Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 1
Lady innimálning f^HUSEY J 1 BYGGINGAVORUVERSLUN VESTMANNAEYINGA 27. árgangur • Vestmannaeyjum 14. desember2QQQ • 50. tölublað • Verðkr. 140,- » Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Eldsvoðinn í ísfélaginu snertir flesta þætti bæjarlífsins: Mesta tjón frá gosi -Atvinna allt að 150 manns í óvissu IK ' ^ í HORFT á eyðilegginguna, Hörður Óskarsson, Ólafur Sveinsson, Jóhann Pétur Andersen, Guðbjörg Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Jón Ólafur Svansson og Brynjólfur Bjarnason horfa magnvana á eyðilegginguna. Ljóst er að tjónið í brunanum í Isfélaginu á laugardaskvöldið og aðfaranótt sunnudagsins er ekki undir einum milljarði og er lang- stærsta einstaka tjónið í Vest- mannaeyjum frá því í Heimaeyjar- gosinu 1973. Og sennilega er þetta eitt mesta tjón sem orðið hefur í bruna hér á landi síðustu áratugi. Hreinsunarstarf er hafið og gera menn sér vonir um að geta gert klárt fyrir ioðnufrystingu í vetur. I gosinu 1973 brann m.a. stór hluti Hraðfrystistöðvarinnar sem Einar Sigurðsson átti og rak. Nú er það al- nafni hans og sonarsonur sem kemur fram sem fulltrúi eigenda og hefur hann haft í mörg hom að líta síðustu sólarhringa I samtali við Fréttir segir Einar að á þessari stundu sé ekki mikið hægt að segja og taka verði einn dag í einu. „Þetta er mikið áfall en nú er komið að því að bjarga því sem hægt er að bjarga. Fólk er að þrífa og laga til eins og hægt er og gengur það vel. Hefur starfsfólkið staðið sig gríðarlega vel í þeirri vinnu,“ sagði Einar. Hann neitar því ekki að þetta sé mikið áfall fyrir ijölskylduna en þau hafi fundið svo um munaði að þau standa ekki ein. „Það hafa allir sýnt samstöðu, starfsfólk, eigendur og mér finnst að verkalýðsfélögin hafi staðið sig mjög vel. Eimskip. Vinnslustöðin og margir fleiri hafa stutt okkur mikið. Ég vil líka koma á framfæri þakklæti til slökkviliðsins sem stóð sig mjög vel við erfiðar aðstæður og bjargaði því sem bjargað varð.“ Einar segir að nú sé öll áhersla lögð á að gera kiárt týrir loðnuírystinguna og ætti það takast. ,d-engra erum við ekki komin og næstu skref verða að tryggja framtíð Isfélagsins til lengri tíma,“ sagði Einar að lokum. Ikveikja! „Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur staðið að rannsókn á orsök brunans í húsum ísféiagsins með aðstoð tveggja tæknideildarmanna frá lögregluembættinu í Reykjavík. Rannsókn á vettvangi er lokið og eru niðurstöður þær að miklar líkur eru taldar á að um íkveikju sé að ræða. Því beinist rannsókn lögreglu nú að því að finna hugsanlega gerendur en skýrt er tekið ffam að á þessu stigi liggur enginn undir grun. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að gefa upplýsingar um mannaferðir við brunastað eftir klukkan 17.00 á laugardaginn. Kveikt var á jólatrénu við Bárustíg á föstudaginn og þar mættu margir jólasveinar, færandi börnunum góðgæti. - á TM-ÖRYGGI JgL FYRIR DRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg ngamálín olium svióumf á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 ééá Vetraráætlun Fia [yjuin Mánud. - laugard. kl. 08.15 Sunnudag kl. 14.00 Fia Þorlákshöfn kl. 12.00 kl. 18.00 Aukaferð föstud. kl. 15.30 kl. 19.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.