Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. september 2000 Fréttir 15 Kókakólabikarinn á Laugardalsvelli nk. sunnudag kl. 14.00 ÍBV -IA Á von á hörkuleik - sesir Kristinn Jónsson þjálfari ÍBV Frá bikarstemmningu á Laugardalsvelli eins og hún gerist best. Kristinn Jónsson þjálfari ÍBV segir að sér lítist mjög vel á leikinn. „Ég vona að það verði fjölmennt á leikinn á sunnudaginn og að hann verði góð skemmtun íyrir áhorfendur. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í íslenskri knattspymu og ekkert allir sem fá að komast í hann, þannig að ég á von á hörku leik. Liðin em álíka að styrkleika, en eins og ég segi þá vona ég að leikurinn verði umfram allt skemmtilegur." Hveniig er staðan í leikmanna- hópnum? „Það em einhver meiðsli og hafa verið í dálítinn tíma. A þessari stundu er óljóst hveijir em klárir en það koma einhverjir inn í liðið frá því í síðasta leik, það er pottþétt. Annars em menn auðvitað bara spenntir fyrir því að spila Ieikinn." Nú ertu búsettur í Reykjavík, verðurðu eitthvað var við stemmningu meðal stuðningsmanna ? ,Já það er óhætt að segja það. Ég veit að þeir ætla að vera í Kringlunni um helgina og ná upp stemmningu. Svo held ég að eigi að verða ball á laugardagskvöldið og svo verður eitthvað um að vera á leikdag. Ég vona bara að sem flestir mæti á leikinn Elías Björn Angantýsson er formaður ATVR og eins og undanfarna úrslitaleiki þá verður Atthagafélagið með skipulagða dagskrá fram að leik. Eh'as sagði að byrjað yrði strax á föstudeginum í Kringlunni þar sem bæði félögin verða ástaðnum. „Við verðum með sölubása frá klukkan 14.00 á föstudeginum og svo frá 10.00 á laugardeginum í Kringlunni en þar verða bæði félög í ágætu samstarfi. Ætlunin er að fá leikmenn liðanna til að koma og gefa eiginhandaráritanir ásamt því að selja stuðningsmönnum liðanna vaming á vægu verði. Við ákváðum að gera þetta í sameiningu með Skaga- mönnum enda gafst það einstaklega vel þegar við unnum með Leift- ursmönnum fyrir tveimur árum. Svo og styðji við bakið á okkur enda býst ég við mjög erfiðum leik.“ Liðið stendur uppi með ekkert í höndunum ejtir deildarkeppnina, ekki einu sinni Evrópusœti, er ekki verður að sjálfsögðu stórdansleikur á Broadway en á undan verður Queen- sýningin og svo munu hljómsveitimar Pelican, Paradís, Póker og Eik spila fyrir dansi. Ég vil að sjálfsögðu hvetja alla Eyjamenn til þess að mæta til að sýna sig og sjá aðra og ná upp góðri stemmningu fyrir leikdaginn. Á sunnudaginn byijum við snemma eða klukkan 10.30 í Laugardalshöllinni. Þar verður hljómsveitin Land og Synir ásamt ýmsum uppákomum en léttar veitingar verða á boðstólum gegn vægu verði. Svo munum við að sjálfsögðu ganga fylktu liði á völlinn til að styðja okkar menn til sigurs.“ En hvemig er stemmningin meðal stuðningsmanna liðsins á Reykja- víkursvœðinu ? „Hún er mjög góð og mér sýnist að stemmningin verði ekki minni en lífsspursmál að vinna leikinn ? „Að sjálfsögðu er mikilvægt að komast í Evrópukeppnina, en við höfum verið að endumýja liðið í ár og enduðum deildina í fjórða sæti. Við undanfarin ár. Ég vona að sjálfsögðu að fólk láti sjá sig bæði í Kringlunni og á Broadway og svo að sjálfsögðu í Laugardalshöllinni fyrir leikinn svo að hin eina sanna eyjastemmning verði sem best þegar flautað verður til leiks. Við munum sjá til þess að viðburðir á vegum ÁTVR fari ekki fram hjá neinum, við munum koma þessu á framfæri við útvarpsstöðvar og líklega mætum viðí ísland íbítiðástöð2“ En er búið að ákveða hvorum megin stuðningsmenn IBV verði ístúkunni ? „Ég er reyndar ekki búinn að fá neitt staðfest um það en ég býst við því að þetta verði eins og síðast þegar liðin mættust í úrslitum, þeir norðan megin nær Skaganum og við sunnan megin, nær Vestmannaeyjum. Ég á ekki von á því að það breytist nokkuð.“ ætlum okkur auðvitað sigur á sunnu- daginn en eins og ég segi þá á ég von á erfiðum leik og við verðum bara að sjá hvað verður.“ Vonast eftir SÓðu veðri Ólafur Þórðarson, þjálfari og leikntaður ÍA, sagði að hann vonaðist fyrst og fremst eftir góðu veðri á sunnudaginn. „Mér líst bara ágætlega á leikinn, þetta eru tvö mjög góð lið. Auð- vitað stefnir maður á að vinna dolluna en fyrst og fremst vona ég að umgjörð leiksins verði sem allra best og það hefst með góðu veðri. Það er alltaf sérstök stemmning sem fylgir bikarúrslita- leikjum, bæði meðal leikmanna og stuðningsmanna, þannig að við munum bara reyna hafa gaman af deginum og njóta hans.“ Bœði lið hafa kannski valdið nokkrum vonbrigðum í sumar, er þetta ekki tilvalið til þess að bjarga heiðri félaganna? „Það má kannski segja að við höfum valdið vonbrigðum í sumar, endum í fimmta sæti og kannski hægt að segja að við gætum bjargað tímabilinu með sigri. Vestmannaeyingar stóðu sig töluvert betur í deildinni og voru með í baráttunni fram í næst- síðasta leik, en standa nú tóm- hentir og við búumst því við þeim dýrvitlausum.11 Eru allir leikmenn Skagamanna heilir? ,Já, allir okkar leikmenn eru heilir og tilbúnir í slaginn." Á leikmaðurinn Ólafur Þórðarson eftir að spila á sunnudaginn ? „Nei ég býst ekki við því. Ég greip nú bara í skóna í hallæri núna í síðasta leik gegn Fylki en ég get alveg spilað á sunnudaginn, það er ekkert mál.“ Stuðninssmannafélas ÍBV með öflusa dasskrá fyrir bikarleikinn Handboltinn að rúlla af stað Nú styttist óðum í að handboltinn fari að rúlla af stað og fer fyrsti leikurinn hér í Eyjum fram í kvöld þegar kvennalið IBV mætir Val í slagnum um titilinn meistari meist- aranna. í nógu er að snúast hjá stelpunum því á þriðjudaginn verður fyrsti leikurinn hjá þeim í deildinni og svo í byrjun næsta mánaðar mun liðið spila tvo leiki í Evrópukeppninni. Karlaliðið spilar sinn fyrsta leik á miðvikudaginn og mun liðið byrja tímabilið á tveimur heimaleikjum, fyrst gegn KA og svo gegn Breiðabliki föstudaginn 29. sept. Opin æfing hjó ÍBV Karlalið ÍBV í knattspymu mun hafa opna æfingu á Hásteinsvelli í dag klukkan 17.30, en KSÍ og Vífilfell rnunu ásamt IBV standa að þessari uppákomu. Vífilfell mun gefa krökkunum ýmsan vaming ásamt því sem leikmenn og þjálfarar munu verða á staðnum og em stuðningsmenn af yngri kynslóðinni hvattir til að mæta. Leikurinn ó Sýn Bikarúrslitaleikurinn gegn Skaga- mönnum á sunnudaginn verður í beinni útsendingu á sjónvarps- stöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 13.00. Ríkissjónvarpið hefur undanfarin ár haft bikar- úrslitaleikinn út af fyrir sig en með breyttum samningum KSÍ við Islenska útvarpsfélagið þá flyst leikurinn yfir í ruglaða dagskrá á Sýn. Ljóst er að margir Eyjamenn muni ekki eiga möguleika á því að sjá leikinn í sjónvarpinu eins og undanfarin ár og er því ekki úr vegi að þeir drífi sig bara í bæjarferð til Reykjavíkur á sunnudaginn. Húsbyggingarmót GV Laugardaginn 23. september verður haldið húsbyggingamiót GV. Leiknar verða 18 holur, Texas scramble og em tveir í hvom liði sem leika saman holukeppni á móti tveimur kylfingum úr hinu liðinu. Skráningu skal lokið á föstu- dagskvöld kl. 20.00 Ólafur og Inga unnu Um næstsíðustu helgi var leikin svokölluð bæjarstjómarkeppni í golfi. Þá mættu til leiks fulltrúar bæjarstjómar ásamt embættis- mönnum bæjarins til keppni í golfi, ásamt mökum. Mjög góð þátttaka var í keppninni að þessu sinni, eða 36 manns. Úrslit urðu þau að Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri, og eiginkonan, Inga Þórarinsdóttir, unnu keppnina með nokkmm yfirburðum. Á laugardag var Hjóna- og para- keppnin í golfi. Þar sem slegið var annað hvert högg, sigmðu feðgamir Jón og Viktor en í keppninni þar sem annar aðilinn sló og hinn púttaði, sigmðu þau Sigurjón og Elva. Einnig var barátta um fæstu púttin. Eftir bráðabana stóð Berg- þóra Þórhallsdóttir uppi sem sig- urvegari og púttdrottning mótsins. Framundan Fimmtudagur 21. september Kl. 20.00 ÍBV-Valur Meistari meistaranna, konur Þriðjudagur 26. september KI. 20.00 IBV-ÍR 1. deild kvenna Miðvikudagur 27. september Kl. 20.00 ÍBV-KA I. deild karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.