Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 Eyjar 2010 frábært tækifæri til þess að opna umræðuna: Púlsinn tekinn á ungum HATT í 30 manns mættu á fyrsta fundinn á Klaustrinu í Reykjavík og eru tveir hópar á fastalandinu að undirbúa sig fyrir ráðstefnuna sem verður haldin 14. október næstkomandi. -Hjálmar Helgason: Markvissari stefnu í ferðaþjónustu Eins og lesendum Frétta er kunnugt verður ráðstefnan Eyjar 2010haldiní Vestmannaeyjum laugardaginn 14. október næst komandi í Týsheimilinu. Ráðstefnunni er ætlað að verða vettvangur skoðanaskipta og hugmyndavinnu ungs fólks í Eyjum þar sem stefnt verður að því að fá upp á yfirborðið framtíðarsýn þess ög ekki síður ungs fólks sem flutt hefur frá Eyjum, til náms og starfa á Stór- Reykjavíku rsvæði n u. Myndaðir hafa verið undibúningshópar sem hafa verið starfandi um nokkurt skeið bæði í Eyjum og Reykjavík og munu síðan opinbera hugmyndir sínar þegar á hólminn er komið þann fjórtánda. Til þess að heyra aðeins ofan í nokkra sem unnið hafa að undirbúningnum í Reykjavík, mælti blaðamaður Frétta sér mót við Hjálmar Helgason, Jóhannes Egilsson og Frosta Gíslason. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir því að gera ráðstefnuna sem glæsilegasta og ekki síður að hún geti skilað árangri sem hægt er að byggja á til eflingar menningu og mannlífi í Eyjum til framtíðar. Hjálmar Hclgason er fæddur árið 1975 og starfar hjá fyrirtækinu Nova Media í Reykjavík. Hann segir að í sínum huga sé hug- mynd hans og von um Vest- mannaeyjar árið 2010 byggð á blómstrandi mannlífi, ferðamanna- þjónustu og sterkum sjávarútvegi. „En þetta er allt byggt á von. Ef rétt er á spöðunum haldið þá ætti ferða- mannaþjónustan að geta blómstrað. Varðandi sjávarútveg, eins og staðan er í dag, þá eiga Eyjabúar sjálfir takmarkaða möguleika dl þess að hafa þar nokkra stjóm, við, eins og flest bæjarfélög á landinu, erum uppá góðvild kvótaeiganda komin. Það þarf ekki annað en að Samheijamenn komi og kaupi Vinnslustöðina, þá væri útlitið ekki of bjart. En vonandi halda núverandi eigendur velli og tryggt verði að Vestmannaeyjar verði áfram ein öflugasta verstöð á Islandi." Þú talar um ferðaþjónustima, hvaða tökum vilt þú taka luma til þess að hún fúi blómstrað? „Eg held það felist fyrst og fremst í markvissari markaðssetningu á Eyjum sem forvitnilegum dvalarstað, hvort heldur íyrir íslendinga eða útlendinga. Þá held ég að þurfi að fara inn á víðari svið en bara rútuferðir og að fólk komi bara og stoppi í einn dag, heldur verði að vinna að því að það stoppi lengur, en það em ýmis ráð til þess. Þar sé ég fyrir mér að Eyjamenn taki fmm- kvæðið sjálfir, en þurfi ekki að stóla á einstakar ferðaskrifstofur uppi á landi með markaðssetninguna. Eg sé til dæmis fyrir mér allt frá köfún og upp í klifur, og allt þar á milli. Það má kalla þetta „stunt-“ eða glæfraferðir, þar sem fólk getur farið í köfun úteyjaferðir og gönguferðir, þannig að gengið verði á fjöll, en ekki bara á tilbúna útsýnisstaði.“ Af því að þú nefhir úteyjamar, þá hejúr maður ekki séð að vilji sé til þess að markaðssetja þœr fyrir hinn almenna ferðamann, er það kannski misskilningur að gera það ekki? „Það yrði að sjálfsögðu að gera allt slíkt með góðsfúslegu samstarfi við úteyjafélögin, sem að hljóta að bera hag eyjanna fyrir bijósd, ekki síður en þeir sem ekki em í úteyjafélögum. Þetta mætti gera á dauðum tíma í úteyjunum. Þetta gætu verið allt frá einum degi upp í tvo daga sem hópar gætu dvalið í viðkomandi eyju. Fyrir utan að skoða eyjuna og fuglalífið, væri hægt að bjóða upp á köfun og bjarsig fyrir þá sem vilja. Við höfurn að mínu mati, ótæmandi möguleika til að sinna öllum stærðum og gerðum túrista, hvort sem um er að ræða 70 ára þýskar dömur, eða 20 ára gamla peyja ofan af landi sem vilja einhverja spennu og fjör.“ Hjálmar hefur búið í Reykjavík frá árinu 1997, en þá hóf hann nám í Vélskóla íslands og lauk námi þaðan síðastliðið vor. „Sumarið 1998 var ég að vinna í kringum Keikóverkefnið, en síðan hef ég alfarið verið í Reykjavík. Ástæða þess að ég bý ekki í Eyjum er sú að ég og kærastan erum í góðum störfum í Reykjavík. Eg sakna auðvitað Eyjanna, og fjöl- skyldan mín býr í Eyjum, þannig að ég kem reglulega heim í mömmu- matinn. En aðalástæðan fyrir því að við viljum ekki flytja „heim“ er sú að við fáum ekki vinnu sem hentar okkur og ekki heldur þau laun sem við viljum.“ Sérðu þig búa í Eyjum árið 2010? „Nei ég efast um það.“ HJÁLMAR Sæþór og Siggi ræða málin á fyrsta fundinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.