Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Vel heppnuð bókmen ntava ka Síðastliðinn iimmtudag gengust Bókasafn Vestmannaeyja og Bóka- búðin fyrir bókmenntavöku í Akóges. Vakan hófst kl. 20.30 með lestri Auðar Jónsdóttur úr bókunum Annað líf og Nærmynd af Nóbelsskáldi. Síðan iásu tvær ungar stúlkur í Leik- félagi Vestmannaeyja, þær Ingveldur Theódórsdóttir og Perla Kristinsdóttir, úr nýútkomnum ljóðabókum. Það efni var valið með hliðsjón af því að kynna látna íslenska höfunda og þýdd ljóð. Var upplestur þeirra ljómandi góður. Þær Michelle Gaskell og Védís Guðmundsdóttir tóku við að þeim lestri loknum og léku jólatónlist á þverflautur en síðan las Þórunn Valdimarsdóttir úr bókinni Engin venjuleg kona, sem Þórunn ritaði um líf og starf Sigrúnar Jónsdóttur en Sigrún var einnig viðstödd á bók- menntavökunni. Þessi sama Sigrún er nú að vinna að því að flytja Skaftfelling til Víkur og kemur hann við sögu í bókinni. Til stóð að Bjöm Th. Bjömsson læsi úr nýrri bók sinni en hann komst því miður ekki til Eyja og í stað þess las Auður Jónsdóttir úr bókinni Nærmynd af Nóbelsskáldi. En Auður er bamabam Halldórs Laxness og á hún einn kafla í bókinni. Milli 40 og 50 manns sóttu þessa bókmenntavöku sem þótti einstaklega vel heppnuð en kynnir á henni var Sigurður R. Símonarson menningar- fulltrúi Vestmannayjabæjar. BÓKAVAKAN heppnaðist mjög vel og er rós í hnappagöt Bókabúöarinnar og Bókasafnsins. Það er gaman að komast í návígi við höfunda bóka sem koma út fyrir jólin og það var ekki annað að sjá á bókavökunni en að bæði þeir og áhorfendur skemmtu sér vel. A efri myndinni eru þær stöllur Þórunn Valdimarsdóttir og Sigrún Jónsdóttir og Auður Jónsdóttir sem fetar í fótspor afa síns frá Gljúfrasteini. Á neðri myndinni eru þakklátir gestir á bókavökunni. Kór Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem starfað hefur frá því í haust hefur í hyggju að koma fram á aðventunni við ýmis tækifæri. Kórinn, sem þeir Ósvaldur Freyr Guðjónsson og Högni Hilmisson stjórna, hefur æft jólalög af kappi og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst hjá unga fólkinu. Frumraun kórsins var í Alþýðuhúsinu í gær þar sem flutt voru jólalög í bland við hefðbundin lög fyrir starfsmenn ísfélagsin. Tókst vel til og er Kór Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum góð viðbót við þá flóru sem fyrir er í kóramenningu í Eyjum. Myndin er tekin á æfíngu fyrir skömmu. L SigurgeirJónsson _ _ , ^ Af goðuni veðrum -og vondum skammstöfunum Það ár, sem nú er senn á enda, síðasta ár aldarinnar, verður sennilega lengi í minnum haft í Vestmannaeyjum fyrir fádæma veðurblíðu lengst af. Raunar var veturinn framan af ekki mjög skemmtilegur, allavega ekki til sjávarins og oft þakkaði skrifari skapara sínum í janúar og febrúar fyrir að stunda ekki lengur sjó. Sjómennska var ekki beint öfundsvert starf á þeim mánuðum. En svo voraði og síðan hefur verið nær stanslaus blíða. Sérstaklega er það þó haustið og það sem liðið er af vetrinum sem hefur verið með óvenjulegu móti. Reyndar hafa oft stillur fylgt haustmán- uðum í Eyjum en að snjókom skuli ekki hafa sést hér í allt haust,þar til í fyrradag, það heyrir til undantekninga. 1 fyrra lagðist t.d. af allt sem hét golfleikur á golfvellinum, annaðhvort í lok október eða í byrjun nóvember vegna snjókomu og illviðra. Það sem af er hausti og vetri hefur aftur á móti verið hægt að leika golf á hverjum einasta degi á vellinum og þeir hörðustu í þeirri íþrótt, á borð við Gunnar í Gerði, hafa óspart notað sér það. Þess munu líklega ekki mörg dæmi þegar komið er norður á okkar breiddargráðu að menn séu að leika golf á jólaföstu, raunar er sú raunin á víðar á landinu en í Vestmannaeyjum. f síðasta pistli gerði skrifari að umtalsefni umræður um orgínala og AKP. Nú hafa honum borist nýjar upplýsingar um þessa skammstöfun sem farið hefur óskaplega fyrir brjóstið á sum- um, raunar tvennar upplýsingar sem ekki ber alveg saman. Samkvæmt öðrum upplýsing- unum á heiðurinn af þessari skammstöfun Gunnar Kári Magnússon, fyrrum kennari í Eyjum og blaðamaður á Fréttum, bróðir Hall- dóru, skólastjóra í Hamarsskóla, og nú með bú- setu í Svíþjóð. Þessar upplýsingar eru ekki á sterkum rökum reistar þótt vel megi trúa því upp á Gunnar Kára að finna slíkt viðumefni á sjálfan sig. Hinar upplýsingamar em þær að nafngiftin sé komin frá Sjúkrahúsinu sem nú heitir Heil- brigðisstofnun. Góð kunningjakona skrifara, sem lengi starfaði á þeirri stofnun, sagði honum að á sínum tíma hefði skammstöfunin AK verið notuð yftr aðkomufólk. Síðan hefði bæst við önnur skammstöfun til viðbótar og notuð yfir aðkomufólk sem var á miklu flakki, gerði hér stuttan stans og erfitt var að henda reiður á. Það fólk ruglaði oft skipulag og skráningu á Sjúkrahúsinu, sérstaklega þegar enginn vissi hvort það var búsett í Eyjum eða annars staðar á landinu. Þetta fólk fékk viðbótarskammstöfun, AKP, og lfkast til vita allir fyrir hvað hún stendur. Svo virðist sem fyrri skammstöfunin hafi fallið í gleymskunnar dá eða hin seinni hafi yfirtekið hana og er það skaði. Skrifari er sérlega hlynntur því að fyrri skammstöfunin verði á ný hafin til vegs og virðingar, ekki síst ef það mætti verða til að veita sálarró þeim sem kunna illa við þriggja stafa skammstöfunina. Næsta blað Frétta er jólablaðið. í því blaði er alla jafna margt af góðu efni, bitastæðu og uppbyggilegu á flestan hátt. Þar sem fimmtudagspistlar skrifara flokkast ekki undir neitt af framangreindu hefur hann jafnan haft þann háttinn á að skemma ekki heildarsvip jólablaðsins með slíkum skrifum heldur hvíla lesendur á sínu venjulegu dægurþrasi. Þess vegna verður þetta síðasti pistill fyrir jól. Skrifari vill því nota tækifærið og óska lesendum Frétta nær og ljær gleðilegra jóla. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.