Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur5. október 2000 Fréttir 15 amkvæmd hætti og auknu hreinlæti tókst að ráða niðurlögum ginklofans. Þama var Sólveig ffamarlega í baráttunni að efla heilsugæslu Vestmannaeyjum á þess- um árum. Eftir að Þorsteinn flutti úr Landlyst árið 1906 bjó þar þá Guðrún dóttir hans ásamt fjölskyldu sinni og bjuggu þau þartil ársins 1912, erþau fluttu í Valhöll við Strandveg. Húsið var í leigu til ársins 1921 og bjuggu þá að jafnaði tvær til þijár fjölskyldur í senn. Árið 1921 flutti Hróbjartur Guðlaugs- son verkamaður í Landlyst og keypti hana ári síðar. Guðmundur sonur Hróbjarts flytur í Landlyst árið 1925 og vom að jafnði tvær til þrjár fjölskyldur í húsinu í senn. Árið 1946 byggðu Karl Sigur- hansson og Guðmundur skúr við vesturgafl Landlystar, sem nú snýr í norður. Var þar rekið skósmíða- verkstæði. Miklar endurbætur vom árið 1953 þegar húsið var múrhúðað (forskalað eins og algengt var um timburhús) og settir í nýir gluggar. Hróbjartur lést árið 1958 og eftir það bjó sonur hans Guðmundur einn í Landlyst með íjölskyldu sína þar til að hann fluttisttil Reykjavíkur árið 1972 og þá keypti Vestmnannaeyabær Landlyst. Frá þeim tíma var rekinn þar myndlistarskóli, gallen og ljós- myndaklúbbur var þar til húsa. Landlyst stóð svo auð frá árinu 1988 til ársins 1992 að húsið var rifið. Merkileg sýning Sett hefur verið upp mjög athyglisverð sýning í Landlyst. Um er að ræða sýningu sem tengist sögu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum írá 19. öldinni og langt fram á þá 20. Sýningin er skemmtilega sett upp og á hvergi betur heima en einmitt í þessu húsi. Þama má sjá lækninga- og ljósmóðurtæki frá þessum tíma sem sum hver em í grófara lagi svo ekki sé meira sagt. Vakin er athygli á því að hópar geta pantað kynningu hjá safnverði Byggðasafns Vestmannaeyja (sjá auglýsingu) SIGURÐUR Guðmundsson frá Háeyri vann við endurgerð Landlystar. Hér virðir hann fyrir sér hlóðirnar í eldhúsinu. Landlyst tengist baráttunni við ginklofann -sem lagði að velli allt að 80% ungbarna í Eyjum allt fram á miðja 19. öldina Móðir Sólveigar, Guðrún, gaf út bók um fæðingarhjálp og er hún meðal sýningargripa í Landlyst. Danskur læknir, Peter Anton Schleisner, var um miðja 19. öldina sendur til Islands til að kynna sér heilbrigðisástand en einkum þó ginklofann í Vestmannaeyjum. Hann dvaldist á Islandi í eitt ár en sneri þá aftur og skrifaði skýrslu til stjórnvalda um skipan heilbrigðis- mála, sem var heldur bágborið á 18. og 19. öld og dönskum stjórn- völdum stöðugt áhyggjuefni. Itrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. íslenskir embættismenn vildu láta lýðinn borga Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Islenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekld ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjómarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar vom einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til eífi laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Islendinga. í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðmm málum fóm hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunvemleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest böm sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. Þetta kemur fram í grein eftir Jón Ólaf ísberg sagnfræðing sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrr á árinu. Þar er ginklofa lýst sem stífkrampa sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar ámm saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema að fleiri atriði komi til eins og óhreint vatn og ígerð á opnu holdi. Sjúkdómseinkenni em margvísleg sem þó em öll afleiðingar af krampa á mismunandi stigum í ýmsum líffæmm. Dánarorsakir em yfirleitt frá öndunarfæmm, þ.e. köfhun, en hjartalömun og þó einkum lungnabólga em iðulega talin orsök. Lítill skilningur í ffásögn Jóns Ólafs kemur fram lítill skilningur heimamanna á þeirri ógn sem ginklofinn var en meðal tillagna sem danskur læknir, að nafni Klogh, lagði til, til að lækka dánartíðnina, var að konur hefðu böm sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni. Einnig lagði hann til að eyjarskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennimir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. „Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá nafla- strengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fýrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert." Hvergi hærri dánartíðni Það var svo árið 1847 að ákveðið var að senda Schleisner til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra bama sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hann kom strax upp sérstakri fæðingarstofu og tók hún til starfa í september sama ár. „En hvers vegna fæðingarstofu? Bolbroe læknir sem starfaði í Eyjum 1832-1839 hafði áttað sig á því að þeir nýburar, sem hann tók inn á heimili sitt, fengu ekki ginklofa og eftirmaður hans, Haalland, sem var í Eyjum 1840-1845 taldi nauðsynlegt að stofna sérstakt fæðingarheimili. Því var niðurstaðan sú að fæðingarstofa væri nauðsynleg. Illa gekk að fá konur til að koma á fæðingarstofuna (í Landlyst) og fæða þar en öll böm sem fæddust vom flutt þangað til meðferðar. Af 23 bömum sem fæddust frá september 1847 til júlí árið 1848 dóu fimm, þar af þrjú úr ginklofa, eða 13% en undangengna tvo áratugi hafði dánartalan verið um 60% á sama árstíma.“ Naflastrengurinn Schleisner beindi athyglinni íyrst og fremst að umbúnaði naflastrengsins og bar á hann sérstaka olíu, á fæðingar- stofunni vom viðhafðar strangar kröfur um hreinlæti og um mataræði en hvort tveggja líkaði konum illa. Þá lagði hann áherslu á bijóstagjöf. „Þegar bömin fóm heim fengu þau með sér pela, bamaföt og þvottasvamp og mæðmm vom lagðar lífsreglumar um meðferð ungbama eins þá var tíðkanlegt. Með þessu var tekið á þeim þáttum sem ítrekað hafði verið bent á sem hugsanlegan orsakavald en það var umbúnaður naflastrengs, ömurlegar umhverfisaðstæður, meðal annars þröngbýli og fúlt vatn, og skortur á brjóstamjólk." Schleisner beindi sjónum sínum að vatnsbólum, hvað konur borðuðu um meðgönguna, hver næring nýbura væri (móðurmjólk, kúamjólk eða annað), hvort fuglafiður væri í sængum og almennt heilsufar heim- ilisfólks og bar þetta saman við fjölda fæddra og látinna bama á gin- klofatímabilinu, þ.e. fimmta til tólfta dags. Ekki komst hann að einhlítri niðurstöðu. Gæti verið um fleiri en einn orsakavald að ræða en lausnin virtist vera fæðingarstofan. „Með fæðingarstofunni átti að skapa sam- bærilegar aðstæður fyrir aðrar mæður og böm þeirra á þeim tíma sem hætta var á að þau fengju ginklofa. Það tókst að miklu leyti. Schleisner áttaði sig hins vegar ekki á því sem skipti mestu máli í þessu sambandi en það var notkun olíunnar enda var þetta löngu fyrir daga sýklafræðinnar. Olían, kopaivabalsam (balsamum copaiba) var þekkt víða um lönd enda er hennar getið í lyfjaskrám og notuð til græðingar við þvagfærasýkingar og á sámm. Mikilvægi hennar felst í því að hún er náttúrulegt sótthreinsandi sárasmyrsl og kom í veg fyrir að smitefni gæti borist í naflasár sem er viðkvæmasti staðurinn á ungbami fyrir sýkingu." Eftir að Schleisner fór aftur til Danmerkur var fæðingarstofan aflögð vegna áhuga- og skeytingarleysis heimamanna en notkun olíunnar hélt hins vegar áfram og dauðsföll af völdum ginklofa heyrðu nær sögunni til.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.