Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 Landlyst og safnasvæðið á Skansinum var vígt á laugardaginn: Frábærlega velheppnuð fi Annað elsta hús Vest- mannaeyja, Landlyst, hefur verið endurreist á Skansinum. Landlyst var vígð á laugar- daginn og Skansinn söguminjasvæði formlega tekið í notkun. Þar er að finna auk Landlystar, Stafkirkjuna, sjálfan Skansinn sem var gerður 1Ó30, hafnargarðinn og minjar um sjóveitutank í hraunjaðrinum. Hönnun og allarframkvæmdir á Skanssvæðinu eru til mikillar fyrirmyndar og útkoman er einstök ekki síst vegna þess hvað tekist hefur að hnýta saman marga sögulega enda á einum og sama staðnum. Ná þeir allt frá árinu 1000 til dagsins í dag. Landlyst skipar stóran sess í sögu Vestmannaeyja en talið er að það sé byggt árið 1847 og sé annað elsta hús í Vestmannaeyjum. Er aðeins Landakirkja eldri. Merk saga Landlyst var byggð á lóð milli Strand- vegar og Miðstrætis en húsið var rifið árið 1992 með það fyrir augum að það yrði endurreist. Nú er sú hugmynd orðin að veruleika og er húsið risið á Skansinum sem hluti af glæsilegu safna- og söguminjasvæði. Landlyst var byggð af hjónunum Sólveigu Pálsdóttur ljósmóður og Matthíasi Markússyni snikkara. Arið 1849 var byggt við húsið, vestur- endann sem nú snýr í norður og var það gert fyrir styrk frá danska ríkinu til að komið yrði upp fæðingarstofu í Eyjum og er þetta fýrsta fæðingarstofa sem byggð er hérlendis. Síðar var byggt við húsið árið 1870 af Þorsteini Jónssyni héraðslækni og alþingis- manni. Er þetta sú gerð hússins sem við sjáum í dag. Sólveig var mjög merk kona, hún fór til ljósmæðranáms í Kaupmanna- höfn fyrir forgöngu Haalands læknis, en það var árið 1842-43. Sólveig og Matthías áttu heima í húsinu fram undir 1870 þegar Þorsteinn Jónsson héraðslæknir og alþingismaður kaupir húsið og býr hann þar fram á árið 1906 og lætur byggja við það árið 1870. Er það sú Landlyst sem var endurbyggð á Skanssvæðinu. Ginklofinn (tetanuis neonatorum), sem lagðist á ungböm, var landlægur í Vestmannaeyjum um það leyti sem fæðingarstofan er sett á laggimar. Ginklofinn hjó stór skörð í hóp ungbama Var hann mun skæðari hér en annars staðar á landinu og þegar mest var létust milli 60% og 80% ungbama af völdum ginklofa í Vestmannaeyjum. Var þetta hörmungarástand ein aðal- ástæðan fyrir byggingu fæðingar- heimilisins. Ginklofinnvar skæðari hér en annars staðar á landinu m.a. vegna sýkils (Clostridium tetani) sem var að finna í jarðveginum og var honum viðhaldið með því að þvottur var settur á garða, en með því að láta setja snúrur þá dró úr þessari sýkingu. Hreinlæti var líka af skomum skammti, en með breyttum hugsunar- HLÍF Gylfadóttir forstöðumaður byggðasafnsins, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Nanna Þóra Askelsdóttir við suðurgafl Landlystar. Erum stolt og ánægð -með hvernig til hefur tekist, segir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttirforseti bæjarstjórnar I ræðu sinni við vígslu Landlystar rakti Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tildrög þess að ákveðið var að fara út í að gera Skanssvæðið upp. Má rekja það beint til þeirrar ákvörðunar að þjúðargjöf Norðmanna í tilefni 1000 ára kristnitöku yrði statkirkja sem reist yrði í Vestmannaeyjum. „Þegar búið var að taka ákvörðun um að Stafkirkjan yrði reist á Skans- svæðinu var farið að huga að heildarsvip svæðisins," sagði Sigrún Inga. „Fljótlega kom upp sú hugmynd að endurreisa Landlyst á svæðinu en það hafði staðið til í nokkur ár. Þegar búið var að taka ákvörðun um að Landlyst færi á þann stað sem hún er á í dag, kom fljótlega upp umræða um vitann á Hörgeyrargarðinum. Að sögn fróðra manna var gamli vitinn algjörlega ónýtur og ekki myndi borga sig að gera hann upp. I framhaldi af því var tekin ákvörðun um að endurbyggja vitann. Tekin var á- kvörðun um að byggja flotbryggju og geta smærri bátar lagt þar að. Rarik ákvað að gefa fánamastur á svæðið. Einnig þurfti að huga að salemis- aðstöðu og á endanum varð niður- staðan að byggja hana upp sér- staklega. Listaverkið Kona með löngu, sem Guðmundur frá Miðdal gerði, var sett niður á lóðina fyrir framan Landlyst. Gefendur styttunnar vom nokkrar útgerðir hér í bæ og ber að þakka þá gjöf. En ekki má gleyma upphaflegu uppbyggingunni en það er sjálfur Skansinn. Hann var endur- hlaðinn íyrir nokkmm ámm og var þar að verki Víglundur Kristjánsson, hleðslumaður. Aðalhönnuður að svæðinu er Pétur Jónsson, landslags- arkitekt, en hann á ættir sínar að rekja til Laufáss. Eg held ég tali fyrir munn allra sem hingað koma að mjög vel hafi tekist til með heildarhönnun svæðisins.“ M2000 Það kom fram hjá Sigrúnu Ingu að uppbyggingin er hluti af sam- starfsverkefni Vestmannaeyjabæjar og Reykjavíkur, menningarborgar Evr- ópu árið 2000. „Strax á síðasta ári var haft samband við okkur um hvort Vestmannaeyjabær vildi ekki taka þátt í M2000 en svo hefur verkefnið Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000 verið nefnt. Tekin var ákvörðun í menningarmálanefnd bæjarins að uppbygging söguminjasvæðis á Skansinum yrði framlag bæjarins í verkefninu M2000 og hefur það verið auglýst þannig. Erum við mjög stolt af okkar framlagi til þessa verkefnis og viljum þakka Reykjavíkurborg fyrir að bjóða okkur að taka þátt í þessu samstarfsverkefni." Margar hendur Sigrún Inga sagði að margir hefðu komið að verki við uppbyggingu svæðisins og nefndi hún þá til sög- unnar. „Ég hef áður minnst á Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, aðalhönn- uð svæðisins. Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur og Guðmundur Þ.B. Ólafsson, eftirlitsmaður með fasteignum bæjarins eiga hér stóran hlut að máli. Norska fyrirtækið Stokk og Stein sá um byggingu Stafkirkj- unnar, Drangur ehfi, sá um niðurrif og pökkun Landlystar, ístak hfi, var aðalverktaki við endurbyggingu Landlystar en þar var yfirsmiður Guðmundur Jónsson og er hann hér á meðal okkar í dag, Teiknistofa Páls Zóphóníassonar og Rafhönnun sáu um hönnunarvinnu. Garðyrkja undir forystu Steinþórs Einarssonar sá um hleðslur og grjótvinnu, Kristján Egils- son og hans menn sáu um sökkla o.fl. Miðstöðin sá um pípulagnir, Geisli sá um raflagnir, Einar og Guðjón unnu jarðvinnuna, 2.Þ ehf. og vélaverk- stæðið Þór unnu við hafnargarðinn og vitann, Stáltak sá um fánamastrið. Króli hf. sá um að byggja flot- bryggjuna. Starfsmenn áhaldahúss og garðyrkjustjóra unnu mjög mikið í undirbúningi og frágangi á svæðinu. Og síðustu daga og vikur hefur starfsfólk byggðasafnsins lagt á sig ómælda vinnu við uppsetningu sýningarinnar í Landlyst,“ sagði Sigrún Inga og vildi hún um leið koma á framfæri þökkum menningarmála- nefndar og bæjarins fyrir frábærlega vel unnin störf. „Bæjaryfirvöld eru ákaflega ánægð og stolt yfir hvemig til hefur tekist með uppbyggingu Skanssvæðisins og vonum við og emm þess reyndar fullviss um að bæjarbúar og aðrir gestir megi njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Við höfum verða eitt vinsælasta útivistar- og aðeins heyrt ánægjuraddir með menningarsvæði Vestmannaeyja. hvemig til hafi tekist og er ég viss um Njótið heil,“ sagði Sigrún Inga að að þetta svæði á eftir í framtíðinni að lokum. SÖNGHÓPUR úr Bústaðakirkju fluttí nokkur Eyjalög við vígsluna í útsetningu Guðna Guðmundssonar frá Landlyst. Guðni, sem lést fyrir skömmu, hafði ætlað sér að mæta með hópinn við vígslu æskuheimilis síns en þó hans nyti ekki við mætti söngfólkið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.