Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 5. október 2000 Fréttir 19 Nissandeildin í handbolta: Karlalið ÍBV í handknattleik hefur ekki hafið tímabil jafn vel og í ár, í háa herrans tíð en tveir sigurleikir í röð á heimavelli hafa komið liðinu í efsta sæti efstu deildar, nokkuð sem ekki gerist á hverjum degi, alla vega ekki í fyrri umferð. Hópurinn er breiður og leikmennirnir ákveðnir í að ná árangri og því ætti þessi góða byrjun ekki að koma svo á óvart. Breiðablik og KA eru þau Iið sem hafa legið í valnum hér í Eyjum en það sem vekur furðu er hversu fáir áhorfendur iáta sjá sig á leikjum liðsins. Fyrri leikurinn, gegn Breiðabliki, var alls ekki skemmtilegur enda getu- munur liðanna gríðarlegur. Fyrir þennan leik höfðu Blikamir tapað sínum fyrsta leik með tuttugu og tveggja marka mun gegn Haukum og það á sínum eigin heimavelli. Því var ekki búist við mikilli mótspymu gestanna enda varð sú raunin. Hálfleikstölur í leiknum vom 19-5 og líklega hefur ÍBV klárað leikinn á fyrsta stundarfjórðungi leiksins þegar liðið var komið í 8-0. Seinni hálfleikur var áhugaverður á að horfa enda skipti IB V alveg um lið, ungu leikmennimir fengu að spreyta sig og óhætt að segja að framtíðin virðist björt í meistara- flokki karla því strákamir stóðu sig ffábærlega. Mörk IBV: Jón Andri Finnsson 7/5, Mindaugas Andriaska 6, Svavar Vignisson 5, Sigurður Ari Stefánsson 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Daði Pálsson 3, Aurimas Frovolas 3, Eymar Krúger 3, Sindri Ólafsson 2, Guð- frnnur Kristmannsson 1, Sigþór Friðriksson 1, Erlingur Richardsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 23/1, Kristinn Jónatansson 1. Sigur á KA ÍBV lék sinn annan leik í Nissan deildinni og jafnframt sinn annan heimaleik þegar liðið tók á móti KA í annarri umferð deildarinnar. Skemmst er frá því að segja að ÍBV var mun betri aðilinn í leiknum, þó var liðið ekki að leika neitt sérstaklega vel en sigur vannst nokkuð ömgglega, 23- 20 eftir að ÍBV hafði komist mest sex mörkum yfir. ÍBV byrjaði leikinn mjög vel og náði fljótlega þriggja marka forystu. Bæði lið vom að leika sömu vamamppstillinguna en munurinn var samt sem áður nokkur á vamarleik liðanna þar sem norðanpiltar sóttu töluvert framar á völlinn og virtust oft grimmari. Enda kom það á daginn að gestimir vom síður en svo sáttir við að vera undir gegn ÍBV og þegar tíu mínútur vom eftir af fyrri hálfleik þá komust þeir yfir 7-8 en staðan var 12- 10 ÍBV í vil í leikhléi. í seinni hálfleik komst ÍBV í 16-10. Margir héldu þá að það yrði aðeins formsatriði að klára leikinn en KA menn héldu áfram að beijast og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk, 16-13 þegar Eyjapeyjum var vísað af vellinum í tvær mínútur hvetjum á fætur öðmm. En lengra komust KA menn ekki og aftur komst ÍBV í sex marka forskot, 20-14. Lokatölur urðu 23-20 fyrirÍBV. Bestir í liði ÍBV vom þeir Gísli í markinu og Erlingur en áberandi var hversu mikið hinn nýi leikmaður ÍBV, Mindaugas, skaut á markið. Tvö mörk úr ellefu skotum er ekki glæsilegur árangur. Svavar Vignisson, línukubburinn eitilharði, sagði að leikurinn hefði verið skemmtilegur fyrir hann, enda var hann harður. „Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og að vinna KA strákana, sem em flinkir og sterkir, það gerir þetta enn sætara. Þetta hafa alltaf verið baráttuleikir en við höfum alltaf, ef frá er talinn heimaleikurinn í fyrra, haft nokkuð góð tök á KA en við vomm ákveðnir í að tapa ekki fyrir þeim héma tvö ár í röð.“ Mörk ÍBV: Jón Andri Finnsson 6/6, Guðfinnur Kristmannsson 3, Erlingur Richardsson 3, Eymar Kriiger 3, Sigurður Ari Stefánsson 2, Mindaugas Andriuska 2, Daði Pálsson 2, Aurimas Frovolas 2. Varinskot: Gísli Guðmundsson 18/2. Handbolti kvenna: Stjarnan 20 - IBV 18 IBV 21 - IR 17 Tap á útivclli en sigur heima íslandsmeistarar og meistarar meistaranna í ÍBV léku sinn fyrsta leik í deildinni gegn Stjörnunni í Garðabænum síðastliðin laugardag. Eins og kom fram í kynningu á liðinu hafa leikmenn verið að tínast inn í hópinn allt fram á síðustu stundu þannig að Sigbjörn Ósk- arsson þjálfari liðsins verður líklega að slípa leik liðsins í næstu leikjum. En þrátt fyrir það þá náðu stelp- urnar að veita hinu gríðarlega sterka liði Garðbæinga verðuga keppni en lokatölur urðu 20-18 fyrir Stjörnuna. Leikurinn var jafn og spennandi og var IBV með ffumkvæðið mestan hluta leiksins. ÍBV byijaði leikinn mjög vel, komst m.a. í 3-6 en aðeins eitt mark skildu liðin að í hálfleik, 11- 12. Stjömustúlkur komust svo fljótlega yfir í seinni hálfleik en með góðri baráttu komst ÍBV aftur yfir 16-17. En heimastúlkur bitu í skjaldarrendur og Hind Hannesdóttir, fyrrverandi leik- maður ÍBV, tryggði Stjömunni tveggja rnarka sigur 20-18. Mörk ÍBV: Ingibjörg Ýr Jóhanns- dóttir 6, Amela Hegic 6/1, Gunnley Berg 3, Marina Bakulina 1, Eyrún Sigurjónsdóttir 1, Bjamý Þorvarðar- dóttir 1. Varin skot:Vigdís Sigurðardóttir 16. Sigur gegn ÍR ÍBV tók svo á móti ÍR hér í Eyjum á mánudagskvöldið. ÍR átú erfitt tímabil í fyrra enda liðið þá ungt að ámm og reynslulítið. En eins og IBV þá hefur liðið mjsst nokkra sterka leikmenn, m.a. til IBV en Ingibjörg Ýr Jóhanns- dóttir lék með liðinu í fyrra en leikur nú með ÍBV. Leikurinn var aldrei spennandi og hefði IBV átt að sigra með meiri mun ef eitthvað var. Fyrri hálfleikur var eign IBV frá upphafi til enda. ÍR liðið komst lítið áleiðis gegn sterkri vöm IBV en Eyjastúlkum gekk hins vegar afar illa í hraðaupphlaupum sem gáfust þegar boltinn vannst. Liðið skoraði aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum öllum en tækifærin vom töluvert fleiri. En þrátt fyrir það þá náði ÍBV fljótlega góðri forystu og munurinn milli liðanna í hálfleik var fjögurmörk, 12-8. En gestimir mættu mjög svo á- kveðnir til leiks og skomðu fjögur mörk gegn aðeins einu marki ÍBV og hleyptu spennu í leikinn. Eyjastúlkur vom dálítinn tíma að jafna sig á þessari slöku byrjun en um miðjan hálfleikinn tók liðið góðann sprett og tryggði sér sigurinn með fjórum mörkum í röð. Reyndar skomðu ÍR- stúlkur síðustu tvö mörk Ieiksins en sigurinn var þegar tryggður. Loka- tölur urðu 21-17 og fyrsti sigur IBV í deildinni staðreynd. Mörk ÍBV: Amela Hegic 7/2, Marina Bakulina 6, Bjamý Þorvarðardóttir 3, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 2, Aníta Arsælsdóttir 2, Eyrún Sigurjóns- dóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 9, Árún Ó. Guðgeirsdóttir 6. SIGRI fagnað gegn ÍR. Evrópukeppnin hjá stelpunum um helsina -lofa betri leik en á móti ÍR segir Sisþjörn Óskarsson þjálfari stelpnanna Kvennalið IBV mun spila tvo leiki í Evrópukeppni félagsliða nú um helgina en mótherjinn kemur alla leið frá Búlgaríu, nánar tiltekið frá Bladoevgrad, og heitir Pirin. Islensk kvennalið hafa ekki oft áður tekið þátt í Evrópukeppni og því er óhætt að segja að ÍBV sé að renna algjörlega blint í sjóinn enda segist Sigurbjörn Óskarsson ekki hafa miklar upplýsingar um liðið. „Eg hef náttúmlega reynt að hringja út og spyijast fyrir hjá hinum og þessum aðilum en engar uplýsingar fengið, þannig að við verðum bara að einbeita okkur að okkar leik og sjá svo hvar við stöndum. Reyndar hef ég það fýrir víst að búlgarska deildin er ekki sterk og lið þaðan hafa ekki náð langt í Evrópukeppnum til þessa. Þannig að sá aðili sem veitti mér þær upplýsingar sagði að við ættum helmingsmöguleika gegn þessu liði. Við lítum náttúmlega á þetta sem fýrst og fremst dýrmæta reynslu fyrir stelpumar og þær ættu að geta haft gaman af jressu. Þetta kemur sér einnig mjög vel fyrir okkur enda vomm við að fá síðustu manneskjuna inn í hópinn á þriðjudaginn þannig að okkur veitir kannski ekkert af því að spila sem flesta leiki utan deildarleikjanna." Þið spiluðuð á laugardag, mánudag og svo á miðvikudag, er þetta ekki of mikið álag rétt fýrir leiki í Evrópu- keppni? ,jú vissulega hefði maður viljað vera laus við alla vega einn af þessum leikjum en leikurinn á mánudaginn kom út af frestun og lítið við því að gera. En við emm bara ákveðin í að gera okkar besta og ég lofa að við sýnum betri leik en gegn ÍR á mánudaginn. En við þurfum á stuðningi að halda og ég vil hvetja fólk til að mæta á báða leikina, það er ekki það oft sem við sjáum Evrópuleiki í handbolta þannig að það er kannski rétt að nota tækifærið núna.“ ÞríríU-21 árs landsliðið Sigurður Grétarsson hefur valið sautján manna landsliðshóp sem mun spila tvo leiki á næstu vikum. Þrír leikmenn ÍBV era í hópnum en þeir em Hjalti Jónsson, Páll Almarsson og Bjami Geir Við- arsson. Liðið mun spila gegn Tékkum í Tékklandi 6. október klukkan 15.00 að íslenskum tíma en mætir svo N-ímm á Kaplakrikavelli fjómm dögum síðar klukkan 16.00. Þess má geta að Hjalti Kristjánsson verður að venju læknir liðsins. íris með bestu mönnum vallarins íris Sæmundsdóttir keppti fyrir íslands hönd á laugardaginn var gegn Rúmeníu. fris spilaði að venju í hjarta vamar íslenska liðsins og fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn. ísland sigraði í leiknum 8-0 og hélt þar með sínu sæti meðal bestu liða Evrópu. „Mér gekk bara nokkuð vel og er sátt við minn leik. Það reyndi kannski ekkert mjög mikið á mig en markmiðið var að halda hreinu og þegar við komumst í 2-0 þá var þetta aldrei spuming. Við náðum með þessum sigri okkar takmarki fýrir leikinn en það var að halda okkur í efsta flokki landsliða sem gefur möguleika á að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar og Heimsmeistarakeppninnar." Sigríður Ása til Breiðabliks Sigríður Ása Friðriksdóttir, leik- maður kvennaliðs ÍBV í knatt- spymu síðastliðið sumar, er líklega á fömm frá félaginu. Sigríður mun jafnvel vera á leiðinni úl Islands- og bikarmeistara Breiðabliks og er ætlað að fýlla skarð Sigrúnar Óttarsdóttur fyrirliða liðsins sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ljóst er að brotthvarf Sigríðar Ásu er mikið áfall fyrir liðið, enda var hún einn jafnbesti leikmaður liðsins síðastliðið sumar. Valsleiknum sjónvarpað ÍBV mætir Val að Hlíðarenda á laugardaginn í handboltanum. Leikurinn hefst kl. 16.00 og verður bein útsending frá leiloium á RÚV. Em stuðningsmenn IBV á fasta- landinu hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja sína menn. Framundan Laugardagur 7. október Kl. 14.00 IBV - Pirrin takast á í Evrópukeppninni f handbolta. Kl. 16.00 Valur-ÍBV, handbolti, karlar í Reykjavík. Kl. 15.45 ÍV - Þróttur mætast í íþróttamiðstöðinni í 1. deildinni í körfunni. Sunnudagur 8. október Kl. 14.00 ÍBV - Pirrin leika seinni leikinn í Evrópukeppninni. Báðir leikimir fara fram í íþrótta- miðstöðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.