Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. október 2000 Fréttir 13 Foreldrafélagið á leikskólanum Kirkjugerði: Athyglisverður fyrirlestur um heilsueflingu í leikskólum jpf- ili 1 fi 1 1 |Í 1] ■ L ■fí' | 4R - ANNA Lea leiðir fundargesti í allan sannleikann um heilsueflingu í leikskólum. Um 30 manns sóttu fyrirlesturinn og fékk Anna Lea góðar undirtektir gesta. Anna Lea Björnsdóttir hélt fyrir- lestur sl. mánudag um Heilsu- eflingu á leikskólum. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Foreldrafé- lagsins á leikskólanum Kirkjugerði. I fyridestri Önnu Leu kom m.a. fram að þeir sem lifa í samfélagi hafa áhrif á heilbrigði hvers annars. Þannig er heilbrigt líf í raun smitandi. Með því að stuðla meðvitað að eigin heilbrigði höfum við áhrif á heilbrigði náungans. Margar góðar ábendingar komu fram og margt sem kemur inn í heilsueflingu, t.d. að- búnaður við vinnu, geðrækt, hollt mataræði, hreyfing, hvfld o.s.frv. Var fyrirlestrargestum einnig skipt niður í hópa þar sem rætt var um hvað mætti bæta með tilliti til heilsueflingar á leik- skólum og einnig hvað væri jákvætt við það sem fyrir er. En eins og Anna Lea benti á að þá er nauðsynlegt að skoða og meta hvað er jákvætt við það sem unnið er því stundum erum við ekkert of mikið að velta því fyrir okkur og tökum því oft sem sjálf- sögðum hlut. Arið 1999 varð Island formlegur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfs- verkefni Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. Verkefnið miðar að því að efla vitund og áhuga kennara og nemenda á heilsueflingu og lögð er rík áhersla á samstarf við foreldra og samfélag. Anna Lea er verkefnisstjóri í Heilsueflingu í skólum á vegum Menntamálaráðuneytisins. Guðrún María Þorsteinsdóttir skrifar: Kaffi- og menningarhús fyrir ungt fólk Unglingar á aldr- inum 16-18 hafa mikið velt því fyrir sér hvað þeir geta gert til að stytta stundir sínar um helgar, og hvemig þeir geta kynnst hinum unglingunum í bænum. Ymislegt hefur verið reynt, s.s. að rölta í bænum (ekki vel séð af for- eldrum og svo er það svo svakalega kalt yfir vetrartímann), partý í heima- húsum (alls ekki vel séð af foreldrum, nágrönnum né neinum öðrum nema þátttakendum,) ásamt ýmsu öðru miður uppbyggilegu. Nemendur Framhaldsskólans hafa lagt sig alla fram og gert góða hluti en aðstöðu- leysið gerir þeim alltaf erfitt fyrir. Fyrir skömmu heyrði greinar- höfundur áhugaverða hugmynd, Kaffi- og menningarhús sem ætlað er fólki frá 16 ára aldri, það er einmitt sá aldur sem hér um ræðir. Þessi hópur er vaxinn upp úr „féló“ og kemst hvorki inn á þá staði sem eru opnir um helgar né þau böll sem haldin eru reglulega. Unga fólkið er því í lausu lofti félagslega. Dæmi um svona kaffi- og menningarhús er að finna á Isafirði (Gamla Apótekið) sem er áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaust og hefur rekstur þess gengið framar öllum vonum. Ymis starfsemi fer fram innan veggja hússins og er það hugmynda- flug, sköpunargleði og framtakssemi unga fólksins sem ræður þar ríkjum. Gamla Apótekið er afsprengi sam- starfs fjögurra áhugahópa og Isafjarðarbær styður framtakið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur sér fyrir sér indælt kaffihús í hjarta bæjarins, þar sem foreldrar og aðrir geta litið við að degi til, fengið sér tíu dropa og spjallað og í leiðinni litið á félagsaðstöðu ung- mennanna. A kvöldin er svo staðurinn opinn fyrir 16-22 ára. Dæmi um afþreyingu er karókí, borðtennis, billjard, útvarpsrekstur, tölvu- og intemetaðstaða, námskeiðahöld og fjölbreytt klúbbastarfsemi og svo mætti lengi telja. Hægt væri að standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi, svo sem grín-uppistandi, diskótekum og jafnvel böllum ef vel tekst til. Þetta gæti orðið fín aðstaða fyrir ungt fólk til að eyða frístundum sínum og þroska sinn samfélagslega þátt í byggð okkar. Bæjaryfirvöld og aðrir áhugasamir geta með þátttöku sinni, í opnun kaffi- og menningarhúss af þessu tagi, stigið mikilvægt skref til að mæta þörfum unga fólksins til að lifa félagslífi og um leið haft jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til heimabyggðar, auk þess sem slíkur staður yrði skemmtileg viðbót í menningarflóruna hér. Höfundur er neinandi við FIV ísólfur Gylfi Pólmason skrifar: Ekki skalt þú elsku vinur um það rausa! Svar við grein Árna Johnsen í Fréttum 21.9. sl. Með samlildngunni gerír Ami mjög lítið úr starfsemi Alþingis og skýrir hún e.t.v. það að mörgum þykir Ami ekki sérlega þaulsetinn í þeirri stofnun. Alþingismenn hafa þann möguleika að leggja fram fyrirspum til ráðherra, með þeim hætti em þingmenn að leggja fyrirspumir eða gera athugasemdir við framkvæmdavaldið. Aldrei þessu vant gætir ólundartóns í grein félaga míns Ama Johnsens í Fréttum 21. september sl. undir yfir- skriftinni „Tvískinnungsháttur og falsvonir“. Osjálfrátt datt mér í hug hending úr vísu eftir Erlend heitinn frá Gilsbakka í Vestmannaeyjum þar sem hann segir: „Ekki skalt þú elsku vinur um það rausa!“ Það er ekkert óeðlilegt við það þó stjómmálamenn greini á um málefni og hver hefur sína aðferð og möguleika á að koma sínum sjón- armiðum á framfæri. Það getur gerst að stjómarþingmenn greini á um stefnu ríkisstjómar og ég efast ekki um að Ami hafi bak við tjöldin beitt sér gegn útboði á siglingum Heijólfs hf. Sú gagnrýni varð ekki opinber íyrr en útboðið hafði farið fram og í ljós kom að tilboð Samskipa hf. var margfalt lægra en útboð Heijólfs hf. Fyrir þann tíma var á hátíðastundum talað um klæðskerasaumað tilboð Herjólfi til handa. Eftir að útboð var opnað var skaðinn skeður, Ámi virðist naga sig í handarbökin og minnir á þjálfara í knattspymu sem beitt hefur rangri leikaðferð í úrslitaleik. Ami talar af léttúð um aðferð mína til þess að mótmæla tilboðinu á Al- þingi og telur hana bamalega og hefði ég alveg eins getað borið upp mót- mæli mín í saumaklúbbi í Svíþjóð eins og hann orðar það. Ég er ekki sér- fræðingur í starfsemi saumaklúbba en ég veit að gleðigjafinn Ámi Johnsen hefur margoft skemmt í slíkum klúbb- um og þekkir e.t.v. innviði þeirra. Með samlíkingunni gerir Ámi mjög lítið úr starfsemi Alþingis og skýrir hún e.t.v. það að mörgum þykir Ámi ekki sérlega þaulseúnn í þeirri stofnun. Alþingismenn hafa þann möguleika að leggja fram fyrirspum til ráðherra, með þeim hætti em þingmenn að leggja fyrirspumir eða gera athuga- semdir við framkvæmdavaldið. Ég lagði fram þessa fyrirspum í nóvember sl. eftir að hafa kynnt mér málið gaumgæfilega. Ég hitti að máli nokkra úr stjóm Herjólfs, fram- kvæmdastjórann Magnús Jónasson og fleira gott fólk í Vestmannaeyjum. Á þeim tíma var með öllu óljóst hvort þjóðvegurinn milli lands og Eyja yrði boðinn út eða ekki. Los var komið á starfsmenn Heijólfs og allsendis var óviðunandi fyrir þá að lifa í þeini óvissu sem hafði skapast. Fyrrverandi samgönguráðherra hafði gefið út þá yfirlýsingu að starfsemi Herjólfs hf. yrði ekki boðin út en ríkisstjómin hafði hins vegar ákveðið í ágúst- mánuði sl. að bjóða þessa starfsemi út. Það dróst hinsvegar að ég fengi svar við þessari fyrirspum minni og þá upplýstist hvemig samgönguráðherra ætlaði að standa að málum og þá gaf hann fyrst út opinberlega, þá mikil- vægu yfirlýsingu að alls ekki mætti skerða þá þjónustu sem Heijólíúr hefði veitt Vestmannaeyingum. Það olli mér hins vegar vonbrigðum að engir þingmenn Suðurlands tóku þátt í þessari umræðu í þinginu. Ég er á engan hátt að áfellast þá, það er hveijum í sjálfsvald sett að taka þátt í umræðum á Alþingi og í stómm dráttum er einhugur meðal þingmanna Suðurlands um þessar mundir altént. Ámi hélt því fram á samráðsfundi þingmanna og forsvarsmanna Heijólfs og bæjarstjómar Vestmannaeyja að ekki væri hægt að taka þátt í umræðum um fyrirspumir, sem ég leiðrétti og ég sé að hann hefur áttað sig á þessum möguleika þótt formið sé knappt eins ogkemur fram í umræddri grein Áma. Ég er á engan hátt að reyna að slá mig til riddara í þessu máli. Þetta var hins vegar mín aðferð úl að vekja athygli á þessu mikilvæga hagsmunamáli Vestmannaeyinga og atvinnu þess fólks sem hjá Herjólfi hefur unnið. Ég skrifaði á þessum tíma grein í Fréttir. í niðurlagi þeirrar greinar segir: „Ég hef rætt þessi útboðsmál við marga aðila og niðurstaða mín er sú að allsendis óþarft sé að bjóða þessar siglingar út. Vonandi er samgönguráðherra og ríkisstjómin að verða sömu skoðunar og einmitt það valdi þeim drætti sem á íyrirhuguðu útboði er.“ Hins vegar er það sérkennilegt að þetta skuli koma svona við kaunin á Áma. Við Ámi vinnum mikið saman í fjárlaganefnd Alþingis. Þar fer vel á með okkur og okkur greinir sjaldan á í þeim störfum. Mér hefði frekar þótt ástæða til þess að Ámi myndi fagna því að ég skyldi taka þetta mál upp. Á Alþingi starfa 63 þingmenn og einir og óstuddir koma menn þar litlu fram því stjómmál em svo sannarlega hópvinna. Það er hins vegar lítið hægt að gera eftir að útboð hefur farið fram. Við verðum að bíða eftir að sérfróðir menn hafi metið tilboðin, um það snýst málið í dag. Stjómmálamenn hafa enga möguleika til þess að meta það. Því þýðir lítið að sprikla nú eins og fiskur í neú, málið er of langt komið. Höfundur er alþingismaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.