Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 ATR-flugvél frá Flugfélagi íslands lenti á öðrum hreyflinum eftir bilun Óafsakanleg framkoma -segir Magnús Kristinsson, Á mánudagskvöld kom upp bilun í ATR-flugvél á vegum Flugfélags Islands, sem var á leið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Var vélinni, sem er tveggja hreyfla, flog- ið á öðrum hreyflinum til Reykja- víkur þar sem hún Ienti áfallalaust. Flugfélag íslands hefur vélina á leigu frá Islandsflugi og hefur hún verið í almennu farþegaflugi innanlands að því er kemur fram í frétt frá félaginu. Síðdegis á mánudag kom upp bilun í startara á flugvellinum í Eyjum og tafði það flug vélarinnar um fjórar klst. Flugvirki kom hingað með nýjan startara og eftir að honum hafði verið komið fyrir og hann prófaður, kom ekkert óeðlilegt fram. Farþegar voru því kallaðir um borð í flug til Reykjavíkur. Farþegar töldu sig finna undarlega lykt, þegar þeir gengu um borð í vélina, en slík lykt mun fylgja áðumefndum prófunum og ekkert óeðlilegt við hana. Að loknu flugtaki, þegar flugvélin var komin í flughæð, sýndu mælar hjá flugstjóra að olíuþrýstingur væri að lækka á öðrum hreyflinum. I slíkum tilfellum er undantekningarlaust slökkt á hreyfli og var það því gert og flogið á einum hreyfli til Reykjavíkur. Mikill viðbúnaður var fyrir lendingu en hún tókst að öllu leyti áfallalaust. Við skoðun eftir lendingu kom í ljós að lítill þéttihringur hafði bilað þannig að olía rann af hreyflinum. Þessi bilun tengist á engan hátt hinni fyrri í start- aranum. SÁLARHORN IÐ „Viltu verða heill?“ Þessa dásam- legu spurningu frá Jesú er að finna í Biblíunni, í sögunni um lamaða manninn við Betesdalaug. Ég hef oft velt þessari setningu fyrir mér, því við fyrstu sýn virkar hún hálfmóðgandi. Maðurinn er lamaður! Ég held að ég megi fullyrða að ég þekki ekki til neinnar lamaðrar eða veikrar manneskju sem mundi ekki frekar kjósa heilbrigði. Ég hef því í mörg ár leitað að einhverri skýringu sem gæti hugsanlega afsakað þessi „mistök" frelsarans. Það var svo þegar maðurinn minn benti mér á enska orðið yfir ábyrgð, „responsible" og að orðið er saman- sett úr tveim orðum, „respond" og „able“ sem ég fann svarið! „Re- spond“ sem þýðir „viðbragð/fram- kvæmd" og „able“ sem þýðir „geta“ eða með öðrum orðum, „getan til að framkvæma/bregðast við.“ Alltíeinu fannst mér heilmikið varið í spumingu frelsarans! Á dögum Biblíunnar var staða hinna sjúku heldur bág! Margir, ef ekki flestir, þurftu að lifa sem betlarar og ölmusufólk. Skyldur samfélagsins gagnvart þeim voru heldur litlar, þar sem ekki var litið á þá sem nýta þjóðfélagsþegna. Vissar skyldur voru/eru lagðar á herðar hinna heil- brigðu, svo sem að vinna, borga skatta og sjá fyrir fjölskyldu! Spuming Jesú á erindi í dag. Það em margir sem þjást í dag, og ekki síður andlega! Spumingin sem ennþá gengur út til okkar í dag „viltu verða heill/heil?“ gæti líka hljómað „ertu reiðubúin að axla ábyrgð?" eða með öðmm orðum, „öðlast getuna til að framkvæma /bregðast við?“ Ef til vill er þetta mesta ögmn sem við höfum fengið allt okkar líf og áskomn um að verða nýtir þjóð- félagsþegnar, með öllum þeim skyldum og kvöðum sem því fylgir! En em verðlaunin ekki þess virði? Þetta er einfaldlega spuming um ákvörðun! „Viltu verða heil?“...,Já herra, ég vil taka ábyrgð á líft mínu og verða heilbrigð á anda, sál og líkama. Því bið ég um getuna til að framkvæma það sem ég þarf, mér og öðmm til heilla. Amen.“ Iris. einn farþega með vélinni Þama var ekki um alvarlega bilun að ræða og eftir að skipt hafði verið um þéttihring fór vélin strax í áætlun á ný. I fréttatilkynningu frá Flugfélagi Is- lands segir að vélar af þessari gerð geú flogið lengi á einum hreyfli ef slík vandamál komi upp og gert sé ráð fyrir slíku í þjálfun flugliða. Á mánudag var að öllu leyti farið eftir þeim reglum sem gilda í slíkum tilfellum og hafi í raun aldrei verið um neina vemlega hættu að ræða. Ósáttur Alls vom 35 farþegar með vélinni, þeirra á meðal bræðumir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og Birkir Kristinsson, knattspymumaður. „Reyndar áttum við bókað flug kl. ellefu um kvöldið með annarri vél en var boðið að fara með þessari, sem fór nokkm fyrr, og tókum því boði. Svo þegar vélin var komin á loft urðu líklega flestir varir við að ekki var allt eins og það átti að vera, við urðum varir við titring og svo var drepið á hreyflinum. Ég get ómögulega neitað því að það fór um mig og fleiri við það. Én flugstjórinn, Vestmanna- eyingurinn Halldór Ámason, kom aftur í og tilkynnti farþegum á mjög yfirvegaðan og fagmannlegan hátt hvað um væri að vera. Flugfreyjan stóð sig einnig mjög vel og öll fram- koma þeirra varð til þess að engin panik greip um sig meðal farþeganna. Almennt var þó fólk slegið yfir þessum tíðindum. Mín viðbrögð vom þau að segja farþegunum í kringum mig að það væri lítið að óttast, við væmm með hæfasta flugstjóra sem völ væri á á íslandi og þó víðar væri leitað. Hélt að hinn hreyfíllinn væri aðfara Svo þegar við vomm komin yfir ijall- garðinn á Reykjanesi, kom hnykkur á vélina og þá brá mér illilega, ég hélt að hinn hreyfillinn væri að fara líka. Sem betur fer var þó ekki um slíkt að ræða. Óneitanlega brá okkur líka þegar við sáum hve mikill viðbúnaður var á flugvellinum íyrir lendinguna, einhver ósköp af slökkvibílum, sem benti til þess að ástandið væri alvarlegt. En Halldór llugstjóri og hans fólk brást ekki, lendingin tókst að óskum þótt aðeins væri um einn hreyfil að ræða.“ En Magnús er lítið hrifinn af viðbrögðum Flugfélags íslands í Reykjavík og telur þau fyrir neðan allar hellur. „Bæði ég og aðrir áttum von á því að fólk frá Flugfélaginu myndi koma og ræða við farþega eftir lendingu. Þama vom margir mjög sjokkeraðir og ég reiknaði með að þeim sem þyrftu þess með yrði boðin áfallahjálp. En þama kom enginn úl að tala við fólkið og ég er hneykslaður á þessum vinnu- brögðum. Það er ekki langt síðan llugvél, sem var að koma frá ísafirði, lenti í svipuðu og ég hélt að þessir menn væm eitthvað búnir að læra af því. Ég hefði alveg þegið að fá ein- hvem til að tala við um þessa óþægi- legu reynslu og mér fannst ég finna fyrir eins konar efúrsjokki í bílnum á leiðinni heim. Ég fann til dæmis mikla þörf hjá mér til að hlusta á fréttimar á miðnætti, til að vita hvað þar kæmi fram. Flugfélag Islands getur ekki afsakað þessa framkomu með því að segja að aldrei hafi verið nein hætta á ferðum. Þeir verða að koma sér upp teymi sem er tilbúið að ræða við fólk ef svona hlutir koma upp,“ sagði Magnús Kristinsson. Búum ekki til áföll, til þess að veita áfallahjálp,segir Jón Karl Ólafsson Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Islands, segir að sér sé einungis kunnugt um einn farþega sem orðið hafi hræddur í þessari ferð. „Auðvitað var þetta ekki skemmtilegt en það var engin hætta á ferðum eins og áhöfn vélarinnar sagði farþegunum og flugfreyjan sá ekki óttamerki almennt á farþegum. Farþegamir urðu fyrst hræddir þegar þeir hittu alla blaðamennina eftir lendingu. Auð- vitað veitum við áfallahjálp ef fólk verður íyrir áfalli en við búum ekki til áföll, bara til að veita slíka hjálp. Ef raunveruleg hætta hefði verið á ferðum og sýnileg þörf fyrir áfallahjálp, þá hefðum við veitt hana. En það var enginn sem gaf sig fram með ósk um slíkt, hefði það verið gert þá hefðum við að sjálfsögðu veitt slíka aðstoð,“ sagði Jón Karl Ölafsson. Sigurgeir Jónsson SH*HtudCQÍ Af hlutverki fjölmiðla Þegar vetur nálgast skríða skógarbimir í híði sín og dveljast þar vetrarlangt. Því er öfugt farið með skrifara, þegar haustliúr náttúmnnar taka að verða áberandi fer hann að mmska og þegar gránar í ijöll þykir honum ekkert að vanbúnaði að heíja pistlaskrif á ný, endumærður eftir sumarið. Hlutverk fjölmiðla er margþættara en margan kynni að gmna. Fyrir utan að flytja fréttir af því sem efst er á baugi hverju sinni, sem er aðal þeirra, eiga þeir einnig að gegna því hlutverki að vera fræðandi, upplýsandi og (kannski) skemmtilegir. Þá er þess alla jafna krafist af þeim að þeir séu svona heldur ábyggilegir í upp- lýsingum sínum, fari ekki með vísvitandi fleipur. Meðan fjölmiðlar vom upp til hópa pólitísk málgögn flokka, var þó varhugavert að treysta sannleiksgildi þeirra enda næsta teygjanlegt á slíkum bæjum hvað er sannleikur og hvað ekki. Samanber gömlu orðtökin „moggalýgi“ og „ekki lýgur Mogginn," sem vom notuð efúr því hvort viðkomandi vom með eða á móti pólitískum skoðunum blaðsins. Síðan hefur mikið vatn til sjávar mnnið og í dag er Morgunblaðið viðurkennt sem mjög ábyrgur og áreiðanlegur fréttamiðill. En hlutverk fjölmiðla er margþættara, t.d. em auglýsingar snar þáttur í útgáfu þeirra og raunar óhjákvæmilegur ef tilvera þeirra á að vera tryggð. Auglýsingar gegna mikilvægu hlutverki í nútfmasamfélagi og þótt margir bölvi þeim í sand og ösku (a.m.k. þegar blaðsíðnafjöldinn með þeim fer að verða fyrirferðarmeiri en sjálft efni blaðsins) þá myndu eflaust flestir sakna þess ef þær væm ekki á sínum stað. Auglýsingar segja nefnilega oft miklu meira um ástand mála í þjóðfélagi eða bæjarfélagi en allt annað efni blaðsins. Oft er hægt að lesa út úr auglýsingadálkunum hvemig málum er háttað í bænum, hvort gott eða lélegt ástand er ríkjandi, t.d. í atvinnumálum. Og hin seinni ár hefur fólk uppgötvað að hægt er að koma skoðunum sínum og áhugamálum á framfæri með tilstilli auglýsinga, jafrivel vanda- málum sem leysa þarf. í DV em t.d. dags daglega a.m.k. tvær blaðsíður stútfullar af leiðum þeim til handa sem eiga við einhver kynlífsvandamál að etja, raunar kostar sitt að hringja í þau símanúmer sem þar em gefin upp en hver skyldi svo sem vera að horfa í nokkrar krónur til að fá úrlausn þeirra mála, fljótt og vel. Þá auglýsa einnig þeir sem fúsir em til að leiðbeina á öðmm sviðum en neðan mittis. Skrifari hefur rekist á auglýsingar frá fólki sem tekur að sér að ræða í síma um hin að- skiljanlegustu vandamál daglegs lífs, yfirleitt andleg, og kostar oft ekki neitt að njóta slíkra leiðbeininga. Um daginn rakst skrifari t.d. á slíka auglýsingu sem honum þótti einkar forvitnileg. Hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Ég föndra með snældur, vinyl og diska. Hvert er þitt vandamál?“ (Svo kom nafn og símanúmer sem hægt var að hringja í). Þama var greinilega á ferðinni einhver haldinn „fiktáráttu" og vildi komast í samband við aðra með svipaða tendensa, reiðubúinn að ræða málin, gefa góð ráð og þiggja ráð í staðinn. Nú hringdi skrifari ekki í viðkomandi númer enda hefur fiktárátta ekki hrjáð hann hin síðari ár (heldur ýmislegt annað sem hann myndi glaður þiggja ráðleggingar við). Aftur á móti efast skrifari ekki um að þama er á ferðinni hin ágætasta þjónusta sem margir vilja nota sér og kryfja vandamál sín og annarra til mergjar. Og þegar fjölmiðlum tekst að leiða lesendur sína saman á slíkan hátt finnst skrifara eins og þeir standi orðið undir nafninu fjölmiðill. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.