Gámaþjónustan greiðir tvær milljónir og sér um uppsetningu á kvörninni Á síðasta fundi í stjórn Bæjarveitna var rætt um endurnýjun á sorpkvörn fyrir Sorpeyðingarstöðina. Verð á slíkri kvörn er níu milljónir króna. Stjómin hefur samþykkt að festa kaup á nýrri kvöm en fyrir liggur, samkvæmt samningi við Gámaþjónustu Vestmannaeyja, sem er rekstraraðili stöðvarinnar, að fyrirtækið mun annast uppsetningu á kvöminni auk þess að greiða tvær milljónir af kaupverðinu. Nýja kvömin er mun afkastameiri en sú sem fyrir er. Afgreiðsluffestur á kvöminni er tveir mánuðir ffá staðfestri pöntun. Vikutilboð vikuna 21 lÉi Thitfe (f Cnamr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.