Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. október 2000 Fréttir 17 Sögulegu Ijósi brugðið á Stafkirkju, Skans, Landlyst og Hringskersgarð Fróðlegt erindi Olafs Týs Guðjónssonar úr sögu Vestmannaeyja við vígsluna á laugardag LANDLYST á sér merka sögu og henni eru gerð skil á athyglisverðri sýningu sem sett var upp í húsinu. í tengslum við vígslu Landlystar og safnasvæðisins á Skansinum flutti Ólafur Týr Guðjónsson fróðlegt erindi um sögu Vestmannaeyja. Hóf hann frásögninaá árinu 1000 þegar fyrsta kirkja á Islandi var byggð í Vestmannaeyjum. „í tilefni af vígslu svæðisins er rétt að minnast á nokkur atriði sem tengjast þeim mannvirkjum sem hér eru til sýnis. Öll eru þau samofin sögu Vest- mannaeyja þó á ólíkan máta sé,“ sagði Ólafur og byrjaði að segja frá Stafkirkjunni. Stafkirkjan „Árið 1000 skipar sérstæðan sess í sögu íslensku þjóðarinnar. Deilt var um það manna á meðal hvort leggja ætti niður skurðgoðadýrkun ásatrúar og hefja kristni til vegs og virðingar. Norðmenn, með Ólaf konung Tryggvason höfðu þá þegar gert slíkar og þvílíkar breytingar í sínum garði og vildu gjaman leggja sitt af mörkum tíl að íslendingar gerðu slíkt hið sama. Þegar leið að Alþingi vorið 1000 þá sigldu þeir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason út tíl íslands með fyrirmæli frá Ólafi konungi um að reisa þar kirkju er þeir kæmu fyrst að landi. Lentu þeir félagar í Eyjum og gerðu það sem fyrir þá var lagt, báru í land kirkjuvið og stofnuðu kirkju á staðn- um. Segir sagan að hlutkestí hafi ráðið því að byggt var norðan vogsins, þ.e. á Hörgeyri sem er hér undan Löngu. Nú vil ég ekki ætla að iðnaðarmenn í lok tuttugustu aldar séu svo miklar lið- leskjur í starfi sínu að þeir séu margfalt lengur að reisa kirkjuhús en trésmiðir fyrir þúsund árum. Því má fúllyrða að kirkjubyggingin í þá daga hafi hvorki verið háreist né mikil að grunnfleti. Það má jafnvel með nokkuð góðum rökum halda því fram að hér hafi verið um að ræða einhvem vísir að altari og e.t.v. þakhreysi tíl að veijast vatni og vindi en stofnun kirkju hafi verið fólgin í samfélagi safn- aðarins. Vitað er að þeir félagar Gissur og Hjaltí höfðu ekki langa viðdvöl hér í Eyjum, enda mesta ljörið á landinu á Þingvöllum. Áttu þeir einnig eftir að reyna hvað mest þeir máttu að afla nýrri trú fylgis og óvíst var hvort höfðingjar vítt og breitt um landið gætu sameinast um svo stórfelldar breytíngar. Hvers vegna lentu þeir fyrst í Eyjum? Varla komu þeir vegna gæða neysluvatns, það var víðast hvar betra en hér. Tæplega hefur það þótt metn- aðarmál að kristna þessar fáu hræður er hér bjuggu í þann tíð. Hitt er líklegra að þeir hafi komið hingað í þeirri vissu að hér fengi kirkjan líklega að standa í friði jafnvel þó svo færi að Islendingar almennt gerðust ekki kristnir. Einnig er líklegt að höfðingi sá sem hér réð ríkjum, trúlega Ormur Heijólfsson, hafi þá þegar verið búinn að taka kristna trú. Við skulum nú láta þessum spekúlasjónum lokið því tæplega leysum við þessa þúsund ára gátu hér og nú. Hvað sem öllu líður þá ber Stafkirkjan, sú er nú prýðir þetta svæði, byggingarlist þessa tíma fagurt vitni og er sómi að. Hafi norska þjóðin þökk fyrir gjöfina. Skansinn Upphaf virkis á þessum stað má rekja til að Friðrik II Danakonungur fékk flotaforingja sínum, Hans Holts það verkefni að byggja hér vamarvirki eða fallbyssuskýli árið 1586. Skyldi Hans taka með sér nægan liðsafla og skotfæri og reisa virkið við höfnina. Hlutverk þess var fyrst og síðast að halda Englendingum frá því að versla við Eyjamenn eða yfirleitt að hafa nokkra aðstöðu á Heimaey. Englend- ingar höfðu þá um margar aldir átt í eijum við Dani vegna fiskveiða og viðskipta. Var meira að segja fyrsti vísir að virki gert af enskum snemma á fimmtándu öld. Ekki er vitað með vissu hvar virki þetta stóð en Sigfús M. Johnsen telur líklegast að það hafi staðið einhvers staðar nálægt því sem Bárustígur er nú. Þetta var nú útúrdúr um ensk virki. Danir voru ekki alltaf mjög áhugasamir um viðhald virkisins og vildi það stundum drabbast niður en þess á milli héldu þeir Skansinum í góðu standi. Þegar sjóræningjamir komu frá Algeirsborg 1627 þá bjuggust þeir við viðbúnaði og vömum við höfnina en hvergi er þess getið að nokkm sinni hafi verið hægt að gera þeim einhvetja skráveifu. Skömmu eftir Tyrkjaránið var virkið tekið vel í gegn og var það nálægt 1000 fermetrum. Eyjamenn urðu að sjálfsögðu að byggja virkið í skyldu- vinnu fyrir danska verslunarforstjóra. Nú varð viðhald virkisins betra og fallbyssu haldið í sæmilegu standi, menn fóm að standa vaktir á Helga- felli á nóttunum allt frá krossmessu á vorin og fram eftir hausti. Hélst þetta skipulag fram yfir 1700 en er leið á átjándu öldina þá fór enn að minnka áhuginn fyrir viðhaldi virkisins og þörfm e.t.v. talin minni en áður. Um miðja 19. öld lét kapteinn von Kohl sýslumaður enn gera endurbætur á Skansinum og tók síðan upp á því að halda heræfmgar við Skansinn. Var meira að segja dubbað upp á gömlu fallbyssuna sem staðið hafði ónotuð í geymslu Dana. Herfylki þetta er líklega eina alíslenska sveitin sem með skipulegum hætti hélt úti heræfingum hér á landi. Alltaf horfum við upp á það að atburðir endurtaka sig því u.þ.b. einni öld síðar standa breskir hermenn vörð um innsiglinguna og hvar annars staðar en á Skansinum Landlyst Samfélag Vestmannaeyinga fyrr á öldum var lítið samfélag, fámennt og bjó við afar harðan kost. Fjöldi eyja- skeggja hefur allt fram til loka nítjándu aldar verið bundinn við fjögur- til fimmhundruð manns og ekki er hægt að segja að samfélagið hér hafi verið sjálfbært. I sóknar- lýsingu Jóns Austmanns sem hér var prestur á árunum 1827-1858 er þess getið að af 330 bömum sem fæddust á árabilinu 1817-1842 þá létust 244 úr ginklofaveiki. Það er að segja að rúmlega 70 % ungbama létust á fyrsta ári, auk allra þeirra sem létust áður en fullorðins- ámm var náð. Gerður var saman- burður á dánartölum í Danmörku, á Islandi og í Vestmannaeyjum og kom í ljós að af hveijum 1000 fæddum bömum í Danmörk dóu 175 á fyrsta ári, á Islandi var þessi tala 304 en af hverjum 1000 fæddum bömum í Vestmannaeyjum þá dóu 742. Á þessum ámm komst nokkur skriður á heilbrigðismál í Vestmanna- eyjum og var í fyrsta skipti skipaður læknir í Vestmannaeyjum árið 1828 og var eitt meginmarkmið læknanna sem komu fyrstu misserin að finna leið til að útrýma hinni skæðu ginklofaveiki. Iversen Haaland læknir, sá þriðji í röðinni sem hingað var sendur, kom fram með þá tillögu að reist skyldi fæðingarstofa og konum gert skylt að leggjast þar inn og fæða þar böm sín. Einnig skyldu þær ásamt bami sínu dvelja á fæðingarstofunni í 3-4 vikur til almennrar aðhlynningar. Töldu læknar að rekja mætti ástæðuna fyrir svo gríðarlegum ungbamadauða til vanhirðu og óþrifa af ýmsum toga. Drykkjarvatn töldu þeir óhæft. Ekki gekk þrautalaust að draga gullið úr sjóðum danska ríkisins tíl að standa straum af kostnaðj en hægt og bítandi hafðist það þó. Á vordögum 1847 kom Dr Schleisner til Vest- mannaeyja og hafði hann í farteskinu leyfi yfirvalda að koma á fót umræddri fæðingarstofu. Fyrsta bam- ið sem þar fæddist dó reyndar úr ginklofaveiki en síðan ekki söguna meir. Fæðingarheimilið var fyrst til húsa í svokölluðum Danska Garði en árið 1949 var stofnunin flutt í Landlyst. Reyndar verður að segja söguna eins og hún er, gekk svo vel að útrýma ginklofaveikinni að sængur- konur fengust ekki lengur til að fæða böm sín á fæðingarstofunni. Allur aðbúnaður ungbama og sængur- kvenna batnaði til muna í heima- húsum svo ekki er hægt að segja annað en að baráttan fyrir fæðingar- stofunni hafi skilað sér. Hringskersgarður Árið 1912 samþykkti sýslunefnd Vestmannaeyja að fela dönskum verkfræðingi, Carli Bech að gera tillögur til að bæta Vestmanna- eyjahöfn. Niðurstöður hans vom í fjórum liðum, Byggja hafnargarð á Hörgeyri, byggja hafnargarð á Hring- skeri, smíða bryggju með uppfyllingu, dýpka höfnina í 5,4m, 2m um ljöm. Var hafist handa við syðri hafnar- garðinn 1914, var farið út Hafnareyri og út í Hringsker. Áætluð lengd 170m. Gekk á ýmsu við framkvæmdina, menn töldu gijótið of smátt og of létt, ekki hlaðið sem skyldi og fleira í þeim dúr. Upphaflega var vísað á gijót í aðeins 500m íjarlægð og vom lagðir jámbrautarleinar þaðan og að garð- stæðinu og seinna út eftir garðinum. Lokið var við Hringskersgarð í september 1916 og höfðu menn þá þurft að tví- og þríbyggja hluta hans vegna þess að sterk austanáttin og beljandi brimið höfðu skolað hluta hans í burtu. Ekki var allt búið enn því aðeins mánuði síðar gerði íjögurra daga illviðri sem stórskemmdu garðinn og enn frekari skemmdir urðu síðan í byijun nóvember. Þá sprakk garðhausinn frá, seig um tvo metra og færðist breidd sína inn í höfnina. Sama varð uppi á teningnum með garðinn sjálfan, það gróf undan honum, hann færðist til og að lokum var ekki annað eftír en rústir einar og að auki lá við að hann lokaði innsiglingunni sem hann upphaflega átti að veija. Kom nú í ljós að áhyggjur manna um að garðurinn væri of veikbyggður áttu við rök að styðjast. Fyrsta bæjarstjóm, sem kosin var í Vestmannaeyjum 1919, tók við hafnargerðinni og segir Páll Kolka í tímaritinu Perlur að „Hinn ungi bær tók í arf ífá móður sinni, Vestmanna- eyjasýslu, hina hörmulegustu vöggugjöf, hafnargerðina, eitthvert mest mislukkaða fyrirtæki á landinu." Má segja að menn hafi þurft að byija algerlega frá gmnni. Garðurinn varð nú mun breiðari og lengd hans varð að lokum 200m. Stöðugt þurfi að styrkja hann og var unnið við garðinn nær því á hveiju ári frá 1914 til 1930. Þá er skrifað að þetta muni dýrasta mannvirki sinnar tegundar á landinu. Varð nú hlé á viðgerðum í nokkur ár en 1942 þurfti enn að laga og bæta og var þá tekið blágrýti úr skriðunum við Fjósaklett til að nota við uppfyll- inguna. Af framansögðu má sjá að Vestmannaeyingar hafi lagt mikið á sig til að eignast trausta og ömgga höfn, enda þar að finna þann lífskraft sem samfélagið þurfti til að blómgast og dafna. Sjóveituhús f alllangan tíma hafði tíðkast hér í Eyjum að þvo fisk upp úr sjó sem tekinn var upp í gegn um króargólfið eða borinn upp úr flæðarmálinu. Þegar útgerðin tók að dafna í upphafi tuttugustu aldar og íbúaíjöldi fimm til sexfaldaðist á skömmum tíma þá varð þessi háttur ekki lengur boðlegur erlendum kaupmönnum og fékk Vest- mannaeyjafiskurinn illt orð á sig vegna lélegra þrifa. Strax árið 1922 kom tíl umræðu á fúndi hafnamefndar tillaga um að byggja sjóveitu sem duga skyldi öllum fiskverkahúsunum. Allt var sett á fullt, teiknað hús, sótt um lán og útboða leitað en.... Eins og stundum gerist ...málum frestað, og ífestað enn og írestað lengur. Það varð ekki fyrr en 1931 að byggingarfram- kvæmdir hófust, dæluhús og sjó- geymir skyldu steypt. Hæð geymisins var 4,5m, þvermál 12m og tók hann 400 lestir af sjó. Lagðir vom til að byija með tréstokkar ffá honum og vestur með Strandgötu og var nú kominn sjálfrennandi sjór í allar krær. Eins og gefur að skilja varð hreinlæti bætt til mikilla muna við þessar framkvæmdir og þótti ekki vanþörf á. Einnig má geta þess að eftir að sundlaugin, Miðhúsalaug svokölluð tók til starfa 1935 þá var fenginn sjór úr þessum sama sjógeymi. Læt ég nú lokið þessari samantekt um mannvirkin á þessu nýja úti- vistarsvæði okkar og óska öllum Vestmannaeyingum tíl hamingju með hvemig til hefur tekist,“ sagði Ólafur Týr.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.