Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur21. september 1998 Fréttir 11 Árni Johnsen skrifar um útboð Herjólfs: r r TVISKINNUNGSHATTUR OG FALSVONIR Ómar Garðarsson fellur stundum í þá gildru að fara offari, ýmist í ofsa- gleði eða leiðindum. Svo fór fyrir félaga mínum í síðustu Fréttum í umfjöllun um Herjólfsútboðið. Stundum þróast mál þannig að það er skynsamlegra að segja minna en meira út á við þar til leikslok liggja fyrir, en blaðrið í Ómari í Herjólfs- málinu er óheppilegt fyrir hags- muni Vesmannaeyja. Eg ætla að stikla á nokkrum atriðum úr málatilbúnaði Ómars. Það hefúr ekki verið neitt launungar- mál að það er stefna ríkisstjómarinnar að bjóða út rekstur stofnana og fyrir- tækja sem em í eigu rfkissjóðs, nema sérstaðan sé mikil. Það hefur enginn þingmaður kveðið fastar að orði um það en sá sem þetta ritar að sérstaða siglingaleiðar Heijólfs sé slík að það sé sýndarmennska að bjóða reksturinn út, sérstaklega með tilliti til þess að Vegagerðin hefur verið mjög aðgangshörð í að skammta knappt rekstrarfjármagn í skipið sl. 5 ár, enda er tekjuafgangur Herjólfs á 5 ára tímabili um milljón króna aðeins. Þess vegna var sýndarmennska hjá Vegagerðinni að bjóða reksturinn út. Allt undir þeirri tölu, sem Vegagerðin þekkir, er óraunhæft og ekki síst með tilliti til þess að útboðið byggir á aukinni þjónustu í tjölda ferða. Ómar Garðarsson segir í grein sinni: „Tilburðir bæjarstjómar Vestmanna- eyja em ekki merkilegir og meirihlutinn setti traust sitt á einn mann, Ama Johnsen, alþingismann og formann samgöngunefndar sem nú gerir ekkert annað en að skammast út í Samskip." Ómar Garðarsson getur notað orðið merkilegur um það sem honum sýnist, mér að meinalausu, en hann skáldar það að ég sé að skammast út í Samskip. Eg hef gagnrýnt Vegagerðina harðlega, ég hef gagnrýnt ákvörðunina um útboð löngu áður en útboðið var auglýst, ég hef tortryggt tilboð Samskips en ekki ráðist gegn Samskipum í máli mínu enda eru þeir í fullum rétti úl útboðs úr því að ríkisstjómin féllst á hugmynd Vegagerðarinnar um útboð. Hins vegar hefur samgönguráðherra hlutast til um að kröfumar í útboðinu tryggi þjónustu Herjólfs milli lands og Eyja m.a. með ábendingum bæjarstjómar Vestmannaeyja. Eg efast ekkert um að sá sem býður í verkefni eins og rekstur Herjólfs ætlar sér að standa sig í stykkinu en á hinn bóginn er það grundvallarskoðun mín að rekstur Herjólfs sé best tryggður í höndum heimamanna. Ómar ætti að huga betur að leik- reglum ef menn ætla að vinna til árangurs. Hann fjallar sérstaklega um Isólf Gylfa Pálmason sem heíúr verið að reyna að slá sér upp í þessu máli á kostnað annarra þingmanna Suður- lands en leikur þó tveimur sköldum. ísólfur Gylfi vitnar mikið í að hann hafi tekið upp Heijólfsmálið á Alþingi, en fengið slakar undirtektir. Aðferð hans var óskaplega bamaleg. Isólfur Gylfi er stjómarþingmaður og við sem bemm ábyrgð á ríkisstjóm- inni vinnum innan frá en ekki utan frá í ágreiningsmálum. Þegar Isólfur tók málið upp á Alþingi 2. feb. sl. í fyrir- spum til samgönguráðherra mótmælú hann ekki einu orði útboðinu á rekstri Heijólfs. Hann hefur heldur aldrei mótmælt útboðinu á fundum þing- manna og Vegagerðarinnar. Hann bar ffam spumingar til samgönguráðherra sem vörðuðu óvissu um rekstur Herjólfs, en lét gjörsamlega vera að gagnrýna útboðið þó hann gefi annað í skyn nú. Þetta geta menn auð- veldlega séð með því að fara inn á vef Alþingis og lesa orðaskipti hans við samgönguráðherra. Hann segir jafnframt í viðtali við Fréttir að honum hafi komið á óvart að aðrir þingmenn Suðurlands hafi ekki tekið til máls í fyrirspum hans, en honum ætú nú að vera kunnugt, sem einum af varaforsetum Alþingis, að þingmenn geta aðeins komið fram athuga- semdum í fyrirspumum, hámark eina mínútu og þegar þingmaður og stjómarsinni fer svona klaufalega að eins og Isólfur í þessu tilviki þá blanda aðrir sér ekki í það. Úr því að sá ágæti drengur og félagi, Isólfur Gylfi, opnar dymar á þennan hátt er rétt að segja að hann hefði alveg eins getað flutt ræðu sína og fyrirspum í saumaklúbbi í Svíþjóð upp á árangur að gera. Skyldi Isólfur Gylfi hafa gagnrýnt flokksbróður sinn Guðna Agústsson 2. þingmann Suðurlands og land- búnaðarráðherra fyrir það að hafa ekki mótmælt úllögum Vegagerðarinnar á ríkisstjómarfundi? Ekki mér vitan- lega. Mér þætti líka fengur ef Ómar vinur minn gæti bent sérstaklega á þó ekki væri nema eitt mál sem Isólfur Gylfi hefur haft framkvæði að í þágu Vestmannaeyja og skilað árangri. Þetta innanbúðarvandamál okkar stjómarsinna sitjum við uppi með og í sjálfu sér er við enga aðra að sakast um aðferðina. Við urðum undir sem ekki vildum útboð, en gátum haft áhrif á allflestar þjónustukröfur útboðsins. í gögnum Heijólfs er allt sýnilegt og byggt á rökum og reynslu og þess vegna hef ég sagt að það vanti eitthvað bæði í kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og tilboð Samskips. Ætlar Samskip t.d. að nýta rétt sinn sem hugsanlegur verktaki til þess að bjóða aðeins helming bílaþilfars undir bíla, keyra vélar skipsins á svartolíu sem myndi slíta vélunum mun meira, eða einoka á einhvem hátt flutninga með skipinu í sína þágu, eða breyta litum skipsins og sigla undir merkjum Samskips. Ætli það væri besta markaðssetningin í ferðamennsku til Vestmannaeyja. Herjólfur er og verður Vestmannaeyjaskip og hefur hingað til þjónað sem ímynd Vest- mannaeyja á sinni siglingaleið. Sæ- fari, sem Samskip rekur til Grímseyjar og reyndar víðar, var málaður í litum rekstraraðila með risastómm stöfum sem þekja síður skipsins. Það sem skiptir mestu máli er að þjónustan sé tryggð og að heimamenn sem vinna fyrir Herjólf haldi stöðum sínum. Útboðslýsingin og almennir mannasiðir ættu að tryggja slíkt, en þó em smugur og til þess að loka smugunum þurfa menn að standa saman í stað þess að leika vindmyllu- riddara. Það er hins vegar mörgum spuming- um ósvarað í útboðsmálunum ennþá og þær fjalla ég ekki um á þessu stigi málsins Arni Johnscn. Lúðvík Bergvinsson skrifar um útboð Herjólfs: Svar við skrifum ritstjóra Frétta 14. september sl. í síðasta tölublaði Frétta skrifar ritstjóri blaðsins grein undir fyrir- sögninni „Vestmannaeyingar niður- lægðir í Herjólfsmálinu og þar má kenna stjómmálamönnum um, o.s.frv." 1 greininni kemur margt fram sem gefur tilefni til athuga- semda, en það er þó einkum tvennt sem ég vil gera að umræðuefni hér. Annars vegar er það greining ritstjórans á þætú stjómmálamanna í Herjólfsmálinu svokallaða, og hins vegar viðhorf sem mér virðist koma fram í greininni um hlutverk stjómmálamanna. Þáttur stjórnmálamanna í Herjólfsmálinu. Aður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að farið var í útboð á rekstri Herjólfs vegna þess, að ríkisstjóm Islands, ríkisstjóm Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, tók um það ákvörðun að farið skyldi í slíkt útboð. Hún hefur borið íyrir sig að það hafi verið nauðsynlegt vegna tilskipana ESB, þó það eigi varla við nokkur rök að styðjast. Astæða útboðsins var því fyrst og fremst sú ákvörðun ríkisstjómar íslands um að setja rekstur skipsins í útboð. Það er því rétt hjá ritstjóra Frétta að sú staðreynd að rekstur skipsins fór í útboð, er stjómmálamönnum að kenna. Það skýtur því nokkuð skökku við í þessu ljósi að ritstjórinn skuli lyfta einum þingmanni, stuðningsmanni ríkisstjómarinnar, og gera því skóna að hann einn hafi reynt að beita sér fyrir því að ekkert yrði af fyrirhuguðu útboði. Það má því halda því fram með gildum rökum, vilji menn gera það, að ábyrgð þingmanna kjördæmisins, sem styðja ríkisstjómina, sé meiri ef eitthvað er; þó ekki væri nema af því m.a. að einn er ráðherra og annar formaður samgöngunefndar og því ættu þeir að hafa möguleika á því að hafa áhrif á sína eigin ríkisstjóm. Veruleikinn er á hinn bóginn sá að þegar ljóst varð að ekkert fékk hreyft ríkisstjómina í þessu máli var reynt eins og kostur var að tryggja, hvemig sem útboðið færi. að hagsmunir Vestmannaeyinga væm tryggðir í atvinnu-, þjónustu- og öryggislegu tilliti. Þar lá enginn á liði sínu þó ekki hafi allir gert það opinbert. Almenningur og stjórn- málamenn Síðari athugsemdin sem ég vil gera við þessa grein, sem ég hef á tilfinningunni að hafi verið skrifuð í reiðikasti, er öllu alvarlegri. Þar á ég einkum við það sem fram kemur í niðurlagi hennar, en þar segir m.a. „Það getur ekki talist björt framtíð fyrir Eyjamenn, sem nú em á leiðinni í stærra kjördæmi að þingmenn núverandi Suðurlandskjördæmis skuli ekki hafa staðið vörð um hagsmuni þeirra í Heijólfsmálinu. Við verðum ósköp litlir í hinu nýja kjördæmi og þá er hætt við að troðið verði á okkur í enn mikilvægari málum. Þá gæti einhverjum dottið í hug að fara spúla dekkið án þess að við fáum nokkuð að gert.“ tilvitnun lýkur. Vikublaðið Fréttir vegur þungt í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Það er því ábyrgðarstarf að vera ritstjóri Frétta. Það er því ábyrgðarhlutur þegar blaðið leggur mál þannig upp að hlutverk stjómmálamanna eigi fyrst og fremst að vera það að leika hlutverk jólasveinsins; þar sem markmiðið er að þeir komi til byggða klyfjaðir eins mörgum pökkum og kosturer. Sé lítið um pakka er líklegt að allt fari á vonarvöl og fátt eitt til bjargar. Samkvæmt þessari greiningu er það hlutskipti almennings fyrst og fremst að bíða og sjá hvaða molar kunni að falla af borðum stjómmála- manna; ella kunni dekkið að verða spúlað án þess að nokkuð verði að gert; m.ö.o. að almenningur hafi ekkert um framtíð sína að segja eða véla. Það væri að mínu viti alvarlegt og jafnvel hættulegt ef slikur hugsunar- háttur, sem að framan er lýst, næði að skjóta rótum. Afleiðingin af því gæti ekki orðið önnur en niðurlæging og hran. Sagan geymir mýmörg dæmi um slíkt. Má þar nefna stjóm landbúnaðarmála og stöðu bænda t.d. í sauðfjárrækt, Vestfjarðaaðstoð, fisk- eldi og margt margt fleira, sem öll bera merki þess að stjómmálamenn hafa átt að hugsa og sjá fyrir öllum hlutum. Með því að sá slíkum fræjum er, að mínu viti verið að grafa undan áræðni og framkvæði fólksins sem í samfélaginu býr. Það er vert að hafa í huga að hvert samfélag er ekki annað og meira en það fólk sem þar býr; starfsemin sem þar fer fram er ekki önnur en sú sem það fólk sem þar býr innir af hendi. Það ætla ég því að vona að það verði aldrei hlutskipti Vestmannaeyinga að sitja með hend- ur í skauti og bíða eftir molum, sem kunna að falla af borðum stjóm- málamanna í von um einhvers konar allsherjarbjörgun; slíkur undir- lægjuháttur á ekki við Vestmanna- eyinga, og er þeim ekki sæmandi. Vestmannaeyingar fá því hvorki betri né verri stöðu í nýju kjördæmi en þá sem þeir skapa sér sjálfir. Þar skiptir framlag hvers og eins miklu máli, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það er því niðurstaða mín að ritstjórinn hafi verið reiður þegar hann ritaði umrædda grein, og það beri að lesa hana í því ljósi. Niðurlag um Herjólf Eins og þessi mál hafa þróast virðist líklegt að fátt geti komið í veg fyrir að nýr rekstaraðili komi að rekstri skipsins. Það er að mínu viti ástæðu- laust að mála skrattann á vegginn áður en hann hefur störf. Því ef það tekst að tryggja atvinnu þess fólks sem nú starfar við skipið og vill gera það áfram; sama þjónustustigi verði haldið uppi og verið hefur, fargjöld hækki ekki, auk þess að skipið haldi áfram að eiga heimahöfn í Vest- mannaeyjum, sem er mikið öryggis- atriði, er mikið unnið. Það er því full ástæða að gefa nýjum aðila tækifæri áður en hann verður dæmdur óhæfur til allra verka, a.m.k. er veruleikinn sá að hann treystir sér til að reka skipið á þessum forsendum, fyrir minni ríkisstuðning en áður. Lúðvík Bergvinsson alþm. Spurt er... Hverju spáir þú um úrslit bikarleiks- ins á sunnudag- inn? (ÍBV keppir við ÍA í Kókakólabikarnum á sunnudag) Arnar Hjaltalín, formaður Verkalýðsfclags Vestmannaeyja „2-0 fyrir okkur.“ Friðrik Björgvinsson, vélstjóri: l-----------1 „3-2 fyrir ÍBV.“ Ragnhildur Svansdóttir, bfla- — m þvottakona: & 1 „2-1 fyrir ÍBV.“ Jóliann Þorvaldsson, vélstjóri: • .__ „Þetta verður jafn og góður "SK í Fikur og fer 2-1 fyrir okkur.“ Guðnumdur I. Jóhannesson, [ I rzi Flugfélagi íslands: „ÍBV fer létt með r /M»* þetta, 3-1.“ Páll Einarsson, bæjarritari: „2-0 fyrir okkar menn.“ Bryndís Gísladóttir, fiskverka- kona: „2-1 fyrir ÍI1V.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.