Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudag'ur 21. september 2000 Fréttir 13 Hulduhermenn tjá sig um útboð Herjólfs: Hagsmunir Eyjamanna og „pakkið að sunnan" Stór dagur í samgöngumálum Vestmannaeyja. Mikill mannfjöldi tók á móti Herjólfi þegar hann kom til Eyja árið 1992. Ef grannt er skoðað má sjá nokkra einstaklinga að sunnan í hópnum. Enginn er eyland, sagði einhver góður maður á sínum tíma og það á líka við um Vestmannaeyjar, þó ákveðin mótsögn kunni að leynast í því. Útboð Herjólfs hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum. A vefsíðunni: http ://www.strik.is/mennin g/fjolmidlar/hulduherinn hafa farið fram nokkur skoðanaskipti og nokkuð tæpitungulaus um málefni Herjólfs. Skoðanaskipti þessi fara fram á vettvangi Hulduhersins/Pressunnar, sem Hrafn Jökulsson ritstýrir. Ásíðunnier ágætis skilgreining á téðum Hulduher, þar sem Hrafn segir meðal annars: „Hulduhermenn skrifa undir dulnefni og enginn - nema ritstjóri þessa vefs - veit í raun og veru hvaða ágæta fólk þetta er. Þau hafa alveg frjálsar hendur í pistlum sínum en þau eru m.a. beðin um að fjalla um fréttir líðandi stundar, fréttirnar á bak við fréttimar og, ekki síst, það sem ætti að vera í fréttum. Hulduherinn er tilraun til að skapa hressilegar og áhugaverðar samræður um málefni samtímans.“ Fréttir glugguðu aðeins í skrif Hulduhermanna um útboð Herjólfs og það tæpitunguleysi sem höfundar efnis hika ekki við að nota, svo notuð séu orðHrafns. Kannsumum að blöskra, en trúlega og kannski ekki að ósekju kemur ýmislegt fram þar, sem margir hugsa, en enginn lætur út úr sér nema í tveggja manna tali íEyjum. Hér verður slíkt léttvægt fundið og gluggað í skrifin. Tilfinningalíf Umræðan hefst á grein undir fyrirsögninni „Tilfmningalíf á lands- byggðinni" og er eftir höfund sem nefnir sig Sólarr. Eftir að hafa reifað tilboðin sem upplokið var mánu- daginn 11. september og frægt er orðið, segir hann: „Uti á lands- byggðinni er til sérstök tegund manna sem heitir „heimamenn." Þetta eru yfirleitt góðir strákar sem allir í þorpinu þekkja. Oftar en ekki eru þetta hetjur héraðsins, þar sem þeir reka, ósjaldan með rausnarlegum fyrirgreiðslum ríkisvaldsins, fyrir- tækin sem þorpsbúar vinna í. Ut á land rekst líka stundum óþjóðalýður sem heitir „Reykvíkingar" eða bara „pakkið að sunnan." Þetta er fólk sem kemur til að brjóta lögin úti á landi, eða taka niðurgreidda tapreksturinn úr höndum „heimamanna." Svo leggur hann út af þessum sínum skilgreiningum um „heimamenn" og „pakkið að sunnan" og vísar til orða bæjarstjóra um að siglingar Heijólfs séu tilfinningamál. „Það er einmitt það sem er að gerast núna. „Pakkið" í líki Samskipa ætlar að svipta „heima- mennina" 100 milljónunum sem þeir hafa verið áskrifendur að úr ríkissjóði undanfarin ár. Hvað gera „heima- mennimir" þá? Jú. þeir gera það sem þeir kunna best: fara til pólitíkusanna og væla. Söngurinn er byijaður. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, maður að nafni Guðjón Hjörleifsson, sjálfsagt „heimamaður" og góður strákur, segir í Mogganum að „það væri mjög bagalegt íyrir Vestmanna- eyjar ef rekstur Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs færi til Reykja- víkur. Hér væri um tilfinningamál að ræða.“ Síðan bætir hann við: „Þá vitum við það. Búum okkur undir að þurfa að borga 44 milljónir á ári úr ríkissjóði til að særa ekki tilfinningar bæjar- stjórans, því auðvitað verður ekki numið staðar hér. Það kæmi mjög á óvart ef Ami Johnsen, holdgervingur , Jieimamannsins," tæki ekki undir orð bæjarstjórans þá og þegar.“ Frá danskri einokun til Herjólfs Svo mörg vom þau orð, og meti svo hver íyrir sig hvort Sólarr þessi er heimamaður eða tilheyri „pakkinu að sunnan." En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því Bjartur nokkur tekur upp hanskann fyrir „heimamenn“ í grein sem hann nefnir reyndar „Hinir háðuglegu heima- menn“ og segir hina mestu firrn að Eyjamenn ætli að væla út styrk til feijurekstrar á „tilfinningalegum“ forsendum. Bjartur segir: „Nú ætlar Bjartur ekki, öfugt við Sólarr, að dæma í máli sem ekki er lokið. Hins vegar gmnar hann að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sé með málflutningi sínum að gera það sem hann á að gera, gæta hagsmuna Vestmanneyinga, en ekki veija eigin tilfinningar. Stað- reyndin er sú, að það getur skipt Eyjamenn töluverðu máli að rekstur Heijólfs sé í höndum hinna háðulegu „heimamanna," en ekki fyrirtækis í öðmm landsijórðungi. Það er einfaldlega svo, sama hvaða rekstrarhagfræðikenningum Sólarr kann að veifa, að fólk lítur öðmm augum á sitt nánasta umhverfi en það sem er því fjarri og snertir það ekkert. Þetta ætti að vera óþarft, að útskýra svo augljósa staðreynd, en Sólarri virðist ekki veita af.“ Bjartur vitnar svo til einokunar- verslunar Dana máli sínu til stuðnings um slíka reynslu. Segir hann að íslendingar hafi rökstutt afnám einokunarinnar meðal annars með því að þeir hefðu meiri skilning á þörfum Islendinga en Danir. „Meðfram var þetta auðvitað krafa um frjálsa verslun, en málin em sambærileg að því leytinu að rekstur Herjólfs er einokunarrekstur. Leyfið fær ekki nema einn aðili. Og hinir heimtufreku „heimamenn“ telja réttilega að heimamenn hafi meiri skilning á þörfum heimamanna." Einnig nefnir hann dæmi sem em nær okkur í tíma þar sem atvinnurekstri hefur verið stútað í nafni hagræðingar og hins frjálsa markaðskerfis, þvert ofan í gefln loforð. „Það gæti hjálpað Sólarri enn frekar að skilja þetta ef hann ætti orðastað við Hríseyinga og Olafs- fírðinga um þá ákvörðun Snæfells hf. að loka þar mikilvægum fyrirtækjum. Snæfell er í eigu KEA á Akureyri. Ekkert hefúr verið hróflað við rekstri þar. Sólarr gæti líka rætt við Breið- dælinga um þá ákvörðun Grind- víkinga að hverfa skyndilega á brott þaðan með allan kvóta, þvert á gefm loforð.“ Tekur hann síðan upp hanskann fyrir bæjartjórann í Vestmannaeyjum og segir hann vera að verja sitt fólk þar sem það varði miklu að ákvarðanir, sem varða byggðarlagið miklu, séu ekki teknar á skrifstofu í öðmm landshluta á forsendum hagræðingar og hagsmuna hluthafa. „Afþví að fólk lítur öðmm augum á sitt nánasta umhverfí en það sem er því fjarri og snertir það ekkert." Svo getum við spurt á ný hvort Bjartur þessi sé „heimamaður“ eða „pakk að sunnan.“ Aumingjagæska og sukkfurstar I síðustu greininni, sem Huldu- hermaðurinn Héðinn skrifar undir fyrirsögninni „Heijólfsþvæla," tjáir hann sig um Heijólf og útboðið. Er honum engin launung á aðdáun sinni á samgönguráðherra og framgöngu hans í útboðsmálinu og er með ýmsar kenningar um hvemig klíkusamfélag Eyjanna, hefur komið Eyjamönnum í þá stöðu sem málið er í. „Nú er hafinn nýr kapítuli í aumingjagæsku Islendinga. Stignir eru á stokk varð- hundar sérhagsmuna valdaklíkunnar í Vestmannaeyjum, sem ætla að tryggja að Herjólfur hf. fái áfram að reka Heijólfsfeijuna, þrátt fýrir að Samskip hf. hafi boðið sama rekstur fyrir 133 milljónum minna af ríkisfé. Fróðlegt er að sjá hvaða aðferðum baráttumenn þessarar litlu klíku nota til beijast gegn heildarhag Eyjamanna og landsmanna allra í þágu sinna sérhagsmuna." Fer nú umræðan að hitna og Héðinn fer nokkrum orðum um hvaða hagsmunir það eru sem skarast vegna útboðsins. „Fyrst segja þeir (les klíkan) að Samskip muni vanrækja þjónustu við Eyjamenn, þar til það er rekið ofan í þá, enda skýrt skilgreint í útboðinu hver þjónustan á að vera. Þá snýst umræðan í að það sé slæmt að missa stjómunarstörfin frá Vest- mannaeyjum, þangað til menn benda á að þau séu aðeins fimm. Ef við ætlum að halda þeim í Eyjum leggja þau sig á 26,6 milljónir stykkið sem setur þau í hóp dýrustu starfa Islandssögunnar. Þá beina forráða- menn Herjólfs hf. spjótum sínum að Vegagerðinni og segja hana hafa vanreiknað raunkostnað með því að gera kostnaðaráætlun of lága. Hverju máli skiptir það, þegar fyrir liggur tilboð sem er undir kostnaðaráætlun? Þá klykkja þeir út með því að Samskip kunni ekki að gera tilboð og hafl ekki vit á þessum rekstri.“ Fer svo Bjartur nokkrum orðum um reynslu Herjólfsmanna af flutningum og svo veltu þeirra annars vegar og Samskips hins vegar, og biður menn að meta það, þegar tilboð þeirra er skoðað. Síðan segir Bjartur: „Eftir stendur að Herjólfsmenn féllu á eigin bragði. Þeir voru þess fullvissir að þeir yrðu einir um hituna, eins og oft er í sérhæfðum útboðum sem þessum og ætluðu að hafa gott út úr því og treystu á að pólitísk spilling myndi brúa bilið ef eitthvað yrði.“ Og svo síðar eftir dulitla lofrullu og góðan ásetning Samskips. „Eyjamenn hafa hins vegar sjálfir mestan hag af því að þessi þjónusta sé rekin á eins hagkvæman hátt og unnt er, til að tryggja samstöðu um tilvist hennar til lengri tíma litið, þrátt fyrir að það henti ekki hagsmunum nokkurra sukkfursta í Eyjabæ. Svo mörg voru þau orð. Lýkur Bjartur síðan grein sinni á skilningi Sturlu um mikilvægi frjálsrar sam- keppni og stappar í hann stálinu á nýjum vettvangi. Nú má spyija enn á ný hvort Héðinn þessi sé „heima- maður“ eða „pakk að sunnan.“ Kannski skiptir það ekki meginmáli hvaðan menn em í slíkri umræðu sem hér hefur mátt líta. En víst er að lengi ætlar að loða við fólk nauðsyn þess að setja samasemmerki milli skoðana manna og uppmna þeirra. Kannski að menn ættu að velta því nánar fyrir sér í heimsþorpinu. Samantekt: Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.