Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. september 2000 Fréttir 9 'estmannabraut 58 ingana og gera þá sjálfstæða Þið á Fréttum þyrftuð að fara í Hættuspilið Guðríður (Dæja) Haraldsdóttir er 24 ára. Dæja flutti inn á sambýlið 1. júlí árið 1995 og hún segir að mjög gaman hafi verið að flytja inn og sérstaklega hefði verið gaman hversu starfsfókið var eldhresst. Hún segir samt að það skipti ekki meginmáli í lífinu að vera eldhress, heldur ekki síður að skúra og hafa snyrtilegt í kringum sig. „En það var svolítil breyting að flytja hingað inn og ég eignaðist fullt af vinum, eins og Þóm, Alfreð, Óla Jóns og Óla Eggerts." Hvemig líður svona venjulegur dagur á Sambýlinu? „Það er gaman. Ég skúra og svo er ég með þvottavélina, en það er svo gaman að setja í þvottavélina. Annars byija ég á því að fara í sturtu, svo set ég í þvottavél einu sinni í viku og skipti á rúminu og svoleiðis." Fœrðu þér ekki morgunmat? „Stundum borða ég morgunmat og yfirleitt oft, en stundum sleppi ég honum.“ Svoferðu í vinnuna, eða hvað? „Jú ég er að vinna frá eitt til fimm og stundum á föstudögum til hálf fimm. Ég er að vinna í kertaverk- smiðjunniogsetdropaákerti. Þaðer gaman að því.“ Fœrðuþá ekki kaup líka? ,Jú, ég fæ hellings kaup og það er alveg stórkostlegt. Stundum fæ ég lítið útborgað og stundum rnikið." Hvað gerirðu svo þegar þú ert búin í vinnunni? „Þegar ég er búin að vinna fer ég að elda matinn, eða ég geri það í dag. Ég elda stundum matinn á Sambýlinu eftir fimm.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn ? „Pulsur," segir Dæja og dregur u-in í orðinu lengi og vel. „Ég elda einstaka sinnum pulsur og stundum pasta." Hvað er svo gert eftir matinn og á kvöldin? „Þá er ég í tölvunni að skrifa ættar- töfluna og vinatöfluna, og hvað allir eru gamlir. Það er mjög gaman. Stundum er ég Irka að perla. Svo er ég með sérstaka stelpu, hana Mörtu Maríu sem er alltaf með mér tvisvar í viku, það heitir liðveisla. Stundum horfi ég líka á videó. Við spilum líka á kvöldin. Við spilum á venjuleg spil og Lúdóið okkar, og svo förum við í Hættuspilið. Þið á Fréttum ættuð að prófa að fara í hættuspilið?" Afhverju? „Það er svoleiðis að maður fer stundum í fangelsi, eða dóphring. Það er nefnilega vinsælasti hringurinn og við fömm alltaf í hann.“ Erþetta eitthvað glœpalögguspil? , Já, og svo fömm við í litaða hring- inn, þá fáum við hcilaseliur." Og okkur á Fréttum veitir ekkert af því aðfá nokkrar heilasellur? „Það yrði nú gaman að spila þetta við hann Ómar,“ segir Dæja og hlær innilega. Attu einhveni uppáhaldsleikara ? „Ég á einn íslenskan uppáhalds- leikara, nei ég á marga. Það em Bjöm Ingi, Felix og Gunnar, og Stefán Jónsson. Á ég að nefna fleiri? Halldór Bjöms, Halldóm Geirharðs, Gísla Rúnar og Elfu Ósk Ólafsdóttur vinkonu, en hún var einu sinni Vestmannaeyingur. Þið á Fréttum hafíð tekið mynd af henni.“ Hlustarðu eitthvað á tónlist? , Já það er popptónlist." Og hvað er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Auðvitað uppáhaldspoppið mitt, Heimilistónar. Ég hlusta mikið á það. Svo á ég góða foreldra sem vilja alltaf bjóða mér í mat á laugardögum.“ Eraldrei neitt leiðinlegt? „Nei konumar em svo skemmti- legar, að það er aldrei leiðinlegt hjá okkur. Svo fer ég eitthvað með vin- konum mínum og á morgun er ég að fara út að borða. Við stofnuðum klúbb fyrir nokkmm mánuðum, en em hætt með hann núna. Það var Eldhressiklúbburinn okkar. Það varð að leggja niður klúbbinn af því það varð ekkert úr honum. Þóra vildi ekki vera lengur í honum, ég ekki heldur, né Sóley,“ segir Dæja að lokum og hlær mikið. ilja bæjarbúa n flestir geti farið í sjálfstæð^ búsetu ■ iSFi’.'T' fatlaðir geti farið á almennan vinnu- markað, en þurfi ekki bara að vinna á vemduðum vinnustað. Það em fimm einstaklingar á sambýlinu og þar af einn á almennum vinnumarkaði og vinnur þar hálfan daginn, sem er allt of fátt. Á almennum vinnumarkaði em miklu fleiri tækifæri. Hins vegar ber á það að líta að vinnuveitendur em hræddir við að taka fatlaða í vinnu, vegna þess að þeir þekkja ekki inn á þá. Stefnan er að sem flestir komist í sjálfstæða búsetu, en það em líka einstaklingar hér sem ekki geta það." Sæsa segir að fyrirsjáanleg þörf sé á stækkun sambýlisins. „Það em til staðar ungir fatlaðir einstakhngar sem eiga eftir að stækka og þroskast, en þeir verða ekki endalaust heima hjá pabba og mömmu. Það em reyndar til hreyfanleg pláss, en það er alltaf spuming um það hvenær einstak- lingurinn er tilbúinn til þess að fara út í þjóðfélagið og það em ekki neinar áætlanir um stækkun sambýlisins, því miður. Reyndar á Öryrkjabandalagið eina í búð á Faxastígnum sem er leigð út til eins fatlaðs einstaklings okkar. En eins og staðan er núna hjá okkur er ekkert á döfinni um að neinn okkar skjólstæðinga sé að fara út í sjálfstæða búsetu.“ Jákvætt viðhorf bæjarbtía Hvemig fmnst þér viðhorf almennings í Eyjum vera til fatlaðra? „Mér finnst það alveg frábært, að minnsta kosti til okkar skjólstæðinga og þeim tekið rosalega vel. Fólk talar við þau og sýnir þeim hlýju alls staðar þar sem við komum, hvort heldur á veitingastað, leikhús eða annað. Hins vegar em til fordómar í samfélaginu og sums staðar er þetta fólk litið homauga, og þá sérstaklega þegar við ferðumst uppi á fastalandinu. Það er mjög ólíkt því sem gerist hér heima. Það er alveg á hreinu.“ Nú er tíu ára afmæli um þessar mundir, hvað á að gera til hátíðar- brigða? „Við eigum frábær félagasamtök í Eyjum, sem hafa stutt mjög vel við bakið á okkur, svo við buðum velunnumm okkar og aðstandendum í kaffiveitingar og að sjáfsögðu starfsfólkinu. Við emm sex sem vinnum á sambýlinu í misjöfnum stöðugildum. En það hefur nánast verið sama starfsfólkið héma frá upphafi þessi tíu ár. Það hefur mjög mikið að segja fyrir fatlaða að hafa allt í föstum skorðum og að ekki séu mikil mannaskipti." Sæsa segir að í raun og vem eigi ríkið allt sem sambýlinu sé gefíð. „Innbú og annað sem sambýlinu hefur verið gefið telst því eign ríkisins, sem við emm ekkert mjög sátt við. Okkur finnst að verið sé að gefa heimilinu og skjólstæðingum þess slíkar eiginir. Það er ekki víst að það verði alltaf sama rekstarform á heimilinu og ég get alveg séð það fyrir mér að í framtíðinni verði svona starfsemi einkavædd og hún boðin út, eins og stefnan er er í þjóðfélaginu núna." Sæsa vildi að lokum koma kæm þakklæti til allra þeirra sem að hafa styrkt sambýlið á undanfömum áram og gera enn. „Heimilismenn hér hefðu ekki haft möguleika á því að kaupa sér húsgögn og annan búnað í sameiginlega rýmið ef ekki kæmi til styrkur félagasamtaka, einstaklinga, áhafna og aðstandenda íbúana. Þess vegna er styrkur og velvild þessara aðila ómetanlegur,“ segir Sæsa að lokum. Ylfa Óladóttir er 31 árs, flutti í sambýlið í desember 1990, en flutti í sjálfstæða búsetu í desember 1995. Hún segir að mjög gaman hafi verið að búa á sambýlinu og að hún hafi lært mjög mikið þar, bæði í sam- bandi við eldamennsku, þrif, tiltekt og fleira. „Ef maður vill getur maður flutt út, en svo getur maður líka flutt aftur til baka í sambýlið ef svo ber undir. Mér finnst ágætt að vera komin í sjálfstæða búsetu, en sumir treysta sér kannski ekki til þess og þá er gott að geta verið í sambýlinu. Én það fer eftir því hvað hver og einn treystir sér til.“ Þú ert að vinna er það ekki? ,JÚ á morgnana í Kertaverksmiðj- unni Heimaey, svo er ég að æfa bocchia hjá Iþróttafélaginu Ægi.“ Hvemig er að vinna í kertaverk- smiðjunni? „Það er mjög gaman. Ég er að vinna fjóra tíma á dag alla virka daga vikunnar og fæ útborgað vikulega. Það er ágætt að fá smá vasapening og svo verð ég að geta borgað af íbúðinni." Ylfa fær aðstoð heim með frekari liðveislu. „Þeir sem em í sjálfstæðri búsetu hafa rétt á því, ásamt liðveislu. Núna fæ ég frekari liðveislu tvisvar í viku, þá fæ ég aðstoð við tiltekt, en í frekari liðveislu fer ég á kaffihús, bíó, eða bingó.“ Hittirðu ekki fólkið sem er á sam- býlinu? , Jú, jú, svona einstaka sinnum og svo hittumst við reglulega á bocchia- æfingum. Svo stofnuðum við Eld- hressaklúbbinn, en hann er nú búinn núna. Það var fólk í klúbbnum sem tengist sambýlinu.“ Hvernig líður venjulegur dagur hjá þér?_ „Ég vakna svona um sjöleytið og fer í vinnu klukkan átta. I hádeginu fer ég til ömmu minnar og afa og fer svo heim eða geri eitthvað með liðveislunni, efitir því hvaða dagur það er. Á kvöldin horfi ég svo á sjón- varpið og hef það rólegt, eða leik mér í tölvunni. Tölvan mín er hins vegar það gömul að ég get ekki gert mikið í henni. Ég get til dæmis ekki verið á Intemetinu á henni, það verður að bíða betri tíma.“ Hvemigfinnst þér viðmót Vestmanna- eyinga vera gagnvartfötluðum? „Það er allt í lagi. Það hefur enginn verið með neinn áróður eða svoleiðis, alla vega ekki svo ég viti til.“ Ylfa segir að sjálfstæði þeirra sem em á sambýlinu aukist mjög mikið. „Maður fær aðstoð á sambýlinu og svo getur maður ráðið hvort maður er þar eða fer í sjálfstæða búsetu. Þetta er bara eins og þegar fólk fer að heiman frá sér og er bara eðlilegur þáttur í lífi hvers og eins.“ Var það erfið ákvörðun að flytja úr sambýlinu? „Nei ekki mikið. Fyrst fór ég þangað í mat, en svo hætti ég því eiginlega alveg. Við eram í eitt ár, eftir að við hefjum sjálfstæða búsetu, í tengslum við sambýlið. Fyrstu þrjá mánuðina em þessi tengsl þrisvar í viku, síðan tvisvar í viku, svo einu sinni í viku í sex mánuði.“ Nú býrð þú í sambýlishúsi, hvernig eru nágrannar þínir? „Þeir em mjög rólegir og góðir. Ég hitti einn einstaka sinnum sem fer í vinnuna á morgnana á sama tíma og ég. Hann er mjög hress á morgnana. En þetta er mjög rólegt og gott um- hverfi. Ég hef ekkert út á nágrannana að setja og líður mjög vel héma. Það er bara vonandi að fleiri geti farið í sjálfstæða búsetu, svo að losni pláss fyrir þá sem þurfa að komast á sam- býlið. Það verður bara að ráðast hvað gerist En það em foreldramir og einstaklingamir sem taka ákvörðun um það, því það er ekki hægt að þvinga neinn í eitthvað sem hann vill ekki,“ sagði Ylfa að lokum. Samantekt: Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.