Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 1
 IR ^JuiíihííÆnhHú HUSE llr I BYGGINGAVORUVER L___I VESTMANNAtT. 21. árgangur • Vestmannaeyjum 5. október 2000 * 40. tölublað * Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 SAFNASVÆÐIÐ við Skansinn og Landlyst voru vígð að viðstöddu fjölmenni á laugardag. Öll framkvæmdin er til mikillar fyrirmyndar og á örugglega eftir að vekja athygli gesta sem heimsækja Eyjarnar. Stjórn Herjólfs höfð að fífli? -Hugmyndir Vegagerðarinnar um sparnað þýða skerta þjónustu Samkvæmt ákvæðum um útboð á evrópska efnahagssvæðinu mega ekki líða meira en tjórar vikur frá því tilboð eru opnuð þar tii búið er að taka ákvörðun um við hvern verður samið. Það kemur því í Ijós í síðasta lagi á mánudaginn hver fær rekstur Herjólfs, Herjólfur hf. eða Samskip. Síðasta fimmtudag komu fulltrúar Vegagerðarinnar til Eyja og funduðu m.a. með stjóm Heijólfs hf. og bæjar- fulltrúum. Aftur var svo haldinn fundur í Reykjavík á mánudaginn. Ekki hefur fengist uppgefið hvað gerðist á fundunum nema hvað Vega- gerðin lagði fram minnismiða þar sem komu fram hugmyndir hennar um hvemig má ná niður rekstrarkostnaði. Samkvæmt heimildum blaðsins komu hugmyndir Vegagerðarinnar mönnum í opna skjöldu því þar er gert ráð fyrir fækkun í áhöfn yfir vetrarmánuðina og að nota svartolíu í stað gasolfu. Einnig á að fækka starfsfólki í landi. Verði fækkað í áhöfn, sem hingað til hefur ekki fengist samþykkt, þýðir það fækkun farþega. Að því er heim- ildir herma er vetrartíminn níu mánuðir hjá Vegagerðinni sem þýðir skerta þjónustu þijá ijórðu hluta ársins því aðeins mætti flytja hámarks- farþegafjölda yfir hásumarið. Erfitt er að gera sér grein íyrir hvað þetta þýðir í krónum og aurum en heyrst hefiir að Vegagerðin sé að tala um allt að 20 milljónir á ári þegar svartolían er tekin með í dæmið. Kunnugir segja að svartolían sé skammgóður vermir hvað spamað snertir því notkun hennar kallar á meira slit á vélum. Þessi áhrif segir Vegagerðin að megi minnka með því að koma meiri viðhaldsvinnu yfir á vélstjórana. Það sama gildir um aðra í áhöfn, þeim eru ætluð aukin verkefni. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., vildi ekkert láta hafa eftir sér um innihald minnis- blaðsins eða hvað kom út úr fundinum en hann á von á að niðurstaða liggi fyrir öðru hvorum megin við helgi. „Það eina sem ég get sagt, er að þau svör sem við fengum við spumingum okkar, kölluðu á enn fleiri spum- ingar,“ sagði Magnús. Tilboð Heijólfs hf. hljóðaði upp á 325 milljónir í þrjú ár, Samskip bauð 192 milljónir en kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 222 milljónir. Ef heimildir blaðsins, um innihald minnisblaðs Vegagerðarinnar em réttar, er verið að hafa stjómar- menn í Heijólfi hf. að fíflum og allt tal um óbreytta þjónustu í útboðsgögnum er hreint og klárt kjaftæði. Vegagerðin hefur verið aðili að rekstrinum í fimm ár og hefur allan tímann átt mann í stjóm. Byrjað að reisa í dag I dag verður byrjað að reisa hið nýja veitinga- og ráðstefnuhús á vatnstankinum í Löngulág. Undanfama daga hefur verið unnið við að ganga frá festingum á grunninum en nú em menn frá Límtré hf. á Flúðum mætti til starfa og er áætlað að koma húsinu upp á þremur til fjómm vikum. Húsið verður að gmnnflatarmáli 1216 fermetrar og á annarri hæð verður um 200 fermetra setustofa. Eigendumir, þeir Grímur Þ. Gísla- son og Sigmar Georgsson, segjast hafa miklar væntingar til hússins til ráðstefnuhalds en auk ráðstefnu- og veitingaaðstöðu verður viðamikil matvælaframleiðsla í tengslum við rekstur þess. Reikna þeir með að allt að 25 ný störf geti orðið til í Vestmannaeyjum með tilkomu hússins. Sjá viðtal á bls. 8. Samd ráttur hjá Fiskmark- aði Vestm. Viðskipti á Fiskmarkaði Vest- mannaeyja eru mun minni á þessu ári en var á sama tíma í fyrra og þótti það ár þó fremur lélegL I gær höfðu verið seld á mark- aðnum frá áramótum 3200 tonn en á sama tíma í fyrra var sú tala 4013 tonn og þótti ekki há, miðað við fyrri ár. I september fóru að þessu sinni um markaðinn 162 tonn en í september í fýrra 227 tonn. „Eg veit ekki fyllilega hvað veldur þessum samdrætti,“ segir Páll R. Pálsson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðarins. „Aftur á móti höfum við verið að sjá óvenjuhátt verð á fiski núna, aðallega þorski og löngu. Stórþorskurinn hefur kom- ist upp í 224 kr. á kíló og langan hefur verið vel yfir 100 kr. á kíló um nokkum tíma. En árið virðist ætla að verða í lélegri kantinum hjá okkur, miðað við magn,“ segir Páll. Sigurður Ein- arsson látinn I gærmorgun lést __ Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins, eftir erfið veikindi. A sama klukkutímanum lést Kristinn Pálsson, útgerðarmaður frá Þingholti, sem m.a. átti lengi sæti í stjóm ísfélagsins. Sjá nánar á bls. 2. UPPSKERA stendur sem hæst og um síðustu helgi var komið að skólagörðunum. Uppskera var ágæt. - a i « ■ a TM-ÖRYGGI _íg}_ FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öl! tnygg ngamárm a e.nfaldan og hagkvæman náti Flötum 20 - Sími 481 1535 Vetraráætli V V V Fi a Ivjiiiii Fra Þorlalisliofii Manud. - laugard. kl. 08.15 kl. 12.00 Sunn tid!.. kl. 14.00 kl. 18.00 A.ukaferö á. föstud. kl. 15.30 kl. 19.00 Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.