Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 Við leggjum allt okkar undir -segja þeir Grímur Þ Gíslason og Sigmar Georgsson um nýja veitinga- og ráðstefnuhúsið sem byrjað verður að reisa í Löngulág í dag. Undanfarna daga hafa þeir Grímur Þ. Gíslason og Sigmar Georgsson verið önnum kafnir við að undirbúa grunninn á vatnstankinum í Löngulág, koma fyrir festingum og öðru fyrir hið nýja veitinga- og ráðstefnuhús sem rísa mun á næstunni á tankinum. Byrjaðverður að reisa sjálft húsið í dag. „Við emm með öll leyfi í lagi og höfum frá upphafi verið íöglegir með allar okkar framkvæmdir. Okkur hef- ur aldrei dottið í hug að gera neitt sem ekki hefur verið að fullu leyfilegt. Við einsettum okkur strax í byrjun að halda allar reglur og höfum staðið við það,“ segja þeir félagar en nokkur styrr hefur staðið um bygginguna, einkum frá íbúum í næsta nágrenni. Sjálft húsið, sem byrjað verður að reisa í dag, er alíslenskt, kemur frá Límtré hf. á Flúðum og Yleiningum hf. í Reykholti. Húsið er keypt uppsett frá þessum aðilum og munu þeir alfarið sjá um uppsetningu þess. Grunnflatarmál hússins verður 1216 fermetrar en setustofa á annarri hæð er um 200 fermetrar. Aætlað er að í aðalsal verði unnt að koma fyrir 600 manns í sætum. Hægt verður að skipta aðalsalnum í tvennt og setu- stofan er þriðji valmöguleikinn þannig að unnt er að halda í einu þrjár aðskildar samkomur í húsinu ef þarf. Horfa hvað mest til ráðstefnuhalds I kynningarbæklingi sem þeir hafa látið prenta, er getið þess helsta sem boðið verður upp á í hinu nýja húsi. Þar er fram talið: móttökur, fundir, ráðstefnur, hvataferðir, óvissuferðir, árshátíðir, afmælisveislur, brúðkaups- veislur, fermingarveislur, erfidrykkjur, jólahlaðborð, þorrablót, sýningar, kynningar, dansleikir og fleira. Þeir Grímur og Sigmar segjast horfa með hvað mestri væntingu til ráð- stefnuhalds. „Viðhöfumkynntokkur þessi ráðstefnumál vel og þar er sá markhópur sem við munum leggja áherslu á að ná til okkar. Með ráðstefnum er ekki verið að tala um nokkra klukkutíma heldur tvo til þijá daga, þar sem inni er gisting, matur, skemmtun og verslun í bænum. Hús- ið verður hannað sérstaklega með tilliti til nútíma ráðstefnuhalds, þar verða skjávarpar, tölvur og tölvu- tengingar. Nýherji hefur séð um þá hönnun fyrir okkur, samkvæmt nýjum kröfum sem gerðar eru til aðstöðu til slíks ráðstefnuhalds og þetta verður líklega það fullkomnasta á landinu.“ Sérstaðan mun nýtast okkur Þeir félagar segja Vestmannaeyjar hafa gífurlega sérstöðu sem ekki hafi verið nýtt fram til þessa. „Allt um- hverfið er mjög „ráðstefnuvænt" ef svo má að orði komast. Hér er mikil náttúrufegurð, stutt að fara til allra hluta sem sparar verulegan tíma, svæðið afmarkað og ekki þörf á hlaupum til og frá til útréttinga og reddinga eins og raunin vill oft verða á í Reykjavík. Þeir sem haldið hafa ráðstefnur í Vestmannaeyjum tala um mun betri árangur sem náðst hafi hér en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. En fram til þessa hefur okkur vantað hús- næði sem rúmað gæti stórar GRUNNURINN er til staðar á vatnstanknum og nú á aðeins eftir að reisa húsið. Grímur og Sigmar standa að þessu ásamt fjölskyldum sínum. ráðstefnur. A þessu ári hafa þrír stórir aðilar haft samband við okkur og viljað halda hér ráðstefnur með 250 til 400 þátttakendum. Það var ekkert vandamál að taka á móti þessum fjölda í mat, það gátum við, en vandamálið var að finna nógu stórt hús, þar strandaði allt en verður ekki vandamál í framtíðinni. Við erum nýkomnir af Vestnorden-ráðstefnunni og þau viðbrögð sem við fengum þar hafa virkilega aukið á bjartsýni okkar sem var þó talsverð fyrir. Við skulum heldur ekki gleyma því að þessar framkvæmdir kalla á aukið gistirými í Vestmannaeyjum, þar er vaxtar- broddur sem hótelhaldarar í Eyjum hafa virkilega sýnt áhuga. Og ráð- stefnur sem þessar eru oftast haldnar utan hins venjulega ferðamannatíma og þar með nýtist öll aðstaða hér betur.“ Tónleikahald og stórsýningar Þá segja þeir Grímur og Sigmar að á undanfömum árum hafi ekki verið til viðunandi húsnæði fyrir samkomu- hald í Vestmannaeyjum, hafi fjöldinn farið yfir 150 manns. „Hátíðahöld sjómannadagsins eru kannski nærtæk- asta dæmið, þar sem fólk hefur verið að skemmta sér á mörgum stöðum, í stað þess að áður fyrr var þetta á einum og sama staðnum. Við höfum fullan hug á að hefja sjómannadaginn til vegs og virðingar á ný auk þess sem stefnt er á tónleikahald og stórsýningar á borð við það sem verið hefur á Hótel íslandi til dæmis. Nú galopnast okkur möguleikar til alls þessa.“ Viðamikil matvælaframleiðsla En það sem kannski hefur ekki farið mjög hátt í umræðunni hjá hinum almenna bæjarbúa um hið nýja hús, er að þar verður ekki einungis veitinga- rekstur og ráðstefnuhald. Þar er ei nnig áformað að verða með viðamikla matvælaframleiðslu í tengslum við Veisluþjónustu Gríms sem sífellt hefur verið að færa út kvíamar. Reyndar var þetta kynnt á fundi með nágrönnum. „Þama verður 200 fermetra eldhús sem ekki mun aðeins nýtast til að elda ofan í þá sem sækja samkvæmi og ÞANNIG kemur húsið til með að líta út þegar það verður risið. Á húsið að verða tilbúið í febrúar til niars í vetur. ÁÆTLAÐ er að byrja að reisa húsið í dag og hefur undirbúningur að því staðið undanfarna daga. ráðstefnur. Við sjáum fram á að samnýta þetta með þeirri matvæla- framleiðslu sem nú er til húsa á Faxastígnum og verður þar reyndar áfram. Með þessu verður húsnæðið ekki bara starfrækt í kringum helgar, heldur verður þama starfsemi alla daga vikunnar. Fiskibollur til Færeyja Við emm búnir að gera samning við Sláturfélag Suðurlands um framleiðslu á fiskibollum fyrir 1944 réttina og það er mikil viðurkenning fyrir okkur að SS skuli hafa valið okkur í það verkefni. Við komum mjög vel út í gæðaprófunum þeirra og það er góð viðurkenning fyrir okkur að fá þetta. Þá er einnig að hefjast útflutningur á fiskibollum frá okkur til Færeyja. Nú em Færeyingar líklega manna kröfu- harðastir þegar fiskibollur em annars vegar en framleiðslan okkar hefur líkað vel í Færeyjum, bæði verð og gæði. Við emm líka að kanna mögu- leikann á að koma okkur enn frekar inn á markaðinn í Reykjavík sem er mjög stór. Og svo emm við með Kanadamarkaðinn í sigtinu. Sá markaður er alveg gífurlegur ef af verður. Við emm í sambandi við eitt stærsta og traustasta dreifmgar- fyrirtækið á þeim markaði, ég kynntist þeim aðilum á sínum tíma þegar ég var inni í Kinn,“ segir Grímur. „Þá höfðu þeir mikinn áhuga á að koma blálöngubollunum á markað en það strandaði þegar þeir spurðu mig hvað ég gæti sent þeim marga 40 feta gáma með bollum! Á þeim tíma var ég að hnoða bollumar í höndununum og það hefði tekið mig einhver ár að uppfylla slíka pöntun. Nú em aðstæðumar allt aðrar og allir möguleikar opnir, bæði með tilkomu hússins í Löngulág, auk þess sem aðstaðan verður áfram niðri á Faxastíg þó svo að hún sé búin að sprengja allt utan af sér.“ „Menn em alltaf að tala um full- vinnslu sjávarafla á Islandi," segir Sigmar. „Sé það hægt, þá er það hér í Vestmannaeyjum og við stefnum ótrauðir á það.“ Engin ævintýramennska „Við leggjum allt okkar undir í þessum framkvæmdum," segja þeir félagar. „En við emm lflca með góða menn með okkur. Þetta er ekki ævin- týramennska, okkur er full alvara með þessu og trúum því að þetta eigi eftir að verða lyftistöng fyrir byggðarlagið. Við áætlum að þama geti orðið til allt að 25 ný störf ef allt gengur upp, bara í þessu fyrirtæki. Við emm þess fullvissir að þegar húsið er risið og allt komið í gang þá verði ekki margar óánægjuraddir sem muni heyrast, heldur verði ánægja og sátt, bæði með staðinn og þá starfsemi sem þama fer fram. Reyndar er rétt að taka það fram að við höfum aldrei orðið varir við neitt sem hægt er að kalla persónulega óvild frá þeim aðilum sem hafa mótmælt staðsetningu hússins. Þau mótmæli hafa beinst að fram- kvæmdunum en ekki okkur sjálfum og það emm við út af fyrir sig þakklátir fyrir. Hitt er svo annað mál að við emm þess fullvissir að þetta verður svipað og þegar Safnaðar- heimilið var byggt. Þá vom margir því mjög mótfallnir, sáu ekkert gott við þá byggingu. Nú amast enginn við því og þykir það sjálfsagt, eins og það er. Það verður eins með húsið á tankinum í Löngulág, eftir eitt eða tvö ár verða allir orðnir fyllilega sáttir við það.“ Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.